Morgunblaðið - 08.06.1999, Side 52

Morgunblaðið - 08.06.1999, Side 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Velkomin ■ * * Hringdu í áskriftardeildina áður en þú ferð í fríið og láttu okkur vita hvenær þú kemur aftur. Við söfnum saman blöðunum sem koma út á meðan og sendum þér þegar þú kemur aftur heim. Byggjum í V atnsmýrinni AÐ FLYTJA flug- völKnn úr Vatnsmýr- inni og byggja þar miðborgarbyggð í staðinn er eitt stærsta framfaraspor sem Reykjavíkurborg get- ur stigið. Brotthvarf flugvallarins úr Vatns- mýrinni mun brjóta af miðbæ Reykjavíkur þá hlekki sem hindrað hafa miðbæinn í að stækka og dafna. Það að ekki er hægt að byggja háhýsi við eða í miðbæ Reykjavíkur hefur gert það að verk- um að miðbærinn hef- ur litla stækkunarmöguleika og miðbær án stækkunarmöguleika er miðbær sem staðnar og hnignar. Fyrirhugaður flutningur Lands- símans úr Kvosinni er nýjasta dæmi þessarar hnignunar. Stækkum miðbæinn út í Vatnsmýrina AUnokkur umræða hefur verið um hvar hægt er að koma fyrir flugvelli ef hann yrði fluttur úr Vatnsmýrinni, um gerð hans o.s.frv. Flugvöllurinn og staðsetn- ing hans er hins vegar ekki aðal- málið í þessu dæmi. Flugvelli má víða finna stað þannig að hann verði áfram í nánum tengslum við miðbæinn, t.d. í Skerjaflrði eða við Engey. Aðalmálið er að losa miðbæ Reykjavíkur undan þessum rúm- lega hálfrar aldar gömlu kvöðum og styrkja hann með nýrri byggð í Vatnsmýrinni. Það er lykilatriði fyrir atvinnuþróunina á höfuðborg- arsvæðinu og reyndar á landinu öllu að til verði stór, nýtískuleg og glæsileg miðborg á næstu áratug- um. Erlendis er litið á það sem for- réttindi að fá að starfa og búa í mið- borgum enda fasteignaverð í sam- ræmi við það. I miðborgunum vilja allir vera, þar eru kaffihúsin, veit- ingahúsin, verslanimar, menningar- starfsemin og mannlífíð. í Reykja- vík ætti þetta einnig að vera þannig. Vissulega er miðbær Reykjavíkur glæsilegur á góðum degi og verður það án efa um ókomin ár. Miðborgir eru þó og verða alltaf fýrst og fremst vinnustaðir og það er ekki síst í þessum miðborgarkjömum sem peningarnir verða til í dag. Ef við ætlum að vera þátttakendur í Randalín eKf. v/ Kaupvang /00 Egilsstöðum sími 471 2433 Handunnar gesta- og minningabækur fyrir: ✓ Ferminguna ✓ Brúðkaupið ✓ Merka ófanga ✓ Erfidrykkjuna Leitið upplýsinga um sölustaði VEIAR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 þessari þróum verðum við að bjóða upp á eitt- hvað sambærilegt við það sem er að finna í miðborgum Evrópu og Bandaríkjanna. Við eigum alla möguleika á því, við þurfum einfald- lega að gefa miðbæ Reykjavíkur tækifæri til að stækka og vaxa. Miðbærinn á að stækka út í Vatnsmýrina og það ætti að leyfa að einhver hluti verði tek- inn undir háhýsi sem rúma myndu stærstu fyrirtæki landsins. Þannig getum við skap- að einstaka aðstöðu á besta stað. Glæsileg nýtísku miðborgarbyggð Flestir íslendingar hafa staðið niðri á Lækjartorgi með erlenda gesti sér við hlið, baðað út hendinni og sagt: „this is IT“ og við blasir Bakarabrekkan og gömlu timbur- húsin sem danskurinn byggði hér á síðustu öld. Sú aðstaða sem há- tæknifyrirtækinu Islenskri erfða- greiningu hf. bauðst í höfuðborg landsins er við hliðina á dekkjaverk- stæði uppi á Höfða þar sem það tek- ur 10 mínútur að labba út í næstu sjoppu. Eg hygg að það komi fá ef nokkur erlend hátæknifyrirtæki hingað til lands á næstu áratugum Reykjavíkurflugvöllur Flutningur flugvallar- ins og stækkun mið- bæjar Reykjavíkur og Tjarnarinnar út 1 Vatnsmýrina, segir Friðrik Hansen Guðmundsson, er stórmál. ef við höfum ekkert upp á að bjóða annað en þetta. Vandamál verður einnig að halda í þau íslensku há- tæknifyrirtæki sem hér hafa sprott- ið upp. Endurbygging flugvallarins frá grunni er nokkurra ára gömul ákvörðun sem eðlilegt er að endur- skoða í ljósi nýrra hugmynda. Flu- gráð hefur nú lagt til að 50% af umferðinni um völlinn verði flutt burtu, þ.e. hluti æfínga- og kennsluflugsins. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur einnig krafist þess að umsvifín á vellinum verði stórminnkuð. Er ekki rétt að stíga skrefið til fulls og flytja starfsem- ina í heild sinni úr Vatnsmýrinni? Er ekki einnig rétt að fresta fyrir- huguðum milljarðaframkvæmdum við Reykjavíkurflugvöll en fara þess í stað út í viðgerð á malbiki vallarins fyrir 200 til 250 milljónir sem duga myndu árum saman. Þá vinnst tími til að skoða betur þessi mál og um leið er komið á móts há- værar kröfur um samdrátt í ríkis- útgjöldum vegna ofþenslu. Flutningur flugvallarins og stækkun miðbæjar Reykjavíkur og Tjarnarinnar út í Vatnsmýrina ásamt þéttri íbúðabyggð er stórmál sem við hljótum að ætlast til að tek- inn verði tími í að skoða. Við eigum að gefa fleirum kost á því að búa og starfa í miðbæ Reykjavíkur og njóta þeirra gæða sem fylgja því að vera í miðbænum. Flugvöllurinn getur verið næstum hvar sem er en við getum bara byggt miðborg á einum stað. Friðrik Hansen Guðmundsson Vefsíða: www.oba.is Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.