Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 55

Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 55 Kjör hinna verst settu UM SL. áramót hækkuðu laun lífeyris- þega um 4%. Við það fóru laun lífeyrisþega sem fá alla fjóra bóta- flokkana í 66.000 krónur á mánuði og við 7% hækkunina á grunnlífeyri 1. apríl sl. hækkuðu þau í 67.000 krónur eða um 1.100 krónur á mán- uði. Það er ekki svo slæmt eða hvað? Fá ekki allir öryrkjar þá upphæð? Samkvæmt staðtölum almanna- trygginga 1997 fengu 5,8% öryrkja full ör- orkulaun og samkvæmt upplýs- ingum Tryggingastofnunar ríkis- ins (TR) nú nýverið, hefur þeim öryrkjum fækkað verulega sem fengu full örorkulaun árið 1998 og voru þeir 3,6% eða 296 einstak- lingar af 8.239. Hvað veldur þessu? Hafa öryrkjar þá svona Hjálparstarf s I dag hlýtur öllum að vera Ijóst hver staða hinna verst settu er í íslensku samfélagi, seg- ir Harpa Njáls. Hópar fólks lifa við skort og fátækt. góðar greiðslur úr lífeyrissjóðum sem skerða örorkulaun svona mikið? Öryrkjar eru margbreytilegur hópur fólks sem á það eitt sameig- inlegt að hafa misst heilsuna. Margir hverjir á unga aldri eða miðjum aldri vegna sjúkdóma, slysa eða fötlunar allt frá fæð- ingu. I ýmsum tilvikum er um fólk að ræða sem á sáralítinn eða eng- an rétt til greiðslna úr lífeyris- sjóði. I nýútkominni skýrslu Þjóð- hagsstofnunar kemur fram að rúmlega helmingur öryrkja fær greiðslur úr lífeyrissjóði. Ef litið er nánar til þess hóps er það um fjórðungur öryrkja sem nýtur þokkalegra greiðslna úr lífeyris- sjóðum og fær 30.000 krónur á mánuði eða meira. Það er jafn- framt staðreynd að hartnær helmingur öryrkja á Islandi fær engar lífeyrissjóðsgreiðslur, þ.e. hátt í fjögur þúsund manns. A sl. ári fengu öryrkjar að stærstum hluta, þ.e. 75% öryrkja, aðeins grunnbótaflokkana tvo, örorkulíf- eyri og tekjutryggingu sem eru um 46.000 krónur á mánuði og þaðan af minna, samkvæmt upp- lýsingum TR. Það eru því aðeins um 25% öryrkja sem fá hærri laun en það frá TR, en þó aldrei hærri en 67.000 krónur á mánuði. Rétt er að minna á að ellilaun eru nánast þau sömu og laun örorku- lífeyrisþega, þessir hópar búa nánast við sama launakerfi. I nið- urstöðum rannsóknar norrænu ráðherranefndarinnar 1996, um þróun fátæktar á Islandi sem tók til áranna 1986-1995 segir að hlutfall aldr- aðra sem búa við fá- tækt sé tiltölulega hátt hér á landi miðað við hin Norðurlöndin og ljóst að þeir lenda oft undir fátækra- mörkum. I þessari rannsókn voru aldr- aðir 16% af þeim hópi hér á landi sem lifði undir fátækramörk- um. Öryrkjar og aldr- aðir hafa ekki verkfallsrétt Eg minni á að ör- yrkjar og aldraðir hafa hvorki samnings- né verkfallsrétt við sína launagreiðendur. Það þætti ekki stórt í kjarasamningum hags- munahópa ef samið væri um há- markslaun fyrir brot af launþega- hópnum. Þá er ljóst að þó lífeyris- sjóðsréttindi fólks hafi verið að efl- ast á undanfömum árum, er hópur fólks í dag sem hefur sáralítið úr lífeyrissjóðum eða nýtur ekki slíkra réttinda. Rétt er að minna á að mikill munur er á aðstöðu líf- eyrisþega sem búa í eigin húsnæði eða þeirra sem búa á leigumark- aði. Hvað veldur því að kjör lífeyris- þega eru svo naumt skömmtuð? Laun lífeyrisþega eru ákvörðuð af Alþingi með lögum nr. 118/1993 um félagslega aðstoð sem ákvarðar laun þessa fólks. Það er Trygg- ingastofnun ríkisins sem framfylg- ir þeim lögum. Samkvæmt túlkun þessara laga og reglugerðar býr fólk sem hefur um 46.000 krónur á mánuði í laun, þ.e. grunnlífeyri og tekjutrygginu, við skerðingará- kvæði þessara laga (þ.e. 75% ör- yrkja eins og komið hefur fram). Það er fólk, sem vegna hjúskapar- stöðu missir strax þriðjung af laun- um sínum burtséð frá öðrum að- stæðum. 2.335 örorkulífeyrisþegar urðu íyrir skerðingu eða sviftingu tekjutiyggingar vegna tekna maka árið 1998 og litlu færri voru í sömu stöðu árið 1997. Öryrki sem á maka á vinnumarkaði getur farið niður í 15.000 krónur á mánuði og neðar. Ef hann hefur ekki aðrar tekjur, verður hann algerlega háður maka sínum efnahagslega sem leiðir af sér aðrar hömlur fyrir einstakling- inn. Þessi skerðingarákvæði laga hafa einnig til langs tíma varðað hópa öryrkja sem eru einstæðir foreldrar og hafa þeir misst þriðj- ung af tekjum sínum þess vegna. Nú á allra síðustu vikum hefur Tryggingaráð úrskurðað í kæru- máli einstæðs foreldris og fá þeir nú heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót ef þeir hafa ekki aðrar tekjur. Ekki leiðréttist þetta þó sjálfkrafa samkvæmt upplýsingum frá TR. Því vil ég benda öllum einstæðum foreldr- um, öryrkjum sem eru með börn á framfæri, á að sækja þarf um þessa hækkun. Það er áhyggju- efni ef fólk áttar sig ekki á þess- um réttarbótum. Það er ástæða til að minnast allra þeirra öryrkja, einstæðra foreldra og bama þeirra sem hafa liðið árum saman fyrir ákvæði í íslenskri löggjöf sem á sér enga stoð í heilbrigðri skynsemi. Mér vitanlega er í öllu öðru félagslegu tilliti talið að við það að eignast bam bætist við munnur að metta, einstaklingur sem ala þarf önn fyrir. Fleiri dæmi um lífeyrisþega, sem ég hef mætt í starfi mínu hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, vil ég nefna. það em einstaklingar sem leigja herbergi eða íbúð á frjálsum markaði og eru háðir leigusala sín- um um það hvort hann vill láta af hendi leigusamning eða löglegar kvittanir. Ef ekki, missir lífeyris- þeginn um 20.000 krónur á mánuði frá TR, þótt þeir eigi rétt á því að öllu öðru leyti. Þetta er vitneskja sem ég hef öðlast við að aðstoða líf- eyrisþega sem eiga ekki til hnífs og skeiðar. Staðreyndir sem eru mjög duldar í íslensku samfélagi. Eitt- hvað hlýtur nú að vera að og þurfa að lagfæra hér. Samkvæmt laganna hljóðan eiga þeir sem ekki hafa aðrar tekjur en frá lífeyristryggingum almannatrygginga rétt á heimilis- uppbót og sérstakri heimilisupp- bót. Þessar staðreyndir undir- strika mikilvægi þess að fólki sem hefur aðeins laun frá Trygginga- stofnun ríkisins sé ákvörðuð ein upphæð, laun til að lifa af. Laun sem grundvölluð eru á raunhæf- um neyslugrunni. Það hlýtur að verða næsta skref í því endurmati og endurskoðun sem nú á sér stað. Er þetta sæmandi velferðarþjóð við upphaf nýrrar aldar? Þeir sem hafa bága afkomu geta leitað til félagsmálastofnana í sínu sveitarfélagi og fengið viðbótar- styrk að viðmiðunarmörkum, fá- tækramörkum. Er það eðlileg sam- félagsúrlausn að ríkið ákvarði laun Skólavörðustíg 35, sími 552 3621. fólks það lág að það sé í vítahring fátæktar? Eg er sannfærð um að enginn sem komið hefur að þessari lagasetningu eða skerðingará- kvæðum, hefur gert sér grein fyrir afleiðingunum. Við skulum ekld gleyma því að fólk sem missir heilsuna eða hverfur af vinnumark- aði hefur jafnframt greitt til samfé- lagsins með sköttum sínum og skyldum í sameiginlega sjóði okkar allra. í dag hlýtur öllum að vera ljóst hver staða hinna verst settu er í ís- lensku samfélagi. Hópar fólks lifa við skort og fátækt. Það er að stór- um hluta fólk sem hefur lífsafkomu frá hinu opinbera. Það er fólk sem hefur misst heilsu, atvinnu, aldrað fólk, einstæðir foreldrar og bama- fólk á lágum launum. Að sjálfsögðu standa sumir betur innan þessara hópa og það er vel. Áhersla mín er á alla þá sem lifa við skort og víta- hring fátæktar í íslensku samfé- lagi. Það er veruleg ástæða að bera ugg í bijósti vegna hinna verst settu og framtíðar barna þeirra, sem um leið er framtíð samfélags- ins. Höfundur er félagsfræðingur, um- sjónarmaður innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar og stundar MA-nám við Háskóla íslands. Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! ✓ Isaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir 60 úra i'rábær reynsla. Einar Farestveit&Co.l Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900 Þátttaka í happdrætti Krabbameinsfélagsins er stuðningur við mikilvægt forvarnastarf MIÐI NR. Vinningar: nreqið U.júní 1999 1 Honda HR-V, Sport 4x4. Verðmæti 1.900.000 kr 1 Bifreið eða greiðsla upp f íbúð. Verðmæti 1.000.000 kr 168 Úttektir hjá ferðaskrifstotu eða verslun. Hver að verðmæti 100.000 kr. að verðmæti 19,7 milljónir króna fjftldi útfletinn* 157.000 J Veittu stuðning - vertu með! Dregid17.júní >pnum dag 'agana Opið .-16. Júní kl. 10-23 alla daga Við erum hér glntiIi&NÝTT Stakkahlíð 17 Sími: 568 5544 ^fifiAur fTÓNABÆR 5 " ■ ■. HAMRAHLÍÐ I 1 f —J I KRINGLAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.