Morgunblaðið - 08.06.1999, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 08.06.1999, Qupperneq 64
63 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR í DAG MARGRÉT Vala Guðmundsdóttir og Davíð Sævarsson draga nöfn vinningshafa. F engu vikudvöl í sumar- búðum í verðlaun NÝLEGA var dregið í getraun sem sumarbúðirnar Ævintýra- land efndu til. Spurningar tengdar Húnaþingi vestra voru í kynningarbæklingi sumarbúð- anna og verðlaunin voru viku- dvöl þar fyrir þrjá getspaka krakka. „Nokkur hundruð svör bárust en þau Davíð Sævarsson og Mar- grét Vala Guðmundsdóttir drógu nöfn vinningshafanna þriggja úr bréfabunkanum. Nöfn þeirra eru: Svava Hlín Hilmarsdóttir, Safamýri 38, Reykjavík, Iris Sif Hermanns- dóttir, Stararima 29, Reykjavík, og Elva Rut Sigmarsdóttir, Heiðarhrauni 12, Grindavík. Sumarbúðirnar Ævintýraland eru starfræktar í annað sinn í Reykjaskóla í Hrútafírði og eru ætlaðar 6-12 ára börnum. Boðið er upp á vikudvöl í senn og eru dagleg námskeið í grímugerð, ieiklist, frjálsum íþróttum og myndlist innifalin þar sem fag- fólk leiðbeinir börnunum. Gæsla er allan sólarhringinn og kvöld- vökur á hverju kvöldi. Reiðnám- skeið standa einnig til boða. I kringum verslunarmannahelg- ina verður vika fyrir eldri börn- in, eða 12-14 ára, með nám- skeiðum, grillveislu, varðeldi o.fl.,“ segir í fréttatilkynningu. Vinningaskrá 5. útdráttur 7. júní 1999. íbúðarvinningur Kr. 1.000.000 Kr. 2.000.000 (tvöfaldur) Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvðfaldur) 16399 21581 51817 78275 F erðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (Þ 2171 25868 30135 46337 60496 62650 22708 29762 34100 59105 62378 75792 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfalfi ur) 710 13508 23955 40730 53788 67851 1224 13665 26080 41419 54273 69162 1459 15695 27331 41789 54958 70509 3836 16473 28065 42086 55352 73596 4242 17405 28292 42633 55435 73852 5421 17945 28461 44499 55636 74056 6448 17974 28993 44722 55705 74274 7439 18019 30496 44755 55991 74851 8067 18466 32300 45422 56089 75124 8414 18895 35308 45987 60338 75860 8817 19096 35642 48122 60442 76446 8950 19523 35843 49556 60756 77050 9165 21842 37111 49563 62269 77662 9179 22158 39095 51890 62663 77919 10209 22328 39411 52323 64204 78396 12055 22561 40317 52932 64427 12327 23393 40554 53165 66678 Næsti útdráttur fer fram 10.18. & 24. júní 1999 Heimasíða á Intcmeti: www.das.is VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakklæti MIG langar til að koma ó framfæri þakklæti til starfsfólks Islandsbanka í Lækjargötu fyrir frá- bæra þjónustu. Sérstak- ar þakkir til Einars Rún- ars Guðmundssonar og Pálínu Friðgeirsdóttur þjónustufulltrúa, svo og til útibússtjórans Árna. Þau gjörsamlega björg- uðu því að ég lenti ekki á götunni. Þetta fólk er svo mannlegt. Það er alltaf verið að skrifa um það neikvæða í sambandi við bankana - en ég vil taka fram að í mínu til- felli var þetta jákvætt, bankarnir hjálpa líka fólki. Einnig við ég taka fram að starfsfólk Fast- eignasölunnar Óðals er í sérflokki fyrir mannleg samskipti og heiðarleika. Þeir björguðu mér með góðri þjónustu og vil ég sérstaklega nefna Jó- hann. Ég óska þessu fólki alls góðs og vona að það taki áfram á móti fólki með sama jákvæða hug- arfarinu. Ég hafði það á tilfinningunni að ég væri einhvers virði eftir sam- skipti mín við þetta fólk á erfiðum tíma. Þetta fólk hefur unnið sitt verk með sóma. Jónína Dagný Hilmarsdóttir, ánægður viðskiptavinur. Frábærar tertur OKKUR langar til að hrósa Garðari S. Hann- essyni, bakaranema í Bakarameistaranum, Suðurveri, fyrir frábær- ar tertur sem hann bak- aði fyrir vinnustað okk- ar fyrir nokkru. Þær voru þvílíkt lostæti og engu líkar. Ánægðir viðskiptavinir. Dýrahald Gárapar óskast ÓSKA eftir gefins gárap- ari. Upplýsingar í síma 5553041. Hvolpar fást gefins 11VIKNA gamlir hvolpar til heimihs í Vík fást gef- ins. Blandaður labrador og border collie. Greindar skepnur. Upplýsingai- gefur Gunnar í sima 4c87 1465. Kettlingar óska eftir heimili TVEIR fjörugir, kassa- vanir kettlingar óska eft- ir heimili. Upplýsingar í síma 482 3027. Tapað/fundið Kvenúr týndist á Akureyri KVENÚR með gylltu/silfur armbandi týndist í Fosshlíð á Akur- eyri eða nágrenni í lok mars. Skilvís finnandi hafi samband í síma 462 3929. HÖGNI HREKKVÍSI SKAK Vmsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á búlgarska meistaramótinu í mai. Vasil Spasov (2.585) hafði hvítt og átti leik gegn Drenchev(2.330). 19. Rxe6! - fxe6 20. Bxe4 - Bd5 (Eða 20. - Bxe4 21. Dc4+ og hvítur vinnur manninn til baka með léttunnu tafli) 21. Bxd5 - Hxd5 22. Bf4 og svartur gafst upp. Með morgunkaffinu Mundu nú að setja heilann í gang áður en þú setur tunguna í gfr. COSPER SVONA sítt Ijóst hár myndi klæða þig mjög vel. Víkverji skrifar... A ISLENDINGAR unnu góðan og verðskuldaðan sigur á liði Ar- meníu á laugardaginn í riðlakeppni Evrópumóts landsliða í knatt- spyrnu. Islenska liðið var mun betri aðilinn allan leikinn og átti mun fleiri marktækifæri heldur en Ar- menar. Með sigrinum á Armenum og tapi Frakka gegn Rússum um helgina er staða íslenska liðsins í riðlinum betri heldur en frönsku heimsmeistaranna og er það ljúf til- hugsun ef íslenska liðið kemst áfram en ekki það franska. Næst leikur íslenska liðið gegn því rúss- neska og vonandi heldur liðið áfram að bjóða áhorfendum upp á svipaða leikgleði og úrslit og á laugardag- inn. XXX VÍKVERJI hefur mjög gaman af því að ferðast til útlanda en eitt skyggir oft á ferðalagið, tafir á flugi. Nýverið brá hann sér í stutta sólar- landaferð. Tæplega fimm hundruð Islendingar höfðu fengið sömu hug- dettu en flugvél Atlanta sem tekur 478 farþega var fullbókuð. Ekki urðu miklar tafir á fluginu út. Að vlsu fór vélin um 40 mínútum of seint i loftið en megnið af þeim tíma tókst að vinna upp vegna mikils meðvindar. Á flugvellinum úti tók hinsvegar við klukkutíma bið eftir farangrinum enda ófá tonnin sem farþegar fluttu með sér á milli landa. Til þess að tryggja það að þau sem ætluðu að sækja Víkverja á flugvöllinn þegar heim kæmi þyrftu ekki að bíða mjög lengi á vellinum ef um seinkanir yrði að ræða ákvað Víkverji að hringja heim til íslands þegar hann var á leiðinni upp í flug- vélina. Allt gekk að óskum og útlit fyrir að vélin færi í loftið á réttum tíma farþegum til mikillar ánægju og þeim sem heima biðu þar sem vélin átti að lenda seint um kvöld. Mjög fáir farþegar voru með flug- vélinni á heimleiðinni eða einungis um 70 manns. Allir voru komnir um borð á skikkanlegum tíma og var Víkverji dagsins orðinn sannfærður um að komast í fyrsta skiptið í loftið með Atlanta leiguflugi á réttum tíma. Fljótlega eftir að vélin átti að fara í loftið tilkynnti flugstjórinn um að færibandið er flutti farangurinn í vélina hefði rekist utan í flugvélina og ganga þyrfti frá tjónaskýrslu. Leið og beið og tæplega einum og hálfum tíma eftir auglýstan brottfar- artíma fór vélin í loftið. Tafir af þessu tagi eru mjög bagalegar en því miður ekkert við þessu að gera. Eins eiga flugliðarnir hrós skilið fyrir góða þjónustu um borð á með- an beðið var og gerðu þeir allt sem í þeirra valdi stóð til þess að auð- velda farþegum biðina og þá sér- staklega farþegum af yngri kyn- slóðinni. Jafnframt er mjög óvana- legt að flugstjóri veiti jafn oft og jafn greinargóðar upplýsingar um tafír eins og var í þessum biðtíma. Mættu fleiri taka hann til fyrir- myndar þar sem ekkert er verra en að vita ekki neitt þegar beðið er eft- ir flugi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.