Morgunblaðið - 20.06.1999, Page 6

Morgunblaðið - 20.06.1999, Page 6
HUGSIÐ UM 2000! MARGAR FERÐIR AÐ SELJAST UPP KJÖRIN ERV EINSTÖK; • SIGLINGAR UM MIÐJARBARHAF: • GRAND PRINCESS. Mesta glæsiskip heimsins! • Ótrúleg kjör: 2 fyrir einn. 6000 dollara afsláttur! • ARCADIA - Klassísku löndin 17 d. lúxus sumarauki. • 2 fyrir 1—2. okt. Örfá pláss. Ótrúlegt tækifæri! • VICTORIA - í kjölfar krossfaranna 24. okt. upps. biðl. • KARÍBAHAF 1999/2000: Flug m. vikusiglingu. • Frá MIAMI/FORT LAUD. Carnival DESTINV o.fl. - GRAND PRINCESS. • Flug m.v. 2 í siglingu frá BARBADOS um s- Karibahaf • A ARCADIA - alveg einstök kjör, feb. mars. erðaskrifstofan Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, PRIMA/ simi 562 0400, fa* 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, ..................... heimasioa: hppt://www.heimsklubbur.is SUNNUDAGUR 20. JUNI1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Nýr áfangi í hvfldar- og skenuntiferðum, þar sem lúxushótelið færir þig fyrirhafnarlaust miili heillandi áfangastaða. IGLINGAR ERU OKKAR SVIÐ! Birtir loks til í lífi konungsfjöl- skyldunnar? Reuters. SOPHIE Rhys-Jones og Játvarður Bretaprins ganga um garða St. James-hallar. konungsfjölskyldunnar, í lífinu sem síðar varð. Eftir að hann hætti hermennsku starfaði Játvarður við dagskrárgerð í sjónvarpi og vann síðar m.a. sem aðstoðarmaður í leikhúsi Andrews Lloyds Webbers. Árið 1993 stofnaði hann síðan sitt eigið sjónvarpsfyrir- tæki, Ardent Produetions, en þar hefur honum gefist tækifæri til að fá sköpunargleði sinni og listhneigð fullnægt. Framagjörn kona úr millistétt Fyrstu kynni Játvarðar og Sophie urðu þegar Sophie vann að auglýsingamálum í kringum góð- gerðaruppákomu sem Játvarður stóð fyrir árið 1993. Sophie rekur sitt eigið auglýsinga- og markaðs- málafyrirtæki, R-JH, og gengur flest í haginn, ef marka má fréttir breskra fjölmiðla. Hún þykir vel gefin og kann sitt fag, og hefur full- an hug á að starfa áfram að hugðar- málum sínum þrátt fyrir að vera nú gift inn í bresku konungsfjölskyld- una. Sophie er fædd inn í breska milli- stétt 20. janúar 1965 í Oxford, en ólst upp í Kent. Faðir hennar, Christopher Rhys-Jones, starfaði sem sölumaður fyrir hjóibarðafram- leiðanda en móðir hennar, Mary O’Sullivan, er af írskum ættum. Sophie þótti með eindæmum lífs- glöð stúlka, djörf og þróttmikil. Hún hóf störf hjá fyrirtæki í London skömmu eftir að mennta- skóla lauk og árið 1986 fékk hún sitt stóra tækifæri, þegar hún hóf störf í fréttadeild vinsællar útvai-psstöðvar þar í borg. Starfsfélagar minnast hennar að góðu einu og hún þótti öflugur starfskraftur. Á þessum tíma átti í hún í ástar- sambandi við sér eldri mann en eftir að því lauk gerðist hún fram- kvæmdastjóri hjá skíðafyrirtækinu Bladon Lines. I tengslum við vinn- una kynntist hún skíðakennaranum Mike O’Neill í Sviss og með honum flutti hún til Ástralíu. Eftir að sam- bandi þeirra lauk snéri Sophie aftur til Englands og fékk fljótlega vinnu, og ekki leið síðan á löngu þar til hún var búin að stofna sitt eigið fyrir- tæki. Almúgastúlka sem giftist prinsi Það er til marks um breytta tíma að Játvarður prins skuli ganga að eiga stúlku úr millistétt, sem er eins fjarri þvi að bera blátt blóð í æðum ' og hugsast getur. Þeir eru til sem fundið hafa að því að eitt af börnum Englandsdrottningar skuli giftast almúgastúlku, þau rök hafa m.a. heyrst að algerlega óviðunandi sé að sonur Elísabetar skuli giftast stúlku hverrar faðir seldi hjólbarða. En það sem Sophie vantar upp á ættgöfgina vinnur hún upp með | frama sínum og velgengni. Hún læt- ur það ekki vaxa sér í augum að giftast nú inn í frægustu fjölskyldu í * heimi og helsta tákn breska kon- ungdæmisins þótt hún hafi reyndar nýlega viðurkennt í viðtali að til- hugsunin væri að mörgu leyti taugastrekkjandi. „En ég er reiðu- búin að takast á við það núna,“ sagði Sophie, „og ég geri mér fylli- lega grein fyi-ir því hvaða skyldur fylgja því.“ Eftir á vitaskuld að koma í ljóst hvort hjónaband þeirra verður hamingjusamt, eða hvort öll böm f Englandsdrottningar eni dæmd til að lenda í erfiðleikum. Það er hins vegar talið góðs viti að ástin réði ákvörðun þeirra Játvarðar og Sophie en ekki annarleg kóngafólk- spólitík. Og þótt það sé líklega rétt að jafnvel ástríkustu hjónabönd láti á sjá, þegar þau verða fyrir viðlíka ágangi fjölmiðla og hnýsni almenn- ings og þau Játvarður og Sophie mega vænta, virðist ákvörðun þeirra tekin að vel ígrunduðu máli. Það er aukinheldur ekki eins og þau hafi ekki fengið smjörþefinn af bresku pressunni. Besta dæmið um það bar einmitt upp í aðdraganda brúðkaupsins þegar slúðurblaðið The Sun, víðlesnasta dagblað á Bretlandi, birti mynd af Sophie þar sem greina mátti annað brjóst hennar. Hafi sú uppákoma tekið á taugarnar hugga þau Játvarður og Sophie sig sennilega við þau hörðu viðbrögð sem myndbirtingin vakti í Bretlandi. Uppákoman virtist alltént ekki slá þau út af laginu og því aldrei að vita nema söguiok í þessu ævintýri verði eins og best verður á kosið, og að Játvarður prins og Sophie prinsessa hans lifi vel og lengi í kon- ungdæmi sínu og þeim verði mai-gra barna auðið. í öllu falli verður vart deilt um að tími er til kominn að geislar sólarinnar skíni inn í líf bresku konungsfjölskyld- unnar eftir stormasama tíð og dap- urlega atburði. WILLLAM Wade sérhæfir sig í því að selja breska fána í tengslum við konunglegar uppákomur og hann hefur undanfarna daga haft i' nógu að snúast fyrir utan Windsor-kastala. því hvenær hann bæði Sophie að verða sín og aukinheldur mátti hann horfa upp á hjónabönd þriggja eldri systkina sinna fara í hundana og vildu því bæði hann og Sophie fara sér hægt. Það var loks í janúar síðastliðnum sem þau Játvarður og Sophie til- kynntu um trúlofun sína og sagði prinsinn við það tækifæri að sér hefði tekist að koma Sophie gjör- samlega í opna skjöldu. Og þegar hann var spurður að því hvers vegna hann beðið svo lengi með að biðja hennar sagði hann að það hefði einfaldlega ekki verið tíma- bært fyrr, „og ég held ekki að Sophie hefði sagt já.“ Aðstæður Sophie allt aðrar en Díönu Flestir virðast telja að sú stað- reynd, að þau Játvarður og Sophie hafa verið lengi saman, bendi til að þau viti hug sinn og að líklegra sé því að þau finni hamingjuna heldur en þau Anna, Karl eða Andrés. Ját- varður er þrjátíu og fimm ára gam- all og Sophie þrjátíu og fjögurra ára og þau eru því bæði nægilega þroskuð til að vita hvað þau vilja. Mönnum hefur verið gjamt á að líkja þeim Sophie og Díönu prinsessu saman en í því sambandi hefur verið bent á að Díana var tví- tug, óreynd stúlka þegar hún játað- ist Karli. Sophie er hins vegar margreynd kona, ekki aðeins í sam- skiptum við hitt kynið heldur bendir velgengni hennar í viðskiptum - hún rekur eigið auglýsingaíyrirtæki - til að hún hafi bein í nefmu. Andstætt Díönu hefur Sophie auk þess haft góðan tíma til að kynnast fjölskyldunni sem hún nú giftist inn í og hún veit íyllilega hvað bíður hennar. Hún er sögð eiga góð sam- skipti við ættingja Játvarðar, ekki síst við Elísabetu Englandsdrottn- ingu, og þekkir því sitt heimafólk. Díana var á hinn bóginn ekki vel undir það búin að takast á við ágang bresku pressunnar og einangraðist snemma frá öðrum meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar. Og eins og síðar kom upp úr dúmum var aukinheldur pottur brotinn í sambandi þeirra Karls. Það var jú önnur kona sem stóð næst hjarta prinsins af Wales. Prins með óhefð- bundinn feril Játvarður er yngstur baraa Elísabetar, fæddist 10. mars 1964 og munu þau Elísabet og Filippus að sögn hafa átt von á stúlku. Ját- varður þótti glaðlynt barn og skap- gott og var afar vinsæll meðal starfsfólks konungshallarinnar, auk þess sem fullyrt er að Filippus hafi hann í mestum metum barna sinna. Hann sýndi fljótt áhuga á fjöl- miðlum, las mikið í æsku og á há- skólaárum hans í Cambridge gerð- ist hann virkur þátttakandi í leik- hússtarfsemi háskólanema. Hann neyddist að vísu til að eyða þremur árum í breska sjóhernum að loknu háskólanámi en ákvað þá að sér hentaði ekki ferill í hemum. Föður Játvarðar mun ekki hafa fallið þessi ákvörðun sonar síns en sjálfur hefur priinn fullyrt að Filippus hafi aldrei beitt sig þrýstingi. í staðinn vildi Játvarður helga sig leiklistinni sem mörgum fannst hon- um þó ekki fyllilega samboðið. Má e.t.v. segja að það hafi verið hans happ að vera fjórða barn konungs- hjónanna, og þannig ekki undir sama þrýstingi og eldri systkini hans, sem öll standa nær því að erfa krúnuna en Játvarður, sem er sjö- undi í röðinni. Veitti þessi stað- reynd honum líklega tækifæri til að finna sér þann óhefðbundna stað, ef miðað er við helstu meðlimi bresku Játvarður prins, yngsta barn Elísabetar Eng- landsdrottningar og Filippusar drottningar- manns, gekk að eiga heitmey sína Sophie Rhys-Jones á laugar- dag í kapellu heilags Georgs í Windsor-kast- ala á Bretlandi. I grein Davíðs Loga Sigurðs- sonar kemur fram að margir bíða spenntir eftir því að sjá hvort sólargeislar taki loks að skína inn líf bresku konungsfj ölskyldunnar eftir stormasama tíð. OHÆTT er að segja að menn bíði spenntir eftir því að sjá hvort þeim Ját- varði Bretaprins og Sophie Rhys-Jones, sem gengu í það heilaga í gær, takist að brjótast undan þeim álögum sem virðast hafa legið á hjónaböndum barna Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar drottningarmanns. Hjónabönd þeirra Önnu, Karls og Andrésar fóru öll út um þúfur og því ekki að ástæðulausu sem fjöl- miðlar í Bretlandi og áhugamenn um kóngafólk velta því fyrir sér hvort Játvarður verði fyrstur systk- inanna fjögurra til að finna ham- ingjuna í fyrstu tilraun. Þau Játvarður og Rhys-Jones kynntust íyrst árið 1993 og hófu fljótlega samband, sem staðið hefur fram á þennan dag. Fjölmiðlafólk í Bretlandi tók snemma að velta því fyrir sér hvort þau hygðu á brúð- kaup en Játvarður varðist öllum þrýstingi svo fimlega að sumir tóku að velta því fyrir sér hvort prinsinn væri í raun og veru samkynhneigð- ur. Játvarður fyrir sitt leyti var ekki reiðubúinn að láta fjölmiðlana ráða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.