Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 15 ÍÞRÓTTIR Tim Duncan tekur völdin TIM Duncan, San Antonio, hefur ungur að aldri náð ótrúlegum árangri í körfuknattleik. Hann er á sínu öðru ári í NBA-deildinni og var nýlega valinn öðru sinni í lið ársins. Það er ekki að undra þegar haft er í huga að hann varð efstur í deildinni með 37 tvö- faldar tvennur (10 eða hærra í einhverjum tveimur flokkum töl- fræðinnar, stig og fráköst í hans tilfelli), var efstur í stigum, frá- köstum og vörðum skotum í sínu liði, sem nú er komið í lokaúr- slitin í fyrsta sinn. Duncan fæddist 25. apríl árið 1976 á Jómfrúareyjum í Bandaríkj- unum. Ungan dreymdi hann um að ■■■■■■ feta í fótspor eldri Gylfi systur sinnar, sem Hafsteinsson var í bandaríska tók saman sundliðinu á Ólympíu- leikunum í Seoul árið 1988. Draum- urinn var ekki svo fjarlægur þegar óvæntir atburðir gerðust. Duncan vai- kominn í landsliðið í skriðsundi í sínum aldursflokki þegar fellibylur- inn Hugo reið yfir og eyðilagði allar sundlaugar á St. Croix, litlu eyjunni sem hann bjó á. Upp frá því sneri Duncan sér að körfuknattleik. Úr menntaskóla í háskóla Hann skaraði strax fram úr og var orðinn einn besti leikmaður eyjar- innar árið 1992 þegar hann lék á síð- asta ári í menntaskóla. Þá komu Chris King og nokkrir aðrir ungir NBA-leikmenn til eyjarinnar til að kynna deildina. King hreifst svo af leik Duncans að hann hafði samband við þjálfara gamla háskólaliðsins síns, Wake Forest, og ráðlagði hon- um að athuga nánar hæfileika þessa 16 ára stráks. Litlu síðar fékk Dunc- an tilboð frá fjórum háskólum en hóf að leika fyrir Wake Forest árið 1993. Duncan lék í háskóladeildinni í fjögur ár og sankaði á þeim árum að sér metum og viðurkenningum. Síð- asta árið var hann valinn besti leik- maður deildarinnar og varnarmaður ársins þrjú síðustu árin. Þá var hann fyrsti leikmaður á efth' Shaquille Ö’Neal til að vera tvö ár í röð ein- róma valinn í lið ársins. Af metunum má nefna að hann hefur varið flest skot allra í austurriðli háskóladeild- arinnar, 481, og varð tíundi leikmað- ur í sögu háskóladeildarinnar til að skora 2.000 stig og taka 1.500 frá- köst. Talað var um að ef Duncan hefði gefið kost á sér hefði hann verið val- inn fyrstur í nýliðavali NBA eftir annað ár sitt í háskóladeildinni. Þrátt fyrir það valdi Duncan að vera í háskólanum öll fjögur árin og kláraði BA í sálfræði. Aðalástæða þess er sögð vera loforð sem hann gaf móður sinni áður en hún dó úr krabbameini. Valinn fyrstur í NBA Duncan skráði sig í nýliðaval NBA-deildarinnar árið 1997 og var valinn fyrstur af San Antonio. Ferill hans í NBA er því rétt að byrja en stefnir í að verða jafnglæsilegur og ferillinn í háskóladeildinni. A nýliða- árinu varð hann í ellefta sæti yfir stig að meðaltali í leik með 21,1; þriðji í fráköstum með 11,9; sjötti í vörðum skotum með 2,51 og fjórði í skotnýtingu með 54,9%. Hann var valinn nýliði mánaðarins alla sex mánuðina og nýliði ársins með 113 atkvæðum af 116. Auk þess var hann valinn í stjömuliðið og lið ársins. Eftir riðlakeppnina í ár, annað ár sitt í deildinni, var hann aftur valinn í lið ársins og þar að auki varnarlið ársins. Hann var hæstur leikmanna San Antonio í stigum með 21,7 að meðaltali, fráköstum með 11,4 og vörðum skotum með 2,52 að meðal- tali í leik. Þá var hann einu sinni val- inn leikmaður vikunnar og einu sinni leikmaður mánaðarins. Ekki vantar að leikmaðurinn ungi standi sig und- ir álagi því leikur hans hefur lítið breyst eftir að í úrslitakeppnina kom. Strákurinn, sem er aðeins 23 ára og hefur það að áhugamáli utan körfuboltans að horfa á myndbönd og spila tölvuleiki, hefur nú tæki- færi til að láta draum hvers NBA- leikmanns rætast - að vinna titilinn. Einum leik frestað FIMMTA leik sjöttu umferðarinnar efstu deiidar Islandsmótsins í knattspyrnu, viðureign Vals og ÍA, hefur verið frestað til 26. júlí nk. vegna þátttöku Skagamanna í Getraunakeppni Evrópu í gær. Óhætt er að telja leikinn mikilvægan báðum iiðum, sem sitja sam- an á botni efstu deildar með þrjú stig eftir fimm leiki. Frönsku dömustígvélin komin aftur Við Ingólfstorg, sími 552 1212 oppskorinn 1.995- Tegund: 725 Stærðir: 36-41 Litir: Svart, blátt, gult, rautt og grænt Jákó sf. sími 564 1819 Polar Tempo Nýr mælir fyrir þó sem vilja einfaldar upplýsingar. Sýnir púls og tíma. Verð kr. 7.497 P. ÓLAFSSON EHF. Trönuhrauni 6, 220 Hafnarfirði, sími 565 1533. L0ND0N frá kr. 16.645 í SUMAR MEÐ HEIMSFERÐUM Heimsferðir bjóða nú beint leiguflug vikulega til London í sum- ar, en við höfum stórlækkað verðið fyrir íslenska ferðalanga til þessarar mestu heimsborgar Evrópu. Nú getur þú valið um að kaupa flugsæti eingöngu, flug og bfl eða valið um eitthvert ágæt- is hótel Heimsferða í hjarta London. Brottför alla miðvikudaga í sumar. Bókaðu strax og tryggðu þér lága verðið. Verð kr. 16.645 Verð kr. 19.990 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, flugsæti og skattar. Flug og skattur. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • st'mi 562 4600 • www.heimsferdir.is FRJALSl LIFEYRISSJOÐURINN FRELSI TIL AÐ VELJA Sjóðfélaga fundur Sjóðfélagafundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 23. júní nk. Fundurinn verður haldinn í Ársal Hótel Sögu og hefst kl. 17:00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Breytingar á samþykktum sjóðsins. 3. Kosning fulltrúa sjóðsfélaga í stjórn. 4. Önnur mál. Stjórnin. 60TT íólK t SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.