Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 MINNINGAR JON SIG URÐSSON + Jón Sigurðsson fæddist í Ólafs- vík 8. desember 1941, en ólst upp í Borgamesi. Hann lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur hinn 9. júní siðastliðinn. For- eldrar hans vom Sigurður Jóhanns- son, skrifstofumað- ur, látinn; og Ása Sigríður J. Bjöms- son, laxakaupmað- ur, látin, en eftir lát Sigurðar giftist Ása Hannesi Ólafssyni frá Hvítár- völlum, sem er látinn og gekk hann Jóni í föður stað. Jón gift- ist Ólöfu Jónu Sigurgeirsdóttur og eignuðust þau þijú böm, Ólaf Jón, Ásgeir og Elísu Guðlaugu. Ólafur Jón er giftur Gerði Petreu Guðlaugsdóttur og eiga þau tvo drengi, Guðjón Bjarka og Jón Axel. Elísa Guðlaug er í sambúð með Valtý Þórissyni og eiga þau tvo drengi, Ásgeir Inga og Vigni Daða. Jón átti eina al- systur, Ingibjörgu, sem gift er Helga Björgvinssyni og eiga þau fjögur böm. Jón átti einnig tvo hálfbræður, sammæðra; Gústav Hannesson, sem á fimm böm og er í sambúð með Valdísi Alberts- dóttur, og Ingólf Hannesson, sem giftur er Guð- rúnu Bjarnadóttur og eiga þau tvö böm. Jón lauk verzlunar- prófi frá VI árið 1962 og prófi frá The London School of Foreign Trade árið 1963. Hann starfaði sem skrifstofumaður hjá lögmannsstofu Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar 1964-65 og hjá Friðrik Jörgensen 1965-1966. Jón varð fulltrúi hjá Verzlun- arráði 1967-1968 og starfaði síðan hjá Sameinuðu þjóðunum 1968-70. Hann var framkvæmdastjóri Islensks markaðar á Keflavíkurflugvelli 1970-1982 þegar honum bauðst að leiða undirbúning og stofnun Miklagarðs þar sem hann starfaði til ársins 1988 þegar hann tók við stöðu framkvæmdastjóra hjá Is- lenska útvarpsfélaginu, sem hann gegndi til ársins 1990. Jón varð meðeigandi og framkvæmda- stjóri Rammagerðarinnar 1990- 93 og tók eftir það við starfí framkvæmdastjóra Borgar- kringlunnar sem hann sinnti til ársins 1996. Árið 1998 tók hann til starfa sem forstöðumaður tal- sfmaþjónustu hjá Landssima Is- lands. Jón tók virkan þátt í fé- Mikið óskaplega á ég erfítt með að sætta mig við að pabbi minn sé far- inn frá mér. Ég sem hélt að hann væri að hressast eftir sex erfiða daga á spítalanum. Mikið er ég þó lánsöm að hafa átt hann að. Það er nú ekki að ástæðulausu sem ég er kölluð pabbastelpan! Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að vera með honum ^ pabba mínum í 26 ár þó að mér finn- ist hann nú hafa verið tekinn of fljótt frá mér. Á þessari stundu stendur uppi sterk minningin um heimsókn mína á spítalann kvöldið áður en hann fór. Þá ræddum við lengi sam- an um heima og geima og rifjaði hann meðal annars upp þegar ég fæddist. Honum fannst svo stórkost- legt að hafa verið viðstaddur. Þegar ég svo ætlaði að fara bað hann mig að vera lengur. „Það er svo notalegt að spjalla saman, elsku telpan mín,“ sagði hann. Og það var svo sannar- lega dýrmætur tími. Ég er líka svo glöð að hafa farið með drengina mina til hans á spítalann. Þeir voru báðir svo hændir að afa sínum eins og hin- ir afastrákarnir tveir. Hann var líka ■* svo einstakur! Þær eru óteljandi minningamar sem ég á um hann elsku pabba minn. Ég geymi þær og varðveiti í hjarta mínu. Og þegar drengimir mínir verða eldri mun ég segja þeim ótal sögur af afa þeirra „Nón“. Ég mun einnig reyna að vera þeim góð fyrirmynd eins og hann var okkur, börnunum sínum. Alltaf tilbú- inn til að leiða okkur áfram réttu leiðina í lífinu og hjálpa okkur ef við vorum ráðvillt. Hann sýndi okkur svo vel hve vænt honum þótti um okkur. Eitt af því síðasta sem hann gerði áður en hann fór var að skrifa * Blómastofa Friðjtnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. fyrirbæn til mín sem sr. Sigfinnur átti að lesa upp á brúðkaupsdaginn. Hann hringdi h'ka í hann og var mik- ið í mun að koma því frá sér. Hvort hann vissi meira en við um brottför sína munum við víst aldrei vita. Það var nú líka dálítið áfall fyrir okkur bæði þegar í Ijós kom að hann gæti ekki leitt mig inn kirkjugólfið hinn 12. júní og enn frekar þegar kom í ljós að hann gæti ekki einu sinni komið í kirkjuna. Hann hélt þó enn í vonina og bað mömmu að hafa kjól- fótin tilbúin. Svo var nú ekki langt í húmorinn hjá honum. Eitt sinn þeg- ar ég kom á spítalann sagði hann mér frá því að hann og félagi hans, sem lá í næsta rúmi, væru á fullu að stela lökum. Ha, lökum? sagði ég. Já, já, þetta var nú allt planað því svo á laugardaginn ætluðu þeir að binda þau saman og hann ætlaði að skríða út um gluggann. Svo myndi bíða bíll fyrir neðan og þá gæti hann komið í kirkjuna. Svo hlógu þeir heilmikið. Ég veit að þegar við Valtýr giftum okkur, þá stendur hann pabbi minn brosandi við hliðina á mér! Honum þótti mikið til Valtýs koma og þegar við ræddum um að íresta brúðkaup- inu vegna veikindanna þá þvemeit- aði hann. Hann væri nú búinn að bíða nógu lengi eftir þessu og hver veit hversu lengi því yrði frestað. Nei, áfram skyldi haldið. Það hefur aldrei verið langt í brosið hans fóður míns og gleði. Elsku hjartans pabbi minn. Þegar mér líður illa og söknuðurinn er sem mestur spila ég eitt af þínum uppá- haldslögum, „Smile“ eftir Charles Chaplin. Þú hélst mikið upp á það, enda er textinn alveg í þínum anda. Mikið erum við lánsöm sem fengum þau forréttindi að vera samferða þér í gegnum lífið. Guð gefi okkur styrk og kraft til að halda áfram án þín. Ég bið Guð sérstaklega að styrkja hana mömmu mína. Hennar missir er Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ lagsmálum og sljórnmálum. Hann gekk snemma til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og var vara- þingmaður hans fyrir Vestur- landskjördæmi 1974-78. Hann gegndi einnig fjölmörgurn öðrum trúnaðarstörfum innan Sjálfstæð- isflokksins og var m.a. í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, formaður Félags sjálfstæðisfólks í Fella- og Hóla- hverfi, auk þess sem hann leiddi kosningastarf flokksins í Breið- holti um langt árabil. Jón var stöðvarstjóri Alþjóða áhuga- mannastöðvarinnar 4U1 ITU, í stjórn International Radio Ama- teur Club í Genf og í stjóm International DX Organization í Genf. Hann var formaður í For- eldra- og nemendafélagi Hóla- brekkuskóla, formaður sóknar- nefndar Hólabrekkusóknar og formaður Skólanefndar Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. Jón tók virkan þátt í starfi Rotary- hreyfingarinnar hérlendis og gegndi ýmsum ábyrgðarstöðum í klúbbi sínum, Reykjavík-Austur- bær. Hann gekk í Frímúrararegl- una á íslandi árið 1987 og rækti hann ávallt samband sitt við hana af eljusemi og virðingu. Utför Jóns Sigurðssonar verð- ur gerð frá Bústaðakirkju mánu- daginn 21. júní og hefst athöfnin klukkan 13.30. mikill. Ég læt loga á kerti við mynd af þér. Þín pabbastelpa, Elísa. Hann tengdapabbi minn var ein- stakur og yndislegur maður. Það voru mikii forréttindi að fá að kynn- ast honum, en fímm ár er bara allt of stuttur tími og sárast þykir mér að strákamir okkar fá ekki að njóta afa síns lengur. Fyrstu kynni okkar Jóns voru á þann veg að þau hafa oft verið rifjuð upp og munu seint gleymast. Elísa þurfti að skjótast heim til sín og fannst vera kominn tími til að við hittumst. En hún var- aði mig mikið við honum pabba sín- um. Hann væri svo sérstakur og hún var hrædd um hann að myndi gera mér einhvern grikk eins og honum einum var lagið. En það var nú öðru nær. Jón tók mér opnum örmum, bauð mér upp á færeyskan bjór sem hann hafði fengið á tilboði í Bónus og sýndi mér fjórtán kirkjur sem sáust úr stofunni hjá honum. Og ekki var það síður eftirminnilegt þegar ég kom í fyrsta sinn upp í Skorradal í sælureit þeirra hjóna. Þá fóldu þau sig í skóginum og biðu eftir okkur, Jón með hreindýrahom og Ollý í hundaskóm. Og alltaf gat maður átt von á einhverju slíku þegar maður var í návist hans. Þótt að ég hafi að- eins þekkt Jón í rúm fimm ár þá finnst mér ég hafa tengst honum betur en flestum öðrum. Það er ekki síst vegna mikilla tölvupóstsam- skipta árin sem við Elísa vorum í Seattle. Þá leið varla sá dagur að hann sendi ekki nokkrar línur. Það er gaman að rifja upp allar stundim- ar sem við áttum saman. Eins og t.d. í Seattle, þegar áhugamál hans vom tréútskurður og tótemsúlur. Þá komst varla nokkuð annað að hjá honum og við stoppuðum við allar tótemsúlur og út fór Jón að taka myndir. Nú er komið að kveðjustund elsku Jón. Ég þakka þér fyrir góðar stund- ir. Það var alltaf svo notalegt að vera nálægt þér. Dejr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Bn orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur (úr Hávamálum) Nnn tengdasonur, Valtýr Þórisson Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur) Hjartkær bróðir minn og vinur hefur nú kvatt þetta líf. Alltof fljótt, því hann varð aðeins 57 ára gamall. Manni finnst þá, að mörg bestu ár í lífi hvers manns geti verið framund- an. Hægt sé að slaka aðeins á og njóta lífsins með fjölskyldu og vin- um. Hann var einstakur fjölskyldu- faðir. Eiginkona, börn og bamaböm vom það dýrmætasta í hans lífi og það sem honum þótti allra vænst um. Samt átti hann alltaf tíma fyrir aðra, frændur, vini og kunningja og feng- um við öll að njóta umhyggju hans í ríkum mæli. Hann var sá, sem alltaf hafði tíma til að hlusta og aðstoða, ef þörf krafði. Taldi ekkert slíkt eftir sér. Honum var umhugað um að stórfjölskyldan héldi saman og vora þau ófá skiptin, sem þau hjón Jón og Ollý kölluðu frændur, frænkur og vini til sín heim. Þar var oft glatt á hjalla. Jón hafði sérstakt yndi af að spjalla, glettast og segja skemmti- legar sögur. Það var alltaf gaman að fá hann í heimsókn, því honum fylgdi alltaf mikill léttleiki og gamansemi með smástríðni í bland. Milli okkar Jóns var mikil og einlæg vinátta alla tíð. Honum þótti vænt um fólk og hafði sérstakt yndi af að blanda geði. Mig langar að minnast þess hversu vel hann reyndist fósturfóður okkar, Hannesi, alla tíð, ekki hvað síst, eftir að hann veiktist og stóð við hlið móður okkar í veikindum hans og síðar þegar hún missti heilsuna. Honum þótti innilega vænt um þau bæði, gerði allt sem hann gat til að létta þeim lífið þau ár og var þeim einstakur sonur. Jón bróðir minn var trúaður maður. Hann ræddi ekki mikið um þau mál, en við áttum sam- an bænastund í Dómkirkjunni fyrir nokkru síðan. Það var yndisleg stund. Ég veit að margir sakna hans sárt. Við Helgi og börn okkar öll, bræður mínir Gústav og Ingólfur og þeirra fjölskyldur minnumst hjartkærs bróður, frænda og vinar. Hann bar velferð okkar allra fyrir brjósti og sýndi kærleika sinn til okkar allra á svo margan hátt. Ég bið Guð að styrkja og styðja fjölskyldu hans, Ollý, börnin þrjú, Olaf Jón, Ásgeir og Elízu, maka þeirra og afabörnin, sem áttu hug hans aUan. „En nú varir trú, von og kærleik- ur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikiu-- inn mestur.“ Þín systir, Ingibjörg. Elsku bróðir. í fjarlægu landi hvolfdist yfir mig nánast óbærilegur söknuður í síð- ustu viku er tíðindi bárast um ótíma- bært brotthvarf þitt. Sársaukinn nísti í öllum kimum sálarinnar þrátt fyrir það sem Sókrates sagði eitt sinn á þeim sama steini og ég sit nú: „Góðum manni getur ekkert grand- að, hvorki lífs né liðnum, og guðimir eru ekki afskiptalausir um hans hag.“ Inn í myrkur angistar og söknuðar teygir sig lítUl geisli og hann stækk- ar ört eftir því sem ég hugsa meira til þín, elsku stóri bróðir. Þetta er ijósgeisli kærleikans sem þú umvafð- ir mig og Gúsa bróður, allt frá því að við duttum inn i líf þitt fyrir margt löngu. Það hefur verið okkar gæfa að eiga þína takmarkalausu bróðurást og finna fyrir hlýju og umhyggju öll- um stundum. Þannig hefur þessi litli ljósgeisli minninganna margfaldast og hugurinn ljómar af glaðværð, hreinskilni og hlýju, eiginleikum sem vora svo áberandi í þínu fari. Frá þér, líkt og úr lind, streymdu glað- værð og kæti inn í líf manna, svo aft- ur sé ausið úr viskubranni grískrar speki. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég með þakklæti fyrir ástina, bróðurþelið og kærleikann sem þú veittir mér, elsku bróðir. Ingúlfur Hannesson. Þegar pabbi hringdi í mig á fimmtudaginn og sagði mér að Jón eða (jónsi mávur) væri dáinn brá mér og ég vissi eiginlega ekki hvern- ig ég átti að vera þann dag. Ég þekkti Jón aila mína ævi eða í um 22 ár. Hann var alltaf svo góður við mig líkt og öll fjölskyldan í Rituhólum 3. Ég á mínar bestu minningar tengdar fjölskyldunni í Rituhólunum en þar var ég mikið sem krakki og flest þau áhugamál sem ég hef hef ég fengið hjá frændum mínum Óla og Ásgem og frænku minn Elísu. Ég á mínar bestu æskuminningar þaðan. Mér fannst alltaf gaman að koma til þín og Ollýjar, sama hvort það var uppi í Skorradal eða hérna í bænum, og mikið verður það skrítið að hafa engan til að atast í sér þegar maður kemur í heimsókn. Ég held að það finnist ekki eins góður maður og þú varst og mikið sé ég eftir því að hafa ekki sagt þér það hvað mér þótti vænt um þig. Það verður aldrei hægt að fylla það skarð sem nú hefur myndast í fjölskylduna okkar eftir að þú ert farinn frá okkur. Ég held að lífið verði frekar tómlegt án þín Jón. Ollý frænka, Óli Jón, Ásgeir, Elísa, Gerður, Valtýr, Guðjón, Jón Axel, Ásgeir Ingi, Vignir. Guð veri með ykkur og styrki ykkur á þessum erfiðu tímum. Jón Sigurðsson, það var heiður og forréttindi að fá að þekkja þig og umgangast þig, ég mun sakna þín og hugsa til þín alla mína ævi, þú átt ávallt stað í hjarta mínu. Takk fyrir allar stundimar og allt sem þú gerðir fyrir mig. J. Garðar Olafsson. „Gaman að sjá þig frænka“ - koss á kinn, hlýtt handtak - og við mér blasti glettnisbros - þannig var Jón frændi. Það er svo misjafnt hvernig hjörtu mannanna slá í samskiptum okkar. Sum slá alls ekki í takt, önnur eru fölsk. Hjörtu okkar Jóns slógu í takt. Við fundum fyrir skyldieika okkar og upprana, þekktum hvort annað og nutum þess að ræða saman. Um- ræðuefnið gat verið margvíslegt. Við ræddum mál líðandi stundar, stjóm- málin, heimsmálin, en síðast en ekki síst gátum við tjáð hvort öðru tilfinn- ingar og borið okkur upp hvort við annað, og alltaf voru svörin sönn og heiðarleg. Jón var maður gæddur forystu- hæfileikum. Hugmyndaríkur og ósérhlífinn. Allt eru þetta mannkost- ir. En það sem einkenndi framkomu Jóns var hans hlýja manngæska, hugulsemi og hjálpsemi við náung- ann. Þá bjó hann yfir þeim hæfileika að breiða gleði og gáska hvar sem hann fór. Félagsstörfin vora honum hugleikin, en fjölskyldan var það sem hann lifði fyrir. Dauðinn gerir sjaldnast boð á und- an sér. Þegar við systkinabömin frá Sveinatungu komum seinast saman, í okkar árlega þorrablóti, var það ekki í huga okkar að Jón yrði næst kallaður burt. Hann sem var alltaf hrókur alls fagnaðar með sína glettni og hlýju, sem við systkinabörnin kunnum svo vel að meta. Það verður skarð í hópnum næst þegar við hittumst, skarð sem ekki verður hægt að fylla, en sýnir okkur hverfuUeika lífsins og kennir hverju okkar að njóta samvera annars með- an við megum. Við Magnús viljum að endingu kveðja góðan frænda og vin með hluta af ljóði eftir móður mína og föðursystur Jóns, Guðrúnu Jóhanns- dóttur frá Brautarholti. Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best, sem voru á vegi hans, vinarþel hins drenglundaða manns. Ingibjörg Bergsveinsdóttir. Elsku Jón frændi, það er sárt að missa þig. Við áttum marga ánægju- stund í Borgarfirðinum í gamla daga, þar sem allt er fallegt - þegar vel veiðist. Af dvölinni í Borgarfirði lærð- ist mér að þykja vænt úm sveitimar, sveitafólk og sveitamenningu, einkum og sér í lagi við Hvítárbrúna. I nábýh við þig, Ásu mömmu þína og móður- systur mína, Hannes veiðibónda, Ingó sem þekkti aUa bfla og eigendur þeirra sem fóra yfir brúna, Ingi- björgu og Gústa. Við áttum margt saman að sælda á unglingsáranum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.