Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR ÓTT dagleg samskipti ís- lendinga og Japana séu kannski ekki ýkja mikil vegna fjarlægðar tengist Japan lífí flestra Islendinga á einn eða annan hátt. Á hverju heimili er til dæmis yfirleitt að fínna fjölda japanskra raftækja sem notuð eru daglega, hvort sem um er að ræða sjónvörp, hljóm- flutningstæki eða síma. Japanskar bifreiðar hafa að auki notið mikilla vinsælda hér á landi sem víðar og verið með þeim mest seldu um margra ára skeið. Má segja að hin jap- anska framleiðsla hafí á sínum tíma gert það að verkum að mörg tæki er áður heyrðu til munaðar urðu almenningseign. Japan er að auki einhver mikilvægasti útflutningsmark- aður okkar Islendinga fyrir sjávarafurðir og hefur sóknin á Japansmarkað opnað leið fyrir vinnslu á verðmætum afurðum er áður voru ekki nýttar. Þessi auknu viðskipti hafa leitt til að íslenzk fyrirtæki hafa opnað söluskrifstofur í Japan og einnig er til umræðu að þar verði sett á laggirnar íslenzkt sendiráð. Japanar hafa opnað augu okkar fyrir duldum verð- mætum á fleiri sviðum og má nefna það samstarf er tekið hefur verið upp við tilrauna- vinnslu á túnfíski í því sam- bandi. Tengsl ríkjanna eru því meiri og mikilvægari en halda mætti við fyrstu sýn þótt í hug- um flestra íslendinga sé Japan fjarlægt og framandi land. Það er mikill heiður fólginn í því fyrir okkur Islendinga, að Keizo Obuchi, forsætisráð- herra Japans, heimsækir nú Island, fyrstur japanskra for- sætisráðherra. Tilefni komu hans er að eiga fund með for- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. sætisráðherrum Norðurlanda, er haldinn verður á þriðjudag, en einnig mun hann eiga við- ræður við Davíð Oddsson for- sætisráðherra. Á fundinum með norrænu forsætisráðherr- unum verður m.a. rætt um aukið samstarf Japan og Norð- urlandanna, alþjóðleg efna- hagsmál auk ýmissa sameigin- legra hagsmunamála, s.s. um- bóta á starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Fyrsti sameiginlegi fundur forsætisráðherra Japan og Norðurlanda var haldinn í Bergen fyrir tveimur árum og er þetta mikilvægur vettvang- ur til að efla samstarf við Japani. Þrátt fyrir efnahags- legar þrengingar síðustu ára er Japan efnahagslegt stórveldi og leiðandi á mörgum sviðum. Flestir sérfræðingar eru sam- mála um að Asía muni gegna æ stærra hlutverki í heimsmálum á næstu öld, hvort sem er á sviði stjórnmála eða efnahags- mála. I því samhengi gegnir Japan lykilhlutverki. Japan er eitt af þremur mestu efnahagsveldum heims ásamt Bandaríkjunum og Þýzkalandi. Allt bendir til þess að Japan og nærliggjandi markaðir í Asíu verði mikil- vægir útflutningsmarkaðir fyr- ir okkur íslendinga um langa framtíð. Þess vegna er mikil- vægt að við öðlumst skilning á Japönum og japönskum hugs- unarhætti, siðum og háttum, sem eru að mörgu leyti gjöró- líkir okkar. Ungir íslendingar, sem hafa leitað sér menntunar í Japan og hafa starfað þar, auðvelda okkur að skilja þessa mikilvægu viðskiptaþjóð okkar. Japanar sjálfir hafa lagt tölu- vert af mörkum til þess að auð- velda ungu fólki frá íslandi að læra japönsku, kynnast Japan og stunda þar nám. Með sama hætti er mikilvægt að við auð- veldum ungu fólki nám í japönsku og japönskum fræð- um hér heima. I tilefni af heimsókn jap- anska forsætisráðherrans hingað til lands fylgir Morgun- blaðinu í dag sérútgáfa, sem fjallar um Japan, ástand og horfur í landinu ásamt viðtöl- um við forystumenn í íslenzku viðskipta- og atvinnulífi, sem átt hafa viðskipti við Japan svo og við unga Islendinga, sem hafa stundað nám og starfað í Japan. Með þessari útgáfu vill MorgunblaðM stuðla að aukn- um skilningi íslendinga á mik- ilvægi samskipta okkar við þessu merku menningarþjóð í Asíu. ATVINNU- LEYSIAÐ HVERFA NÝJAR tölur sýna, að at- vinnuleysi er nánast horfíð á íslandi. í maímánuði er talið að 1,9% af mannafla á vinnu- markaði hafí verið atvinnulaus og er það í fyrsta sinn sem þessi tala fer niður fyrir tvö prósentustig frá árinu 1991. Fátt sýnir betur þann árangur, sem náðst hefur í efnahags- og atvinnumálum Islendinga á þessum áratug. Frá því að fara ofan í einhverja dýpstu lægð á þessari öld búum við nú við eitthvert mesta góðæri á öld- inni. Athyglisvert er hvernig þess- ar tölur skiptast eftir lands- hlutum en þá kemur m.a. í ljós, að atvinnuleysi er minnst á Vestfjörðum í maí eða 0,7%. Á undanfórnum vikum hafa að vísu komið upp ný vandamál á Vestfjörðum, þar sem eru erfíð- leikar stórs atvinnuveitanda á svæðinu. Eins og nú háttar í sjávarútvegi verður hins vegar að telja líklegt, að þeir sem hafa misst atvinnu af þeim sök- um eigi ekki í erfíðleikum með að fínna aðra vinnu. Það er hins vegar umhugs- unarefni fyrir Vestfírðinga, hvort þeir tala of mikið um vandamálin í atvinnulífínu þar en of lítið um það, sem vel hef- ur verið gert. Þessar tölur sýna, að þrátt fyrir margvísleg vandamál eru Vestfírðingar betur settir í atvinnumálum en flestir ef ekki allir aðrir lands- hlutar. HEIMSOKN OBUCHIS Vötn þín og' vængnr HELGI spjall En tíminn sé flöktandi ljósbrot af vængjaðri löngun minni og leiti þar hvíldar sem vatnið er deyjandi iða á grjóti en vorið það beri ilminn af jarðarangan sinni að aftanskini sem leikur við straumþungann uppí móti; að snerting augans við himin sé jörðin í hvítu ljósi og hvíslandi morgunn vaxi að endurskinslausu kveldi en tungl fari mjúkum fingrum þann deyjandi dag að ósi og dauðinn sé snark í glóðum af lúnum kulnandi eldi; að þú sért sólgylltur vængur hljóðlátra vatna minna og vorið sem angaði forðum sé blærinn í hjarta þínu en fölnað laufíð það vitji svo aftur vængja sinna og vaxi með ilm af stjörnum til skuggans í brjósti mínu. M. Nelson MAND- ela lét af forsetaemb- ætti í Suður-Afn'ku fyrir nokkrum dög- um. Hann er án alls efa einn af mestu stj órnmálaleiðtogum þessarar aldar. Ekki vegna þess virðingarmikla embættis, sem hann hefur gegnt í heimalandi sínu undan- farin ár. Og heldur ekki vegna þess, að hann sat í fangelsi í 27 ár. Ástæðan fyrir því, að hann hlýtur að teljast með mestu þjóðarleiðtogum þessarar aldar er sú, hvernig hann kom fram við andstæðinga sína og ofsækjendur eftir að hann hafði verið kjörinn forseti Suður-Afríku. Með framkomu sinni og háttsemi eftir að hann var leystur úr haldi og alveg sérstaklega eftir að hann hafði tekið við æðstu völdum sýndi hann hinum mörgu og sundurleitu þjóðarbrotum í Suður-Afríku fordæmi um- burðarlyndis og kærleika, sem gaf tóninn í samskiptum kynþáttanna. Mandela var ekki allsráðandi í Afríska þjóðarráðinu, þegar hann var fangelsaður á sínum tíma, heldur ekki meðan hann var í fangelsi, eins og stundum hefur gerzt, og alls ekki eftir að hann kom úr fangelsi. Afríska þjóðarráðið hefur verið og er ótrú- lega lýðræðisleg stjórnmálahreyfíng. Hinir gömlu forystumenn þess, fámennur hópur gamalla vina, sem þó deildu hart um hver stefnan skyldi vera, þurftu oft að hafa mik- ið fyrir því að hafa sitt fram á vettvangi hreyfingarinnar. Það þurfti Mandela líka að gera eftir að hann var leystur úr haldi, þótt hann væri þá þegar orðinn sameining- artákn blökkumanna í baráttu þeirra fyrir jafnrétti á við hvíta menn. Innan Afi-íska þjóðarráðsins voru þá komnir til sögunnar ungir menn, sem töldu að tími væri til kominn að gömlu mennimir drægju sig í hlé. í fyrstu ræðu sinni skömmu eftir að hann var leystur úr haldi lagði Mandela áherzlu á stöðu Afríska þjóðarráðsins með því að lýsa því yfir, að hann væri löghlýð- inn meðlimur þess og mundi lúta aga þess. Mesti vandi Nelson Mandela eftir að hann tók við virku forystuhlutverki innan Afríska þjóðarráðsins á nýjan leik var að sannfæra hvíta menn í Suður-Afríku um að þeir hefðu ekkert að óttast. Þegar horft er til þess, sem nú er að gerast í Kosovo, þeg- ar Serbar, sem þar voru búsettir flýja tug- þúsundum saman til Serbíu vegna þess, að þeir óttast hefhdaraðgerðir Albana, þegar þeir snúa heim, er auðvelt að skilja þá til- finningu, sem hefur gripið um sig meðal hvítra manna í Suður-Áfríku, þegar ljóst var orðið að blökkumenn mundu komast þar til valda. Hvíti minnihlutinn hafði beitt blökkumenn svívirðilegu og ógeðslegu of- beldi. Þeir hafa búizt við því, að nú mundi hið sama snúa að þeim. Að vísu virðist dómstólakerfið í iandinu hafa verið furðu sjálfstætt og ekki látið ráðamenn landsins segja sér fyrir verkum í einu og öllu. Það hefur vafalaust orðið til þess að setja vissar takmarkanir á ofbeldisverk hvíta minni- hlutans. Þeir gátu sett lög, sem dómstól- amir urðu að fara eftir en það var dómstól- anna að túlka lögin. Þegar Mandela var settur í fangelsi hafði saksóknari krafizt dauðadóms. Svo virðist sem þetta sjálf- stæði dómstólanna hafi orðið til þess, að hann var í þess stað dæmdur til fangelsis- vistar. Eftir að Mandela hafði verið kosinn for- seti Suður-Afríku og var fluttur í bústað forsetans gerðust þau fádæmi, að hann bauð þangað til málsverðar saksóknaran- um, sem hafði krafizt dauðadóms yfir hon- um. Saksóknaranum Percy Yutar varð að orði eftir þá heimsókn: „í hvaða öðru landi í heiminum mundi þjóðhöfðingi bjóða til hádegisverðar manni, sem sótti hann til saka fyrir þrjátíu árum? Það sýnir auð- mýkt þessa heilaga manns.“ Árlega hringdi Mandela í P.W.Botha, forvera sinn, á afmælisdegi Botha, sem hafði að vísu hitt hann að máli einu sinni meðan Mandela var enn í fangelsi en var að lokum settur af þegar félagar hans sáu, að hann mundi ekki hafa forystu um sættir REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 19. júní við blökkumenn. Þegar hann var spurður, hver væri hans eigin hetja sagði hann að það væri Kobie Coetsee, ráðherra fangels- ismála í ríkisstjórn hvíta minnihlutans, sem hefði haft kjark til þess að eiga fund með sér þegar andstaðan við Afríska þjóð- arráðið var sem mest á meðal ráðamanna hvítra. Hann sótti messu í kirkju safnaðar þeirra Malan, Strijdom, Vorster og Verwoerd, helztu foringja hvítra manna síðustu hálfa öld, og undraðist hversu vel sér hefði verið tekið af hinum hvíta söfnuði. Hann bauð til sín í forsetahöllina ekkjum þessara manna og sýndi þeim mikla virð- ingu. Þegar ein þeirra, sem var orðin 94 ára gömul kvaðst ekki geta lagt í svo langt ferðalag sökum aldurs, fór hann í heim- sókn til hennar. Þetta umburðarlyndi, þessi auðmýkt og þessi þroskaða afstaða gagnvart pólitísk- um andstæðingum lagði grundvöllinn að því, að hvítu mennirnir í Suður-Afríku töldu sér fært að búa áfram í landinu eftir valdatöku Nelsons Mandela og félaga hans. Og þar með sköpuðust forsendur fyr- ir þvi að hægt væri að byggja upp þjóðfé- lag, sem byggðist á trausti mOli hinna ólíku kynþátta en ekki á ótta. Þessi afstaða Mandela, sem vafalaust hefur orðið til á þeim 27 árum, sem hann sat í fangelsi og hafði nógan tíma til að hugsa eins og hann sjálfur sagði, er megin- ástæðan fyrir því, að þessi aldurhnigni blökkumaður nýtur þeirrar virðingar um allan heim að vera talinn í hópi mestu leið- toga þessarar aldar. Það hefði verið auðveldur leikur að koma úr fangelsi, taka völdin og hefja hefndarað- gerðir gegn andstæðingum sínum. Mand- ela hefði haft til þess bæði pólitískt afl og fylgi meðal blökkumanna í landinu. En hann kaus að velja þá leið sem var erfiðari en uppskeran varð líka margfóld. Ur því að hvítir menn og svartir og fólk af öðrum kynþáttum geta búið saman í firiði í Suður-Afríku efth- það sem á undan er gengið, á fólkið á Balkanskaga og á ír- landi að geta það líka, að ekki sé talað um Miðausturlönd. En fólkið á Balkanskaga ekki sízt skortir leiðtoga af þeirri stærð- argráðu, sem Nelson Mandela er. Svo lengi sem hann lifir og langt fram á næstu öld mun Mandela verða sú fyrirmynd, sem menn leita til, þegar sætta þarf fólk af ólík- um kynþáttum. Voðaverk í Kosovo EFTIR HEIMS- styrjöldina síðari, þegar sigurvegar- arnir höfðu upp- götvað voðaverk nasista gagnvart Gyðing- um sérstaklega og hvers konar aðferðum þeir höfðu beitt til þess að vinna mark- visst að útrýmingu þess kynþáttar, töldu menn víst, að þetta mundi aldrei gerast aftur. Forystumenn Gyðinga hafa lagt ríka áherzlu á, að þessir atburðir gleymd- ust ekki og lagt mikið af mörkum til þess. Samt sem áður er staðreyndin sú, að hálfri öld síðar er verið að endurtaka þessar glæpsamlegu athafnir í Evrópu sjálfri. Eftir að hersveitir Atlantshafsbanda- lagsins hófu innreið sína í Kosovo hafa þær fundið fjölmargar vísbendingar um, að Serbar hafi staðið fyrir svívirðilegu athæfi gagnvart Albönum í þessum landshluta, at- hæfi, sem verður ekki líkt við neitt annað en fi'amferði nasista gagnvart Gyðingum á sínum tíma eða Stalíns gagnvart andstæð- ingum sínum. Atburðh’nir í Þýzkalandi og lénsríkjum Hitlers fyrir i’úmri hálfri öld hafa þess vegna ekki orðið til þess að halda aftur af mannskepnunni. Alþjóðlegi stríðglæpadómstóllinn, sem settur hefur verið á stofn á áreiðanlega eft- ir að háfa mikil áhrif og virka sem sterkt aðhald á ofbeldishneigða öfgamenn, sem komast til hinna æðstu valda. Raunar er athyglisvert, að margir þeirra erlendu sendimanna, sem komið hafa til Balkanskaga á undanförnum árum segja sömu söguna, þ.e. að í sumum ríkjanna þar hafi glæpalýður tekið öll völd. Ákvörðun stríðsglæpadómstólsins að gefa út ákæru á hendur Milosevic er viðvörun til þeirra, sem gegna forystuhlutverki í stjórnmálum, að þeir sjálfir geti ekki verið óhultir eða varizt á bak við virðingarheiti eins og for- setatitill er. Hins vegar er það umhugsunarefni, hvort fleira þarf ekki til að koma. Yfirleitt er fólk þeirrar gerðar, að það vill búa í friði. Stundum kalla aðstæður fram í fólki hneigð til ofbeldisverka. Það er auðvelt að skilja þá, sem hafa horft upp á það að kon- um væri nauðgað, bömum misþyrmt, karl- ar pyntaðir og fjöldamorð framin, að þeir hinir sömu vilji ná fram hefndum, ef þeir komast í færi til þess. En hefnd kallar á aðra hefnd og svo koll af kolli, kynslóð eftir kynslóð. Því fer fjarri að hinir ólíku kynþættir í Suður-Afríku hafi leyst öll sín vandamál en þeir eru komnir vel á veg, stefnan hefur verið mörkuð, grundvöllurinn lagður. Þangað er hægt að leita eftir fordæmi, sem reynslan sýnir að skilar árangri. Frelsi og sjálfsagi TRYGGVI GÍSLA- son, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, flutti at- hyglisverða ræðu við skólaslit, sem sam: kvæmt gamalli hefð fara fram 17. júní. í ræðu sinni sagði skólameistarinn m.a.: „Lengi hefur það verið prédikað að algert frelsi á öllum sviðum, sem er hluti af lög- máli hins frjálsa markaðar, leysti flestan vanda. Algert frelsi er hins vegar fullkomin ánauð nema sterkur sjálfsagi fylgi. Hið vestræna markaðsþjóðfélag hefur hins vegar brugðizt á því sviði að efla sjálfsaga og mannvirðingu enda eru óheft lögmál markaðarins og peningahyggju andstæð mannlegri velsæld. Maðurinn lifir ekki af brauðinu einu saman, frekar en íyrri dag- inn, heldur af trú, von og kærleika, mann- viti, tillitssemi og umburðarlyndi. En með- an blind lögmál markaðarins og gróða- hyggja ráða verða skólar að vera undir það búnfr að hjálpa nemendum í neyð.“ Þetta eru umhugsunarverð orð og end- urspegla að einhverju leyti þá tilfinningu, sem finna má að er vaxandi á meðal fólks, að lögmál viðskiptalífsins móti um of sam- félag okkar um þessar mundir. Sumh’ segja: þetta þjóðfélag snýst ekki lengur um neitt nema peninga og viðskipti. Önnur gildi skipta engu máli. Það er nokkuð til í þessu. Fyrh’ fjórum til fimm áratugum var hægt að segja sem svo að þjóðfélagið snerist ekki um neitt annað en pólitík og pólitísk átök, sem öllu réðu. Enginn fengi vinnu nema hann væri á réttum stað í pólitík þá stundina og stjórnmálamenn réðu öllu. Þetta hefur breytzt. Vægi stjórnmálanna hefur minnk- að að sama skapi og mikilvægi viðskipta- og atvinnulífs hefur stóraukizt. Það er komið á meira jafnvægi á milli stjórnmála og atvinnulífs og það jafnvægi er áreiðan- lega af hinu góða og stuðlar að heilbrigðara samfélagi. Hins vegar má vel vera, að fyrirgangur- inn í viðskipta- og atvinnulífinu sé að verða fullmikill og að með sama hætti og áður var nauðsynlegt að jafna metin á milli stjórn- málanna og atvinnulífsins sé nú nauðsyn- legt að skapa meira jafnvægi á milli at- vinnulífs og menningar. Það er áreiðanlega rétt hjá skólameist- aranum á Akureyri að frelsi getur verið ánauð ef því fylgir ekki sterkur sjálfsagi. Það er t.d. hægt að velta því fyrir sér, hvort íslenzka þjóðin hafi haft nægilegan sjálfsaga á velmegunartíma síðustu ára. Og margh’ eru þeirrar skoðunar, að munur á aga í okkar þjóðfélagi og í nágrannalönd- um sé of mikill - að ekki sé talað um ef við berum okkur t.d. saman við Þjóðverja. En því má ekki gleyma, að markaðurinn sjálfur á mikinn þátt í að skapa aga á mörgum sviðum, einfaldlega vegna þess, að þeir, sem ekki tileinka sér þann aga, sem markaðsþjóðfélagið krefst eiga erfitt með að nýta sér þau tækifæri, sem það býður upp á. Úr því að hvítir menn og svartir og fólk af öðrum kynþáttum geta búið saman í friði í Suður-Afríku eftir það sem á undan er geng- ið, á fólkið á Balkanskaga og á Ir- landi að geta það líka, að ekki sé talað um Miðausturlönd. En fólkið á Balkanskaga ekki sízt skortir leið- toga af þeirri stærð- argráðu, sem Nelson Mandela er. Svo lengi sem hann lifír og langt fram á næstu öld mun Mandela verða sú fyr- irmynd, sem menn leita til, þegar sætta þarf fólk af ólíkum kynþáttum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.