Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 13/6 -19/6 ►PETER Angelsen, sjávarút- vegsráðherra Noregs, sagði að samþykkt norska stór- þingsins á Smugusamningum væri gjöf tíl Islendinga á þjóðhátíðardaginn, en tók jafnframt fram að hann væri líka gjöf tíl Norðmanna. Ang- elsen átti fund með starfs- bróður sínum á íslandi, Áma Mathiesen, á mánudag og komu þeir inn á samninginn, sjávarspendýr og samsldpti þjóðanna í sjávarútvegsmál- um við Evrópusambandið. Al- þingi samþykkti samninginn 16. júní og sfðan var hann samþykktur í norska þinginu 17. júní. ►FORSVARSMENN íslands- síma undirrituðu í vikunni samstarfssamning að við- stöddum Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra, og Conni Simonsen, forstjóra Ericsson. Samningurinn, sem er tíl þriggja ára, nemur nokkur hundruð milljónum króna. ►AÐSÓKNARMET í sögu Blóðbankans var sett nú í vikunni. Almenningur brást vel við neyðarkalli um að blóðbirgðir bankans væru undir hættumörkum. ►FJALLAÐ var um virkjun- aráform norðan Vatnajökuls í norska blaðinu Aftenposten. Umhverfisverndarsamtökin World Wide Fund for Nature opnuðu fyrir umræðu um málið þar í Iandi. Fram- kvæmdastjóri samtakanna WWF Artíc Programme sagði að aðilar innan ríkis- stjómar Islands hefðu beðið samtökin að tala við Norsk Hydro og sannfæra þá um að draga sig út úr fyrirhuguðum álversframkvæmdum við Reyðarfjörð svo bjarga mætti hálendinu. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Þjóðhátíð í rysjóttu veðri HÁTÍÐAHÖLD í tilefni 17. júní voru vel sótt um land allt þrátt fyrir kalsa- veður víðast hvar. Sums staðar var gripið til þess ráðs að færa skemmtanir inn í hús. Rúmlega 20.000 manns voru í miðbæ Reykjavíkur þegar mest var, að mati lögreglu. íslenskir aðilar kaupa 17% hlut í DeCODE SAMNINGUR var undirritaður um kaup Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankans, Búnaðarbankans og eignarhaldsfélagsins Hofs á hlutabréfum í DeCODE Genetics, eignarhaldsfélagi Islenskrar erfðagreiningar í vikunni. Með þessum kaupum hafa Islendingar eignast tæplega 70% hlut í fyrirtækinu. Hættir framkvæmda- stjórn hjá LÍÚ STJÓRN LÍÚ samþykkti í vikunni að Kristján Ragnarsson léti af störfum sem framkvæmdastjóri samtakanna um næstu áramót eftir 30 ára starf. Við framkvæmdastjórninni tekur Friðrik J. Amgrímsson lögfræðingur. Kristján mun áfram gegna stjórnarformennsku í sambandinu. Óvissa áÞingeyri BYGGÐASTOFNUN hefur synjað hrað- frystihúsinu Rauðsíðu á Þingeyri um lán til bjargar rekstri þess. Um eitt hundrað starfsmenn frystihússins bíða í óvissu meðan framtíð fyrirtækisins er rædd. Tugþúsundir halda heim til Kosovo FJÖLDI flóttafólks frá Kosovo, er haldið hefur heimleiðis frá búðum í ná- grannaríkjunum Albaníu og Makedón- íu, margfaldaðist er leið á síðustu viku og ríkti umferðaröngþveiti við landa- mærin, að því er haft var eftir fulltrúa Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna á miðvikudag. Þann dag hefðu hátt í tólf þúsund manns farið yfir landamærin. Fréttamenn töldu þetta vanáætlað, og greindu frá því að tugir þúsunda flóttafólks biðu í endalausum röðum Albaníumegin landamæranna og biðu þess að komast yfir. Samtímis þessu hafa Serbar yfirgefið héraðið þúsundum saman af ótta við Kosovo-Al- bana og menn Frelsishers héraðsins í hefndarhug. Sagði talsmaður Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Kosovo, að sorglegt væri að sjá að eitt flóttamannavandamálið væri vart af- staðið er annað skapaðist. Forsetaskipti í Suður-Afríku THABO Mbeki sór embættiseið sem nýr forseti Suður- Afríku á miðviku- dag og varð þar með annar blökku- maðurinn sem gegnir því embætti eftir lýðræðislegar kosningar. Um fjög- ur þúsund boðs- gestir, hvaðanæva úr heiminum, voru viðstaddir embættistökuna í Pretóríu. í innsetningarræðu sinni sagði Mbeki að hann myndi berjast af öllum mætti gegn svartnætti þeirrar útbreiddu fá- tæktar sem hijáð hefur íbúa landsins. Fyrirrennari Mbekis, Nelson Mandela, var óspart hylltur við athöfnina, og hét Mbeki því að senda hinn fráfarandi for- seta brosandi inn í ævikvöldið að lokn- um farsælum ferli sem friðargjafi og leiðtogi. ►ÓTTAST var að allt að 25 hefðu farist í öflugum jarð- skjálfta er reið yfir suður- hluta Mexíkú á þriðjudags- kvöld. Skjálftínn mældist 6,7 stíg á Richter og voru upp- tökin um tvö hundruð kíló- metra suðaustur af Mexíkú- borg. Mikill útti greip um sig í borginni, en litlar skemmdir virtust hafa orðið þar. ►AL GORE, varaforsetí Bandaríkjanna, lýsti þvf yfir á miðvikudag að hann sækt- ist eftír útnefningu sem for- setaefni Demúkrataflokksins í kosningunum er haldnar verða á næsta ári. Fyrr í vik- unni lýsti George Bush yngri, ríkissljúri í Texas, yfir því, að hann sæktist eftir útnefn- ingu sem forsetaefni Repúblíkanaflokksins. ►RÍKISSTJÓRNIN í Belgíu og ríkisstjúrn Lúxemborgar féllu í kosningum á sunnu- dag. Jean Luc-Dehaene, for- sætísráðherra Belgfu, kvaðst axla ábyrgðina á úsigri flokks sfns, en talið er að or- sakir tapsins séu fyrst og fremst díoxínmengunar- hneykslið svonefnda, er kom upp í Belgíu þrem vikum fyr- ir kosningarnar. ►KOSIÐ var tíl Evrúpuþings- ins á sunnudag, og urðu meg- inniðurstöður þeirra kosninga að vinstriflokkar og jafnaðar- menn fengu víða slæma út- reið, en mið- og hægriflokkar styrktu stöðu sína. ►MAURICE Greene frá Bandaríkjunum bætti heims- metið í 100 metra hlaupi karla um fimm sekúndubrot á miðvikudag. Hljúp hann á 7,79 sekúndum á alþjúðlegu fijálsfþrúttamúti f Aþenu. FRETTIR 573 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Islands Mæðgur útskrifast á sama tíma VIÐ útskriftarathöfn Háskóla íslands í gær átti sér stað sá merkisviðburður að mæðgur út- skrifuðust á sama tíma. Jónína Gunnarsdóttir útskrifaðist með B.A.-gráðu í uppeldis- og mennt- unarfræðum, en Arna Bjart- marsdóttir, dóttir hennar, með B.A.-gráðu í spænsku. I samtali við Morgunblaðið sagðist Jónfna vera afar stolt yfir að þær mæðgur hefðu náð þessum áfanga, en óhætt er að segja að þær hafí verið sam- stiga á leiðinni að honum. „Við byrjuðum á sama tíma og nú, þremur árum síðar, útskrifumst við saman og er gaman að það skuli hafa borið upp á kvenna- daginn, þótt það hafi að vísu orðið til þess að við misstum af kvennahlaupinu. Þá munaði ekki nema 0.01 á lokaeinkunn- um okkar og við fengum ná- kvæmlega sömu einkum fyrir B.A.-ritgerðirnar okkar,“ sagði Jónína. Kvað hún þær mæðgur einnig oft hafa setið saman við lestur á Þjóðarbókhlöðunni, þótt ekki læsu þær sömu náms- greinar og höfðu þær þannig mikinn stuðning hvor af annarri við námið. Sagði hún Morgunblaðið/Jim Smart MÆÐGURNAR Jónfna Gunnarsdúttir og Arna Bjartmarsdóttir útskrifuðust báðar frá Háskúla Islands í gær. námsárin hafa verið mjög skemmtilegan tíma og hvatti konur á sínum aldri til að fara að sínu fordæmi. Þrátt fyrir að hafa nú lokið B.A.-námi eru þær mæðgur eng- an veginn hættar námi. Jónfna mun í haust heíja starfsréttinda- nám í félagsráðgjöf og Arna hyggur á mastersnám í sjávarút- vegsfræðum. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins SENDIHERRARNIR og makar þeirra í Bláa lóninu. Fjölmargir sendiherr- ar staddir hér á landi SENDIHERRAR 43 erlendra ríkja voru staddir hér á landi ásamt mök- um sínum á ráðstefnu. Sendiherr- arnir komu hingað til lands á fimmtudag og lauk heimsókn þeirra með kvöldverðarboði í Ráðherrabú- staðnum við Tjarnargötu á fóstu- dagskvöld. Um morguninn fóru er- lendu sendiherrarnir hins vegar í Bláa lónið. Tilgangurinn með heimsókn Ljósmyndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Texti eftir Sigurð Steinþórsson jarðfræðing og formáli eftir frú Vigdísi Finnbogadóttur. Fæst á íslensku, ensku, þýsku, frönsku og sænsku. 4> FORLAGIÐ sendiherranna er meðal annars til að kynna land og þjóð og einnig að vekja athygli á hátíðarhöldum í til- efni aldamótanna og þúsund ára af- mælis kristnitöku hér á landi. Sendiherramir 43 koma víðsvegar að úr heiminum og meðal annars voru hér fulltrúar Botswana, Swazilands og Vatíkansins. Aldrei hafa jafnmarg- ir sendiherrar verið saman komnir á einum stað hér á landi og nú. Háskólarektor Tengdi menntun kvenna og áhrif KVENRÉTTINDADAGURINN, 19. júní, varð Páli Skúlasyni, rektor Háskóla íslands, að umtalsefni er hann ávarpaði kandídata við braut- skráningu þeirra frá Háskóla Is- lands í Laugardalshöll í gær. „Bar- átta kvenna fyrir jafnrétti sem minnst er á þessum degi [19. júní] hefur ekki síst verið barátta fyrir aukinni menntun kvenna svo þser geti orðið sjálfstæðari í einkalífi og áhrifameiri í þjóðlífi,“ sagði rektor. „Staðreyndin er raunar sú að gildi háskólaprófa hefur löngum verið tengt störfum manna fyrst og fremst; gráðan sé ávísun á ákveðið starfsheiti. Þetta er vissulega rétt. Sama prófgráðan getur reyndar ver- ið ávísun á mörg ólík störf. En þetta á ekki og má ekki vera eini mæli- kvarðinn á gildi hennar. Hún á líka að hafa gildi fyrir ykkur til að eiga gott einkalíf og jafnframt til þess að verða virkir þátttakendur í þjóðlíf- inu, eins og það mótast og birtist með ýmsum hætti á opinberum vett- vangi; í fjölmiðlum eða á mannamót- um og í menningar- og atvinnulífi.“ 571 kandídat var brautskráður auk þess sem tveir nemendur luku starfsréttindanámi í guðfræðideild, tveir í heimspekideild og 67 í félags- vísindadeild. Laugavegi 18 • Sími S15 2500 • Síðumúla 7 • Siml 510 2500 Val á landsliði í hestaíþróttum Auðunn og Tomas með trygg sæti AUÐUNN Kristjánsson varð fyrstur manna til að gulltryggja sér sæti í íslenska landsliðinu í hestaíþróttum er hann varð efstur öðru sinni í seinni umferð í úrtökunni í Glaðheimum á Baldri frá Bakka. Næstur hon- um varð Páll Bragi Hólmarsson á ísak frá Eyjólfsstöðum. Að af- loknum fimmgangi var Sigurð- ur Matthíasson á Demanti frá Bólstað orðinn efstur í saman- lögðum stigum en hann varð þriðji í fimmgangi. Tómas Ragnarsson brá sér á Hornafjörð á fóstudag með hryssuna Hyllingu frá Korp- úlfsstöðum og hækkaði hún þar í kynbótadómi úr 8,30 í 8,40 og hefur að því er virðist skotið hryssunni Viðju frá Síðu aftur fyrir sig í baráttunni um sæti á kynbótasýningu heimsmeist- aramótsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.