Morgunblaðið - 20.06.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 20.06.1999, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 13/6 -19/6 ►PETER Angelsen, sjávarút- vegsráðherra Noregs, sagði að samþykkt norska stór- þingsins á Smugusamningum væri gjöf tíl Islendinga á þjóðhátíðardaginn, en tók jafnframt fram að hann væri líka gjöf tíl Norðmanna. Ang- elsen átti fund með starfs- bróður sínum á íslandi, Áma Mathiesen, á mánudag og komu þeir inn á samninginn, sjávarspendýr og samsldpti þjóðanna í sjávarútvegsmál- um við Evrópusambandið. Al- þingi samþykkti samninginn 16. júní og sfðan var hann samþykktur í norska þinginu 17. júní. ►FORSVARSMENN íslands- síma undirrituðu í vikunni samstarfssamning að við- stöddum Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra, og Conni Simonsen, forstjóra Ericsson. Samningurinn, sem er tíl þriggja ára, nemur nokkur hundruð milljónum króna. ►AÐSÓKNARMET í sögu Blóðbankans var sett nú í vikunni. Almenningur brást vel við neyðarkalli um að blóðbirgðir bankans væru undir hættumörkum. ►FJALLAÐ var um virkjun- aráform norðan Vatnajökuls í norska blaðinu Aftenposten. Umhverfisverndarsamtökin World Wide Fund for Nature opnuðu fyrir umræðu um málið þar í Iandi. Fram- kvæmdastjóri samtakanna WWF Artíc Programme sagði að aðilar innan ríkis- stjómar Islands hefðu beðið samtökin að tala við Norsk Hydro og sannfæra þá um að draga sig út úr fyrirhuguðum álversframkvæmdum við Reyðarfjörð svo bjarga mætti hálendinu. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Þjóðhátíð í rysjóttu veðri HÁTÍÐAHÖLD í tilefni 17. júní voru vel sótt um land allt þrátt fyrir kalsa- veður víðast hvar. Sums staðar var gripið til þess ráðs að færa skemmtanir inn í hús. Rúmlega 20.000 manns voru í miðbæ Reykjavíkur þegar mest var, að mati lögreglu. íslenskir aðilar kaupa 17% hlut í DeCODE SAMNINGUR var undirritaður um kaup Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankans, Búnaðarbankans og eignarhaldsfélagsins Hofs á hlutabréfum í DeCODE Genetics, eignarhaldsfélagi Islenskrar erfðagreiningar í vikunni. Með þessum kaupum hafa Islendingar eignast tæplega 70% hlut í fyrirtækinu. Hættir framkvæmda- stjórn hjá LÍÚ STJÓRN LÍÚ samþykkti í vikunni að Kristján Ragnarsson léti af störfum sem framkvæmdastjóri samtakanna um næstu áramót eftir 30 ára starf. Við framkvæmdastjórninni tekur Friðrik J. Amgrímsson lögfræðingur. Kristján mun áfram gegna stjórnarformennsku í sambandinu. Óvissa áÞingeyri BYGGÐASTOFNUN hefur synjað hrað- frystihúsinu Rauðsíðu á Þingeyri um lán til bjargar rekstri þess. Um eitt hundrað starfsmenn frystihússins bíða í óvissu meðan framtíð fyrirtækisins er rædd. Tugþúsundir halda heim til Kosovo FJÖLDI flóttafólks frá Kosovo, er haldið hefur heimleiðis frá búðum í ná- grannaríkjunum Albaníu og Makedón- íu, margfaldaðist er leið á síðustu viku og ríkti umferðaröngþveiti við landa- mærin, að því er haft var eftir fulltrúa Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna á miðvikudag. Þann dag hefðu hátt í tólf þúsund manns farið yfir landamærin. Fréttamenn töldu þetta vanáætlað, og greindu frá því að tugir þúsunda flóttafólks biðu í endalausum röðum Albaníumegin landamæranna og biðu þess að komast yfir. Samtímis þessu hafa Serbar yfirgefið héraðið þúsundum saman af ótta við Kosovo-Al- bana og menn Frelsishers héraðsins í hefndarhug. Sagði talsmaður Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Kosovo, að sorglegt væri að sjá að eitt flóttamannavandamálið væri vart af- staðið er annað skapaðist. Forsetaskipti í Suður-Afríku THABO Mbeki sór embættiseið sem nýr forseti Suður- Afríku á miðviku- dag og varð þar með annar blökku- maðurinn sem gegnir því embætti eftir lýðræðislegar kosningar. Um fjög- ur þúsund boðs- gestir, hvaðanæva úr heiminum, voru viðstaddir embættistökuna í Pretóríu. í innsetningarræðu sinni sagði Mbeki að hann myndi berjast af öllum mætti gegn svartnætti þeirrar útbreiddu fá- tæktar sem hijáð hefur íbúa landsins. Fyrirrennari Mbekis, Nelson Mandela, var óspart hylltur við athöfnina, og hét Mbeki því að senda hinn fráfarandi for- seta brosandi inn í ævikvöldið að lokn- um farsælum ferli sem friðargjafi og leiðtogi. ►ÓTTAST var að allt að 25 hefðu farist í öflugum jarð- skjálfta er reið yfir suður- hluta Mexíkú á þriðjudags- kvöld. Skjálftínn mældist 6,7 stíg á Richter og voru upp- tökin um tvö hundruð kíló- metra suðaustur af Mexíkú- borg. Mikill útti greip um sig í borginni, en litlar skemmdir virtust hafa orðið þar. ►AL GORE, varaforsetí Bandaríkjanna, lýsti þvf yfir á miðvikudag að hann sækt- ist eftír útnefningu sem for- setaefni Demúkrataflokksins í kosningunum er haldnar verða á næsta ári. Fyrr í vik- unni lýsti George Bush yngri, ríkissljúri í Texas, yfir því, að hann sæktist eftir útnefn- ingu sem forsetaefni Repúblíkanaflokksins. ►RÍKISSTJÓRNIN í Belgíu og ríkisstjúrn Lúxemborgar féllu í kosningum á sunnu- dag. Jean Luc-Dehaene, for- sætísráðherra Belgfu, kvaðst axla ábyrgðina á úsigri flokks sfns, en talið er að or- sakir tapsins séu fyrst og fremst díoxínmengunar- hneykslið svonefnda, er kom upp í Belgíu þrem vikum fyr- ir kosningarnar. ►KOSIÐ var tíl Evrúpuþings- ins á sunnudag, og urðu meg- inniðurstöður þeirra kosninga að vinstriflokkar og jafnaðar- menn fengu víða slæma út- reið, en mið- og hægriflokkar styrktu stöðu sína. ►MAURICE Greene frá Bandaríkjunum bætti heims- metið í 100 metra hlaupi karla um fimm sekúndubrot á miðvikudag. Hljúp hann á 7,79 sekúndum á alþjúðlegu fijálsfþrúttamúti f Aþenu. FRETTIR 573 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Islands Mæðgur útskrifast á sama tíma VIÐ útskriftarathöfn Háskóla íslands í gær átti sér stað sá merkisviðburður að mæðgur út- skrifuðust á sama tíma. Jónína Gunnarsdóttir útskrifaðist með B.A.-gráðu í uppeldis- og mennt- unarfræðum, en Arna Bjart- marsdóttir, dóttir hennar, með B.A.-gráðu í spænsku. I samtali við Morgunblaðið sagðist Jónfna vera afar stolt yfir að þær mæðgur hefðu náð þessum áfanga, en óhætt er að segja að þær hafí verið sam- stiga á leiðinni að honum. „Við byrjuðum á sama tíma og nú, þremur árum síðar, útskrifumst við saman og er gaman að það skuli hafa borið upp á kvenna- daginn, þótt það hafi að vísu orðið til þess að við misstum af kvennahlaupinu. Þá munaði ekki nema 0.01 á lokaeinkunn- um okkar og við fengum ná- kvæmlega sömu einkum fyrir B.A.-ritgerðirnar okkar,“ sagði Jónína. Kvað hún þær mæðgur einnig oft hafa setið saman við lestur á Þjóðarbókhlöðunni, þótt ekki læsu þær sömu náms- greinar og höfðu þær þannig mikinn stuðning hvor af annarri við námið. Sagði hún Morgunblaðið/Jim Smart MÆÐGURNAR Jónfna Gunnarsdúttir og Arna Bjartmarsdóttir útskrifuðust báðar frá Háskúla Islands í gær. námsárin hafa verið mjög skemmtilegan tíma og hvatti konur á sínum aldri til að fara að sínu fordæmi. Þrátt fyrir að hafa nú lokið B.A.-námi eru þær mæðgur eng- an veginn hættar námi. Jónfna mun í haust heíja starfsréttinda- nám í félagsráðgjöf og Arna hyggur á mastersnám í sjávarút- vegsfræðum. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins SENDIHERRARNIR og makar þeirra í Bláa lóninu. Fjölmargir sendiherr- ar staddir hér á landi SENDIHERRAR 43 erlendra ríkja voru staddir hér á landi ásamt mök- um sínum á ráðstefnu. Sendiherr- arnir komu hingað til lands á fimmtudag og lauk heimsókn þeirra með kvöldverðarboði í Ráðherrabú- staðnum við Tjarnargötu á fóstu- dagskvöld. Um morguninn fóru er- lendu sendiherrarnir hins vegar í Bláa lónið. Tilgangurinn með heimsókn Ljósmyndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Texti eftir Sigurð Steinþórsson jarðfræðing og formáli eftir frú Vigdísi Finnbogadóttur. Fæst á íslensku, ensku, þýsku, frönsku og sænsku. 4> FORLAGIÐ sendiherranna er meðal annars til að kynna land og þjóð og einnig að vekja athygli á hátíðarhöldum í til- efni aldamótanna og þúsund ára af- mælis kristnitöku hér á landi. Sendiherramir 43 koma víðsvegar að úr heiminum og meðal annars voru hér fulltrúar Botswana, Swazilands og Vatíkansins. Aldrei hafa jafnmarg- ir sendiherrar verið saman komnir á einum stað hér á landi og nú. Háskólarektor Tengdi menntun kvenna og áhrif KVENRÉTTINDADAGURINN, 19. júní, varð Páli Skúlasyni, rektor Háskóla íslands, að umtalsefni er hann ávarpaði kandídata við braut- skráningu þeirra frá Háskóla Is- lands í Laugardalshöll í gær. „Bar- átta kvenna fyrir jafnrétti sem minnst er á þessum degi [19. júní] hefur ekki síst verið barátta fyrir aukinni menntun kvenna svo þser geti orðið sjálfstæðari í einkalífi og áhrifameiri í þjóðlífi,“ sagði rektor. „Staðreyndin er raunar sú að gildi háskólaprófa hefur löngum verið tengt störfum manna fyrst og fremst; gráðan sé ávísun á ákveðið starfsheiti. Þetta er vissulega rétt. Sama prófgráðan getur reyndar ver- ið ávísun á mörg ólík störf. En þetta á ekki og má ekki vera eini mæli- kvarðinn á gildi hennar. Hún á líka að hafa gildi fyrir ykkur til að eiga gott einkalíf og jafnframt til þess að verða virkir þátttakendur í þjóðlíf- inu, eins og það mótast og birtist með ýmsum hætti á opinberum vett- vangi; í fjölmiðlum eða á mannamót- um og í menningar- og atvinnulífi.“ 571 kandídat var brautskráður auk þess sem tveir nemendur luku starfsréttindanámi í guðfræðideild, tveir í heimspekideild og 67 í félags- vísindadeild. Laugavegi 18 • Sími S15 2500 • Síðumúla 7 • Siml 510 2500 Val á landsliði í hestaíþróttum Auðunn og Tomas með trygg sæti AUÐUNN Kristjánsson varð fyrstur manna til að gulltryggja sér sæti í íslenska landsliðinu í hestaíþróttum er hann varð efstur öðru sinni í seinni umferð í úrtökunni í Glaðheimum á Baldri frá Bakka. Næstur hon- um varð Páll Bragi Hólmarsson á ísak frá Eyjólfsstöðum. Að af- loknum fimmgangi var Sigurð- ur Matthíasson á Demanti frá Bólstað orðinn efstur í saman- lögðum stigum en hann varð þriðji í fimmgangi. Tómas Ragnarsson brá sér á Hornafjörð á fóstudag með hryssuna Hyllingu frá Korp- úlfsstöðum og hækkaði hún þar í kynbótadómi úr 8,30 í 8,40 og hefur að því er virðist skotið hryssunni Viðju frá Síðu aftur fyrir sig í baráttunni um sæti á kynbótasýningu heimsmeist- aramótsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.