Morgunblaðið - 20.06.1999, Side 20

Morgunblaðið - 20.06.1999, Side 20
20 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sigga á Grund í Listamiðstöðinni í Straumi Óheft sköp- un í aðsigi Tréskurðarmaðurinn Sigríður Jóna Krist- jánsdóttir er listamaður af guðs náð. Henni var tjáð í listaskóla í Englandi að hún ætti ekkert ólært í greininni þrátt fyrir að hún sé að mestu leyti sjálfmenntuð. Eyrún Baldursdóttir fór í Listamiðstöðina Straum, þar sem Sigga á Grund vinnur um þessar mundir, og ræddi við hana um tré- skurðarlistina. Sigga á Grund var að vinna ís- lenskt hesthöfuð úr valhnotuviði þegar blaðamann bar að garði í úr- hellisrigningu. „Eg kann hvergi betur við mig en í einhverri smíða- stofu,“ segir Sigga á Grund hlæj- andi, „ég held það hafí fylgt mér al- veg frá fæðingu." í sumar vinnur Sigga að list sinni í einni af fímm vinnstofum í Listamiðstöðinni Straumi, sem Hafnarfjarðarbær úthlutar listamönnum, en hún býr jafnan á Grund í Villingaholts- hreppi. „Hér í Straumi er góð að- staða og næði til að vinna að mín- um eigin verkum. Það eru svo margir gripir sem ég hef ætlað að búa til en látið sitja á hakanum sökum anna við að sinna pöntun- um,“ segir Sigga og bendir á hálf- unna styttu af konu. „Þessa hefur staðið til að gera í 5 ár og ég er svo ánægð með að fá loksins næði til þess vinna að henni og fjölda ann- arra/‘ segir hún og ljómar. „Eg hef unnið eftir pöntunum frá 12 ára aldri og ekki var ég eldri en 6 ára þegar ég byrjaði að skera út í við. Það var heima í Villingaholti," segir Sigga, en Kristján faðir henn- ar og Gestur föðurbróðir hennar voru listasmiðir. ,Auðvitað höfðu þeir áhrif á mig, annað getur ekki verið. Öll þeirra vinna var hámá- kvæm og það virðist ég hafa bitið í mig líka. Mér finnst að hlutimir eigi að vera óaðfinnanlegir,“ segir Sigga á Gmnd með áherslu. Verkin endurspegla raunveruleikann „Viður hefur alltaf heillað mig mikið enda hef ég unnið mest úr timbri. Áður vann ég einnig með horn og stundum er gaman að breyta til og vinna í bein eða hval- tennur en málmur hefur aldrei höfðað til mín,“ segir Sigga um leið og hún bendir á mynd í myndalbú- minu af skeiðum unnum úr horni. Sigga á ekki marga gripi eftir sig en hún á myndir af þeim öllum og kann sögu á bak við hvern þeirra. „Flest verk mín vinn ég fyrir aðra og er gjarna beðin um verk í tilefni af tímamótum hjá fólki eða félaga- samtökum. Eg læt ekki frá mér verk öðruvísi en að ég sé sátt við það og mér þykir vænt um þegar fólk kemur til mín og segist vita að það verði vel gert,“ segir listamað- urinn. „Stundum biður fólk mig um að útfæra hugmynd sem það sjálft hefur fengið en hugmyndir að eigin verkum fæ ég mjög skyndilega, þær detta einhvern veginn inn og ég gæti þess vegna fengið hugmynd um leið og ég tala við þig. Eftir að ég fæ hugmynd man ég hana mjög skýrt en geng í nokkurn tíma með hana áður en ég hefst handa. Stundum breyti ég vísvit- andi út af en oftast útfæri ég hana alveg eins og hún stóð mér íyrir hugskotssjónum," segir Sigga íbyggin á svip. „Eg er mikil raunsæismanneskja og það kemur fram í verkum mín- um. Ég reyni að endurspegla raun- veruleikann eins og hann er en hann getur líka stundum verið skrítinn. Ég held stærðarhlutföll- um og líkamlegum einkennum," segir hún og bendir á mynd af tré- skurði þar sem hár af ungri stúlku rennur saman við laufblöð. „Það er oft mikil merking í verkum mínum, sem sumir átta sig á en aðrir ekki. Samt held ég að flestir skilji það sem ég er að gera,“ segir hún og bætir við: „Mér finnst ekkert að HENDURNAR á lampanum tákna þakkarhug gefenda. Hann er úr kirsuberjaviði, val- hnotu og íslensku birki. VERK sem Sigga á Grund vann Englandi. súrrealískum listaverkum svo fremi sem þau eru vel unnin. Fyrir mér er handbragðið aðalmálið og listaverk skortir mikið ef hand- bragðið er ekki gott.“ Sigga hefur mjög persónulegan stíl og í Englandi, þar sem hún var í skóla, var henni bent á að skipta ekki um stíl. „Ég átti að halda mín- um sérkennum því þau þóttu svo sterk. Samt er ég alltaf opin fyrir nýjum hugmyndum og er fremur tækifærissinni en íhaldsseggur,“ segir Sigga. Var eitt ár í London „Ég hafði aldrei tækifæri sem ung manneskja til að fara í skóla en langaði alltaf til þess. Fyrir fjórum árum lét ég svo drauminn rætast og fór einn vetur í City & Guild sem er virtur listaskóli í Morgunblaðið/Ámi Sæberg SIGGA á Grund tréskurðarmaður við iðju sína í Listamiðstöðinni Straumi. London. Það var meiriháttar upplif- un og þá sá ég líka hvernig ég stóð miðað við aðra. Ég var látin hafa verk- efni sem útskriftar- nemendur fengust við og allt gekk þetta afskaplega vel,“ segir Sigga. Spurst hefur að einn kennari henn- ar í skólanum hafi sagt henni að skólavistin væri tímasóun því hún kynni þetta allt en hún hafi hins vegar verið á öðru máli. „Þegar ég kom út til Englands auðg- aðist sköpunargáfa mín alveg eins og í skólanum á gerist hér að Straumi. Mér fannst á tímabili sem verkin mín stöðnuðu en þegar ég kom út lærði ég meiri tækni og fékk aukið sjálfstraust." Sigga hefur alla sína tíð búið í sveit en hvernig skyldi henni hafa líkað stórborgarlífið. „Það var öðruvísi að vinna í borginni en heima, ég fór mikið á söfn og varð gjörsamlega heilluð. Ég hugsa stundum um að þetta hafí verið furðulegt uppátæki en það virðist sem ég eigi auðvelt með að aðlag- ast,“ segir Sigga og yppir öxlum. Sigga á Grund var ekki bara í skóla þar ytra því einnig vann hún á verkstæði hjá tréskurðarmeistara í London. Lífleg list „Mér finnst alltaf eins og ég sé að byrja i listinni því ég á svo margar hugmyndir óunnar sem ég ætla mér að fram- kvæma. I verkum mínum endurspegl- ast gjarna lífið og til að mynda finnst mér gaman að skera út hesta því það er svo mikið fjör í þeim. Einu sinni var svo mikil ferð á hesti að það lá við að ég missti hann út af hval- tönninni sem ég skar hann út í. Ég get stundum alveg lifað mig inn í vinn- una,“ segir Sigga hlæjandi og bendir á mynd af hesti sem virðist raun- verulega ætla að stökkva af stað. „Ég sker einnig mikið út hendur," segir hún, „því sá sem getur skorið út hendur er góður út- skurðarmaður og mér finnst einnig mjög gaman að fást við það. Sigga er innt eft- ir því hvort hún reyni alltaf að ráð- ast á garðinn þar sem hann er hæst- ur og hún segir svo vera. „Ég reyni oft að finna erfiðustu leiðina til þess að læra sem mest, ég vil alltaf vera að bæta mig.“ Sigga kveður peruvið og íslenskt birki uppáhalds efniviðinn. „Það er erfiðara að vinna úr svo hörðum viði en það er fallegra vegna þess að árhringirnir koma ekki í ljós,“ segir Sigga og bendir á mynd af verki sem unnið er úr peruviði. Hún segir að hér á landi sé erfitt að nálgast góðan efnivið en fólk sé duglegt að muna eftir sér og hún fái jafnan óhemjumikið af efni gef- ins. „Ég fékk nýlega mikinn timb- urbunka frá manni sem var hættur að vinna. Það var úrvals útskurðar- viður og honum var ekki sama hvar hann lenti. Honum þótti vænt um spýturnar sínar, sem ég skil ósköp vel því mér þykir vænt um spýturanr mínar líka,“ segir Sigga brosandi. Sigga ætlar að halda námskeið í tréskurði 21.-27. júní í Hafnarfirði. „Ég er einfari og hef því ekki verið mikið fyrir að halda námskeið af þessu tagi. Hingað til hefur fólk komið heim til mín og verið í nokkra daga ef það hefur viljað læra af mér,“ segir hún. Sigga á Grund hefur til þessa ekki haldið margar sýningar á verk- um sínum en stefnir að því að halda veglega sýningu næsta sumar með nýjum og gömlum gripum. „Ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að vinna í nokkurn tíma að mínum eig- in listaverkum," segir tréskurðar- maðurinn Sigga á Grund og tekur til við að móta hestshöfuðið sem lík- lega mun prýða sýninguna næsta sumar. Fróðleikur um hafið HAFIÐ eftir Unnstein Stefánsson, fyrrverandi prófessor í haffræði við Háskóla Islands, var nýlega endurútgefin. Hún kom fyrst út 1961 og er nýja útgáfan töluvert breytt frá þeirri fyrri sem Unn- steinn Stefánsson segir eðlilegt í ljósi aukinnar þekkingar. „Það hefur mikið vatn runnið til sjávar á þessum tíma og vit- neskja um hafið hefur aukist. Bæði hvað snertir hafið við Island og annars staðar vegna aukinna rannsókna og bættrar tækni. I dag geta menn notað mikið af sjálfvirkum tækjum sem var í mjög litlum mæli hægt fyrir 1960,“ segir Unnsteinn. Hann seg- ir líka bætta myndatækni auð- velda ailar útskýringar í nýju bókinni. „Þegar ég skrifaði gömlu bókina var til dæmis ákaflega dýrt að nota !itmyndir.“ Að sögn Unnsteins er Hafið fyrst og fremst samin með það fyrir augum að vera aðgengileg- ur fróðleikur fyrir almenning. „Hafið skiptir okkur Islendinga gífurlegu máli og því finnst mér eiginlega að þessi fróðleikur eigi erindi til alls almennings í landinu," segir Unn- steinn. „Mér finnst eiginlega að það sé eitthvað sem Islend- ingar eigi að vita svo- lítið um,“ bætir hann við. Unnsteinn segist þó vona að bókin verði einnig notuð til kennslu í framhalds- kólum. „Sérstaklega vona ég þó að sjómenn lesi bókina og ég held að þeir geri það, þeir gerðu það með fyrri bókina,“ segir Unnsteinn og bætir við að í bókinni sé reynt að veita yfirgripsmikinn fróðleik um hafið, án þess að flækja málin með upp- talningu á formúlum. Djúpsjórinn mikil- vægur fyrir lífríki Atlantshafsins „í bókinni er fjallað um heimshöfin og gerður samanburður á þeim,“ segir Unn- steinn, en þar eru m.a. rakin almenn einkenni hafsins eins og algeng- ustu dýptir, lögun hafsbotnsins og skipt- ing hans. I Hafinu er einnig drepið á sögu- legan fróðleik og má sem dæmi nefna sög- una um Atlantis og at- huganir Aristotelesar á öldumyndun. Unnsteinn segir þetta skemmtilega viðbót við þann fróðleik sem bókin veitir, en menn hafi ekki farið að afla sér almenns fróðleiks um höfin fyrr en farið var að sigla milli landa i auknum mæli. „Lengi vel vissu menn til dæmis ákaflega lítið hvað sjórinn var djúpur,“ segir hann og bætir við til skýringar að það hafi ekki verið fyrr en dýptarmælar komu til sögunnar að þekkingin jókst að einhverju ráði. „Það er mjög sláandi að það er tiltölulega mjög hlýtt vestan meg- in við Austur-Evrópu en kaldara vestan megin Atlandshafsins," seg- ir Unnsteinn og bendir á að reynt sé að veita yfirgripsmikla þekk- ingu á ýmsum eiginleikum hafsins, t.d. eðlisfræði þess. „Það hagar nú þannig til hjá okk- ur hérna í Atlantshafinu að uppguf- unar gætir hér meira en í Kyrra- hafinu og því er sjórinn í Atlands- hafinu saltari," segir Unnsteinn og útskýrir að á veturna þegar kólni verði sjórinn eðlisþyngri. Yfir- borðssjórinn í Atlandshafinu berst norður og á vetuma þegar kólnar, sekkur hann og berst sem djúpsjór ( suðurátt. Saltið hefur áhrif á eðl- isþyngd hans og því saltari sem hann er því þyngri er hann og því dýpra getur hann sokkið. „Það er þessi sjór sem myndar djúpsjóinn hér í Atlantshafinu," segir Unnsteinn. „Þegar komið er niður fyrir yfirborðslagið em eng- ar plöntur til að eyða næringarefn- um, þvert á móti em það leifar af plöntunum sem rotna og sökkva niður,“ bætir Unnsteinn við og segir leifar lífveranna berast með þunga sjónum niður á djúpsjó og leysast upp og auka þannig styrk næringarefna niðri í sjónum. „Ef slík lóðrétt blöndun ætti sér ekki stað væm fiskveiðar mjög bág- bomar hér eins og er nú mjög víða annars staðar í höfunum. Þær em til dæmis mun lakara víða í Kyrra- hafínu, en þar vantar lóðrétta blöndun á efstu sjávarlögunum svo að plöntumar fái nægileg næring- arefni," segir Unnsteinn og bætir við „svo að það skiptir okkur tölu- verðu máli að fylgjast með þessu.“ UNNSTEINN Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.