Morgunblaðið - 20.06.1999, Síða 57

Morgunblaðið - 20.06.1999, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 57 Stutt Aldargömul og lærir að lesa ►KONA í Argentínu, sem er 110 ára gömul og ólæs vonast til að eiga mörg góð ár eftir ólifuð. Hún er að Iæra að lesa til að búa sig undir næstu öld. „Mig langar að læra að lesa og skrifa til að undirbúa mig fyrir framtíðina," sagði Concepcion Fernandez. Hún er tólf barna móðir og byij- aði á lestrarnámskeiði nýlega sem hið opinbera heldur á fátæk- um bómullarsvæðum. „Ég er heilbrigð. Ég finn aðeins til í fæt- inurn sem hesturinn sparkaði eitt sinn í, það er allt og sumt.“ Tilviljun tvíbura ►ÓTRÚLEG tilviljun átti sér stað á sjúkrahúsi í Detroit nýverið. Tæplega sjötugir tviburabræður komust að því að þeir komu báðir á sjúkrahúsið með 40 mínútna millibili og kvörtuðu báðir undan verk í brjósti er þeir hefðu fengið eftir að slá blettinn fyrr í mán- uðinum. Richai’d Tenniswood kom fyrstur á sjúkrahúsið í fylgd eigin- konu sinnar. Stuttu seinna kom bróð- irinn Robert ásamt sinni konu. „Við litum hvor á annan og spurðum sam- tímis: „Hvað ert þú að gera hér?“ sagði Robert sem þurfti að gangast undir skurðaðgerð. Richard þurfti einnig að fara í aðgerð. Bræðumir hafa búið á sama svæði síðan um 1950. „Núna er þetta afstaðið og sag- an endar vel,“ sagði Robert um sjúkrahússöguna en þeir bræður verða 67 ára í næstu viku. Fingur til sölu! ►FERÐAMENN í London geta nú orðið sér út um gerviaugu, hendur og fætur. Þeir sem eru ekki fjáðir geta keypt einn fing- ur á 100 krónur en þeir ríkari geta fengið heilan fót eða hand- legg fyrir rúmar 600 krónur. Gripirnir eru hluti af hryllings- sýningu um atburði frá 17. öld. „Á 17. öld keypti fólk raunveru- lega líkamshluta fólks sem var líflátið til að nota sem vörn við illum öndum,“ sagði Peter Arm- strong framkvæmdastjóri Dun- geon-safnsins sem stendur fyrir sýningunni. „Afhöggnar hendur og jafnvel augu voru talin verja kaupendurna fyrir sjúkdómum og ógæfu,“ bætti hann við. Mörg- um þykir þó uppátæki safnsins frekar ósmekklegt. „Allir hafa gaman af gríni, en að mínu mati er hér gengið of langt,“ sagði Terry Gabriel markaðssljóri strætisvagnafyrirtækis í borg- inni. „Margir gesta okkar eru er- lendir og eru ekki undirbúnir fyrir ruglaðan, breskan húmor.“ Vændi og skatt- urinn ►KYNLÍFSTÆKI eins og freyðibað °g þeytirjómi eru frádráttarbær frá skatti vændiskvenna á Nýja-Sjá- landi. Þetta kemur fram í dagblaðinu Evening Post í síðustu viku. Blaðið tók saman lista yfir ýmis atriði sem lúta að kynlífsverkamönnum og skattayfirvöldum. Skýrsla um slík mál fyllir 35 þúsund blaðsíður sem skattaeftirlitsmenn geta notað þegar þeir fara yfir skattaskýrslur vændiskvenna og annarra sem starfa í kynlífsgeiranum. Einnig eru smokkar, titrarar, olíur og gel, skart- gripir og búningár taldir til kostnað- ar. „Vepjulegir sokkar eru ekki frá- dráttarbærir en munstraðir sokkar sem notaðir eni við vinnu eru það,“ stóð á forsíðu dagblaðsins. Á Nýja- Sjálandi eru ströng skattalög sem kveða á um persónuleynd. Því eiga vændiskonur ekki á hættu að verða kærðar þótt þær fylli skattaskýrsl- una sína heiðarlega og ítarlega út. FÓLK í FRÉTTUM _________________ íf x J -rSS-- «1 bS£»*so"- skoðaban 'OZgestir. “ Skólaslit íslenska skólans í Brussel Það er komið sumar NÚ nýverið voru skólaslit íslenska skólans í Brussel en hann sækja reglulega um sextíu íslensk böm. Af því tilefni var haldin árleg sum- arhátíð skólans. Veður var með af- brigðum gott þennan dag, hátt í áttatíu manns voru viðstaddir og var fólk í hátíðarskapi. Dagskráin hófst á því að for- maður skólanefndar, Steinunn Harðardóttir, sleit skólanum formlega með örlítilli tölu og minnti foreldra í leiðinni á að gleyma ekki að gefa börnum sín- um sumargjafir. Því næst af- hentu kennarar viðurkenning- arskjöl fyrir setu í skólanum, sungin voru nokkur sumarlög - Nú er sumar, Lóan er komin og Ó, blessuð sértu sumarsól - áður en farið var út í garð í leiki undir stjórn þeirra Álf- heiðar Hönnu Friðriksdótt- ur og Mörtu Hrafnsdóttur. Það var m.a. hlaupið í 'nsdótt- anuiii. skarðið, farið í kött og mús og einn, tveir, þrír, dimmalimm. Morgunblaðið/Jenný Davíðsdóttir BORÐ svignuðu undan kleinum, flatkökum, bökum og ýmisháttar kökum bæði stórum og smáum, kanilsnúðum og kexi og gerðu böm og foreldrar veitingunum góð skil. Borð svignuðu undan kleinum, flatkökum, bökum og ýmiskonar kökum, bæði stórum og smáum, kanilsnúðum og kexi og gerðu böm og foreldrar öllu góð skil. María Karlsdóttir spilaði á fiðlu, Hólm- fríður Elvarsdóttir og Nikulás Hannigan spiluðu lag á píanóið og Auður Soffia Gylfadóttir sýndi töfrabrögð með aðstoð Steinlaugar Högnadóttur. Skólablaðið „Sjáumst á íslandi" kom út í tilefni dagsins. I því er r m.a. grein um hjólabretti á ís- landi, stiklað á stóru í íslandssög- unni, greinar um Gullfoss og Geysi og gönguleiðir svo eitthvað sé nefnt. Elsti hópurinn í Islenska skólanum sá um útgáfuna með dyggri aðstoð yngri krakkanna, sem myndskreyttu blaðið að mestu. Spike Lee segir sögu fj öldamor ðingj a KVIKMYNDIR Spike Lees hafa margar ver- ið umdeildar og vekja þær oftast sterk við- brögð hjá fólki sem er annaðhvort yfir sig hrifið eða stórhneyksl- að. Nýjasta mynd Lees „Summer of Sam“ er þar engin undantekn- ing og þó að ekki sé enn byrjað að sýna hana, hefur hún valdið miklu uppnámi í Bandaríkjunuin. Myndin er byggð á sönnum atburðum og segir sögu Ijöldamorð- ingjans Davids Berkowitz sem hélt íbúum New York í helj- argreipum í þá 12 mánuði sem hann var á stjái. Berkowitz drap 6 manns og særði sjö til viðbótar en var loks handtekinn í júlí 1977 og fékk sex lífstíðarfangelsisdóma sem skyldu afplánaðir hver á eftir öðrum. Lee segir að myndin fjalli um þau áhrif sem ótti og tortryggni hafi á mannleg samskipti og að þessi áhrif hafi komið fram á margvíslegan og merkilegan hátt í mannlífi New York-borgar þann tíma sem Berkowitz gekk laus. Umljöllunarefni hans sé því aðal- lega mannleg tengsl í ljósi hræðslu og óöryggis en ekki það að velta sér um of upp úr lífí morðingjans. En mörgum og þar á meðal fjöl- skyldum fórnarlamba Berkowitz þykir nóg um og í kjöifarið hefur umræðan um tengsl ofbeldis og kvikmynda orðið háværari. Mich- ael Lauria, faðir Donnu Lauria, sem varð fyrsta fórnar- lamb raðmorðingjans 18 ára gömul, hefur gengið einna harðast fram í gagnrýninni á Lee og segir gerð þessarar kvikmyndar vera hina mestu svív- irðu. „Ef barn Lees hefði verið myrt af Berkowitz hefði hann örugglega aldrei gert myndina," segir Lauria og bætir því við að morð sé harm- leikur en ekki skemmtiefni og að Lee hUóti að vera með hjarta úr steini fyrst hann kjósi að gera þessa mynd. Lauria segist einnig hræðast það að einhveijir kynnu að taka upp á því að leika morðatriðin í myndinni eftir en þau eiga víst að vera mjög svæsin. Þeirra á meðal er atriði þar sem morðið á Donnu er sviðsett í smáatriðum. Lee segist sér vel meðvitandi um þessar gagnrýnisraddir og tekur það fram að ekkert af morðatriðunum í myndinni séu tekin á þeim stöðum þar sem raunverulegu morðin áttu sér stað. Hann ítrekar það ennfremur að myndin sé fyrst og fremst um samfélagsleg áhrif morðanna en ekki morðin sjálf. LEIKSTJÓRINN umdeildi, Spike Lee, á leiðinni í bíó á kvikmyndahátíð- inni í Cannes. Johnny Depp og Paradis eignast dóttur LILY-Rose Melody Depp heitir stúlka sem kom í heiminn 27. maí í París og á líklega eftir að vekja at- hygli hvert sem hún fer, að minnsta kosti þegar hún er í fylgd foreldra sinna Johnny Depp og frönsku söng- og leikkonunnar Vanessu Paradis. Depp, sem er 36 ára, virðist hinn ánægðasti með sambandið við þokkadísina Paradis, sem er tíu árum yngri, og nýja erfingjann. Hann hefur þó átt í stormasömum samböndum um ævina við fríðleikssprund á borð við Kate Moss, Sherilyn Fenn, Jenni- fer Grey og Winonu Ryder. Paradis er ekki alsaklaus heldur. Hún varð unglingastjarna á miðjum níunda áratugnum og lék í. nokkrum kynþokkafullum tónlistar- myndböndum. Síðar varð hún tals- kona Chanel-ilmvatns, átti vingott við söngvarann Lenny Kravitz og gerði myndir með frönskum leikur- um á borð við Gérard Depardieu, Jeanne Moreau og Jean-Paul Belmondo. Parið hittist þegar Depp var við tökur á mynd Romans Polanskis „The Ninth Gate“ í París fyrir ári síðan. vel innihaldfö44

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.