Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 35 ÞETTA VAR í fyrra þegar þeir voru að sýna heimsmeistaramótið í fótbolta í sjónvarpinu. A einnar og hálfrar mín- útu fresti flugu flugvél- ar yfir miðborgina og Vesturbæinn. Eg var orðinn svo taugatrekkt- ur að ég mældi tímann. Meira að segja í götunni þar sem ég bý er reynt að hindra svona mikla bílaumferð, og hafa þó bflar forgang fram yfir flest annað í þessari borg. Nema kannski flug? Þetta voru svona litl- ar flugvélarellur og hávaðinn í þeim var svo ferlegur að þegar þær fóru yfír þurfti ég að hækka í sjón- varpstækinu til að greina orð knattspyrnuþularins. A endanum varð ég leiður á þessu og fór að at- huga hvort ég gæti ekki stöðvað hávaðann. Ég fletti upp númeri Reykjavíkurflugvallar í síma- skránni, en viti menn - það var ekki skráð, ekki fremur en hann væri ekki til eða hann væri ein- hvers konar leynifélag. (Reykjavík- urhöfn er hins vegar skilmerkilega á sínum stað í skránni, í hana er hægt að hringja.) Ég reyndi að síma í flugmálastjóm, en þar svar- aði enginn, enda laugardagur. Ég kunni ekki við að hringja í flug- turninn; þeir hafa líklega nóg að gera að passa að flugvélarnar rek- ist ekki saman í troðningnum yfir Reykjavík. Svo datt mér í hug að tala við lögregluna. Ég þurfti að bíða lengi eftir að einhver ansaði. Þegar varðstjóri kom loks í símann svaraði hann mér með þreytulegri þolinmæði, eins og notuð er við kverúlanta. Honum fannst þetta hið ómerkilegasta mál. Þá gafst ég upp. Ég hefði auðvitað getað hringt heim í flugmálastjóra eða borgarstjóra eða fengið mér fall- byssu og skotið svona eina vél nið- ur úr loftinu. Þá hefði hávaðanum kannski siotað smástund. Flugfólkið heldur áfram að hnita hringi yfir höfuðborg íslands. Ég hef komið í margar borgir, en aldrei neina þar sem flugvélar hringsóla yfir. Því er borið við að flug á íslandi, sjálf greinin, muni bíða mikið tjón ef flugmenn verði gerðh- brottrækir héðan úr miðborginni. Framtíð flugsins sé í húfi. Það var maður að segja þetta í útvarpinu um daginn og enginn bað hann að hætta að bulla svona mikið í út- varpið. Lífið leikur auðvitað við flugmenn í Reykja- vík; varla heyrðust kappakstursmenn heldur kvarta mikið ef þeir fengju að keppa í Hljómskálagarðinum eða spíttbátamenn ef þeir væru að spítta í Tjörninni. Manni er líka sagt að lands- byggðarfólk eigi heimtingu á að hafa þetta svona; þetta sé nokkurs konar raunabót sem Reykvíkingar skuldi þeim sem lengst eru frá verslunarfjörinu og læknavísindun- um í bænum. Staðsetning flugvall- arins í miðborginni er semsagt byggðamál og þáttur í að , jafna að- stöðumun". Og ennfremur þarf þetta að vera svona vegna þeirra sem fljúga mörg hundruð sinnum á ári til og frá Reykjavík og finnst þægilegt að ein- ungis er þriggja mínútna akstur frá flugvellinum að Alþingishúsinu. Þetta eru nú röldn fyrir því að hafa flugvöll í miðbænum í Reykjavík. Yfir öllu þessu gifturíka flugi vak- ir flugmálastjórn sem lætur gera úttekt og kemst að því að flugvöll- urinn skaffi Reykvíkingum tólf milljarða króna á ári og séu flugvél- amar ekki síðra metfé en gullgæsir sem tylli sér daglega í Vatnsmýrina og verpi. Aðra úttekt lætur flug- málastjóm gera og kemst að því að járnbraut til Keflavíkur kosti billjón skilljónir. í það skipti notuðu þeir „reiknilíkan" frá Noregi, en þar var það haft til að mæla kostnað við að leggja braut milli Oslóborgar og Gardemoenflugvallarins nýja. Þess var reyndar ekki gætt í „útreikning- unum“ að hér lægi leiðin mestan- part yfir óbyggðir, en í Noregi yfir þétta og mikla byggð þar sem þurfti að kaupa hvern metrá dýru verði. Því það er hugsjón flugmálastjómar - og aðalmarkmiðið með starfi hennar - að flugvöllur skuli vera inni í miðri Reykjavík. Frekar skuli miðjan í Reykjavík færð en flugvöllurinn. Það er regla á Islandi að sam- gönguráðherrar komi úr dreifbýlis- kjördæmum; það er löngu komin venja á að í pólitík sinni hafi sam- gönguráðherrar að leiðarljósi hrepp- aríg og þvergirðing í garð borgar- búa. Þetta þykir sjálfsagt og verður varla breyting þar á þótt ráðherrann heiti kannski eitthvað annað næst. Samgönguráðherrann núverandi hefur reyndar búið hémmbil alla sína tíð í Reykjavík, en hefur atvinnu í stjómmálum af að látast vera Akureyringur. Hann er sá pólitíkus íslenskur sem þrengstar hugmyndir hefur um tilgang stjómmála. Mæli- stikan í allri hans pólitík er Stór- Akureyrarsvæðið; „stóm“ málin í kosningabaráttu hans vora göng Auðvitað á borgar- stjórn að segja, einum rómi, þvert á alla flokkapólitík, segir Egill Helgason: Við viljum flugvöllinn burt! milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðai- og flugminjasafn á Akureyri sem hann sagði svo brýnt mál að það þyldi enga bið. Um daginn var ráðherrann spurður um flugvöllinn í Reykjavík - þetta mikla flugminjasafn okkar Reykvíkinga. Það gerði blaðamaður á DV sem hafði komist að því að aldrei hefði verið gerð nein hollustu- athugun á flugvellinum. Samgöngu- ráðherranum fannst þetta erindi mannsins hlægilegt. Hann svaraði með bjánaskap og útúrsnúningum, eins og hann gerir oftast þegar hann talar við fólk sem ekki er úr kjör- dæmi hans eða flokki. Blaðamaður- inn spurði hvort ekki væri rétt að gera svona hollustuathugun, þótt seint væri. Þá hló ráðherrann. Já, þá hló marbendill. Flokkarnir sem sitja í borgar- stjóm í Reykjavík em sammála ráð- herranum. I kosningunum í fyrra forðuðust þeir báðir að nefna flug- völlinn; það er ólundarleg skoðun þeirra að „hann sé ekki á dagskrá“. Þetta er síendurtekið viðkvæði hinna kjömu fulltrúa. Ekki á dag- skrá! Má ekki tala um það! Hver skyldi nú ákveða hvenær mál er „á dagskrá"? Hvaða yfirvald er það? Við fólkið sem eigum heima héma í borginni, og sérstaklega við sem búum í vesturhluta hennar, er- um sýknt og heilagt að taia um þennan flugvöll - og öragglega ekki okkur til skemmtunar. Er málið þá ekki á dagskrá? Nýleg skoðana- könnun sýnir að meira en tveir þriðjuhlutar íslendinga (ég árétta: ekki bara Reykvíkinga, heldur allra íslendinga) vilja flugvöllinn burt. Meira að segja Bill Clinton fyllist eldmóði þegar hann finnur að því- líkur meirihluti er á sömu skoðun. Skipulag Reykjavíkur og ná- grannabæja er hörmulegt og fer versnandi. Sundabraut mun enn staðfesta ömurðina. Reykjavík ber svosem nokkur merki þess að hafa verið byggð af dugnaði, en að sama skapi hefur vitið ekki verið mikið. Hliðstæður við skipulag Reykjavíkur má finna á stöðum þar sem er lakleg; astur og ijótastur borgarbragur: í Ameríku þar sem mannlífið fer fram í ógurlegum verslunarkjörgörðum sem hrúgað er upp, ekki vegna þess að þar inni sé svo gott eða gaman að vera, heldur til að halda úti glæpa- lýðnum sem hefur lagt undir sig göt- ur borganna. í borgum þar sem þyk- ir geðbilun að hreyfa sig milli húsa nema á bíl. Og í gömlu kommúnista- ríkjunum í austurblokkinni þar sem stjómvöldum þótti ráð að hafa mikdð af opnum svæðum milli húsa af því þannig var auðvelt að hafa auga með fólld og lemja það og skjóta ef það var með uppsteyt. Stjórnmálamennimir vilja bíða. Það á að endurbyggja flugvöllinn og sjá svo til eftir nokkra áratugi. En eftir hverju bíða menn? Að borgin þenjist enn lengra út í buskann? Að hún verði enn tætingslegri og ljót- ari? Að þurfi að byggja enn rosa- legri samgöngumannvirki til að tengja fjarlæga borgarhluta sem liggja meðfram þjóðveginum eins og pláss í villta vestrinu? Reykjavíkurlistinn vill byggja í hlíðum Esjunnar, Sjálfstæðisflokk- urinn uppi í Heiðmörk. Þessháttar er ágreiningurinn um skipulagsmál milli flokkanna í borgarstjóm. Fallegt er og kristilegt að hafa feikilegar áhyggjur af hvaða skaða vinnuvélar geti valdið á hálendinu. Að raskað verði ró heiðagæsa eða blesgæsa í fágætlega ósnortnum fjallasölum, öræfum þangað sem við allflest komum víst aldrei. Verndun hálendisins er að sönnu áleitin hug- sjón, enda er hún líklega í aðra röndina vakt um þennan litla skika af óspjölluðu landslagi sem eftir er í sálinni í okkur. En kannski ættum við aðeins að líta okkur nær í allri umhverfisvakningunni. Hugsa ekki bai-a um fugla á heiðum, heldur hka um fólk og staði sem við höfum fyrir augunum hvern dag. Láta til að mynda ekki bara endalaust yfir sig ganga óþægindin og óhagræðið sem Reykjavíkurflugvöllur veldur - ljót- leikann og menningarleysið og há- vaðann sem honum fylgir. Auðvitað á borgarstjóm að segja, einum rómi, þvert á alla flokkapóli- tík: Við viljum flugvöllinn burt! Eft- ir fimm ár lendir ekki framar flug- vél í Reykjavík! Þetta er eiginlega ekki okkar vandamál, en við getum svosem hjálpað ríkinu að finna nýj- an stað fyrir flugvöll. Hugsanlega er Keflavík skyn- samlegasti kosturinn. Og það er ljótt í Kapelluhrauni og varla neitt betra að gera þar. Kannski er snið: ugt að fylla upp í Skerjafjörð. í rauninni er mér alveg sama. Þetta er eiginlega ekki mitt próblem held- ur. Ég er búinn að leggja mitt af mörkum til flugs á íslandi með því að búa í sama hverfi og þessi flug- völlur í marga áratugi. En pólitíkusamir virðast ófærir um að aðhafast. Að vanda svarar Reykjavíkurlistinn umkvörtunum vegna flugvallarins kerfislega; sú stjómmálahreyfing virðist vera að tapa sér endanlega í kerfis- mennsku. í Sjálfstæðisflokknum hafa nokkrir ungliðar stokkið á flugvallarmálið í von um að skora póhtískt mark; maður finnur glöggt að þeir hafa enga velþóknun flokks- foringjanna. Kannski er eina úrræð- ið að efna til framboðs fyrir næstu kosningar - eftir þrjú ár - sem hefði það baráttumál aðeins eitt að loka flugvehinum og setja þar fólk í stað- inn; vinna þó ekki væri nema eitt sæti í borgarstjóm - kannski fleiri - vera í oddaaðstöðu og hafa svo öU ráð um hverjir stjóma borginni. Með slíkt yfir höfði sér myndu flokkamir kannski hrökkva upp. Höfundur er blaðamaður. I HOFUÐBORG FLUGSINS Egill Helgason * íilij]] 5S i Arsfundur Séreignarlífeyrissjóðsins Stjórn Séreignarlífeyrissjóðsins boðar til almenns sjóðfélagafundar 28. júní 1999 kl. 16.00. Fundurinn verður haldinn að Hafnarstræti 5, 4. hæð. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Fundarsetning. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Ársreikningur fyrir liðið starfsár lagður fram. 4. Fjárfestingarstefna sjóðsins. 5. Tillögur um breytingar á reglugerð -nýjar samþykktir sjóðsins. 6. Önnur mál. Stjórn Séreignarlífeyrissjóðsins hvetur sjóðfélaga tii að mæta á fundinn. )/ BllNAÐARBANKlNN V VERÐBRÉF - byggir á trausti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.