Morgunblaðið - 20.06.1999, Side 12
12 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
István Mohácsi, sendiherra Ungverjalands á Islandi
NATO-aðild veitir Ung-
verjum aukið öryggi
_ Reuters
BANDARISKIR hermenn gæta herþotu á Taszar-flugvellinum í Ung-
verjalandi en þaðan voru farnar eftirlitsferðir yfir Júgóslavíu meðan á
iofthernaðinum stóð.
Morgunblaðið/Rristinn
ISTVÁN Mohácsi, sendiherra Ungverjalands á íslandi, segir nýtil-
komna aðild Ungverjalands að Atlantshafsbandalaginu veita þjóðinni
aukið öryggi, ekki sfst í ljósi átakanna handan landamæranna.
István Mohácsi, sendi-
herra Ungverjalands,
var staddur hér fyrir
skömmu og átti viðræð-
ur við íslensk stjórn-
völd. I samtali við
Hrund Gunnsteins-
ddttur ræddi hann
um þróun mála í
Kosovo, afstöðu ung-
verskra stjórnvalda
og framvindu mála
í ESB-viðræðum.
ISTVÁN Mohácsi, sendiherra
Ungverjalands á íslandi með
aðsetur í Svíþjóð, var staddur
hér á landi fyrir skömmu og
ræddi við fulltrúa íslenskra stjóm-
valda, stjómarandstöðunnar og
Ungverja búsetta á íslandi. Einnig
átti Mohácsi viðræður við fulltrúa
undirbúningsnefndar fyrir verk-
efnið Reykjavík menningarborg
árið 2000.
Ungverjaland, ásamt Tékklandi
og Póllandi, gerðist nýlega aðili að
Atlantshafsbandalaginu (NATO).
Hefur aðildin haft áhrif á umræðu
ílandinu um átökin íKosovo?
„Staða Ungverjalands er sér-
stök að því leyti að það er eina að-
ildamld NATO sem á landamæri
að Júgóslavíu. Að auki em um
400.000 manna ungverskur minni-
hlutahópur í Júgóslavíu, nánar til-
tekið í Vojvodina, eða Vajdasag,
eins og héraðið heitir á ung-
versku.“
Mohácsi segir loftárásimar ekki
hafa haft áhrif á stuðning almenn-
ings við bandalagið. Um sjötíu til
áttatíu prósent af ungversku þjóð-
inni er hlynnt NATO-aðild sam-
kvæmt könnun sem gerð var eftir
að NATO hóf loftárásir á Júgó-
slavíu, sem er litlu minna hlutfall
en áður.
„Þetta themaðaríhlutunin] var
slæmur kostur, en meirihluta
Ungverja er það Ijóst að á endan-
um verður að koma á lýðræði, friði
og velmegun í Serbíu þar sem allir
íbúar em hamingjusamir og hafa
jafnan rétt, óháð því hvort þeir era
Serbar, Albanar, Ungverjar,
Slóvakar, Króatar eða tilheyra ein-
hverjum öðmm af þeim minni-
hlutahópum sem þama búa.“
Telurðu líklegt að afstaða ung-
verskra yfírvalda til Kosovo-deil-
unnar væri önnur, væri landið ekki
aðildarríki að NATO?
„Líklega ekki. Nú er við höfum
gerst aðilar að NATO finnst okk-
ur við vera öruggari. Ef eitthvað
kæmi fyrir vitum við að aðildar-
ríki NATO eru reiðubúin að verja
okkur, líkt og við erum reiðubúin
að verja þau. Værum við hins veg-
ar ekki aðilar að bandalaginu
stæðum við einir, sem þessa
stundina er ekki mjög traustvekj-
andi. Við þekkjum þetta svæði
mjög vel og við vonumst til að
rödd okkar fái hljómgrann innan
bandalagsins."
Nú fíúðu nokkur þúsund Serbar
Sei-bíu meðan á loftárásunum stóð.
Hefur borið á fíótta Ungverja frá
landinu?
„Já, ungir karlmenn á her-
skyldualdri hafa hundraðum sam-
an flúið Vajdasag [Vojvodina] því
þeir hafa, af skiljanlegum ástæð-
um, ekki viljað þjóna í júgóslav-
neska hemum og berjast við Al-
bana í Kosovo. Enda hvers vegna
ætti ungverskur drengur að drepa
Albana í Kosovo?“
Vojvodina var sjálfsstjómarhér-
að innan Serbíu, líkt og Kosovo,
áður en Milosevic komst til valda
og aðspurður um það hvort hann
teldi það líklegt að héraðið komi til
með að sækjast eftir sjálfsstjóm á
ný, sagði Mohácsi ungversk
stjómvöld telja það velta einvörð-
ungu á vilja Serba og Ungverja í
Vojvodina.
„Meirihluti Serba og Ungverja í
Vojvodina aðhyllist sjálfsstjóm.
Líklegast verður einhvers konar
sjálfsstjóm komið á líkri þeirri er
var frá fyrri hluta áttunda áratug-
arins og var afnumin á seinni hluta
þess níunda. Fólki ætti að líða vel í
eigin landi, sem er því miður ekki
tilfellið eins og er.“
Uppbygging á Balkanskag-
anum öllum mikilvæg
Mohácsi sagði mikið uppbygg-
ingarstarf þurfa að fara fram í Jú-
góslavíu áður en lýðræði nái að
skjóta rótum og fólk geti lifað í
sátt og samlyndi.
Mohácsi benti á mikilvægi þess
að við uppbyggingarstarfið væri
byggt á reynslu fyrri ára og ár-
hundraða til að koma á langtíma-
friði á Balkanskaga. í því sam-
bandi væri brýnt að uppbyggingin
ætti sér ekki einvörðungu stað í
Júgóslavíu heldur á Balkanskag-
anum öllum.
„I dag ætti augu manna að bein-
ast að uppbyggingu á öllu svæðinu
með það fyrir augum hvemig
Balkanskaginn ætti að líta út í
framtíðinni, hvemig stjórnmálaleg
og efnahagsleg tengsl þessi lönd
eiga að hafa sín á milli. Ef litið
verður á Júgóslavíu sem einangrað
dæmi er ég hræddur um að tilskil-
inn árangur muni ekki nást.“
Hvernig vindur Evrópusam-
bandsviðræðum fram?
„Þær halda áfram samkvæmt
áætlun. Við eram í hópi þeirra
landa sem líklegust eru til að verða
aðilar að ESB í næstu atrennu en
viðræður fara nú fram af miklum
krafti. Sem stendur eram við að
kynna stöðu landsins efnahagslega
og á öðram sviðum samfélagsins,
s.s. á sviði landbúnaðar-, mennta-
og heilbrigðismála.
Afls þurfum við að skila inn 29
skýrslum en við höfum lokið 60%
af þeirri vinnu og er ráðgert að
henni ljúki í lok þessa árs.“
Mohácsi sagði Ungverjaland
vonast til að gerast aðili árið 2002,
en þá hefur ESB sagt hugsanlegt
að bandalagið muni taka inn ný að-
ildarríki.
„Það sem mun verða hvað erfið-
ast fyrir Ungverjaland að sigrast á
fyrir aðild era umhverfis- og land-
búnaðarmál. Ungverjaland er aft-
arlega á merinni hvað umhverfis-
mál varðar í samanburði við lönd
Vestur-Evrópu. Ekki vegna þess
að við vitum ekki hver vandamálin
era, heldur vegna þess að endur-
bætur á umhverfissviði era mjög
kostnaðarsamar."
Mohácsi sagði það helsta sem
torveldi aðlögun landbúnaðarins
að skilyrðum ESB vera léleg sam-
keppnisstaða margra ungverski’a
bænda.
„Margir bændur eru ekki nægi-
lega í stakk búnir að takast á
hendur samkeppni við önnur ríki
ESB þar sem landbúnaður í þeim
ríkjum er veralega niðurgreiddur í
samanburði við ungverskan land-
búnað.“
Mohácsi sagðist þó bjartsýnn á
að bjöminn yrði unninn og að
Ungverjaland yrði brátt aðili að
sameiginlegri landbúnaðarstefnu
ESB. Enda væri stuðningur við
aðild mjög mikill þar sem Ung-
verjum fyndist þeir eiga mikið
sameiginlegt með öðram Evrópu-
þjóðum.
Franska stj órnlagaráðið getur ekki fallist á sáttmála um vernd minnihlutatungumála
Sáttmálinn andstæð-
ur stj órnarskránni
Strassborg. Morgunblaðið.
STJÓRNLAGARÁÐ Frakklands
hefur kveðið upp þann dóm að
Frakkar geti ekki að óbreyttri
stjómarskrá sinni fullgilt sátt-
mála Evrópuráðsins um svæðis-
bundin tungumál og tungumál
minnihlutahópa.
Sáttmálinn leggur aðildarríkj-
unum á herðar ýmsar skyldur til
vemdar tungumálum sem töluð
eru á afmörkuðum svæðum og af
minnihlutahópum. Litið er á slík
mál sem menningarsögulega arf-
leifð sem skylt sé að standa vörð
um. Ríkisvaldinu beri til dæmis
að sjá til þess að málin séu kennd
í skólum og að beita megi þeim í
samskiptum við stjórnvöld. Tutt-
ugu Evrópuríki hafa skrifað und-
ir sáttmálann, fyrir skemmstu
Frakkar og Islendingar á ráð-
herrafundi Evrópuráðsins í Búd-
apest 7. maí síðastliðinn. Samn-
ingurinn er samt ekki genginn í
gildi fyrir öll þessi ríki því ein-
ungis átta ríki hafa fullgilt hann.
Frakkar hafa ekki enn tilgreint
hvaða tungumál það séu innan
landsvæðis þeirra sem falli undir
sáttmálann enda þarf ekki að
gera það fyrr en við fullgildingu.
Samkvæmt sáttmálanum er með
minnihlutatungumálum einkum
átt við mál minnihlutahópa, sem
hefð er fyrir, að ríkisborgarar til-
tekins ríkis noti á afmörkuðum
hluta landsins. Hugtakið nær
hvorki yfir mállýskur opinbera
tungumálsins né tungumál fólks á
faraldsfæti. Til greina koma með-
al annars bretónska, baskamál og
þýska mállýskan sem töluð er í
Elsass.
Kemur ekki á óvart
Þegar eftir að sáttmálinn hafði
verið undirritaður ákváðu frönsk
stjómvöld að bera hann undir
franska stjómlagaráðið, sem
dæmir um það, ef eftir er leitað,
hvort nýir þjóðréttarsamningar
og nýsamþykkt lagaframvörp séu
í samræmi við stjómarskrána.
Niðurstaðan í dómi sem birtur
var 16. júní síðastliðinn var sú að
stjórnarskráin kæmi að óbreyttu í
veg fyrir að Frakkar gætu fullgilt
sáttmálann. Samkvæmt 1. grein
stjómarskrárinnar væri franska
lýðveldið órjúfanleg heild þar sem
allir era jafnir fyrir lögunum án
tillits til uppruna, kynþáttar eða
trúarbragða. Það gengi gegn
þessu ákvæði að viðurkenna sér-
stök réttindi til handa einstökum
hópum manna. Þá segði í 2. gr.
stjómaskrárinnar að franska væri
tunga lýðveldisins. Þess vegna
gætu borgaramir ekki krafist
þess að fá að nota önnur tungu-
mál í samskiptum sínum við
stjómvöld.
Regína Jensdóttir, lögfræðing-
ur og starfsmaður Evrópuráðsins,
sem hefur umsjón með fyrmefnd-
um sáttmála, segir að ákvörðun
franska stjórnlagaráðsins þurfi
ekki að koma mjög á óvart. Staða
frönskunnar sem tungumáls sé
mjög sterk ekki einungis í vitund
þjóðarinnar heldur einnig í
stjórnskipun landsins. Hins vegar
hafi verið mikill þrýstingur á
frönsk stjómvöld heima fyrir að
fullgilda sáttmálann. Þeir sem
tala minnihlutatungumál þar í
landi bindi miklar vonir við sátt-
málann og þær aðgerðir sem hann
mælir fyrir um til verndar slíkum
tungumálum. Það sé því engin
ástæða til að ætla að umræða um
aðild Frakka að sáttmálanum og
þar með aukin réttindi til handa
þeim sem tala minnihlutatungu-
mál sé úr sögunni. Miklu frekar
megi búast við að umræðan muni
snúast um það með hvaða hætti
megi breyta stjórnarskránni
frönsku.