Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 11
Viðburðaríkir tímar hjá Landsbankanum
Hlutafélagið tók til starfa
Viðskiptastofa sett á fót - Fyrirtækjaþjónusta samþætt
Einfaldara stjórnskipurit - Einn bankastjóri - Fjögur svið
Verðmat J. P. Morgan
JANÚAR’ >
FEBRÚAR
APRÍL
MAÍ ’
ÁGÚST Ákveðið að heimila útboð á nýju hlutafé
SEPTEMBER /' Hlutafjárútboð -12 þúsund áskrifendur
OKTÓBER >
NÓVEMBER >
DESEMBER>
Landsbanki Capital International Ltd. sett á stofn
á Guernsey
Nýtt stjórnskipulag - Samþætting sjóðasviðs
- Svæðin styrkt í sessi - Skráning á Verðbréfaþingi
Fasteignir seldar fyrir 3 milljarða kr.
Stofnun fasteignafélaga með ísl. aðalverkt. og Þyrpingu
| o 0 0
JANÚAR '■ Landsbankinn - Framtak hf. sett á stofn
FEBRÚÁR ú> Kynnt íbúðarlán tengd söfnunarlíftryggingu
MARS '' Aðalfundur samþykkir 400 milljóna kr. arðgreiðslu
Höfðabakka 9 auk ýmissa annarra
fasteigna. Halldór segir að það hafí
verið meðvituð ákvörðun hjá bank-
anum að eiga 20% í fasteignafélög-
unum nýju þar sem bankinn vildi
beita sér fyrir samruna þeirra og að
til yrði eitt öflugt fasteignaféþag
sem yrði skráð á Verðbréfaþing Is-
lands.
Að sögn Halldórs er unnið að
þessu máli áfram. „Það er mikil-
vægt að félag af þessu tagi sé til á
íslandi. Meðal annars til þess að
taka þátt í uppbyggingu einkafjár-
mögnunar á opinberum rekstri.
Þannig að til verði sérhæft fast-
eignafélag sem getur boðið fram
þjónustu til opinbei'ra aðila jafnt
sem einkaaðila og einbeiti sér að því
að eiga fasteignir og reka fasteign-
ir. Opinberir aðilar einbeiti sér hins
vegar að þeirri þjónustu sem þeir
eigi að veita.“
Útlánaaukningin ekki óeðlileg
Á síðastliðnu ári varð mikil út-
lánaaukning í íslensku bankakerfi.
Hjá Landsbankanum varð mjög
mikil útlánaaukning til útflutnings-
greinanna.
Að sögn Halldórs er skammtíma-
fyrirgreiðsla bankans til útflutn-
ingsatvinnuveganna aðallega til-
komin vegna fjármögnunar útflutn-
ings á sjávarafurðum. „Það er í
sjálfu sér ekkert óeðlilegt. íslend-
ingar flytja út sjávarafurðir fyrir
rúma 100 milljarða á ári og bank-
arnir brúa bilið milli framleiðslu
vörunnar og endanlegrar sölu. Til
þess að mæta þessari útlánaaukn-
ingu hefur bankinn tekið erlend lán.
Það var reyndar þannig þegar
hlutafjáraukningunni lauk í septem-
ber þá höfðu markaðsaðstæður
breyst til hins veiTa þannig að er-
lend lánsfjáröflun íslenska banka-
kerfisins hefur verið heldur þyngri
frá þeim tíma.
Eins er ljóst að íslenska banka-
kerfíð og fyrirtæki leituðu mjög öt-
ullega á alþjóðlega fjármálamarkaði
á árinu 1998. Það á sér mjög ein-
faldar skýringar. Bæði vegna aukn-
ingar í efnahagsstarfsemi og að rík-
isbankarnir tveir og sjóðirnir sem
eru forverar Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins höfðu haldið að sér
höndum í lántökum árið 1997, með-
an enn var ríkisábyrgð og ríkisá-
byrgðargjald, og geymdu sér lán-
tökur til ársins 1998. Þá tóku bank-
arnir í fyrsta sinn lán sem hlutafé-
lög og án ríkisábyrgðar. Þetta var
mjög skynsamleg ákvörðun því ekki
væri hægt að einkavæða bankana ef
þeir væru allir með mikið af lánum
með ríkisábyrgð.
Hins vegar hefur okkur miðað
ágætlega með erlendar lántökur á
fyn-i hluta þessa árs. Við erum að
ná mjög góðu jafnvægi nú í júní á
milli skammtíma- og langtímalána.
Með erlendri lántöku sem við geng-
um frá sl. föstudag erum við komnir
í eðlilegt jafnvægi og bankinn
stendur vel hvað þetta varðar,“ seg-
ir Halldór.
Leiðir til óskynsainlegrar fjár-
málastjórnunar
Þegar Halldór er spurður út í
áhrif reglna Seðlabankans um
bindiskyldu lausafjár sem tóku gildi
í mars sl. á starfsemi Landsbankans
segir hann að ekki væri hægt að
neita því að þær hafí sett viðbótar-
þrýsting á að minnka hlutfall
skammtímafjármögnunar í heildar-
fjármögnun bankans.
Unnið er að því að aðlaga
starfsmannafjöldann í
bankanum að þessu
breytta umhverfi. Þar
nýtum við starfsmanna-
veltuna fyrst og fremst
en með öðrum aðgerðum
einnig. Meðal annars
með uppsögnum.
Það er beint samhengi á
milli ávöxtunarkröfu og
áhættu. Ef menn eru í
áhættusamari bréfum og
tapa einhverra hluta
vegna þá verða þeir að
sætta sig við það að það
er rökrétt afleiðing.
„Við höfum ekki farið leynt með
það að okkur fínnst þær leiða til
óskynsamlegrar fjármálastjórnunar
hjá stærstu lánastofnununum sem
eru stærstai' í skammtímafyrir-
greiðslu til sjávarútvegsins og ann-
arra útflutningsiðnaðarfyrirtækja
sérstaklega á síðasta tímabili þess-
ara reglna. Því er ástæða til að end-
urskoða þær reglur sem nú gilda,
en eins og fyrr segir er bankinn nú
með eðlilegt jafnvægi milli skamm-
tíma- og langtímafjármögnunar.
Almennt má segja um aðgerðir
Seðlabankans, sem enginn sem
mælir á móti að voru nauðsynlegar,
eru að skila árangri. Ég held að
Seðlabankinn megi vera ánægður
með hvernig tókst til og áhrif
þeirra. Hið sama er uppi á teningn-
um hvað varðar vaxtahækkanir
Seðlabankans í liðinni viku. Þær eru
í sjálfu sér skiljanlegar og við mun-
um ekki gera annað en að hækka
okkar vexti með svipuðum hætti og
Seðlabankinn enda getum við ekki
annað við þessar aðstæður. Vonandi
geta síðan skammtímavextir farið
lækkandi til lengri tíma litið, því
vaxtamunur milli íslands og Evrópu
er orðinn alltof hár.
Sterk skilaboð til almennings
Ég held að almenningur verði
einnig að taka þessi skilaboð sterk-
lega til sín. Það er óskynsamlegt að
fjárfesta, hvort sem það er í at-
vinnurekstri eða heimilin, án þess
að hafa traustan eiginfjárgrunn að
byggja á. Bankarnir hvetja sína við-
skiptavini til að vera með eðlilegt
eiginfjárhlutfall eigna sinna.
Ég held að það sé hættuleg þróun
sem við höfum séð hjá sumu ungu
fólki. Það er að byggja upp eigna-
stofna sína nánast að öllu leyti með
lántökum. Þessi hefðbundna aðferð,
sem fjölskyldm- hafa hingað til beitt
hér á íslandi, að safna og eiga fyiir
verulegum hluta sinna fjárfestinga
áður en í þær er ráðist er nauðsyn-
legt fyrir heimilin að halda í heiðri
og hið sama á við um fyrirtækin. í
öllum helstu bankastofnunum hefur
hlutur lána til einstaklinga farið
minnkandi undanfarna mánuði. Við
erum mjög sáttir við hvernig til hef-
ur tekist með heimilislán bankans.
Mikil efth-spurn hefur verið eftir lán-
unum og fjölmargir nýir viðskipta-
vinir komið til liðs við bankann.
Lánveitendur á fasteignamark-
aðnum verða hins vegar að gæta að
sér þegar verð hækkar jafnört og
gerst hefur síðustu mánuði. Við höf-
um verið að herða okkar innanhúss-
reglur vegna þessa, bæði varðandi
greiðslumatið sjálft og skilgrein-
ingu á markaðsverði eigna sem veð-
setningarhlutfall er reiknað af. Við
mat á markaðsverði eigna viljum við
því líta yfir lengi'a tímabil t. d. 6-12
mánuði. Ég vona að íbúðalánasjóð-
ur ríkisins skynji hættuna á þenslu
með sama hætti og Landsbankinn
og grípi til svipaðra aðgerða.
Það má heldur ekki gleyma því að
stórir aðilar fyrir utan bankakerfið
bera ábyrgð á stórum hluta beinna
neyslulána. Sérhæfð fjármögnunar-
fyrirtæki, vátryggingafélögin og
sérhæfðir sjóðir hafa lagt sig eftir
því að fjármagna til að mynda bíla-
lán. Við hjá Landsbankanum bjóð-
um upp á bílalán en okkar hlutur er
afskaplega lítill á heildarmarkaðn-
um og hið sama er uppi á teningn-
um hjá hinum bönkunum að því er
ég held. Félög sem við erum aðOar
að eru umsvifamikil í þessum lán-
veitingum t.d. Lýsing hf. En þau
eru afar vel rekin og skila góðri af-
komu. Þau vinna eftir ströngum
áhættureglum þannig að þau hafa
vandað mjög vinnubrögð sín.“
Aðgerðir er styrkja stöðu sjáv-
arútvegsfy rirtækj a
Miklar vangaveltur hafa verið
uppi um hvernig afkomu sjávarút-
vegsfyrirtækin muni skila í ár en af-
koma flestra þeirra var mun verri í
fyrra heldur en árið 1997. Verð á
mjöli og lýsi lækkaði mjög síðastlið-
ið haust eftir að hafa verið hærra en
nokkru sinni fyrr. I fyrra og í ár
hefur dregið mikið úr rækjuveiðum
á heimaslóð en verð á botnfískafurð-
um hefur verið mjög gott að undan-
förnu. Ljóst er að samdráttur í sjáv-
arútvegi hefði slæmar afleiðingar
fyrir bankana, ekki síst fyrir Lands-
bankann þai' sem bankinn er helsti
fjármögnunaraðili fyrirtækja í
greininni.
Halldór segir margt hafa gerst
sem styrkt hafí stöðu sjávarútvegs-
fyrirtækja sem séu stórir viðskipta-
vinir Landsbankans. Þar megi
nefna samruna fyrirtækja bæði á
Höfn í Hornafirði og Djúpavogi og
uppkaup stórra fyrirtækja á
smærri. Eins séu fyrirtæki sem eru
stórir viðskiptavinir bankans að
endurskipuleggja hluta af vinnsl-
unni.
„Heildarlánveitingar okkar til
sjávarútvegsins hafa að mínu mati
styrkst vegna þessa. Áhættustigið
hefur batnað með stærri einingum
sem eru með fjölþættari áhættu-
dreifíngu í sínum rekstri. Okkar
stærstu viðskiptavinir í sjávarút-
vegi eru fyrirtæki með góða
áhættudreifingu og eru vel rekin.
Ef við tökum sölufyrirtækin sem
dæmi er eðli fjármálafyrirgreiðslu
til þeirra helst skammtímalánveit-
ingar. Það eru í eðli sínu áhættu-
minnstu lánin þar sem þau eru með
tryggingu í seljanlegum afurðum.
Ég get ekki rætt um málefni ein-
stakra fyrirtækja en eins og menn
vita eru í gangi öflugar aðgerðir
innan sjávarútvegsfyrirtækjanna til
þess að styrkja stöðu hvers og eins.
Ég bind miklar vonir við það starf
sem nú er unnið í öflugustu fyrir-
tækjunum. Það er alveg ljóst að það
hefur verið áhersluatriði hjá Lands-
bankanum að auka ekki hlut okkar
frekar í sjávarútvegi heldur miklu
fremur í nýjum greinum. Svo sem
fjármögnun orku- og stóriðjufyrir-
tækja, fjölmiðlun og þjónustugreina
og almennt í vaxtargreinum."
Einkavætt í áföngum
eða henni flýtt?
Ríkisstjórnin lýsti því yfír þegar
Landsbankinn fór á markað í sept-
ember að meira en 25% af heildar-
hlut í bankanum yrði í almennri sölu
fyrir mitt ár 2000. Það þarf laga-
breytingar til að selja af hlut ríkis-
ins en Halidór segist búast við því
að af því verði í haust er þing kemur
saman að nýju.
„Það er ríkisstjórnarinnar að
taka ákvörðun um hvernig verður
staðið að sölunni en ljóst er að þar
vegast á tvö sjónarmið. Sjálfsagt er
skynsamlegt að einkavæða bankana
í áföngum og gefa þeim tíma til að
laga sig að breyttum aðstæðum.
Síðan það sjónarmið að flýta einka-
væðingunni með þeim jákvæðu
áhrifum sem það hefur á fjármála-
markaðinn og fjárhagsstöðu ríkis-
sjóðs. Það er ríkisstjórnarinnar að
taka ákvörðun um þá leið sem farin
verður, en væntanlega verður það
málamiðlun þessara sjónarmiða."
Gott samstarf við KEA
Saga Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga og Landsbanka Islands
hefur fléttast saman. Er bankinn
enn mjög stór í fjármögnun til
þeirra fyrirtækja sem áður voru
innan Sambandsins?
„Þau fyrirtæki sem mynduð voru
út úr Sambandinu eða tengdust
rekstri þess eru flest traust hlutafé-
lög og eru meðal okkar bestu við-
skiptavina. Hvað varðar kaupfélög-
in sjálf þá eru ekki nema um sex af
13-14 virkum kaupfélögum á land-
inu í viðskiptum við Landsbankann.
Kaupfélag Eyfirðinga er stærst
þeirra kaupfélaga sem eru í við-
skiptum við Landsbankann og hefur
verið mjög gott samstarf á milli
bankans og KEA um áratugaskeið.
Við fylgjumst af áhuga með þeim
breytingum sem hafa orðið og eru
framundan á rekstri KEA en eins
og fram hefur komið er félagið að
selja eignir og hagræða í rekstrin-
um.
Nýverið koma í Ijós erfiðleikar í
rekstri Kaupfélags Þingeyinga.
Eins og fram hefur komið tengjast
þeir of miklum fjárfestingum í Áldin
og má kannski segja að tapið hjá
KÞ sé þaðan komið. Það var mjög
mikilvægt fyrir okkur, þegar sú
staða kom upp og okkur varð ljóst
að staðan væri mun verri en við
héldum, að eina leiðin væri að fá
sterkt atvinnufyrirtæki á svæðinu
inn í reksturinn með okkur. Ég vísa
þeirri gagnrýni alfarið á bug sem
heyrst hefur að við höfum verið að
þjóna hagsmunum KEA með sölu
eigna KÞ til KEA nú eða að við höf-
um selt einhverjar eignir á undir-
verði. Þetta var allt eðlilega verð-
lagt. Það var ekkert síður hagur
Landsbankans að fá KEA þama inn
heldur en áhugi KEA. Þetta var
besta leiðin til að ná fram heildar-
lausn sem gat tryggt reksturinn og
hagsmuni, bændanna á svæðinu og
viðskiptamanna Kaupfélagsins.
Það er miður að sjá að vissir aðil-
ar sem stóðu fyrir utan þetta dæmi í
fjarlægð gagnrýna okkur og KEA.
Nú er það þannig að Kaupfélagið
seldi ákveðna fyrirtækjavíxla og að-
ilar á markaði keyptu þá. Þessir að-
ilar, sem hafa verið að fjárfesta í
slíkum víxlum, hafa auðvitað verið
að gera það á hærri ávöxtunarkröfu.
En hún er hærri vegna áhættunnar.
Þetta fínnst mér stundum að fjár-
festar hugsi ekki nægjanlega um.
Að það er beint samhengi á milli
ávöxtunarkröfu og áhættu. Ef menn
eru í áhættusamari bréfum og tapa
einhverra hluta vegna þá verða þeh'
að sætta sig við það að það er rökrétt
afleiðing. Þeir sem ekki vilja taka
áhættu á markaði eiga þá að vera
með sína peninga í ríkisbréfum og
sætta sig við þá ávöxtun sem þar er
að hafa,“ segir Halldór J. Kristjáns-
son.
Verktakar -
vörubílstjórar
nggja
og smíoi skv. Evró
WHSIsiún ffls
TEBOOM, sem er emn vu
ou, býður vagna í stærðu
argetu og eru þeir þekktii
vn og vandaða smíð.
-/ii' ,„íi
rlUlUgÍ!
Wu mml
m -‘mmgm.
tonna
vropu
D
D
NOOTEBOOM
Skútuvagur 12A • Reykjavik • simi 568 1044