Morgunblaðið - 20.06.1999, Síða 42

Morgunblaðið - 20.06.1999, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 4r' .. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JON SIGURÐSSON heimilislegan og góðan mat og eina skilyrðið sem þú fórst fram á við £»kkur var að við ræddumst við frjálslega og hreinskilnislega. Þetta atvik, þótt sumum kunni að fínnast það lítilvægt, lifír í minningu okkar vina þinna og kemur jafn auðveld- lega fram, sem það hefði gerst í gær. Helstu kostir þínir kæri vinur, þó svo að ekki vilji ég mæra þig um of, voru góðmennska, trúmennska og vinahollusta. Þessir eiginleikar hafa eflaust ráðið miklu um þau mörgu störf sem þér voru falin á þinni alltof stuttu ævigöngu. Þessir kostir á hinn bóginn nýttust þér vel og komu afar ríkt fram í fari þínu og umgengni við i r.áungann, Ekki flíkaðir þú tilfínn- ingum jDínum eða gekkst á torg með þær. Eg fann glöggt þetta síðasta sinn sem við ræddum saman, hversu þungt þér féll að geta ekki gengið við hlið dóttur þinnar, þegar hún stað- festi ákvörðun sína um giftingu, sem til stóð laugardaginn 12. júní síðast- liðinn. Þú sagðir ekki margt en ég fann tilfinningar þínar glöggt. Ekki væri nema hálf sagan sögð ef ég gleymdi að geta þinnar ágætu eiginkonu Ollýjar. Það fór ekki fram- hjá neinum sem til þekktu, hversu hlýtt og fallegt var á milli ykkar. Hennar og bama ykkar er sorgin mest og ég bið þann sem öllu ræður að styðja þau og styrkja á vegferð -^þeirra, sem framundan er. Öll vitum við víst að hverju stefnir á lífsleiðinni og víst er að okkur hefur verið kennt að þekkja þá leið og óttast hana ekki. Við erum að sjálfsögðu misjafnlega undir það búin, þegar kallið kemur, en ég veit að þú hafðir í veganesti þínu það, sem til þarf að vera undir- búinn fyrir þetta ferðalag sem „hann sem stýrir himnaborg“ hefur nú kvatt þig til. Eg vildi svo sannarlega geta gefið eitthvað meira en kveðjuorð mín til þín, en verð að láta þar við sitja og ^biðja að „Guð geymi þig“. Þess óskar þinn vinur Þorsteinn Eggertsson. Veistu ef vin þú átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Hávamál) Vinarkveðja: Ég kveð þig nú kæri vinur, þú sækir mig ekíd lengur á laugardagsmorgni á leið í sund með félögum okkar. Það er ekki bara þessar stundir okkar sem ég mun sakna - heldur svo ótal margt annað '^bæði í gleði, hlátri og stríðni, sem og á erfíðum stundum okkar beggja. Þá gátum við rætt málin í fullum trún- aði og einlægni. Á eftir var auðveld- ara að takast á við lífið og tilveruna. Kynni okkar hófust einn vetur fyr- ir löngu í London. Þá var oft glatt á hjalla. Seinna kom að sambúðinni í Snælandi, þar sem þið Ollý urðuð ósjálfrátt miðpunktur í þeirri sam- búð fjögurra fjölskyldna, sem aldrei bar skugga á. I okkar sambandi gafst þú þér tit- ilinn „kunningi“ (allir sem okkur þekkja vita hvað í því felst), en þú varst mér sá vinur sem aldrei gleym- ist% Ég og Solla biðjum Guð að gefa - fjölskyldu þinni styrk í þeirra sorg. Árni. Látinn er góður vinur minn Jón Sigurðsson. Mín fyrstu kynni af Jóni hófust fyrir mörgum árum í gegnum sameiginlegan áhuga okkar á stjórn- málum. í kringum margar kosningar höfum við Jón starfað saman, og þar naut hann sín vel. Betri og skemmti- legri samstarfsmanni hef ég ekki kynnst, það hreinlega gustaði af Jóni er hann tók tO hendinni þegar kosn- ingar voru í nánd. Jón var mjög op- inn og hlýr maður, það sýndi sig best hvemig hann heilsaði almennt fólki þétt og innilega. Mér fínnst skrýtið að hugsa tO þess að Jón skuli vera dáinn. Fyrir rúmum mánuði kom hann við á skrif- stofunni hjá mér og ræddum við um lífið, tilveruna og kosningabaráttuna. Ég bað Jón um að gera mér smá úgreiða og sá greiði brást ekki frekar en annað sem hann tók sér fyrir hendur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Blessuð sé minning þín. Ég bið algóðan Guð um að varð- veita og styrkja fjölskyldu Jóns. Bertha Biering. Jón, frumkvöðullinn sem innleiddi nýja hætti í verslun. Jón, eldhuginn sem hi-eifst af nýj- um hugmyndum og vildi framkvæma þær strax. Jón, eldhuginn sem fylgdi nýjung- um í tölvuheiminum eins og ungling- ur og notaði þær. Jón, fjölskyldufaðirinn sem studdi fjölskyldu sína með ráðum og dáð. Jón, gleðigjafinn sem sá skondnar hliðar á hverju máli. Jón, hamhleypan sem kastaði sér út í hvert verkefni með hugarfari frumherjans. Jón, hugsjónamaðurinn sem vann stjórnmálaflokk sínum af öllu afli. Jón, vinurinn sem fylgdi vini sín- um á slysavarðstofuna og vakti þar með honum tólf tíma á aðfangadag. Jón, vinurinn sem alltaf var tilbú- inn að hlusta og gefa góð ráð. Jón, trúmaðurinn sem starfaði í söfnuði sínum heOs hugar. Við vinir Jóns finnum sáran sökn- uð í hjarta, og skiljum hve mikOl missir fjölskyldunnar er. Hví í ósköpunum fór Jón svo fljótt frá okkur? Trúmaður sem Jón hefði skýrt það með guðlegri forsjón. Við sem minna trúum efumst um visku almættisins. En við þökkum að hafa notið sam- verunnar við Jón og sendum ástvin- um hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur á þessum erfiðu tímum. Hjördís og Sigfus. Nú þegar komið er að leiðarlokum og kvaddur er hinstu kveðju tengda- sonur, mágur og kær vinur, Jón Sig- urðsson, vildum við segja svo margt, en okkur er orða vant. I minni geym- um við minningu um einstakan mann sem við áttum í þér. „Einstakur" er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjómast af rödd hjarta síns og hefur I huga hjörtu annarra. „Einstakur" á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og skarð þeirra verður aldrei fylit. „Einstakur" er orðið sem best lýsir þér. (Teri Femandez) Elsku Ollý, við sendum þér, böm- um og bamabörnum innOegustu samúðarkveðjur okkar. Ykkar harm- ur er sár. Megi algóður Guð vaka yf- ir ykkur og hugga. Jón Sigurðsson, hafðu þökk fyrir allt og allt. Tengdapabbi og fjölskyldurnar í Eyjum. Okkur, nokkra vini og sundfélaga í Sundhöll Reykjavíkur, langar að minnast Jóns Sigurðssonar sem nú hefur kvatt þetta líf og lagt upp í hina miklu ferð. Það er ekki ætlun okkar að rekja æviferil Jóns. Hér verða aðeins skráð örfá kveðjuorð til þess að þakka Jóni persónulega góða samfylgd og þakka allar liðnar ánægjustundir á lífsleiðinni. Menn era misjafnir. Sumir era að eðlisfari opnir, hafa vinsamlegt við- mót og era lifandi og skemmtOegir. Þetta era einkennin sem koma fyrst upp í hugann þegar við lítum yfir farinn veg og minnumst daglegra sundiðkana, kaffifunda og fjöl- breyttra ferðalaga með þér, kæri vinur Jón. Vegna þessara góðu minninga setti okkur alla hljóða þeg- ar okkur var sagt frá andláti þínu. Margir áttu bókstaflega erfitt með að trúa þessari frétt. Þetta gerðist svo snöggt. Við vorum óviðbúnir. Það er erfitt að sætta sig við þennan missi. En lífið virðist allt hafa sinn gang og þó að maður vilji breyta er það ekki alltaf hægt. Við söknum þín allir. Elsku Jón, þú lifir alltaf í huga okkar og við geymum allar góðu minningarnar um þig. Þó að söknuður okkar sé sár er víst að söknuður fjölskyldu þinnar er enn meiri. Kæra Ólöf og fjölskylda, megi Guð styrkja ykkur á þessari sorgar- stundu. Endurminningin um góðan dreng er besti minnisvarði hans. Blessuð sé minning Jóns Sigurðs- sonar. Sundhallarflokkurinn. Kæri Jón. Mikið er þetta sárt. Þú tekinn næstum fyrirvaralaust frá okkur og það á besta aldri. Við hlökkuðum svo til brúðkaups barnanna okkar og ég veit að þú varst með hugann við þá stund er einkadóttir ykkar og yngri sonur okkar hugðust bindast tryggð- arböndum. Við þökkum samveru og kynni lið- inna ára. Þau hafa verið gefandi og góð. Við höfum átt saman yndislegar stundir með fjölskyldunni og dáðst að gullmolunum okkar, Ásgeiri Inga og Vigni Daða. Þeir hafa misst mik- ið. Eins og allir sem þekktu þig vita varstu einstaklega hvetjandi, úr- ræðagóður og léttur í lund og í viður- vist þinni var nú ekki lognmollan. Hugur þinn og hjarta var hjá fjöl- skyldunni og hagur þeirra var þinn hagur. Megi Guð styrkja þau öll. Við vottum Ólöfu eiginkonu þinni, sonun- um Ólafi Jóni, Ásgeiri og fjölskyld- um þeirra, elsku Elísu og Valtý okk- ar og drengjunum þeirra innilega samúð. Hvíl þú í friði. Ingunn Valtýsdóttir. Við upphaf níunda áratugarins var mikið umrót á verslanamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Hagkaup hafði haslað sér völl og styrkti markaðs- stöðu sína árvisst. KRON var enn við lýði með tiltölulega litla markaðs- hlutdeild. Rótleysi verslana fór vax- andi og viðskiptamynstur vora að breytast. Mikil uppstokkun var greinilega framundan. Við þessar að- stæður ákváðu samvinnumenn að standa saman að stofnun og rekstri stórverslunar í Reykjavík. Segja má að fyrirætlanirnar hafi verið svo stórar í sniðum að þær líktust meir byltingaráformum en mótaðri þróun. Ég var beðinn að taka að mér stjóm- arformennsku nýju verslunarinnar og það féll í minn hlut að leita að og finna nýjan framkvæmdastjóra. Hér var úr vöndu að ráða þvi veralegir fjármunir og mikill metnaður vora í húfi. Eftir að hafa ráðfært mig við nokkra menn, m.a. vin minn Davíð Scheving, hringdi ég út á Keflavíkur- flugvöll í framkvæmdastjóra Is- lensks markaðar hf., Jón Sigurðsson, og bað hann að hitta mig á Lækjar- brekku og borða með mér léttan há- degisverð. Þar bauð ég honum stöðu framkvæmdastjóra Miklagarðs sf. sem hann þáði nokkra síðar. Upp frá þessu þróaðist með okkur Jóni vin- átta og náið samstarf um margra ára skeið. Jón hófst handa við að byggja upp stærstu verslun landsins með tvær hendur tómar, ef frá er talið stofnframlag eigenda, sem myndi þykja lítið við núverandi aðstæður, og mikill velvilji samvinnumanna, sem þó var ekki alltaf óblandinn. Þann tíma sem Jón Sigurðsson var framkvæmdastjóri Miklagarðs sf. vann hann af lífi og sál fyrir fyrir- tækið. Iðulega ofbauð mér og fann að því, hve ósérhlífni hans og þræl- dómur var gegndarlaus. Ég bókstaf- lega var með lífið í lúkunum vegna heilsu hans og líkamlegs þreks. Hann var allt í öllu, var alls staðar í senn og fylgdist með hverju smáat- riði. Verkefnið sem hann hafði axlað var níðþungt og aðstæður erfiðar. Ekki var hægt að byggja á reynslu fortíðar og fyrirmyndir voru óljósar. Eftir að nokkur reynsla var komin á rekstur Miklagarðs og samkeppnis- staða hans skýrðist varð okkur það báðum Ijóst, að stokka þurfti upp all- an verslunar- og innkauparekstur samvinnumanna á höfuðborgarsvæð- inu eða skipta honum upp í óháðar einingar. Uppbyggingarstarf Jóns fór ekki framhjá Guðjóni B. Ólafs- syni, forstjóra Sambandsins, og mér var kunnugt um að hann vildi að Jón tæki við Verslunardeildinni þegar skilja átti hana frá rekstri Sam- bandsins, enda allt í húfi um að reisa hana við. Þessu fékk Guðjón ekki ráðið m.a. með tilliti til pólitískra sjónarmiða. Leiðir okkar Jóns í Miklagarði skUdi síðla árs 1988 og tveimur árum seinna var Mikligarð- ur innlimaður í Verslunardeild Sam- bandsins undir nafni hins fyrr- nefnda. Við það skildi einnig mínar leiðir og Miklagarðs, enda ljóst hvert sú breyting myndi leiða gamla Miklagarð. Jón var í forystu fyi-ir merkilegu uppbyggingarstarfi í Miklagarði, sem vert er að gleymist ekki. Þegar leiðir Jóns og Mikla- garðs skildi, og Jón var ekki sáttur við það, voru erfiðustu byrjunarerf- iðleikar að baki en jafnframt var fyr- irtækið á vegamótum. Áður en Jón tók við Miklagarði hafði hann rekið Islenskan markað hf. Aðstæður hög- uðu því þannig síðar að ég kynntist rekstri þess fyrirtækis allvel. Mér var þá ljóst hvfiíkt uppbyggingar- starf Jón hafði unnið þar og hve rekstur þess fyrirtækis hafði verið í miklum blóma á framkvæmdastjóra- árum hans. Jón var þar, eins og síðar í Miklagarði, lífið og sálin í fyrirtæk- inu og stjórnaði því af dugnaði og at- orku. Fyrir hönd stjórnar Islensks markaðar hf. væri nú gott að geta þakkað honum sjálfum einkar vel unnin störf. Jón Sigurðsson var virk- ur félagi í Sundhallarflokknum um tíu ára skeið. I vorferðum var hann hrókur alls fagnaðar og á daglegum morgunfundum var hann einn af ör- fáum sem áttu erfitt með að fara að fyrirmælum um algjört bann við að tala þar nokkru sinni af viti. Við skyndilegt fráfall Jóns „kunningja", eins og við kölluðum hann oftast, hefur hljóðnað í Höllinni og við fé- lagamir söknum sárlega vinar í stað. Hans verður sérstaklega minnst í næstu vorferð að hausti. Jón Sig- urðsson var ekki allra. Hann gat ver- ið erfiður og snöggur upp á lagið en var alltaf heiðarlegur og kom til dyr- anna eins og hann var klæddur. Eft- ir að búið var að útkljá mál var hann manna fúsastur til að sættast og bretta upp ermar á ný. Þótt nú sé fullseint að þakka gjöf- ult samstarf en jafnframt góða vin- áttu, þá er mér þakklæti efst í huga nú. Árin okkar í Miklagarði vora mér mikfis virði og era mér ógleym- anleg. Ég veit að ég segi þetta einnig fyrir hönd fyrrverandi samstarfs- manna okkar þar. Við Þórunn færam Ólöfu og börn- um þeirra innilegustu samúðarkveðj- ur. Þröstur Ólafsson. Kveðja frá vinnufélögum. Okkar ágæti samstarfsmaður Jón Sigurðsson hefur kvatt óvænt og við sem eftir sitjum trúum því varla að hann sé farinn. Jón starfaði sem for- stöðumaður á sölu- og markaðssviði Landssímans og var afar gott fyrir Símann að fá inn mann með þann bakgrunn og þá þekkingu sem Jón bjó yfir. Hann dreif málin áfram og gott var að leita til hans, hvort sem var eftir aðstoð eða upplýsingum. Hann hafði tengsl víða og var vel inni í öllum þeim málum sem efst voru á baugi. Jón var enda settur í hóp þeirra lykilstarfsmanna sem hafa unnið að endurskipulagningu Landssímans í vetur og þar naut sín vel sú mikla reynsla sem hann bjó yfir, bæði í rekstri og starfsmanna- málum. Minnisstæðast er þó hve Jón var viðræðugóður og skemmti- legur félagi sem alltaf var gaman að líta við hjá. Hann tók líka virkan þátt í félagsstarfi innan Landssím- ans og eignaðist þar marga kunn- ingja. Jón kunni að láta fólki líða vel í návist sinni og hefðum við vinnufé- lagar hans allir óskað þess að sam- verastundirnar hefðu getað orðið fleiri. Við kveðjum hann með söknuði og sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Hrefna Ingólfsdóttir. Fallinn er í valinn, langt um aldur fram, Jón Sigurðsson, forstjóri og formaður Skólanefndar Fjölbrauta- skólans í Breiðholti. Við vorum harmi slegin hér í FB þegar við fréttum lát hans. Kynni okkar hérna í skólanum af Jóni hófust árið 1994 þegar hann var skipaður í Skólanefnd FB. Jón Sig- urðsson sýndi skólanum strax mik- inn áhuga og var boðinn og tilbúinn að starfa með stjórnendum að gera góðan skóla enn betri. Áhugi hans fyrir skólastarfinu var ódrepandi og stóð hann eins og klettur þegar ein- hverjir grunnhyggnir menn ætluðu að fara að hrófla við fjölbrautaskóla- hugmyndinni. Jón Sigurðsson var kosinn for- maður skólanefnar árið 1996 og það má segja að hvar sem Jón kom var hann valinn til forystu. Slíkir voru mannkostir hans. Jón var framsýnn maður, léttur í lund og góður vinnu- félagi. Hann hreifst af náttúru lands- ins og var mikill göngugarpur, fróð- leiksfús og fylginn sér. Honum verð- ur seint þakkað allt það sem hann gerði fyrir okkur hérna í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Við höfum það á tilfinningunni að vel verði tekið á móti Jóni og honum boðið sæti í önd- vegi, þegar hann knýr á dyr drottins. Okkar missir er mikfil, en fjölskyid- unnar meiri. Góður faðir og eigin- maður er fallinn frá. Stjórnendur, kennai-ar og starfs- fólk FB mun tengja nafn hans við skólann um ókomin ár. Við vottum aðstandendum samúð okkar. Stjómendur og starfsfólk Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. Kveðja frá Félagi sjálfstæðis- manna í Hóla- og Fellahverfí Þegar mér barst fréttin um andlát góðs vinar og félaga leitaði hugurinn aftur til þeirra mörgu ánægjulegu stunda er við áttum saman. Ég kynntist Jóni Sigurðssyni þegar hann var formaður sjálfstæðisfélags- ins í Hóla- og Fellahverfi og þar vann hann mikið og óeigingjart starf íyrir félagið. Jón stýrði kosningabaráttu okkar sjálfstæðismanna í Breiðholti fyrir síðustu borgarstjómarkosning- ar og þar fékk ég sem formaður fé- lagsins að njóta leiðsagnar mikfis leiðtoga en umfram allt góðs félaga og vinar. Leiðsögn sem byggðist á já- kvæðum og uppbyggjandi þáttum gerði það að verkum að við sjálfstæð- ismenn í Breiðholti leituðum eftir kröftum hans þegar mest á reyndi. Hann var ávallt tfibúinn að leggja okkur lið þrátt fyrir að hafa látið af formennsku fyrir nokkram árum, en honum fannst það skylda sín að leið- beina okkur sem yngri voram í starf- inu. Það var gaman að sjá þann eld- móð sem bjó innra með Jóni, sem smitaði út frá sér til annarra félags- manna, sem varð okkur hvatning tfi góðra verka. Hann hafði ákveðna og einarða skoðun á flestum málum og sagði hana umyrðalaust og var ekki að fara í kringum hlutina. Þessa hreinskiptni Jóns kunnum við að meta og þökkum fyrir er við sjáum á bak einum af okkar bestu félögum. Við vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Guðni Þór Jónsson. Rauði kross íslands á Jóni mfidð að þakka hvað varðar framlag hans tfi uppbyggingar skyndihjálpar. Hann var einstakur persónuleiki sem erfitt er að lýsa nema fá til þess heila síðu. Þegar Jón gerðist leiðbeinandi í skyndihjálp gaf hann starfi mínu nýja meiningu. Fyrir honum var allt ein- falt, auðleysanlegt og skemmtfiegt. Krafturinn og kímnin sem hann bjó yfir var smitandi. Hann átti alltaf auðvelt með að sjá spaugilegu hlið- amar á málunum og var mér, sem var að stíga mín fyrstu skref í stjómun, ómetanlegur stuðningur. Með alla sína stjómunarreynslu og innsæi í hlutina gerði hann erfiðar ákvarðana- tökur auðveldar. Ég á eftir að sakna þess að síminn hringi og hann segi: „Sæl ágæta Sigríður, hvemig hljómar lífið í dag?“ Þótt hann sé farinn veit ég að hann mun veita mér styrk áfram og fylgjast með framþróun skyndihjálpar. Megi góður guð vemda þig, kæri vinur. Við hjá Rauða krossi íslands vott- um fjölskyldu Jóns okkar dýpstu samúð. Sigríður B. Þormar, Rauða krossi íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.