Morgunblaðið - 20.06.1999, Page 31

Morgunblaðið - 20.06.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 31 „Ríkið er líklegast erfiðasti hjallinn fyr- ir kvikmyndagerð í landinu. Sjónvarpið framleiðir sjálft 80-90% af öllu ís- lensku efni. Svo framleiðir Stöð 2 lítið eitt. Sjálfstæðir framleiðendur vinna því í raun mjög lítið fyrir Sjónvarpið og það má segja að Sjónvarpið varpi stór- um skugga á okkar markað.“ að selja ákveðnar hugmyndir, hver geti selt bestu hugmyndina. Ef sótt er um styrki t.d. til Kvikmynda- sjóðs, þá er það hugmynd sem verið er að selja. Ef þú kemst inn nærðu kannski að framkvæma hana.“ Sóknin á erlenda markaði byrjar heima myndir sem fyrirtækið er að fram- leiða með Þorfinni Guðnasyni um Is- lendinga á tímamótum. Það eru heimildamyndir þar sem þrem ein- staklingum er fylgt í tvö ár og reynt verður að kynnast þeim náið. Auk þess er Nýja bíó að framleiða tvær heimildamyndir með Þorfinni um sí- brotamanninn Lalla Johns og Grand rokk café. Mynd um Sigríði Zoéga ljósmyndara er nú í framleiðslu í samvinnu við Grétu Olafsdóttur, Susan Muska og Æsu Sigurjóns- dóttur. Sigríður Zoega lærði ljós- myndun í Þýskalandi á öðrum ára- tug aldarinnar og var ein fyrsta kon- an á Islandi til að stofna sitt eigið fyrirtæki, ljósmyndastofu sem hún rak lengi í Reykjavík. Verið er að vinna að mynd um Stephan G. Stephansson skáld með Jóni Agli Bergþórssyni leikstjóra en Sonja skrifar handritið með aðstoð Salvar- ar Nordal. Hyggjast þau hjá Nýja bíói fara á Islendingaslóðir í Kanada í haust til að taka upp. Þetta eru bara nokkur af þeim verkefnum sem eru í gangi. Önnur eru t.d. þrjár myndir um þroskahefta einstaklinga með Williams-heilkenni sem búa einir en það er afar sjaldgæft, en þær myndir eru þau að gera með Kolbrúnu Jarlsdóttur leikstjóra. Kvikmynd gerð eftir handriti þeirra Lýðs Árnasonar, Jóakims Reynis- sonar og Hildar Jóhannesdóttur, sem vann fyrstu verðlaun í handrita- samkeppni Kvikmyndasjóðs, er einnig í framleiðslu. Sonja fékk líka nýlega styrk frá Hagþenki til að skrifa handrit að heimildamynd um sögu. íslenskrar kvennahreyfingar. Hún vinnur einnig að því að fjár- magna gerð fræðslumynda um sorg og sorgarviðbrögð og undirbýr gerð nýrra fræðslumynda um kynsjúk- dóma ásamt Guðlaugu Maríu Bjarnadóttur með stuðningi lyfja- fyrirtækisins GlaxoAVellcome. Að undanförnu hefur Nýja bíó verið að vinna mikið fyrir sjónvarps- stöðina Skjá 1. „Við erum með tvo vikulega þætti þar, „Bak við tjöldin með Völu Matt“ og „Með hausverk um helgar“. Fyrir kosningarnar vor- um við með kosningasjónvarp með Agli Helgasyni á Skjá 1 en það sló verulega í gegn með nýstárlegum kosningaumræðum." Kenning þeirra Nýja bíósmanna um velgengni heima fyrir áður en haldið er til útlanda er þegar farin að sanna sig, en Nýja bíó er nú að leggjast í víking, nánar tiltekið til Noregs. Fyiir fimm árum fram- leiddi fyrirtækið golfkennslumynd- bönd og nú er ætlunin að framleiða slík myndbönd fyrir norskan mark- að. Þau verða unnin í samvinnu við þekktasta golfkennara Noregs sem jafnframt verður kennari á mynd- bandinu. „Þetta er gott dæmi um það að þama erum við búin að fram- leiða efni fyrir heimamarkaðinn sem gengur vel. Lykillinn að samstai-fi okkar við norsku aðilana er sá að við gátum sýnt þeim íslensku golfmynd- böndin sem við höfum þegar fram- leitt. Það hefði ekki þýtt að mæta og segja: „Við erum kvikmyndagerðar- menn; eruð þið til í að gera þetta eða hitt?“ Maður verður að vera búinn að standa sig heima áður en farið er út.“ Aðspurðir um möguleika ís- lenskra kvikmyndagerðarfyrirtækja á erlendum mörkuðum segja þeir að til þess að geta sótt fram erlendis þurfi þeir fyrst að fá meira að gera hér heima. Á meðan Sjónvarpið sitji sjálft að mest allri framleiðslunni og sjálfstæðu fyrirtækin fái jafn fá tækifæri til að framleiða sjónvarps- efni og raun ber vitni, þá verði gæð- in aldrei meiri en „svona lala“ eins og Guðbergur kemst að orði. En til þess að komast inn á erlenda mark- aði þarf fyrirtæki að geta sýnt vand- aða vöru sem það hefur þegar fram- leitt. Að sögn Guðmundar er nauð- synlegt fyrir fyrirtækið að vera búið að fá 25-50% fjármögnun hér heima áður en leitað er hófanna erlendis. Það hái mjög heimildamyndagerð á Islandi að enginn heimildamynda- sjóður er til hérlendis sem veiti styrki til heimildamyndagerðar. „Við getum ekki markaðssett okkur erlendis fyrr en markaður er orðinn tO hér. Við höfum ekki þá reynslu sem er nauðsynleg vegna þess um- hverfis sem við erum að vinna í. Þegar við förum að fá einhver verk- efni að ráði hér sem við ynnum fyrir sjónvarpsstöðvarnar, þá opnast möguleiki til að sýna þær myndir sem við erum að gera og sækja meira fjármagn út í heim. Ef við líkjum þessu við vegagerð þá má segja að við séum ekki í hinni eigin- legu vegalagningu heldur að dunda okkur í heimkeyrslunum." Það sem Guðbergur og Guðmundur vilja sjá er að Sjónvarpið skipti við sjálf- stæða framleiðendur og hafi svo for- göngu um að koma efninu á erlenda markaði gegn hlut af hagnaði. Sjónvarpið skilgreini sig „Okkur sjálfstæðu framleiðendun- um finnst," segir Guðmundur, „að á þessum tímamótum, þegar Sjón- varpið er að flytja í nýtt húsnæði, þurfi það að skilgreina sig upp á nýtt. Ætlar það eingöngu að vera út- sendingarsjónvarp eða ætlar það að vera jafnframt framleiðslusjónvarp? Ef það ætlar að skilgreina sig sem framleiðslusjónvarp, þá er eðlilegt að það haldi þeirri stefnu að kaupa tæki fyrir 700-800 milljónir en þá getum við líka hætt. En ef þeir skil- greindu sig sem útsendingarstöð á góðu íslensku efni, sama hvaðan það kæmi, þá væri vor í lofti fyrir okkur. Sú stefna sem Sjónvarpið framfylgir núna er þvert á þá stefnu sem hver einasti dagskrár- og framkvæmda- stjóri hefur haldið fram undanfarin ár og átti að felast í auknum útboð- um. Hún er einnig andstæð þeim stefnu ríkisstjórnarinnar að ríkið sé ekki að gera það sem einkaaðilar geta gert jafn vel eða betur.“ Fyrstir með nýjustu tækni íi* ? • Viltu flatmaga LÍFSSTÍLL ) LOKUÐ KVE^Nfi- OC KfiRLfiNAMSKEIÐ Ný 8-vikna námskeið eru að hefjast! 28.Júní heljast ný 8-vikna námskeið. Markmiðið er að byija nýjan lífsstíl sem felst í meiri hreyfingu og betra mataræði. Það er margt í boði: • Þjálfun 3x-5x i viku • Frœðslu- og kynningarfundur • Bókin Betri linur • Fitumælingar og vigtun • Matardagbók • Uppskriftabókin Léttir réttir (150 frábœrar uppskriftir) • Upplýsingabœklingurinn í formi til framtiðar • Mjög mikið aðhald • Vinningar dregnir út í hverri viku • 5 heppin vinna 3ja mán. kort Við bjóðum að venju upp á: morgunhóp, kvöldhóp og framhaldshóp. Bamagæsla er mán. - fös. 9.00-11.00 og 14.00-20.00. Nýr lífsstfll er eitt vandaðasta og árangursríkasta námskeið sem völ er á og við erum stöðugt að leita nýrra leiða til að bæta árangur ykkar. \ solinni \ sumar? Ath! Sumartilboð: Kortin má leggja inn ef farið er í frí á tímabilinu. Við sameininguna við Garp fjár- festi Nýja bíó í nýjum tækjabúnaði sem er algjör nýjung á þessu sviði. Með þessum nýja búnaði var að fullu horfið frá hefðbundinni myndbands- tækni en bæði upptökutæknin og myndvinnslan er nú orðin stafræn. Jafnframt eru myndgæði stafrænu upptakanna meiri en myndbandsins en því miður komast þau gæði ekki að fullu til sjónvarpsáhorfenda því að Nýja bíó verður að skila öllu efni á gamla forminu til Sjónvarpsins þar sem það hefur ekki enn yfir tækjum að ráða sem geta sent beint af stafrænu formi. Nýja bíó er með mörg spennandi verk í gangi; má t.d. nefna þrjár Leitaðu upplýsinga í síma eða fáðu upplýsingablað í afgreiðslunni. Hreiffiug keilAHrœbf FAXAFENI 14 548 9915 533 3355

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.