Morgunblaðið - 20.06.1999, Side 10
10 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HALLDÓR J. KRISTJÁNSSON, BANKASTJÓRI LANDSBANKA ÍSLANDS HF. I SEXTÁN MÁNUÐI
Morgunblaðið/Jim Smart
„ÞAU fyrirtæki sem mynduð voru út úr Sambandinu eða tengdust rekstri þess eru flest traust hlutafélög og eru meðal okkar bestu viðskiptavina,"
segir Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Islands.
Framtídin óljós á
fjármálamarkaði
Undanfarin tvö ár hafa veriö vióburðarík
í rekstri Landsbanka íslands hf. Bankan-
um hefur veriö breytt í hlutafélag og hann
skráöur á Veróbréfaþing íslands. Fyrir
sextán mánuöum tók Halldór J. Kristjáns-
son vió sem bankastjóri. Guðrún
Hálfdánardóttir ræddi vió Halldór um
hvernig bankanum hefur tekist til við aó
ná fram þeim markmiðum sem sett voru
í útboóslýsingu síóastlióið haust.
RÁTT fyrir að vera stærsti
banki þjóðarinnar er
markaðsvirði Landsbanka
Islands hf. minna heldur
en Fjárfestingarbanka atvinnulífs-
ins hf. og Islandsbanka hf. Meðal
skýringa sem gefnar hafa verið á
ástæðum þessarar verðlagningar
fjármálastofnana á hlutabréfamark-
aði er að kostnaðarhlutfall Lands-
bankans er hærra heldur en Is-
landsbanka. Hvað varðar FBA er á
það bent að hann sé hagkvæmur
heildsölubanki þar sem hann rekur
ekki net útibúa og aðra kostnaðar-
sama þjónustu við einstaklinga.
Aðspurður segir Halldór J. Krist-
jánsson, bankastjóri Landsbanka
Islands, að stórir aðilar, sem eru að
kaupa í einstökum fjármálastofnun-
um, hafi meðal annars áhrif á verð-
lagningu bankanna. Síðan viti
markaðurinn ekki alveg hvers megi
vænta í framtíðinni á fjármálamark-
aði og því sé erfitt að verðleggja þá.
„Auðvitað ræður arðsemi bankanna
mestu um verðmætamatið og það er
öllum ljóst að Landsbankinn hefur
leynt og Ijóst unnið að því að vinna
sig út úr erfiðleikum frá árinu 1994.
Arðsemi bankans var lág og það
mun ráða þróun markaðsverðs
Landsbankans hvernig okkur tekst
til í lækkun kostnaðarhlutfalls og í
að bæta arðsemi bankans. Þetta
mun gerast í áföngum og markaður-
inn verður að taka afstöðu til þess
hvernig okkur tekst til þegar niður-
stöðutölur uppgjöra verða birtar."
Nauðsynlegt var að
styrkja eiginfjárstöðuna
Halldór segir að þeir sextán mán-
uðir sem liðnir eru frá því að hann
tók við sem bankastjóri hafi verið
mjög viðburðaríkir. Áuk þess sem
árið á undan hafi einnig verið mjög
viðburðaríkt hjá bankanum vegna
undirbúnings að stofnun hlutafé-
lagsins Landsbanki íslands hf. og
sölu hlutafjár. „Þegar litið er til
baka var það forgangsverkefni að
auka hlutafé bankans og að tryggja
skráningu hlutabréfanna á Verð-
bréfaþing. Það var mjög brýnt fyrir
Landsbankann að verða almenn-
ingshlutafélag og styrkti breytingin
mjög ímynd hans. Einnig var nauð-
synlegt á þeim tímapunkti að
styrkja eiginfjárstöðu hans. Upp á
síðkastið hafa sumir haldið því fram
að það hafi valdið útlánaþenslu að
einkavæðingaferli bankanna hófst
með hlutafjáraukningu. Staðan var
hins vegar þannig hjá Landsbank-
anum að nauðsynlegt var að auka
eigið fé hans og hann kæmist í eig-
infjárhlutfall sem væri um 10%. Við
töldum það eðlilegt hlutfall í upp-
hafi rekstrar sem hlutafélags án
ríkisábyrgðar."
Bankinn kostar prófmál
fyrir starfsmann
Að sögn Halldórs tókst hlutafjár-
útboðið afar vel og segir hann það
langstærsta atburð í sögu bankans
frá því að hann tók við stjórn bank-
ans. „Þegar horft er til baka þá sjá-
um við að bréfum í fjármálastofnun-
um var afar vel tekið í hlutafjárút-
boðum á liðnu ári en það var ekki
sjálfgefið. Landsbankinn var fyrst-
ur ríkisbankanna til þess að ráðast í
hlutafjárútboð og var kennitölu-
söfnunin ekki hafin þá þannig að
stór hluti þeirra sem komu að skrá
sig fyrir hlutafé voru tryggir við-
skiptavinir bankans sem er mjög
ánægjulegt. Eins er ánægjulegt hve
margir starfsmenn skráðu sig fyrir
hlutafé í bankanum í útboðinu. Það
eina sem skyggir þar á er deilan
sem kom upp um skattlagningu á
mismun á fyrsta útboðsgengi til
starfsmanna, (1,285), og sölu til al-
mennings á genginu 1,90. Skattyfir-
völd hyggjast leggja tekjuskatt á
starfsmenn vegna mismunarins. Við
höldum því fram að verðið til starfs-
manna hafi verið innra virði bank-
ans og að það geti aldrei verið und-
irverð. Bankinn mun því kosta próf-
mál sem einhver starfsmaður mun
fara í fyrir yfirskattanefnd og dóm-
stólum ef með þarf,“ segir Halldór.
í útboðslýsingu Landsbankans
frá síðasta ári er kveðið á um skýr
rekstrarmarkmið. Tryggja þurfi
eðlilega arðsemi hlutafjárins og
stefnt sé að jöfnum vexti heildar-
eigna. Eins eru skýr markmið um
að lækka kostnað og að hagræðing-
araðgerðir muni taka til allra þátta í
rekstri bankans. Nýtt skipulag
Landsbankans tók gildi þann 1. nóv-
ember á síðasta ári. Að sögn Hall-
dórs miðar það að því að samþætta
reksturinn betur og styrkja svæðis-
skipulag bankans í sessi. „Lands-
bankinn er í raun nokkrir svæðis-
bankar og styrkur hans felst í því
hversu sterkur hann er sem svæðis-
banki og hve mikla viðskiptavild og
hollustu fyrirtækja og einstaklinga
hann hefur þar sem hann er með
starfsemi."
Mun minni fækkun stöðugilda
heldur en áætlað var
Kostnaðarhlutfall Landsbankans
fór hækkandi á síðasta ári ólíkt því
sem stefnt var að. Halldór segir að
skýringuna megi rekja til þrýstings
á vaxtamun þannig að hreinar
vaxtatekjur sem hlutfall af heildar-
eignum fóru mjög hratt lækkandi.
„Eg held að sú þróun hafí stöðvast
og að nú sé jafnvægi náð að nýju.
Lækkandi vaxtamunur var afleiðing
af samkeppninni en þar er að sjálf-
sögðu tilgangurinn með aukinni
samkeppni á markaði að fá fram
ódýrari og betri þjónustu. En einnig
hækkuðu rekstrargjöld bankans á
milli ára. Meðal annars vegna
launahækkana bankamanna. Eins
tókst í raun og veru ekki að aðlaga
starfsmannafjöldann nægilega fljótt
að breyttu kostnaðar- og tæknistigi
eins og við ætluðum á síðasta ári.
Meginástæðan fyrir því að starfs-
mönnum Landsbankans fækkaði
ekki um nema um 10-12 stöðugildi
árið 1998 er sú að við þurftum að
fjölga starfsmönnum í sérhæfðri
fjármálaþjónustu sem við vorum að
byggja upp og eins jókst kostnaður
vegna tölvukerfis bankans. Það er
ljóst að við náum ekki að draga úr
kostnaði vegna upplýsinga- og
tölvukerfa í ár og mun kostnaðurinn
vegna þessara liða eflaust vera svip-
aður í ár og í fyrra, en annar kostn-
aður fer lækkandi."
Þörf á frekari uppstokkun
í yfirstjórn bankans
Halldór segir að með aukinni
fjárfestingu bankans í sjálfvirkni
verði hægt að draga saman í þeirri
þjónustu sem er veitt í útibúum
bankans. „Við vitum það að í saman-
burði við hina bankana er útibúa-
kerfi okkar nokkuð dýrt og við þurf-
um að aðlaga það að breyttu tækni-
stigi. Þar eru aðgerðir í undirbún-
ingi sem miða að því að fækka úti-
búum með því að sameina útibú og
einfalda útibúakerfi bankans.
Landsbankinn ætlar að byggja upp
sterkar einingar í svæðiðsútibúun-
um sem geta boðið upp á heildar-
þjónustu innan hvers svæðis án
þess að öll útibú bankans á landinu
bjóða upp á sama þjónustustig.
Einnig hafa verið gerðar ákveðn-
ar breytingar í yfirstjórn bankans
og þörf er á frekari uppstokkun í
þeim efnum. Þegar slíkar breyting-
ar eru innleiddar vegast á tvö sjón-
armið, annars vegar að fá inn nýja
stjórnendur að rekstri bankans og
hins vegar að nýta reynslu þeirra
sem fyrir eru.
Unnið er að því að aðlaga starfs-
mannafjöldann í bankanum að
þessu breytta umhverfi. Þar nýtum
við starfsmannaveltuna fyrst og
fremst en einnig með öðrum að-
gerðum. Meðal annars með upp-
sögnum. Miklar tæknibreytingar
knýja á um fækkun starfa í bankan-
um. Eg vil ógjarna nefna einhverja
tölu í því sambandi en aðlögun
starfsmannafjölda Landsbankans
að breyttum aðstæðum verður tölu-
vert mikil. Þetta er þróun sem á sér
stað og' hluthöfum verður gerð
grein fyrir þegar við leggjum fram
uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði árs-
ins í ágúst og ársuppgjör fyrir þetta
ár.“
Brýnt að þjappa
starfseminni saman
Halldór segir það ljóst að hag-
ræða verði á ýmsum sviðum. „Við
beitum miklu aðhaldi í almennum
rekstrarkostnaði og höfum verið að
minnka þær fasteignir sem eru í
eigu bankans. Seldum meðal annars
til tveggja fasteignafélaga, annars í
meirihlutaeigu Islenskra aðalverk-
taka og hins í meirihlutaeigu Hag-
kaupsfjölskyldunnar, nokkrar fast-
eignir sem hafa verið bundnar í
rekstri bankans. Stefnt er að því að
binda mun minna fé í fasteignum í
rekstrinum og færa reksturinn sam-
an, þá aðallega á höfuðborgarsvæð-
inu. Sérstaklega er þetta brýnt hvað
varðar höfðuðstöðvarnar. Eg vil
sameina höfuðstöðvastarfsemi
bankans á tvo staði en á liðnum ár-
um hefur hún verið dreifð á mun
fleiri staði. Á næstu tólf mánuðum
héðan í frá tekst okkur að öllum lík-
indum að koma starfsemi höfuð-
stöðva bankans að mestu fyrir að
Austurstræti 11 og Laugavegi 77.
Nýting fasteigna er heldur ekki
nægjanlega góð hjá Landsbankan-
um sumstaðar á landsbyggðinni og
erum við að reyna að bæta þar úr
meðal annars í samstarfi við Is-
landspóst og VÍS en við leitum allra
leiða til að afmarka og nýta betur
fasteignir í eigu bankans.
Að öðru leyti er stefnt að því að
nó rekstrarkostnaðarhlutfallinu enn
frekar niður og erum þar að tala um
að koma því hlutfalli niður úr 75% í
65% á næstu fimm árum sem er
einn besti mælikvarði á hvernig
okkur er að takast til í endurskipu-
lagningu á rekstri bankans," segir
Halldór.
Fasteignafélag á markað
í byrjun desember var undirritað
samkomulag um samstarf Lands-
bankans og Þyrpingar annars vegar
og samstarf við fasteignafélag í
meirihlutaeigu íslenskra aðalverk-
taka hins vegar. Á Landsbankinn
20% hlut í báðum félögunum sem
keyptu nánast allar fullnustueignir
bankans. Meðal annars Holtagarð-
ana og eignarhlutdeild bankans í