Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 48
^48 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens 0, HVILIK OSNAR SPENNA Aö FYLGJAST j MEfi VILLTRI NÁTTÚRUNNI Hundalíf Ferdinand Smáfólk koma aftur.. klukkan ellefu.. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 „Hvergi er þar minnst á mannblót“ Frá Þorsteini Guðjónssyni: SÆNSKI hagfræðingurinn og fræði- maðurinn Östen Kjellman hefur gefíð út bók undir nafninu „Den foma seden“ („Trúarbrögð fornmanna") I- II, þar sem kveður við ferskan tón um sögu víkingaaldar. Agætur rit- dómur um þessa bók birtist í Mbl. 31. mars, eftir Erlend Jónsson, en þó tel ég mig, eftir að ég náði mér í eintak, nokkru hafa við að bæta. Eg tek und- ir það með ritdómaranum, að aðal- kenning Kjellmans sé sú, að víkinga- hernaðurinn hafí í upphafi verið gagnsókn Norðurlanda gegn kúgun- arvaldi „Evrópuhandalags" þeirra tíma, nefnilega keisaraveldi Karl- unga, sem ætlaði að leggja hramm sinn yfir Norðrið. Töldu þessir „Evr- ópumenn" sér alla vegi færa, eftir að þeir höfðu brytjað niður 4.500 sax- neska höfðingja af trúarástæðum á einum degi árið 784. En Kjellman álítur að norrænir menn hafí þá einnig haft sína skoðun á málunum, og væri undarlegt, ef engum hefði dottið það fyrr í hug. Þegar fréttir af þessu ódæði bárust til Norðurlanda, og sýnt var að hveiju stefndi, réðu menn ráðum sínum og gerðu framtíðaráætlun. Menn sáu, að sókn var besta vömin. Það stendur heima að 5 árum síðar eru vikingar frá Hörðalandi komnir af stað til her- búða á Norðimbralandi (789), til Lind- isfame (793), Eggfreðs-klausturs (794), til Wales og Irlands (795) og sama ár tóku þeir hið forríka Kólumk- illa-klaustur í Iona. Trúarbragðastyrjöld var hafin, segir Kjellman, og bendir á að sam- eiginlegt skipulag hljóti að hafa stað- ið á bak við svo margar árásir á stutt- um tíma, á víðu svæði. Víst er, að með þessu móti verður víkingasókn- in, einkanlega á fyrstu stigum, miklu skiljanlegri en eftir hinni viðteknu hugmynd um, að „villimenn" hafi geyst fram, stefnulaust og tilviljunar- kennt, til þess eins að hrella saklaust, kristið fólk. Þannig er „munkakenn- ingin“, en hún er liður í áróðurskerfi, segir Östen Kjellman. En hann er stórfróður maður og vitnar mjög í latneskar, grískar, íslenskar og arab- ískar heimiidir. Östen Kjellman tekur fyrir áróð- ursatriði munkakenninganna, lið íyrir lið, og hrekur margar þeirra með sannfærandi rökum. Til dæmis sýnir hann fram á, eftir trúboðafyrirmælum kaþólskunnar frá áttundu öld og síðar, þar sem átaldir eru „ósiðir heiðingja“, að hvergi er þar minnst á mannblót. Það hefði naumast verið látið liggja í láginnij ef þau hefðu átt sér stað, segir hann. Alyktun hans er sú, að sérstak- ar mannblótssögur, sem fyrir koma í ritum, séu af áróðurstagi. Eitt hið athyglisverðasta hjá Kjellman er það, sem hann segir um þróun þrælahalds í V-Evrópu, á tíma- bilinu 900-1200. Það var alltaf minnst og hvarf fyrst, þar sem mest kvað að landnámi víkinga; á Norðimbralandi, í Norfolk, í Normandí. Víkinganiðjar nenntu að vinna og höfðu fáa þræla, en kastalabúamir suðrænu þrælkuðu lýðinn, fyrst sem mansmenn, en eftir að þrælahaldi var komið af, sem ánauðuga bændur, jafnvel enn verr en áður. En auðsætt er af heimildum, að norrænir menn komu oft frjálslega fram við þræla sína. Það sem mér þykir þó einna mest um vert í þessu vel unna undirstöðu- riti um fornnorræna menningu er sú glögga sjón sem höfundurinn hefur á hinn ævaforna menningararf Norð- urlanda, frá víkingaöld og fyrr. Hver sem þessi fræði stundar ætti að geta heyrt þaðan „hljóm aldanna", í kvæð- um eins og Gróttasöng, Hamdismál- um, eða elstu hlutum Hávamála, ort- um löngu fyrir íslandsbyggð - en þó, leyfi ég mér að bæta við, umfram allt hjá stórskáldinu Þjóðólfi úr Hvini (u.þ.b. 850-920). En hann beinir Ijós- kösturum listar sinnar og fræði- mennsku ein 800-900 ár aftur fyrir tímann, sem hann lifði sjálfur. Þökk sé Östen Kjellman fyiir fram- lag hans til viðhalds og varðveislu samnorrænnar menningar. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. „Eg verð að telja það tryggara/ að taka út forskot á sæluna44 Frá Þórhalli Hróðmarssyni: TILEFNI þessara skrifa er grein Inga Þórs Hermannssonar, ritara Skýrslutæknifélags Islands, „Færri kvíða aldamótunum“, sem birtist í Degi 10. júní sl. Af greininni er ekki hægt að skilja annað en aldamótin séu um næstu áramót. Af minni fátæklegu stærðfræði- kunnáttu dreg ég þá ályktun að ár númer tvö geti ekki hafist fyrr en ári númer eitt sé lokið. Á sama hátt þykir mér líklegt að næsta öld hefjist ekki fyrr en síðasta ár þessarar aldar er liðið. Síðasta ár þessarar aldar hélt ég í einfeldni minni að væri númer 2000. Nú er ég sjálfur ákveðinn í að halda upp á aldamótin um næstu áramót, sbr. yfirskriftina, enda get ég ekki gengið að því vísu að lifa sjálf aldamótin, en mér þykir samt ekki rétt að mönnum, sem við „pupullinn“ eigum að geta treyst (þar á ég auð- vitað ekki við stjórmálamenn), leyf- ist að fara með slíkt fleipur í dag- blöðum, sem bera einhverja „virð- ingu“ fyrir sjálfum sér (?). Ef hefð er komin á að halda upp á aldamótin einu ári áður en þau koma, væri ákaflega notalegt að fá upplýs- ingar um það frá ábyrgum aðilum t.d. Háskóla Islands eða ríkisstjóminni, ef þetta er einhliða ákvörðun hennar. Ef telja á aðeins 99 ár í öldinni, þykir mér tími til kominn að fara að leið- rétta skilgreiningar, sem okkur, sak- lausum, eru kenndar í skóla. Nú, ef ske kynni að stærðfræði- kunnátta mín dugi ekki til að skilja þennan óttalega leyndardóm er ég al- veg til i að halda upp á aldamót hver einustu áramót, sem ég á ólifuð. P.s. Ingi Þór er ekki einn um að halda fram að aldamótin séu um næstu áramót. Menn eru unnvörpum að lýsa því yfir, að árvissir atburðir á þessu ári séu þeir síðustu á öldinni. 2000-vandinn orsakast fyrst af spamaði á tölvuminni, en seinna af skorti á hugsun. Látum hann ekki líka mgla fyrir okkur tímatalinu. ÞÓRHALLUR HRÓÐMARSSON, Hveramörk 4, Hveragerði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.