Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Hamhleypan
frá Hollandi
LISTIR
UM málverk sitt, „Persóna og pláneta", frá 1997, skrifar Appel í dagbók: „Ég er jörðin, mér líður eins og
jörðinni, sem vex og blómstrar, án nokkurrar ástæðu, eins og óhlutbundið efni, án skilyrða, full af orku
og lífskrafti."
MYNPLIST
Kjarvalsstaðir
MÁLVERK og skúlptúr
KAREL APPEL
Opið alla daga frá 11-18. Aðgangur
300 kr. Til 29. ágúst.
INN á Kjarvalsstaði hefur
sprangað eldfjörugur öldungur,
með þróttmikil málverk og gríðar-
mikla skúlptúra. Hollenski mynd-
listarmaðurinn Karel Appel er 78
ára, hefur stundað myndlist sína í
meira en fímmtíu ár og sýnir engin
ellimerki í listsköpun sinni.
Sýningin á verkum hans kemur
frá Listasafninu í Björgvin í Noregi,
þar sem fyrrverandi forstöðumaður
Kjarvalsstaða, Gunnar Kvaran,
ræður húsum. Héðan verður hún
send til Færeyja. Á sýningunni gef-
ur að líta nýleg verk eftir Appel, öll
unnin á þessum áratug, fjórtán mál-
verk og fimm skúlptúra. Þetta virð-
ist ekki mikill fjöldi, en nægir til að
fylla vestursalinn og ganga. Verk
Appels eru stór og krefjandi, sér-
staklega skúlptúrarnir, og þurfa
mikið pláss.
Appel er sérlega áhugaverður
fyrir okkur Islendinga, því hann átti
hlutdeild í Cobra-hópnum marg-
fræga, á árunum eftir lok seinni
heimsstyrjaldar, ásamt Svavari
okkar Guðnasyni. Mikið hefur verið
látið með þátttöku Svavars í Cobra
og látið að því liggja, að ef Svavar
hefði fylgt eftir þeirri athygli sem
hópurinn naut, þá hefði hann eflaust
orðið heimsfrægur, eins og t.d. App-
el.
Cobra hefur kannski stækkað í
minningunni og sögubókunum með
tímanum, og meira verið gert úr
hugmyndafræði hópsins en efni
standa til. Eins og kemur fram í
sýningarskrá, þá segir Appel sjálfur
að þeir hafí varla hist nema á sam-
sýningum og tungumálaerfiðleikar
komu í veg fyrir eðlileg samskipti.
Þetta var líka skammlífur félags-
skapur, því samvinnan stóð bara í
ijögur ár, þangað til hann var leyst-
ur upp 1951. En Cobra gerði sitt
gagn fyrir listamennina, því umtalið
í kringum sýningar þeirra stuðlaði
að því að koma þeim á kortið, þótt
velgengnin hafí ekki komið fyrr en
nokkrum árum seinna. Fræg sýning
Cobra-hópsins í Stedeljiksafninu í
Amsterdam 1949 var einróma for-
dæmd. Um svipað leyti málaði App-
el veggmynd á kaffistofu ráðhúss
Amsterdamborgar, sem vakti svo
mikla andstyggð almennings að
málverkið var hulið veggfóðri í tíu
ár. En gæfa Appels snerist brátt og
um miðjan sjötta áratuginn var
hann farinn að njóta alþjóðlegrar
velgengni.
Það sem helst sameinaði Cobra-
félagana var það sem þeir gátu ver-
ið sammála um að vera á móti, sem
var gjörvöll myndlistarhefð Vestur-
landa og Andre Breton. Þótt þeir
væru í orði kveðnu á móti súrreal-
ismanum, þá hafði hann mikil áhrif
á þá, t.d. hugmyndir um áhrif undir-
meðvitundarinnar og sjálfsprottna
tjáningu. I því sambandi vildu sum-
ir, þar á meðal Appel, leita íyrir-
mynda í list bama og geðsjúkra.
Svavar tók öllum þessum hugmynd-
um með jafnaðargeði, vildi sjálfur
ekki gera mikið úr hugmyndafræði
Cobra-hópsins og skrifaði á einum
stað: „Sannast sagna var þarna á
ferðinni listastefna, sem ekki hafði
neina fasta stefnu, samtök um að
vera ekki nein samtök.“ Samt sem
áður verður að leita allt aftur til
Meó einu
handtaki býróu
tii boró í
mióaftursætinu.
Einnig fáanlegt
meó kæiiboxi.
„ Flugsætisboró“
fyrir yngri
farþega
í aftursæti.
Mikió
farangursrými sem
hægt er aó stækka
enn meira.
Tvö hóif í gólfi fyrir
O /
framan aftursæti.
Auóvelt er aó taka
aftursætin úr, eitt,
tvö eóa öll þrjú.
Þau eru
ótrúlega létt.
Renault Mégane var valinn öruggasti bíll ársins í sínum flokki í Evrópu 1998
Grjótháls 1
Sími 575 1200
Söludeild 575 1220
Amþettammtí H&me Scénic
Aukabúnaður á mynd: Álfelgur