Morgunblaðið - 20.06.1999, Side 50

Morgunblaðið - 20.06.1999, Side 50
50 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA í DAG T Frá vöggu til grafar Þúsund ára samleið kirkju og þjóðar hefur byggt upp siðferðilegt og trúar- legt bakland okkar. Stefán Friðbjarn- arson segir að kirkjan sé að auki lifandi og fjölþætt samfélag fólks: vin í erli og streitu samtímans. PAÐ ER við hæfi að beina hugum okkar stundarkorn að ís- lenzku þjóðkirkjunni. Hvers kon- ar kirkja er hún? Svar við spum- ingunni er að fínna í fræðslu- bæklingi, sem Biskupsstofa og Skálholtsútgáfan, útgáfufélag Pjóðkirkjunnar, gáfu út í fyrra. Höfundur er nú- verandi biskup hennar, herra Karl Sigur- björnsson. Þar segir m.a.: „Hin evangel- ísk-lútherska kirkja nútímans er sama kirkjan sem frá öndverðu hefur verið þjóð- kirkja á Islandi. Hvað sem skipu- lag og starfs- hætti varðar og sviptingar sögunnar er hún hin sama. Hún er grein á meiði einn- ar heilagrar, almennrar, postul- legrar kirkju. Enn ber hún böm að skímarlaug í nafni heilagrar þrenningar, eins og frá önd- verðu. Enn sem fyrr iðkar hún og kennir bænina í Jesú nafni. Enn brýtur hún brauðið og blessar bikarinn í nafni hans. Enn kveður hún látna í lifandi von um upprisu og eilíft líf. Helgisiðir þjóðkirkjunnar byggja á tilbeiðsluhefð kirkju vestur- landa eins og siðir rómversk- kaþólsku kirkjunnar. Lútherska kirkjan telur sig reyndar kaþ- ólska, en orðið kaþólskur merkir „almennur" og á við það samfé- lag kirkjunnar sem umlykur all- ar þjóðir, allra alda og kynslóða, lífs og liðna og óboma.“ Síðar í ritinu segir: „Island hefur þá sérstöðu meðal landa í Evrópu að hér hafa búið kristnir menn allt frá upphafi mannvist- ar. Island er eina landið i Evrópu þar sem alltaf hafa búið kristnir menn, frá því að mannsrödd hljómaði fyrst hér hefur verið beðið í Jesú nafni.“ Petta er satt og rétt. Flestir landnámsmanna vóru að visu ásatrúar. Meðal þeirra vóra engu að síðu kristnir menn eins og rakið hefur verið í þessum pistlum. Hertekið fólk, sem landnámsmenn höfðu með sér frá Bretlandseyjum, var og kristið. Og eins og segir í tilvitn- uðum bæklingi: „Samkvæmt elztu heimildum munu norrænir landnámsmenn hafa hitt hér fyr- ir kristna einsetumenn, írska, sem hingað höfðu leitað einvera til bænagerðar. Ymis örnefni minna á vera papanna hér á landi. Um Kirkjubæ á Síðu var sagt, að þar mættu aldrei heiðnir menn búa.“ í 62. grein stjómarskrár lýð- veldisins íslands er kveðið á um að hin evangelíska lútherska kirkja skuli vera þjóðkirkja og að ríkisvaldinu beri að því leyti að styðja hana og vemda. Bisk- upinn, herra Karl Sigurbjöms- son, segir að ákvæði stjómar- skrárinnar „merki að gengið sé út frá því að íslenzk þjóð eigi sér sameiginlegan siðagrandvöll sem er kristinn trú og siður. Að í því sjái þjóðin sjálfsmynd sína og rætur menningar sinnar og að því skuli hlúð. Þjóðarsátt hefur ríkt í trúmálum hér á landi.“ Það er gæfa sérhverri þjóð og sérhverjum einstaklingi, að eiga traust bakland og að þekkja það; að eiga djúpar, sögulegar rætur í menningarleg- um, siðfræðileg- um og trúarleg- um jarðvegi. Þúsund ára sam- leið kirkju og þjóðar hefiir þró- að þetta bakland, bætt þennan jarðveg þjóðar- vitundar okkar, þroskað menn- ingarlegar og siðfræðilegar rætur okkar, sem vonandi skilar „gróandi þjóðlífí" til langrar framtíðar. Kirkjan í dag er þó ekki einvörðungu burðarás þessa baklands, heldur lifandi samfélag fólks á líðandi stundu, vin í erli og streitu nútíma þjóð- félags. Við eigum öll meiri og minni samskipti við kirkju okkar frá vöggu til grafar. Við erum ung borin til kirkju til skímar í Jesú nafni, en skírnin er annað af tveimur sakramentum kirkju okkar, hitt er altarisgangan. Kaþólska kirkjan hefur sjö sakramenti: skírn, skriftir, altar- isgöngu, fermingu, hjónavígslu, prestsvíglsu og „síðustu smurn- ingu“, sem veitt er deyjandi fólki. Við staðfestum skírnarheit okkar við fermingu. Við göngum mörg hver í hjónaband í kirkj- unni okkar. Og þar er hinzta kveðjustundin, er við ýtum úr jarðlífsvör. Samneyti okkar við kirkjuna nær m.ö.o. frá vöggu til grafar. Kirkjustarfið í dag er fjölþætt og viðamikið. Það spannar m.a. bræðrafélög, systrafélög, æsku- lýðsfélög, kirkjukóra, bæna- stundir, kyrrðarstundir, margs konar fræðslu, félagsþjónustu, starf með bömum, starf með öldraðum o.s.frv. Að ógleymdri Hjálparstofnun kirkjunnar, sem vinnur mikið og gott starf, hér- lendis og erlendis. En meginverkefni kirkna og þjóðkirkjusafnaða er „helgihald, fræðsla og kærleiksþjónusta", segir biskup hennar, og bætir við: „Þar birtist og byggist upp samfélag kirkjunnar í Jesú Kristi. Þar er heilög ritning lesin og túlkuð, bænin og lotningin og þakklætið tjáð í orðum og tón- um.“ í erli og önnum nútíma þjóðfé- lags, „streituþjóðfélagsins", er kirkjan vin, sem öllum er hollt að leita til, biðjandi, bætandi og uppbyggjandi vin; vörður þeirra menningarlegu, siðferðilegu og trúarlegu gilda, sem svo mikil- vægt er að varðveita, ef við eig- um að „ganga til góðs götuna fram eftir veg“. Og sóknarkirkj- an þín, lesandi góður, er aldrei langt undan. Höfundur er fyrrverandi blaða- maður við Morgunblaðið. VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hver þekkir fóik- ið á myndinni? MARILYNN Reykdal, litla stúlkan á myndinni, er bandarískur prófessor af íslenskum ættum. Hún veit nánast engin deili á ættingjum sínum íslensk- um og biður þá sem geta að bæta í það skarð. Hún er hér á myndinni ásamt ömmu sinni, Völu Reykdal og afa, Óla Reykdal. Þau bjuggu fyrst í Gimli, Manitoba en fluttu síðan til High Prairie, Alberta, lík- lega um 1930. Vala er lík- lega öðru nafni Valgerður dóttir Guðrúnar Jónatans- dóttur síðar Halldórsson. Ekki eru nein frekari deili kunn á Óla Reykdal. Þau hjón munu hafa farið til Vesturheims skömmu eftir aldamótin eða á fyrstu ára- tugum 20. aldar. Þeir sem gætu gefið ein- hverjar upplýsingar eru beðnir að hafa samband við Dóru S. Bjarnason, vs. 563e-3828, hs. 551e-5973 eða á netfangið: dora@khi.is Hðfundarnafn undir ljóðin KONA hafði samband við Velvakanda og sagði hún að sér þætti leiðinlegt að sjá ekki nöfn höfunda und- ir ljóðum sem birtast í minningargreinum. Vildi hún benda fólki á þetta. Burt með bensín- flutningabfla af Reykjanesbraut EG átti í síðustu viku leið um Reykjanesbrautina og mætti þá fjórum fullhlöðn- um bensínflutningabílum með tengivagna aftan í sér. Því er bensínið ekki flutt með skipum frá Hafnar- firði til Helguvíkur þar sem allt er tilbúið til þess að taka við því og dæla því upp á Keflavíkurflugvöll? Hvað á lengi að leyfa þessa flutninga eða er kannski verið að bíða eftir stórslysi eins og nýlega átti sér stað erlendis? Burt með bensín- flutningabfla af Reykja- nesbraut. Keflvíkingur. Hver á „Fljúgandi diska“? ER einhver sem getur út- vegað mér blóm sem kall- ast „Fljúgandi diskar". Ég átti svoleiðis blóm en það fór forgörðum. Upplýsing- ar í síma 421 2452. Planet Chicken - Með þökk fyrir góða þjónustu. VIÐ viljum þakka eigend- um á Planet Chicken fyrir góða þjónustu, huggulegan aðbúnað og síðast en ekki síst fyrir góðan mat. Matargestir. Trúlofunarhringur týndist TRÚLOFUNARHRING UR týndist 12. júní annað hvort í vesturbæjarlaug eða á fótboltavellinum í Kópavogi. Inni í hringnum stendur „Þín Friðrikka“. Fundarlaun. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 552 7019. Gleraugu í óskilum GLERAUGU fundust í síðustu viku á bílastæðinu við Bónus í Iðufelli. Gler- augun eru aflöng í gylltri umgjörð. Upplýsingar í síma 567 9443. Dýrahald Rauðgulur högni óskast DÝRAVINIR. Óska eftir rauðgulum högna, 2ja mán- aða og kassavönum. Upp- lýsingar í síma 557 6206. Grænn gári týndist GRÆNN gári týndist frá Dalseli á 17. júní. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 567 8184. Leo enn ófundinn LEÓ er enn ekki kominn í leitirnar. Hann týndist á Geirsnefi, en býr í Borga- hverfi í Grafarvogi. Hann er af írsku setter-kyni og er með hvíta stjörnu á bringunni. Þeir, sem geta veitt upplýsingar vinsam- legast hafi samband við Óskar í síma 897 2444 eða Jón í síma 893 4555. Fund- arlaunum heitið. SKAK llmsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp í ný- stárlegu atskákeinvígi þeirra Karpovs (2.710), FIDE - heimsmeistara og Indverjans Anands (2.780) sem fram fór í Leon á Spáni í júní. Anand hafði svart og átti leik í þessari stöðu, en Karpov var að drepa biskup á c4. 44. - Bxf2+! 45. Kg2 - h3+ 46. Kfl og Karpov gafst upp um leið. Kapparnir fengu að hafa tölvur sér til aðstoðar í skákunum til að hjálpa sér við útreikninga. Anand nýtti sér þetta betur og burstaði Karpov með fimm vinningum gegn einum. SVARTUR leikur og vinnur. Víkverji skrifar... FÓLK hefur talsvert kvartað und- an því við Víkverja að það eigi erfitt rneð að skilja, eða að minnsta kosti að muna, hvað þrír metrar á sekúndu séu mikill vindur, eða fimm metrar eða 20 metrar. Fólk, sérstsk- lega það sem komið er yfir miðjan aldur, vill fá sín vindstig, þó þau séu úrelt að sögn Veðurstofumanna. Vík- verji var vinsamlega beðinn um að koma þeirri spurningu á framfæri, bæði við fjölmiðla og Veðurstofuna sjálfa, hvort ekki væri hægt - að minnsta kosti fyrst í stað - að birta alltaf hvort tveggja; metrafjölda vinds á sekúndu, sem sagt, og gefa til kynna um leið hversu mörg vind- stig það væra skv. gamla úrelta kerf- inu. Margir telja þetta nauðsynlegt til að átta sig á því hvað um er að ræða og til að venjast þessum nýju upplýsingum. XXX JÓLAHÚSIÐ, sem ung þjón í Eyjafjarðarsveit komu á fót fyrir nokkrum áram, er skemmtilegur staður. Víkverji kom þar við fyrr í sumar og komst satt að segja strax í jólaskap. Það var ekki síst ilmandi hangikjötslyktin í húsinu, sem fyllti vit Víkverja þegar inn kom, sem varð þess valdandi. I húsinu hékk nefni- lega hangikjöt, sem Benedikt hús- ráðandi kallaði tvíreykt, og lyktin og bragðið því sterkari en venjulega. Benedikt segist hvetja fólk til að kaupa slíkt hangikjöt og láta það hanga heima í eldhúsi í desember til að skapa jólastemmningu. Gott sé að narta í það í jólamánuðinum. Bene- dikt sagði Víkverja að hann hefði selt tíu slík læri fyrir fyrstu jólin, sem hann bauð þau til sölu, fyrir þremur áram, en fyrir síðustu jól hefði hann selt 300 læri. XXX ÆTTIR Jóns Orms Halldórs- sonar, Samtal á sunnudegi, sem eru á dagskrá Rásar 1, era afar skemmtilegir að mati Víkverja. Þar ræðir Jón Ormur við fólk um bæk- urnar í lífi þess; bækur sem hafa haft mikil áhrif á fólkið, og umræðurnar era gjarnan um allt milli himins og jarðar. Notalegur þáttur. XXX VÍKVERJA barst nýlega í hend- ur dagskrá Jasshátíðarinnar á Egilsstöðum, sem fram fer um næstu helgi. Hætt er við að þar verði gaman sem endranær, ekki síst á laugardagskvöldinu en þá verður danski djassfiðluleikarinn Finn Ziegler í sviðsljósinu. Víkverji hefur hlustað mikið á Ziegler, og treystir sér til að mæla með Dananum. Og í fyrsta skipti á íslandi verður djassað um borð í fljótabát þetta kvöld; tón- leikamir fara nefnilega fram í Lag- arfljótsorminum, hinum nýja fljóta- bát þeirra Héraðsbúa. xxx SJALDAN eða aldrei hafa jafn- mörg óvænt úrslit orðið svo snemma í bikarkeppninni í knatt- spyrnu og nú. Þegar komið er í 16 liða úrslit keppninnar era þrjú úr- valsdeildarlið þegar dottin úr leik; Grindvíkingar töpuðu fyrir ung- mennaliði Fram, Víðismenn í Garði lögðu Framara að velli og Sindra- menn á Homafirði gerðu sér lítið fyrir og slógu Leiftursmenn frá Ólafsfirði út. Öll era þessi úrslit í raun með ólíkindum, en sýna svo ekki verður um villst að allt er mögu- legt í knattspyrnu. Kannski frábær árangur landsliðs Islands sé farinn að hafa áhrif á „litlu“ liðin á íslandi; að sú hugarfarsbreyting sem þar hefur átt sér stað hafi smitað út frá sér og leikmenn þeima liða hérlendis sem hingað til hafa verið talin lítil séu famir að hugsa eins og landsliðs- mennimir, þegar þeir glíma við sína Golíata; að þeir séu farnir að hafa miklu meiri trú á sér en áður þegar barist er við lið sem era mun betri á pappímum. XXX VÍKVERJI nefndi Munin, blað skólafélags Menntaskólans á Akureyri, fyrir viku og langar að vitna ofurlítið til viðbótar í blaðið. Þar er meðal annars að finna samtal við Sigurð Ólafsson, sem kennir sögu og heimspeki við MA. Hann varð stúdent frá skólanum 1971 og eftir heimspekinám fór hann til Dan- merkur þar sem hann lærði hug- myndasögu og heimspeki. Sigurður er svo spurður hvað tekið hafi við að námi loknu, og svarar: „Ég fór að vinna sem verkamaður í stað þess að vera atvinnulaus eins og margir fé- lagar mínir. Það var mikið atvinnu- leysi á þessum árum, bæði meðal menntamanna og annarra. Danskir menntamenn vilja frekar vera á at- vinnuleysisbótum en að moka skít. Við Islendingar brettum hins vegar bara upp ermamar og ég vann fyrst við malbikun og síðan á lyftara í fimm ár.“ Athyglisverð ummæli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.