Morgunblaðið - 20.06.1999, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 20.06.1999, Qupperneq 60
MORGUNB LAÐIÐ 60 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 * # r HASKOIABIO HASKOLABIO Hagatorgí, sími 530 1919 Robert Carlyle Jonny Lee Miller Liv Tyler Plottar kellingar, vondir gajar, aöelns skórri gæjar og stansiauet aksjóts með leikurusn mm kunna aö ieika. «<-1 osj « , NJíi) j/iiu i\i. uy / . WBÞ' Sýnd kl. 4.30 6.45, 9 og 11.15. IYn OG BETRA 0 Rómeó, Ó Rðmeó, pillaðu þig í burtu! HEATHER GRAHAM Stærsta grfnmynd allra tlma. * Fór beint á toppinn I Banda- rlkjunum um sfðustu helgi Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 kvikmyndir.is Ekki reyna bjóða aðalskassi skólans á ball nema þú sért til í að taka afleiðingunum. Frábær mynd með pottþéttri tnnlist. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. HEDiGrrAL aHDIGfTAL Alfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905 Sl \\ CONM RY CATHERlNli-Ze’A-JOM S PflYBACK Sömu sýningartímar 17. og 18. júní iSíei JiÍ Kl. 3, 5,7,9 og 11. Kl.2.50. KÍ. 3, 5 og 7. KA oNq Alþjóðlegir og prúðir piltar / Irsk þjóðlög eru vinsæl víðar en í heima- landi sínu enda fyrsta flokks gleðitónlist. Þrír ungir Islendingar létu heillast og sömdu sitt eigið írskt þjóðlag. Sunna Osk Logadóttir krafði þá svara um uppátækið. MÁ BJÓÐA þér kaffi?“ spyr Daði Halldórsson söngvari blaðamann kurteislega. Daði er ásamt bróður sínum, Am- ari og Kjartani Ásgeirssonum, í vhljómsveitinni Jón Kurteiz og því sjálfgefið að hann hagi sér sam- kvæmt því. En fljótlega kemur á daginn að nafn sveitarinnar á ekk- ert skylt við almenna mannasiði því Jón Kurteiz er persóna úr bók um þá félaga Sval og Val. Sjarmerandi fúlmenni „Jón Kurteiz var sjarmerandi fúlmenni, flott klæddur og á flott- um bíl,“ segir Kjartan, mandólín- leikari sveitarinnar. Mandólín? Já, það eru sjálfsagt ekki margar ís- -^enskar sveitir sem hafa slíkt hljóð- færi innanborðs enda fáar sem spila erlenda þjóðlagatónlist, hvað þá semja hana. „Jón Kurteiz er í raun stofnuð í kringum eitt lag í byijun þessa árs,“ hefur Daði söguna um tilurð sveitarinnar. „Ég kom heim frá út- löndum með lagið, sem_ ég samdi **ti í Prag, í farteskinu. Ég bar það undir Amar, bróður minn, og það endaði með því að við fórum í stúd- íó. Við söfnuðum úrvalsliði hljóð- færaleikara og tókum upp tvö lög. Síðan gekk Kjartan til liðs við okk- ur og sveitin hefur verið í mótun upp frá því.“ Frumsamda lagið „Lonesome Nights“ er þegar farið að hljóma á öldum ljósvakans og myndbandið verður sýnt á sjónvarpsstöðvunum innan skamms. -Þarf ekki að renna ekta írskt blóð í æðum til að semja slíka tón- list? „Síður en svo,“ segir Daði og hlær. „Hver veit nema að í æðum okkar renni írskt blóð,“ bætir Kjartan við og bræðurnir taka undir það. „Við höfum hlustað mik- ið á þjóðlagatónlist og ég held að það sé ein forsendan fyrir því að við getum samið hana,“ segir Daði. - Eruð þið áhugamenn um írska þjóðlagatónlist? „Já, við erum það, þetta er mjög skemmtileg og lifandi tónlist," svarar Kjartan. „Við Daði ólumst upp við þessa tónlist, hún var mikið Morgunblaðið/Arnaldur KJARTAN með mandólínið ásamt bræðrunum Daða og Arnari. spiluð á okkar heimili," segir Am- ar. Rússneskur innflutningur - Þið tókuð einnig upp rússneskt þjóðlag, hver er sagan á bak við það? „Það er kósakkabragur á því lagi,“ segir Arnar og segir lagið sígaunalag. „Það kom rússneskur trúbador og spilaði á veitingahús- inu sem ég var að vinna á í Prag,“ rifjar Daði upp. „Hann spilaði rúss- nesk þjóðlög og þetta lag er eitt af hans lögum. Ég alveg kolféll fyrir því og bað hann að skrifa niður textann og gripin. Síðan flutti ég það með mér hingað heim.“ - En þið eruð aðeins þrír í hljómsveitinni? „Já, þannig verður það að minnsta kosti í sumar því í haust fer Kjartan af landi brott,“ segir Amar og gljóir augunum á félaga sinn sem brosir afsakandi. „Ég er að fara til Danmerkur í skóla. Þannig að ég verð af heimsfrægð Jóns Kurteiz," segir hann og kímir. -Leggið þið mesta áherslu á írska tónlist? „Já, það er stefnan, en við spil- um einnig aðra tónlist, t.d. eft- ir Bítlana," segir Daði. - Er ekki til íslensk þjóðlagatón- list? „Jú, svo sannarlega og hún er mjög skemmtileg. En það er búið að afskræma hana svo í gegnum tíðina með einhverri skátamenningu og tilheyrandi gítarglamri. Við eigum mörg skemmtiieg þjóðlög sem gam- an væri að flytja,“ segir Daði. - Hvað er það við írska þjóð- lagatónlist sem gerir hana svona vinsæla? „Þetta er svona stemmningar- tónlist," svarar Daði og bætir við að hún sé mjög sérstök. „í henni er ákveðin sveifla sem er mjög grípandi,“ bætir Kjartan við. „I myndbandinu sem við gerðum er einmitt ríkjandi mikil stemmn- ing,“ segir Arnar og brosir að minningunni. „Við smöluðum sam- an vinum og vandamönnum, hellt- um þá fulla og það skemmtu sér allir konunglega," bætir hann við og Daði og Kjartan samsinna því hlæjandi. Blaðamann grunar að gestir á Dubliner í kvöld eigi einnig von á góðri skemmtun, hvort sem þeir hella sig fulla eður ei.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.