Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hitaveita Suðurnesja Jörðin Þóru- staðir keypt vegna hita- réttinda HITAVEITA Suðurnesja hefur keypt jörðina Þórustaði á Vatns- leysuströnd til að tryggja sér nýt- ingu hitaréttinda á svæðinu. Hita- veita Reykjavíkur gerði tOboð í um- rætt svæði í ágúst í fyrra en að sögn Jóhanns Einvarðssonar, stjórnarfor- manns Hitaveitu Suðumesja, náðust samningar við aðila sem átti for- kaupsrétt gagnvart samningi land- eigandans við Hitaveitu Reykjavíkur um að hann nýtti forkaupsrétt sinn þannig að Hitaveita Suðurnesja gæti eignast umrætt svæði. „Þetta er partur af háhitasvæðum sem tengjast meira og minna saman. Við erum með þessu að tryggja framtíðina hjá okkur. Það er ómögu- legt að segja til um það í dag hvort þetta verður nýtt sjálfstætt eða tO að tryggja þann hitapott sem við erum með. Við vildum að þetta yrði aOt undir einni yfírstjóm. Það hefði hugsanlega verið hættulegt ef svona pottur væri undir margra aðila stjóm,“ sagði Jóhann. Hann sagði að Hitaveita Suðumesja myndi nó láta fara fram rannsóknir á þessu svæði. -------------- Þriggja bfla árekstur EINN var fluttur á slysadeild með hálsmeiðsl eftir árekstur þriggja bifreiða á gatnamótum Háaleitis- brautar og Kringlumýrarbrautar um kl. 14 í gær. Eina bifreið þurfti að flytja á brott með kranabifreið. Bílstjórar bifreiðanna voru allir í bflbeltum og telur lögreglan þann öryggisbúnað hafa komið í veg fyrir frekari slys. FRÉTTIR 190 fískvinnslustarfsmenn á Vestfjörðum ekki fengið laun í sex vikur Félagsmálaráðherra gerð grein fyrir vandanum Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson FULLTRÚAR bæjarráða ísaijarðarbæjar, Bolungarvíkur og Vesturbyggðar funduðu í gærkvöldi með ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins á Bolungarvík. FULLTRÚAR bæjarráða ísafjarð- arbæjar, Bolungarvíkur og Vestur- byggðar funduðu í gærkvöldi með ráðuneytisstjóra félagsmálaráðu- neytisins um þá stöðu sem komin er upp hjá rúmlega 190 starfsmönnum fyrirtækjanna Rauðsíðu á Þingeyri, Rauðfelds á Bfldudal og Bolfisks á Bolungarvík, en þeim hafa ekki ver- ið greidd laun um nær sex vikna skeið. Guðni Geir Jóhannesson, for- maður bæjarráðs Isafjarðarbæjar, segir að tillaga bæjarráðanna á fundinum hafí verið sú að erlendu starfsfólki fyrirtækjanna yrði gert kleift að vera hér á landi lengur með von um að rekstur þeirra kom- ist af stað á ný. Hann segir að ráðu- neytisstjórinn hafí tekið vel í erind- ið og skýri félagsmálaráðherra frá stöðu mála í dag en engar ákvarð- anir voru teknar á fundinum. Guðni Geir sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að starfs- fólkið ætti sín réttindi og ekki væri ráðlegt að það segði sjálft upp störf- um því þá tapaði það réttindum. Það hlyti að skýrast á næstu dögum hvort fyrirtækin héldu áfram starf- semi. Hann sagði áríðandi að er- lendum starfsmönnum fyrirtækj- anna yrði gerð grein fyrir því hvaða vandi blasti við og í því skyni hefði verið leitað eftir því að túlkar yrðu fengnir vestur. Til stæði að kanna hug fólksins til þess hvort það vildi vera áfram fyrir vestan og sjá til með hvort fyrirtækin færu af stað aftur. En fyrst og fremst yrði að veita starfsmönnum einhverja fyrir- greiðslu svo þeir gætu lifað sóma- samlegu lífí. Guðni Geir sagði að fundað hefði verið óformlega með bæjarstjóm Vesturbyggðar á sunnudag þar sem ákveðið hefði verið að bæjarfélögin ynnu saman að þessu máli. í gær hefði síðan einnig verið fundað með bæjarstjóm Bolungarvíkur, Al- þýðusambandi Vestfjarða og full- trúum vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins. Guðni Geir sagði að unnið væri að málinu, en ekkert væri í hendi ennþá um það hver niðurstaðan yrði. Verið væri að reyna að fá fé- lagsmálaráðuneytið að þessu máli með bæjarráðunum, þar seni þetta fólk hefði ekki fengið laun í sex vik- ur, en stór hluti þess væm útlend- ingar sem gætu litla björg sér veitt. Hann sagði að þeim sýndist að á Bfldudal væri um að ræða störf 25 íslendinga og 29 erlendra starfs- manna. A Þingeyri væri um að ræða 37 íslendinga og 58 erlenda starfs- menn og á Bolungarvík 8 Islendinga og 36 erlenda starfsmenn. Um 190 starfsmenn væri að ræða í heildina, en þess bæri að gæta að eitthvað af erlenda starfsfólkinu væri í sumar- fríum þessa stundina og það væri ekki tekið með í þessum tölum. „Við teljum þetta félagslegs eðl- is. Þetta er mjög alvarlegt ástand. Fólkið hefur verið án launa í sex vikur, en fengið lítilsháttar stuðn- ing frá verkalýðsfélagi í formi láns út á væntanleg laun,“ sagði Guðni Geir. Hann sagði að vonandi tækist fyrirtækinu að komast í gang aftiir og þá leystist þetta mál, en ef svo illa færi að fyrirtækið myndi endan- lega loka væri fólkið illa statt. Því væri verið að skoða hvemig bregð- ast ætti við fjárhagsvanda þessa fólks og þeir myndu reyna að knýja á um svör í þeim efnum. Morgunblaðið/Líney Dýravinir á Hálsvegi Þórshöfn. Morgunblaðið. ÞAÐ var heppinn þrastarungi sem félagarnir Stefán og Halldór björguðu á dögunum. Hreiðrið hans lá í grjóthrúgu og þessi eini ungi vappandi hjá, ófleygur en ómeiddur. Strákamir fóra heim með ung- ann og hreiðrið og settu í tómt páfagauksbúr þar sem unganum líkaði vel. Hann er fóðraður á stórum ánamöðkum sem Stefán ætlaði að selja laxveiðimönnum. „Hann þarf svo rosalega mikið að éta, hann þarf að éta þyngd sína á dag,“ sagði Stefán sem hefur horft á eftir öllum ánamöðkunum sfnum og tekjumöguleikum ofan í lystargóða þrastarungann. Unginn sýnir ekki á sér neitt fararsnið að sögn Huldu, móður Stefáns, heldur vill hann vera með heimilisfólkinu og fá sér kaffisopa. Hann er forvitinn og sótti mikið í kaffibolla hjá fólkinu svo honum var gefinn sopi á eld- húsborðið og líkaði vel. Einnig sækir hann í að silja á öxl Stefáns og annarra heimilismanna. Hann er orðinn fleygur og heimilisfólk- ið hefur reynt að sleppa honum en hann kemur alltaf aftur. Hann skreppur kannski yfir götuna í næsta garð í heimsókn en kemur svo aftur og vill frekar fjölskyldu sína á Hálsveginum heldur en há- væra þresti í garðinum. Prestastefna sett í Prest- bakkakirkju PRESTASTEFNAN verður sett klukkan 13.30 í dag með messu í Prestbakkakirkju en að henni lok- inni flytur biskup íslands, Karl Sig- urbjörnsson, yfirlitsræðu sína um störf kirkjunnar. Yfirskrift presta- stefnu í ár er „Samleið með Kristi". Við setninguna flytur forseti kirkjuþings, Jón Helgason, ávarp og síðar mun Sólveig Pétursdóttir kii-kjumálaráðherra einnig ávarpa prestastefnu. Einkenni á dagskrá prestastefnu í ár eru svonefndar helgigöngur og gefst almenningi kostur á þátttöku í göngu síðdegis í dag. Verður haldið frá Systrafossi klukkan 17.30 og gengið að Systrastapa. Á leiðinni verður staðnæmst nokkrum sinnum og hlýtt á ritningarlestur og helgi- stund verður við Systrastapa. Prestastefnan mun á morgun heimsækja bæði bænhúsið á Núps- stað og eiga helgistund í Langholts- kirkju í Meðallandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.