Morgunblaðið - 22.06.1999, Page 15

Morgunblaðið - 22.06.1999, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 15 FRÉTTIR Höfuðborgarsvædið Reiknað með að hátt í 900 manns búi í nýju hverfí sem Björgun hefur skipulagt Bryggju- hverfí tekur á sig mynd Grafarvogur BRYGGJUHVERFI Björg- unar í Grafarvogi er nú óðum að taka á sig mynd. Stefnt er að því að afhenda fyrstu íbúð- irnar í hverfmu um næstu mánaðamót. Hafin er sala á 26 íbúðum; 14 raðhúsum og 12 íbúðum í fjölbýlishúsi sem stendur á bakka smábáta- hafnar sem setja mun sterk- an svip á hverfíð. Sala íbúðanna gengur vel og þegar er hafinn undirbún- ingur að sölu íbúða í þremur fjölbýlishúsum til afhending- ar á næsta ári. Kaupendur húsnæðis í Bryggjuhverfi eru í flestum tilvikum fólk sem er að minnka við sig að sögn sölumanns hjá Fasteignasöl- unni Borgum, sem sér um sölu íbúðanna. Hann segir fólkið sýna smábátahöfninni mikinn áhuga og eigi það ekki bát þegar geti það vel hugsað sér það í framtíðinni. Þess er gætt við skipulagn- ingu Bryggjuhverfis að það fái samræmt yfirbragð. Hús- in eru fremur lágreist, flest tvær til þrjár hæðir og séð er til þess að útsýni úr hverfinu fái að njóta sín. Auk útsýnis- s i: Fjölbýlishúsið þar sem tyrstu íbúar mun taka sér bótfestu á næstunni iCrí V Z.J’-rlt'* * FLUTT veröur mn í fyrstu íbúöirnar í fjölbýlishúsinu við Básbryggju 51 um næstu mánaðamót. : Bryggjuhverfi við Grafarvog $ - ins býður hverfið upp á góðar gönguleiðir, þegar hafa verið lagðir göngustígar og göngu- brú verður undir Gullinbrú. Að sögn Sigurðar R. Helgasonar, framkvæmda- stjóra Björgunar, hefjast framkvæmdir við byggingu 120 nýrra íbúða á næstu vik- um en þegar upp er staðið verða um 240 íbúðir í Bryggjuhverfi og gert er ráð fyrir að hátt í níu hundruð manns búi í hverfinu full- byggðu. Athygli vekur að þrefalt gler er í gluggum allra húsa í hverfinu. Því er ætlað að stuðla að hljóðeinangrun og auknum þægindum. Þá verð- ur útbúin hljóðmön sem draga á úr hávaðamengun hverfinu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson MAÐKÉTINN gróður á Arnarhóli. Maðkur þrátt fyrir kulda Reykjavík JÓN Magnússon, meindýra- eyðir og garðaúðari, telur ríka ástæðu til að garðeig- endur láti skoða garða sína og úða ef maðkur finnst. Hann segir kalt veður að undanförnu lítil áhrif hafa á maðk en geti dregið úr hættu á að lús setjist á gróður. Jón segir ummæli verk- stjóra hjá garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar um að lítið sé um maðk í sumar varhugaverð, töluverðan maðk megi finna víða í borginni en ástand gróð- urs sé þó mjög misjafnt. Hann segir að meiri maðk- ur finnist nú í mispli en verið hefur, „sums staðar höfum við fundið þijú til Qögur hundruð orma á meterskafla,“ sagði Jón. Hann leggur áherslu á að fólk Iáti einkum skoða mispil og birki í görðum sfnum. Jón bendir á að greni eigi að úða fyrir sitkalús á haustin og varar fólk við óprúttnum náungum sem bjóðast til að úða greni í sumar. Bygginga- reitir stækkaðir Fossvogur TILLAGA hefur verið lögð fram um breytingu á deiliskipulagi borgar- innar varðandi allar neðstu göturnar í Foss- vogi, næst dalnum. Til- lagan felur í sér stækkun á þeim byggingarreitum sem liggja syðst í lóðum. „Það er verið að gera nýja skilmála en það er ekki þar með sagt að við- komandi þurfi að breyta hjá sér,“ segir Guðný Að- alsteinsdóttir hjá Borg- arskipulagi. Hún bætir við að tillagan hafi komið upp á borð vegna fyrir- spumar úr hverfinu þess eðlis hvort það væri leyfilegt að byggja við hús þarna. Viðbygging af því tagi sem þarna er um að ræða getur t.d. verið sólskáli. Nýtingarhlutfall er ákveðið og skal mest vera 0,24. Breytingin nær til Arlands, Bjarma- lands, Grundarlands, Haðarlands, Kvistalands, Lálands og Traðarlands. ------------------- Tilraun gerð með torgsölu Miðborgin TILRAUN verður gerð til að halda útimarkað á Lækjartorgi um næstu helgi og fram til loka ágústmánaðar. Áætlað er að hafa allt að 10 sölubása undir sameiginlegu tjaldi á föstudögum og laugar- dögum milli kl. 10 og 18. Vonast er til að sem fjölbreyttastur vaming- ur verði til sölu en leyfi- legt verður að selja t.d. blóm, listmuni, heimilis- iðnað, fornmuni svo og íslenska uppskeru af ávöxtum og grænmeti. Fyrsti markaðurinn verður væntanlega helg- ina 25.-26. júní, ef næg þátttaka fæst, en um- sóknir þurfa að berast til Þróunarfélags miðborg- arinnar. Litlir bílar - Stórir bílar • Ódýrir bílar - Dýrir bílar Verö frá 40.000.- til 4.000.000.- • Lánamöguleigar til allt aö 5 ára • Tökum notaöa bila upp i notaöa PÚ KEMUR 0G SEMUR! BÍLMi Ú 310 Opiö virka daga kl. 9 - 18 og laugardaga kl. 12 - 17 (f húsi Ingvars Helgasonar og Bflheima) Sævarhöfða 2-112 Reykjavík Síman 525 8096 - 525 8020 • Símbréf 587 7605

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.