Morgunblaðið - 22.06.1999, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
ÁÐUR en lagt var upp í skrúðgönguna frá Héraðshælinu á Blöndu-
ósi gafst börnunum kostur á andlitsmálun. Þessi litla hnáta var í há-
tíðarskapi og ekki í nokkrum vafa um að Island er landið hennar.
Þjóðhátíð á Blönduósi
Fjölbreytt dagskrá í góðu veðri
Blönduósi - Þjóðhátíðarhöldin á
Blönduósi voru með hefðbundnu
sniði. Þjóðhátíðarmessa var um
morguninn. Fjallkonan, sem að
þessu sinni var Olöf Birna
Björnsdóttir, flutti ljóð, Vilhjálm-
ur Egilsson alþingismaður hélt
hátíðarræðuna og skátarnir
stjórnuðu skrúðgöngunni frá
Héraðshælinu að íþróttavellinum
þar sem hátíðarhöldin fóru fram.
Veðrið lék við þjóðhátíðargesti á
meðan á útisamkomu stóð og
fylgdu fyrstu regndroparnir
gestum í hátíðarkaffi í félags-
heimilinu þar sem ungmennafé-
lagar í Hvöt afgreiddu kaffi og
félagar úr harmonikkuklúbbn-
um léku nokkur létt lög. Um
kvöldið var síðan skemmtidag-
skrá í félagsheimilinu þar sem
tónlistarfólk rifjaði upp gamla
slagara, meðal annars úr
skemmtidagskrá sem flutt var í
vetur og kallaðist „Brilljantín og
bítlahár".
Morgunblaðið/Gunnlaugur
FRAMKVÆMDIR við lagrningu dreifikerfls hitaveitunnar gengur
vel í Stykkishólmi. Myndin sýnir framkvæmdir við Aðalgötuna.
Hitaveituframkvæmd-
ir í Stykkishólmi
Stykkishólmi - Nú er unnið af full-
um krafti að því að leggja dreifi-
kerfi um Stykkishólm fyrir nýju
hitaveituna. Þetta er mikið verk.
Grafa þarf upp allar götur þar sem
lagnir verða settar niður og eins
þarf að leggja heimtaug að hverju
húsi, en þau eru um 400, og að
stofnunum og fyrirtækjum.
Fyrstu áfangarnir eru hluti bæj-
arins austan Aðalgötu og svo Ás- og
Neshverfi. Það er útgrafið í þessum
hverfum og verða íbúamir að sýna
þolinmæði á meðan á þessu stendur.
Það er Borgarverk í Borgamesi og
GV verktakar á Akureyri sem sjá
um framkvæmdimar. Eftirlitsmað-
ur af hálfu hitaveitunnar hefur verið
Oli Jón Gunnarsson, fyrrverandi
bæjarstjóri í Borgarbyggð, en hann
er tæknifræðingur að mennt.
Landssíminn nýtir sér þessar
framkvæmdir og leggur breiðband
samhliða hitaveitulögnum. Þá er
verið að setja upp varmaskiptastöð
og er áætlað að hitaveitan verði
komin í flest hús í Stykkishólmi á
þessu ári og geta bæjarbúar notið
heitavatnsins í vetur og horft á
breiðbandið.
Gestir á fundi bæjar-
ráðs Stykkishólms
Stykkishólmi - Stjórnarmenn úr
samtökunum „Hele Norden skal
leve“ heimsóttu Stykkishólm nú á
dögunum og fóra þá á fund bæjar-
ráðs Stykkishólmsbæjar til að
kynna starfsemi samtakanna.
Samtökin „Hele Norden skal
leve“ byggjast á landssamtökum fé-
laga í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og
Danmörku sem stofnuð hafa verið
til að efla og þróa þjónustu og
menningu í hinum dreifðari byggð-
um Norðurlanda með það að mark-
miði að treysta þar búsetu. Um er
að ræða íbúasamtök, menningarfé-
lög, atvinnuþróunarfélög og önnur
félagasamtök sem vinna að fram-
faramálum í sinni heimabyggð. Til-
gangur með landssamtökunum er
að hin ýmsu félög sem vinna að
svipuðum markmiðum skiptist á
skoðunum og miðli af reynslu sinni
til að örva og styrkja hvert annað.
Sem dæmi um gildi þessara fé-
laga sagði Ivar Gundersen frá því
hvemig kröftugt samstarf íbúa í
hans heimabyggð hafði áhrif. Ivar
býr á eyju undan Noregi sem heitir
Jomfraland. Á sjötta áratugnum leit
út fyrir að eyjan legðist í eyði, en
með samstarfi íbúasamtaka eyjar-
innar og stjómvalda hefur þróun-
inni verið snúið við og íbúatalan
fjórfaldast.
Morgunblaðið/Gunnlaugur
FRAMKVÆMDASTJÓRI Eflingar, Stykkishólmi, ásamt Barböm
Diklev, Fríðu Völu Ásbjömsdóttur og Ivar Gundersen.
Samtökin „Hele Norden skal
leve“ vora stofnuð árið 1994 og
héldu sína fyrstu ráðstefnu í
Bergen í fyrra. Þar var rætt um
mikilvægi staðbundinnar menning-
ar sem fjöreggs lýðræðis.
Tilgangur ferðarinnar til íslands
er að leita eftir samstarfsaðilum hér
á landi. Einnig stefna samtökin á að
halda ráðstefnu á íslandi á næsta
ári. í sendinefndinni voru Barbara
Diklev frá Danmörku, formaður
samtakanna, Ivar Gundersen frá
Noregi varaformaður og tengiliður
stjómarinnar við ísland, Fríða Vala
Ásbjömsdóttir.
Það var framkvæmdastjóri Efl-
ingar Stykkishólms, Jóhanna Guð-
mundsdóttir, sem skipulagði heim-
sókn þeirra til Stykkishólms. Frá
Stykkishólmi lá leið þeirra til Sauð-
árkróks og Akureyrar.
Morgunblaði/Finnur
FJÖLDI þátttakenda á íslenskunámskeiði fyrir útlendinga var 20 frá fimm þjóðlöndum.
Fulltrúar fimm þjóða á
íslenskunámskeiði
Laugarhóll býður í 17. júní kaffi
Drangsnesi - Það hefur verið ár-
viss viðburður í mörg ár að hótel-
haldarar að Laugarhóli í Bjamar-
firði bjóði upp á veglegt kaffihlað-
borð á 17. júní. Þótt skipti hafi orð-
ið á rekstraraðilum fylgir þessi
hefð orðið staðnum. Nú, eins og oft
áður, var margt um manninn og
veitingum gerð góð skil.
Tvær ungar konur reka Hótel
Laugarhól í sumar, þær Anna
Heiða Jónsdóttir og Hafdís Bald-
ursdóttir. Aðspurðar sögðust þær
bjartsýnar á reksturinn. Laugar-
hóll er vinsæll staður fyrir ættar-
mót og þess háttar samkomur og
era flestar helgar bókaðar fyrir
hópa í sumar. Það er helst að veðr-
ið valdi þeim einhverjum áhyggj-
um, þó era þær bjartsýnar á að úr
rætist og sumarið komi líka á
LAUGARHOUl
Morgunblaðið/Jenný
HAFDÍS Baldursdóttir og Anna Heiða Jónsdóttir
fyrir utan Hótel Laugarhól á 17. júní.
Ströndum. Nú er á Laugarhóli 30 skeiði á vegum skólaskrifstofu
manna hópur á fjögurra daga nám- Vestfjarða.
Tálknafirði - Tuttugu erlendir
starfsmenn hjá Odda á Patreksfirði
luku í síðustu viku íslenskunám-
skeiði og tók fyrirtækið þátt í kostn-
aði við námskeiðið á myndarlegan
hátt. Þátttakendur vora af fimm
þjóðemum. Pólverjar voru fjöl-
mennastir en einnig sóttu nám-
skeiðið Finni, Portúgalar, Rússi og
Suður-Afríkubúar.
Farskóli Vestfjarða stóð fyrir
námskeiðinu og leiðbeinandivar
Ragnhildur Einarsdóttir. Oddi
greiddi hluta af kostnaðinum við
námskeiðið og við „skólaslitin“ ný-
lega bauð fyrirtækið upp á kaffi og
veglega tertu. Þá útvegaði Vestur-
byggð húsnæði og ritfóng fyrir
námskeiðið án endurgjalds.
Hlé á námskeiðinu á
miðri steinbítsvertíð
Ragnhildur Einarsdóttir er kenn-
ari við Patreksskóla en hefur einnig
kennt við deild frá Framhaldsskóla
Vestfjarða sem starfrækt er á Pat-
reksfirði. Það kom fram í máli
Ragnhildar að á tímabili í vor var
gert hlé á námskeiðinu meðan stein-
bítsvertíðin stóð sem hæst. Þá var
vinnudagurinn langur og fólk þreytt
eftir erfiði dagsins og síður tilbúið
að einbeita sér við námið.
Fólk af erlendum upprana hefur
komið í fískvinnu á Vestfjörðum um
margra ára skeið. Fyrst var fólk frá
Nýja-Sjálandi og Ástralíu í meiri-
hluta en á seinni áram hafa Pólverj-
ar og Portúgalar verið fjölmennast-
ir. Mun fleiri þjóðir en hér hafa ver-
ið upp taldar hafa átt fulltrúa í vest-
firskum fiskvinnsluhúsum.
Á Patreksfirði vora í fyrravetur
þrír nemendur af erlendu bergi
brotnir við nám í grannskólanum og
tvö böm erlendra foreldra era á
leikskólanum. Sömu sögu er að
segja af fleiri stöðum á Vestfjörð-
um. Þá eru mörg dæmi um að erlent
farandverkafólk hafi sest að og
eignast fjölskyldu með íslenskum
maka.