Morgunblaðið - 22.06.1999, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 22.06.1999, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRAMHALDIÐ í KOSOVO MEÐ brotthvarfí síðasta serbneska hermannsins frá Kosovo um helgina má segja að sú ákvörðun NATO að hefja loftárásir á Júgóslavíu hafi náð markmiði sínu. Á meðan á árásunum stóð drógu margir í efa að hægt væri að knýja stjórnvöld í Belgrad að samningaborðinu með loft- árásum einum saman. I raun er nú búið að úrelda margar hefðbundnar kenningar herfræðinnar, þar sem hingað til hefur verið talið að einungis væri hægt að sigra í styrjöld með landhernaði. Nákvæmni og slagkraftur nútíma lofthernaðar eru slík að yfírburðir í lofti geta við ákveðnar aðstæður gert landhernað óþarfan. Margt bendir jafnframt til að sú streita sem kom upp í samskiptum Rússa og Vesturlanda á meðan á Kosovo-deil- unni stóð muni ekki hafa jafnalvarleg og langvarandi áhrif á samskipti ríkjanna og óttast var. Að minnsta kosti var boðskapur Rússlandsforseta sá á fundi hans með leiðtogum G7-ríkjanna að Rússar vildu umfram allt efla samstarfið við vestræn ríki. Vissulega gæti liðið nokkur tími áður en grær um heilt milli Rússa og Vesturlanda. Þegar upp er staðið er það hins vegar gífurlegt hagsmunamál fyrir báða aðila að treysta samskiptin. Stöðugleiki í Rússlandi, jafnt efnahagslegur sem pólitískur, er forsenda stöðugleika ann- ars staðar í álfunni og án vestræns fjármagns munu Rússar seint rétta úr kútnum efnahagslega. Það samkomulag er náðst hefur um aðild Rússa að frið- argæslu í Kosovo er einnig mikilvægt framfaraspor. Þátt- taka Rússa eykur trúverðugleika KFOR og verður vonandi til að slá á ótta Serba í Kosovo, þegar fram í sækir. Það uppátæki Rússa að senda herlið til Pristina á undan NÁTO-sveitunum, kann að hafa dregið úr trúverðugleika þeirra en hefur þó tryggt að ekki varð fram hjá þeim geng- ið við skipulag friðargæslunnar. Rússar náðu þó ekki fram ýtrustu kröfu sinni um eigið yfirráðasvæði í Kosovo, enda hefði slíkt minnt um of á skiptingu Þýskalands að síðara stríði loknu. Nú þegar hersveitir Serba hafa yfírgefíð Kosovo er hægt að hefjast handa við að endurreisa héraðið. Margt bendir til að skemmdir á eignum séu minni en talið var. Hins veg- ar eru ummerkin um grimmdarverk Serba ef eitthvað er hrikalegri en óttast hafði verið. Stöðugt fínnast nýjar fjöldagrafir og lýsingarnar á þeirri illsku sem þarna hefur fengið útrás er einungis hægt að bera saman við voðaverk morðingja Hitlers og Stalíns. Það verður eflaust erfíðasta verkefni KFOR að reyna að hefja brúarsmíð á milli þjóðar- brota Kosovo á nýjan leik. Ábyrgðin á glæpunum í Kosovo hvílir fyrst og fremst á herðum Slobodan Milosevic. Þrátt fyrir að hann hafi verið ákærður fyrir stríðsglæpi bendir fátt til að hann sé á för- um. Vissulega er ekki hægt að skella sökinni á serbnesku þjóðina í heild sinni. Það er hins vegar lágmarkskrafa að hún losi sig við Milosevic eigi önnur ríki að taka þátt í kostnaði við uppbyggingu Serbíu á nýjan leik. VAR KOSIÐ UM FLJÓTSDALSVIRKJUN? STUNDUM túlka stjórnmálamenn úrslit kosninga á þann veg, að það kemur þeim á óvart, sem fylgjast með stjórnmálabaráttunni úr fjarlægð. í samtali við Morgun- blaðið í fyrradag segir Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráð- herra, aðspurð um virkjanaframkvæmdir m.a.: „Síðustu kosningar eru nýjasti mælikvarðinn sem við höfum á álit almennings, þó að ég fullyrði ekki að kosið hafí verið um þetta mál. Það var alveg ljóst hvaða stefnu stjórnarflokk- arnir höfðu fyrir kosningar, þeir voru ekki með það á stefnuskrá sinni að krefjast lögformlegs umhverfísmats. Framsóknarflokkurinn tapaði nokkru fylgi en Sjálfstæðis- flokkurinn bætti við sig. Samfylkingin var með misvísandi stefnu, sem ég hef lýst. Urslit kosninganna eru því engin skilaboð um að þjóðin hafí hafnað Fljótsdalsvirkjun.“ Var Fljótsdalsvirkjun nokkuð til umræðu í kosningabar- áttunni? Er yfírleitt hægt að halda því fram, að úrslit kosn- inganna hafí borið með sér nokkurn boðskap frá þjóðinni um það mál? Það er nánast óhugsandi að halda slíku fram, þegar horft er til umræðna í kosningabaráttunni. Ástæðan er auðvitað sú, að áform um álver á Reyðarfírði voru lítið sem ekkert til umræðu enda mikil óvissa um afstöðu Norsk Hydro. Þess vegna er einfaldlega ekki hægt að draga nokkrar ályktanir af úrslitum kosninganna í sambandi við Fljótsdalsvirkjun. Morgunblaðið/Kristinn KEIZO Obuchi, forsætisráðherra Japans, heilsar Árna Mathiesen, fulltrúa ríkisstjórnarinnar, við komuna til landsins. Á myndinni er einnig Guðni Bragason siðameistari. Lítum á Norðurlönd sem góða fyrirmynd Morgunblaðið/Arnaldur SADAAKI Numata, yfirmaður fjölmiðla- og almannatengsla í japanska utanríkisráðuneytinu. Talsmaður japanska utanríkisráðuneytisins, Sadaaki Numata, segir að Japanar vilji taka á sig meiri ábyrgð í alþjóðamálum og vænti þess að fá stuðning N orðurlandanna í þeim efnum. JAPANAR vilja leggja meira af mörkum í alþjóðasamstarfi og meðal annars fá fast sæti í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna, að sögn Sadaaki Numata, æðsta yfir- manns fjölmiðla- og almannatengsla hjá japanska utanríkisráðuneytinu. Hann segir að varnarsamningurinn við Bandaríkin muni um ófyrirsjáan- lega framtíð verða einn af grundvall- arþáttum í öryggis- og varnarmálum landsins og góð samskipti við Kína séu afar brýn. Kínverjar verði sem fyrst að fá aðild að Heimsviðskiptastofnun- inni, WTO. Fyrir tveim árum hitti þáverandi forsætisráðherra, Ryutaro Has- himoto, norrænu forsætisráðherrana í Bergen. Numata var spurður hvort Japanar legðu mikið upp úr samskipt- um við Norðurlöndin borið saman við önnur vestræn ríki. „Þegar við Japanar leitum að lönd- um eða ríkisstjómum sem við getum á einhvern hátt lært af, einkum þegar viðfangsefni nútímasamfélags eru höfð í huga, eru Norðurlöndin ákaf- lega gott fordæmi," svaraði hann. „Þetta á sérstaklega við á sviðum mannúðarmála, í sambandi við vel- ferðarstefnu, umbyggju fyrir fólki, ekki aðeins í eigin löndum heldur líka annars staðar í heiminum. Með tilliti til hlutverks Japana í alþjóðasam- skiptum er hér um að ræða svið þar sem okkur finnst að við ættum að láta meira til okkar taka. Frá þessum sjónarhóli lítum við á Norðurlöndin sem mikilvægar vina- þjóðir í viðleitni okkar til að starfa með þjóðum sem eru samstíga um að vinna að sameiginlegum markmiðum. En þar að auki tel ég að það sé stað- reynd að auk þess sem okkur sé hlýtt til Norðurlandaþjóðanna sé mikilvægt að þessi vinátta verði enn sýnilegri og bein samskipti leiðtoga þjóðanna eru gott tækifæri til þess.“ Mun minna Japana betur á Island Numata var spurður hvort hann teldi að heimsókn Obuchis myndi hafa áhrif á samskipti íslands og Japans. „Heimsókn forsætisráðherrans mun minna vel japönsku þjóðina á tilvist Is- lands, koma landinu enn betur á landa- kortið í huga hennar. Gagnkvæmar heimsóknir ráðamanna landanna hafa ekki verið mjög margar fram til þessa. En fyrrverandi forseti ykkar hefur sótt okkur heim og einnig forsætisráðherra íslands. Hingað til Islands hafa komið hans keisaralega tign, Takamato prins og Takamato prinsessa og einnig for- seti efri deildar japanska þingsins. Um 2.500 japanskir ferðamenn hafa ferðast til Islands árlega undanfarin ár. En ég hygg að heimsókn forsætis- ráðherra Japans hingað valdi því að at- hygli manna beinist að Islandi og það geti haft mikið gildi fyrir þróun sam- skipta okkar. Á næsta ári verður íslensk vörusýn- ing í Japan og þar verður kynnt ýmis- legt frá íslandi, einnig verður efnt til samskipta með aðstoð ljósvakamiðl- anna. Þetta getur eflt mjög samskipti þjóðanna, ekld aðeins á hefðbundnu sviði verslunarviðskipta með sjávaraf- urðir heldur einnig tilraunir okkar til að treysta önnur svið tengslanna. Við ætlum að stofna japanska upp- lýsingaskrifstofu hér í Reykjavík á þessu ári. Ég vona að hún verði mikil- vægur grundvöllur fyrir miðlun hvers kyns upplýsinga um Japan hér landi. Við teljum að þessi nýmæli og heim- sókn Obuchis séu leiðir til að efla sam- skiptin enn frekar og við fógnum enn- fremur stofnun íslensks sendiráðs í Tókýó. Allt eru þetta jákvæðir atburðir og merki um aukin samskipti þjóðanna tveggja." Japanar hafa farið fram á að fulltrúi þeirra verði meðal fastafulltrúa í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna en þar sitja nú fastafulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Kína. Er líklegt að Obuchi muni á fundinum hér biðja um stuðning Norð- urlandanna í málinu? „Breska stjórnin hefur um nokkurt skeið stutt óskir okkar um fastasæti í öryggisráðinu, það hafa fleiri ríkis- stjómir gert, þ. á m. ríkisstjóm Banda- ríkjanna. Við teljum að öryggisráðið eins og það er skipað nú endurspegli ekki veruleika nútímans, ársins 1999, heldur vemleika ársins 1945. Ég tel að almennt sé eining um að gera þurfi endurbætur á starfi SÞ ef samtökin eigi að geta innt af hendi hlutverkið sem þeim er falið. Reynslan af Kosovo-málinu hefur valdið því að athyglisverðar spumingar era nú bomar upp. Eining 8-ríkja hópsins reyndist afar mikilvæg við að koma á friði í Kosovo og ég á þá við iðnríkin 7 ásamt Rúss- landi. En öryggisráðið er samkvæmt sáttmála SÞ sá aðili sem á að bera mestu ábyrgðina á alþjóðlegum friði og öryggi. Hversu áhrifaríkt er ráðið, spyrja menn nú. Þeir spyrja hvemig hægt sé að tiyggja að það hafi nauð- synleg áhrif en sé jafhframt skipulagt í góðu samræmi við ólíka hagsmuni þjóða heims og sé skilvirk stofnun. Japan telur að framlag landsins til ýmissa sviða alþjóðamála, til friðar og öiyggis, sé þannig vaxið að við eigum skilið fastasæti í öryggisráðinu. Við leggjum langmest fram af öllum þjóð- um til þróunaraðstoðar, höfum reynd- ar gert það undanfarin átta ár. Islendingar hafa stutt ósk okkar um fastasæti og ég geri ráð fyrir að þessi mál verði rædd hér á fundi ráðherr- anna ásamt ýmsum sameiginlegum hagsmunamálum. Stjómir Norður- landanna era sammála okkur um að ef frygKja eigi að raunveralegar umbæt- ur verði að veruleika sé nauðsynlegt að fjölga jafnt fastafulltrúum sem öðram fulltrúum í ráðinu. Við eram því sam- stíga í þessu tilliti og við munum sækj- ast eftir samstai’fi við Norðurlöndin." Japanar og Bandaríkjamenn eiga náið samstarf um vamarmál en hafa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.