Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 43‘ UMRÆÐAN Þvottavélar fyrir vélahluti Um stöðu hug'mynda- fræðinnar Á UNDANFÖRNUM vikum hafa birst í Morgunblaðinu a.m.k. tvær greinar í pistlum þeim er nefnast „Viðhorf*, þar sem komið er inn á stöðu hugmyndafræðinnar. Sú fyrri er eftir Þröst Helgason og var nokk- urskonar niðurlag á kosningum undir yfir- skriftinni „Um pólitík og ímyndir“. Þar fjallar hann um hvernig hug- myndafræðibaráttan hafi vikið fyrir ímynda- baráttu og fullyrðir að hugmyndafræðin sé endanlega liðin undir lok. í hinni seinni er nefnist „Fræði sem sigruðu", fjallar Krist- ján Jónsson m.a. um „þriðju leið“ vinstri manna og afhjúpar hana sem klass- íska hægristefnu, en kemur líka inn á hugmyndafræðina og endar sína grein á því að segja að andlát hug- myndafræðinnar sé áreiðanlega ýkt. Varðandi grein Kristjáns, þá er lítið um hana að segja þar sem undirrit- aður er sammála henni að flestu leyti. Það er hinsvegar grein Þrast- ar sem ég finn hjá mér hvöt til þess að bregðast við. Bókstafstrú fjármagnsins Þröstur segir í sinni grein: „í raun hlýtur miðjan að vera tóm vegna þess að pólarnir sem hún hef- ur miðað sig við eru ekki lengur til staðar ... enda fara stjórnmál sam- tímans fram í tómarúmi þar sem engin viðmið eru fyrir hendi.“ Og seinna: „Pólitíkusar að leika póli- tíkusa, að fara með rulluna sína eins rétt og þeir höfðu hæfileika til, svið- settir sem þeir sjálfir í leikriti um þá sjálfa.“ Þröstur er fastur í sínu eigin leikriti, leikriti sem mætti e.t.v. nefna „dauði hugmyndafræðinnar“. í því leikriti er ekki um neinar aðrar viðmiðanir að ræða en hina horfnu póla þegar rætt er um hugmynda- fræði. Leikstjórn er í höndum höf- unda hinnar lúmsku hugmyndafræði sem dulbýr sig sem „raunveruleik- ann sjálfan" og stendur uppi í dag sem hinn óumdeildi sigurvegari vegna þess að það hafa langflestir tekið upp það merki. Þessa hug- myndafræði mætti e.t.v. kalla bók- stafstrú fjármagnsins eða „financial fundamentalism" eins og Jeff Gates, höfundur bókarinnar: „The Owners- hip Solution, Shared Capitalism for the 21st Century" kallar hana. Inn- tak hennar er ekkert annað en fé- lagslegur Darwinismi þar sem hver er sjálfum sér næstur og hinn sterkasti sigrar, ásamt ofuráherslu á hlutabréfamarkað og fjármagns- markað eins og þessi fyrirbæri séu upp- spretta einhverrar verðmætaaukningar í sjálfu sér. Endapunktur? Sú fullyrðing að hug- myndafræðin sé endan- lega liðin undir lok fel- ur í sér aðra fullyrð- ingu; að við séum kom- in á einhvern enda- punkt, það sé ekki hægt að gera betur. Það sé komið á samfé- lag á einhverjum end- anlegum grunni sem muni ekki breytast. Hugmyndastefnur eru nefnilega ekkert annað en vegvísar til annarra og þá væntanlega betri samfélaga. Hugmyndin um endalok Hugmyndafræði Rödd okkar húmanista er e.t.v. ekki hávær á sviðinu í dag, segir Kjartan Jónsson, en það stendur til bóta. hugmyndafræðinnar er mikil blekk- ing. Kerfið hér, eins og kerfið annar- staðar í heiminum, er á ákveðinni stefnu, það er ekki kyrrstætt. Það er alveg hægt að sjá merkin ef menn vilja. Ein afleiðing þeirrar stefnu er sú að bilið á milli hinna fátæku og hinna ríku er að aukast, bæði á milli fátækra og ríkra þjóða og svo innan ríkjanna. Dæmi um þetta er sú stað- reynd að meðan verg þjóðarfram- leiðsla í heiminum jókst að meðaltali Kjartan Jónsson \ Gerum úttekt á þrýstiloftskerfum, fyrirtækjum að kostnaðarlausu, og gerum tillögur til úrbóta. Erum sérfræðingar í þrýstilofti ÞAÐ LIGGUR í LOFTINU AVS Garðsenda 21, 108 Reykjavík. Sími 568 6925. um 40% á milli áranna 1970 og 1985 þá jókst hún aðeins um 17% hjá fá- tækari þjóðum. Árið 1998 var neysla þeirra 20% sem höfðu mestar tekj- urnar 86% af heildarneyslunni á meðan neysla þeirra 20% fátækustu var aðeins 1,3%. Sú tala hefur lækk- að frá 2,3% á síðustu 30 árum. Af- nám á ákvæðum Bretton Woods samningsins um takmörkun á fjár- magnsflæði lagði grunninn að gífur- legri aukningu á fjármagnsbraski, útþenslu á ekki neinu, nánast ein- göngu til hagsbóta bröskurum. Líka á íslandi Þetta á sér stað líka hér á íslandi. Það má sjá á launamismun almennt og svo er frysting á skattleysis- mörkum eitt dæmi, staðreynd sem veldur því að nettó innkoma þeirra sem lægst hafa launin hefur minnk- að í hlutfall við innkomu þeirra launahærri. Reiknað hefur út að með öllum jaðaráhrifum þá hafi ráð- stöfunartekjur þeirra sem minnst hafa aukist mjög óverulega vegna þessa. Fjármagns- og hlutabréfa- braskið hefur hafið innreið sína hér á landi ásamt þeirri bamslegu trú að það verði einhver verðmætasköpun við braskið, ekki ósvipað trúnni á keðjubréf, að peningar verði til úr engu og að það geti allir grætt á þessu, gullgerðarlist nútímans. Við húmanistar Rödd okkar húmanista er e.t.v. ekki hávær á sviðinu í dag en það stendur til bóta. Við höfum tillögur (hugmyndafræði) sem sveigja okkur af þessari braut, án þess að grípa til gamalla úrræða ríkismiðstýringar og forsjárhyggju. Varðandi fjár- magnsbraskið og misskiptinguna, þá hafa okkar tillögur um húmaníska atvinnustefnu, þar sem komið er á verulegri eignaraðild starfsmanna og þ.a.l. hafi þeir veruleg rekstrar- leg áhrif, þær afleiðingar að meiri tilhneiging verður hjá fyrirtækjum að efla eigin uppbyggingu í stað þess að fjármagn sé dregið úr þeim í arðgreiðslur og fjárfestingar utan rekstrarins, sem er stór hluti af braskinu. Það leiðir að öllu jöfnu til aukinnar áherslu á fjölgun starfa hjá fyrirtækjunum og hærri launa. Við höfum tillögur um valddreifingu og virkari þátttöku almennings í ákvarðanatöku sem dregur úr póli- tískri misbeitingu og valdníðslu. Þetta er hugmyndafræði, við þykj- umst ekki höndla með raunveruleik- ann sjálfan. Raunveruleikinn fylgir á eftir, rétt eins og raunverulegt hús kemur á eftir húsateikningu arki- tektsins. Þetta er hugmyndafræði um talsvert betra og réttlátara sam- félag. Höfundur er félagi f Húmanistaflokknum. Jákó sf. sími 564 1819 jr sundvörur fyrir 3 mánaða - 10 ára börn fást í: • Nettó Mjódd • Nettó Akureyri • KÁ Selfossi • Liverpool • apótekum • Lyfju • sundlaugum • sportvöruverslunum Hafðu öryggið i fyrirrúmi 23.-26. JÚNÍ Vertu með í gleðikasti! Komdu í Kringluna, skoSaSu nýju sumarvörurnar, gæddu þér á girnilegum réttum og gerðu gæðakaup á Kringlukasti. Sérkjörin koma þér á óvart á hverjum degi. Nokkrar verslanir og þjónustuaðilar veita dag hvern 15 % viðbótarafslátt af sérvaldri vöru eða þjónustu ofan á Kringlukastsafsláttinn. Komdu f Kringluna og njóltu þess nýjasta á sólskinsverði. KRINGLUKAST HEFST Á MORGUN. miðvikudagur fimmtudagur föstudagur laugardagur NÝJAR VÖRUR m e ó sérstökum af slætti 20%-50%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.