Morgunblaðið - 10.07.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 10.07.1999, Síða 1
153. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Samsetning næstu framkvæmdastjórnar ESB kynnt í Brussel Reuters Hörð átök námsmanna í Iran við lögregluna Teheran. AFP. ÁTÖK brutust út í gærdag í Teher- an milli öryggissveita írönsku lög- reglunnar og um 500 námsmanna er mótmæltu hömlum sem fjölmiðlum í Iran hafa verið settar. Talið er að tugir námsmanna hafi særst í átök- unum og a.m.k. einn hafí látið lífíð. Síðdegis brutust átök út á ný á svæð- inu umhverfis háskólann í höfuð- borginni og urðu erlendir frétta- menn vitni að því er námsmenn lögðu eld að vegatálmum sem lög- reglan hafði komið fyrir. „Fjöldi námsmanna og lögreglu- manna særðist í átökunum og voru þeir fluttir á nærliggjandi sjúkra- hús,“ sagði talsmaður innanríkis- ráðuneytisins í viðtali við írönsku fréttastofuna IRNA Sagði hann að lögreglan hefði skipt sér af mótmæl- unum án þess að ráðfæra sig við ráðuneytið og handtekið fjölda námsfólks. Talið er að upp úr hafi soðið er íylgjendur harðlínuafla í Ir- an reyndu að stöðva mótmæli náms- mannanna. Efnt var til aðgerða námsmann- anna til að mótmæla lögbanni því er valdamikill hópur harðlínumanna innan írönsku klerkastéttarinnar hefur sett á viss dagblöð í landinu. Samkvæmt banninu hefur t.a.m. eig- endum Salams, útbreiddasta dag- blaðs hófsamra afla í Iran, verið bannað að gefa út blaðið. Samkvæmt dómnum er írönskum dagblöðum óheimilt að birta efni sem getur vald- ið „ólgu meðal almennings“. Flóð í Las Vegas MIKIL röskun varð á umferð í Las Vegas í Nevada í Bandaríkjunum í gær vegna flóða. Hér vaða bflar elginn á hraðbrautinni Interstate 15, sem liggur þvert í gegn um borgina. Urhellisrigning á fimmtu- dag olli flóðunum, sem eyðilögðu meðal annars hjólhýsasvæði og gerði ófáa ökumenn innlyksa f bfl- um sínum. Tvö dauðsföll eru rakin til flóðanna. General William Cohen vonar að Júgóslavíuforseta verði steypt af stóli Motors dæmt til að greiða metupphæð Los Angeles. AP. KVIÐDÓMUR í Kalifomíu dæmdi í gær bílaframleiðandann General Motors til að greiða 4,9 milljarða bandaríkjadala, um 350 milljarða ísl. króna, í skaðabætur til sex- menninga sem hlutu slæm brunasár þegar eldsneytistankur í Chevrolet Malibu-bifreið þeirra sprakk í loft upp. Þetta er hæsta upphæð sem nokkrum hefur verið dæmd í skaða- bótamáli í Bandaríkjunum. GM hefur þegar áfrýjað úrskurðinum. Sexmenningamir hlutu slæm bmnasár þegar mikill eldur kviknaði í Malibu-bifreið þeirra af árgerðinni 1979 eftir að dmkkinn ökumaður hafði keyrt aftan á hana árið 1993. Lögmenn fólksins héldu því fram að GM hefði um árabil vitað að elds- neytistankur bifreiðarinnar var gall- aður, en þessu neitar GM og segir ekkert athugavert við útbúnaðinn. Brussel. AP, Reuters. ROMANO Prodi, næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins (ESB), batt í gær enda á margra vikna vangaveltur og sögusagnir með því að kynna á blaðamannafundi í Brussel þá 19 einstaklinga, sem ráðherraráð ESB og Prodi tilnefna til setu í nýrri framkvæmdastjórn. Lýsti hann því yfir að skipun hinnar nýju framkvæmdastjórnar markaði upphaf mikils umbótaátaks. Reuters ROMANO Prodi var ánægður á svip er hann kynnti á blaðamannafundi í gær hvetjir hefðu verið til- nefndir til að skipa með honum nýja fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Þegar ég var útnefndur hét ég því að hrinda af stað nýju umbótaskeiði innan framkvæmdastjórn- arinnar (...) Þetta er það sem borgaramir, almenn- ingur í Evrópu, vænta af okkur. Þetta er það sem ég ætla mér að koma í framkvæmd, frá og með deginum í dag,“ lýsti Prodi yfír fyrir troðfullum sal blaða- og fréttamanna. Prodi lýsti því ennfrem- ur yfir að verkaskiptingu í framkvæmdastjóminni yrði breytt og að skipting málefna í stjórnardeildir (,,DG“) yrði stokkuð upp til að gera starfsemi fram- kvæmdastjómarinnar hagkvæmari og skilvirk- ari. Yfimmsjón með þess- ari endurskipulagningu verður á könnu Neils Kinnocks, fyrrverandi leiðtoga brezka Verka- mannaflokksins, sem jafnframt verður annar varaforseti fram- kvæmdastjómar Prodis. Óvænt val manna í sum lykilhlutverk Fimm konur verða í nýju fram- kvæmdastjóminni. Ein þeirra gegn- ir jafnframt embætti annars af tveimur varaforsetum hennar, Loyola de Palacio frá Spáni, en þeir málaflokkar sem hún mun stýra eru samskipti framkvæmdastjómarinn- ar við Evrópuþingið, samgöngu- og orkumál. Daninn Ritt Bjerregaard, sem fór með umhverfismál í fráfar- andi framkvæmdastjóm, er ekki í þessum kvennahópi, þótt hún hafi gert sér vonir um að danska stjóm- in tilnefndi hana áfram. I hennar stað kemur Poul Nielson, sem fram að þessu hefur gegnt embætti orku- og þróunarhjálparmála í dönsku stjóminni. Hann mun fara með þró- unarhjálparmál í framkvæmda- stjóminni. Nokkuð kom á óvart hveijir völd- ust í sum lykilhlutverkin í liði Prodis. Pedro Solbes, fjármálaráðherra Spánar, verður falið að fara með mál- efni myntbandalagsins, Frakkinn Pascal Lamy mun taka við viðskiptamálum af Sir Leon Brittan, Þjóðverjinn Gúnt- er Verheugen verður settur yfir „stækkunarmál" ESB, og Bretinn Chris Patten, íyrrverandi rfldsstjóri Hong Kong, mun hafa yfir- umsjón með utanrfldssam- skiptum sambandsins. Italinn Mario Monti er einn af aðeins fjómm sem sæti áttu í síðustu fram- kvæmdastjóm og halda áfram. Hann mun bera ábyrgð á samkeppnismál- um innan ESB, en sá áður um málefni innri markað- arins. Austurrfldsmaður- inn Franz Fischler heldur landbúnaðarmálunum á sinni könnu, en hátt í helm- ingur allra fjárlaga ESB fer í hið flókna landbúnað- arkerfi sambandsins. Á valdi Evrópuþingsins Er Prodi kynnti teymi sitt fullyrti hann að pólitískt jafnvægi ein- kenndi það, auk þess að vægi kvenna í því væri viðunandi. Hann sagðist vongóður um að Evrópu- þingið tæki þessu fulltrúavali vel. Það er þó óvíst, þar sem meirihluti hinna tilnefndu er af vinstri væng stjómmálanna, en í Evrópuþings- kosningunum í júní styrktu hægri- menn mjög stöðu sína. Segir Milosevic ekki eiga í nein hús að venda Kaupmannahöfn, Bclprad, Nis, Pristina. AFP, Reuters. WILLIAM Cohen, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagðist í gær vona að Serbar steyptu Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta af stóli og legðu þannig gmnn að lýðræðisum- bótum í landinu. Wesley Clark, yfir- maður herafla Atlantshafsbandalags- ins (NATO) í Evrópu, tók í sama streng og sagði kröíúr um afsögn Milosevics, sem gerst hafa háværar síðustu dagana, vita á gott. „Það er góðs viti að sjá þann kraft sem býr í íbúum Serbíu nú þegar þeir hafa gert sér grein fyrir að Milosevic forseti á sök á hörmungunum sem yfir Jú- góslavíu hafa dunið, og að þeir hyggj- ast láta hann svara til saka,“ sagði Clark. Kröfur um afsögn Milosevics fær- ast nú í aukana og í gær samþykkti borgarráð í Nis, þriðju stærstu borg William innar í Belgrad, Cohen sagði að stjórnar- andstaðan hygðist efna til daglegra mótmælaaðgerða gegn Milosevic næstu vikumar sem ná myndu hámarki með fjöldamót- mælum í Belgrad um miðjan ágúst. Dagblaðið The Washington Times greindi frá því í gær að stjómarand- stæðingar í Júgóslavíu hefðu nýlega kannað hvort eitthvert erlent ríki myndi reynast reiðubúið að veita Milosevic hæli, í þeirri von að það gæti hjálpað til við að koma forsetan- um frá völdum. William Cohen sagði hins vegar að Milosevic ætti ekki í nein hús að venda, og að hann ætti að gefa sig fram við stríðsglæpadómstól- inn í Haag. Fjöldagröf með allt að 350 líkum Liðsmenn KFOR-friðargæslusveit- anna sögðust í gær hafa fundið nýja íjöldagröf nærri bænum Ljubenic, suður af bænum Pec í Vestur-Kosovo, þá stærstu fram að þessu, en óttast er að allt að 350 Iflc sé að finna í gröfinni. Það vom ítalskir hermenn sem fundu fjöldagröfina og hefur svæðið nú verið girt af og von var á sérfræð- ingum Alþjóðaglæpadómstólsins til að rannsaka verksummerki. Prodi segir mikið umbótaátak hafíð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.