Morgunblaðið - 10.07.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.07.1999, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Skarfar í Flatey Leit að heitu vatni við ísafjörð hefur reynst árangurslaus Borunum hætt eftir 40 Boranir hófnst í lok maímánaðar og nemur áætlaður kostnaður við þær um 25 milljónir ki-óna. Heildar- kostnaður vegna þessara borana á síðustu tveimur ái’um, með forrann- sóknum, ráðgjafarkostnaði og öðru sem íylgir, nemur hátt í 40 milljón- um króna, að sögn Sölva Sólbergs- sonar, tæknifræðings hjá OV. Kristján Arason, orkubússtjóri OV, segir að sérfræðingar Orku- stofnunar muni leggjast yfir gögn sem liggja fyrir eftir þessar boranir og að teknar verði ákvarðanir um framahaldið á gnmdvelli þeirra nið- urstaðna. „Það eru vissuiega von- brigði að hafa varið peningum í þessa framkvæmd og ná ekki þeim árangri sem stefnt var að. Arsvelta okkar er um 800 milljónir króna þannig að þetta eru 5% af ársveltu og því talsverður kostnaður fyrir okkur,“ segir Kristján. Sölvi segir að borunum hafi verið hætt í bili og vandséð hvort farið verði aftur af stað. „Það má segja að líkurnar séu frekar iitlar,“ segii’ Söivi. „Við vissum íyrirfram að þessu fylgdi mikil áhætta því það er alltaf talsvert happdrætti hvort borun efth’ heitu vatni tekst eða misheppnast. En þegar hola gefur ekki nægan hita veitir hún oft vísbendingar um nýjan stað og vænlegri. Hins vegar liggur ekki fyrir hvar vænlegast er að leita næst eftir þessa holu og má segja að við höfum verið mjög óheppnir að því leyti.“ Grynnra hitakerf! en talið var Sölvi segir að vart megi kaila þessa borun tilraunaholu, enda hafi menn vonast eftir að hún nýttist í framtíðinni fyrir vinnslu. „Orku- stofnun er tekin að ráðieggja mjög grunnar holur, um 100 til 150 metra djúpar, og að margar holur séu bor- aðar til að fara skipulega yfir við- komandi svæði. Það var gert í þetta skipti en síðan var ákveðið að bora þessa djúpu holu og haft í huga að hún væri það verkleg að hún gæti orðið vinnsluhola, bæru boranir góð- an árangur,11 segir Sölvi. Hann segir stofnkostnað við holuna hafa verið talsvert mikinn, hún hafi t.d. verið fóðruð niður á 200 metra dýpi. „Eftir á að hyggja hefði mátt sleppa þessu því að holan vai’ ekki í lagi. Þarna voru æðar, aðallega efst í Morgunblaðið/Árni Sæberg Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu Þátttaka ríkisvaldsins er ekki á döfinni ÞAÐ er ekki á döfinni að efna til þátttöku ríkisins í rekstri almenn- ingssamgangna á höfuðborgar- svæðinu, að sögn Sturlu Böðvars- sonar samgönguráðherra. I Morg- unblaðinu 3. júlí sl. var fjallað um hugmyndir danska ráðgjafarfyrir- tækisins Nes Planners um að stofna eitt félag sem sæi um allar almenningssamgöngur á svæðinu. I fréttinni, sem birtist 3. júlí, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri að stofnun félags kæmi varla til greina nema ríkið kæmi þar að. Sturla sagði að vel kæmi til greina að fulltrúar samgönguráðu- neytis settust niður með fulltrúum sveitarfélaga höfuðborgarsvæðis- ins til að ræða þessi mál. Hann sagði sjálfsagt að þau yrðu rædd í tengslum við endurskoðun vega- áætlunar og þá sérstaklega lang- tímaáætlunar, sem yrði á döfinni innan tíðar. „Þá tel ég að það sé eðlilegt að leggja vinnu í að meta kosti sem fyrir hendi eru og verða í sam- göngumálum hér á höfuðborgar- svæðinu, en þessi vinna er auðvitað í gangi í tengslum við samstarf um skipulagsmál á höfuðborgarsvæð- inu,“ sagði Sturla. Hugsanlega leitað víðar Kristján segir áfonnað að leita að heitu vatni viðar á Vestfjörðum, í tengslum við átaksverkefni á köldum svæðum, en þá munu orkufyrirtækin leggja fram helming kostnaðar á móti orkusjóðum. „Við vonumst til að geta haldið áfram á þessu ári, hugs- anlega í september eða október, og erum þá að horfa til byggðarlaga frá Flateyri til Patreksfjarðar. Við mun- um taka ákvarðanir um það þegar hagkvæmniathuganir liggja fyrir.“ Skógræktarfélag Reykjavíkur ÞESSIR skarfar létu það ekki raska ró sinni að vera festir á fílmu þegar Ijósmyndari blaðs- ins var þar á ferð. Myndin er tekin í Flatey á Breiðafirði en Breiðafjarðareyjar eru eitt af aðalvarpsvæðum skarfa á Is- landi. Fuglalíf er nú með mikl- um blóma um allt land og fugla- áhugamenn hafa næg verkefni við að dást að sköpunarverkinu. Nýr fram- kvæmdastjori SIGURÐUR G. Tómasson hef- ur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Asgeir Svan- bergsson, sem nú lætur af störfum fram- kvæmda- stjóra, mun áfram vinna að sérverk- efnum fyrir félagið. Sigurður er kunnastur fyrir störf sín í útvarpi en hann var um árabil ritstjóri dægurmála- útvarps Rásar 2 og dagskrár- stjóri rásarinnar. Hann er kvæntur Steinunni Bergsteins- dóttur textílhönnuði og eiga þau tvo syni. milljóna kr. framkvæmdir BORANIR eftir heitu vatni á vegum Orkubús Vestfjarða, við Bræðratungu í Tungudal, hafa ekki borið þann árangur sem von- ast var eftir en borað var niður á 1.250 metra dýpi. Vatnið sem kom upp hefur aldrei komist yfír 40 stig. holunni og niður á 600-700 metra dýpi, en síðan var vonast eftir að hit- inn myndi hækka eftir því sem neðar drægi en það gerðist ekki. Hitakerf- ið virðist því vera grynnra en talið var í upphafi," segir hann. Hann segir vonir hafa staðið til að ná upp 60-70 stiga heitu vatni en ár- angurinn hafi ekki orðið meiri en um 40 stig. Reynslan sýni hins vegar að vatn hitni gjarnan í holum af þessu tagi og því verði gerðar mælingar að mánuði liðnum og aftur í haust en hæpið sé þó að fyrrgreind markmið náist. i i I R E YKJAVÍ K MENNINGARBORG EVRÓPU ÁRIÐ 2000 í tilefni af því að Reykjavík hefur verið valin ein af menningarborgum Evrópu árið 2000, munu Leikfélag Reykjavíkur, Listaháskóli íslands, Norræna húsið og Orkuveita Reykjavíkur halda Ijósahátíð í nóvembersama ár. Hátíðin er unnin í samvinnu við Helsinki og Bergen sem einnig eru menningarborgir og styrkt af Norræna menningarsjóðnum. Hún verður haldin jafnt úti sem inni og tilgangur hennar er að sýna og sjá dimmasta tíma ársins í nýju Ijósi. Hátíðin mun sameina listviðburði af öllum toga og leita ofangreindir aðilar hér með eftir hugmyndum frá myndlistar- og tónlistarmönnum, danshöfundum, hönnuðum, arkitektum og gjörningahópum. Nánari upplýsingar gefur Hanna Styrmisdóttir, verkefnisstjóri, í síma 895 3717 eða hgs@isholf.is Orkuveita Reykjavtkur NORRÆNA HÚSIð Leikfélag Reykjawíkur Listaháskóli fslands Einsetning grunnskóla nokkurra sveitarféiaga Sveitarfélag: 1998 a 2000 II 2001 If 2002 Reykjavík 30 skólar og 4 eru í byggingu: Einsetningu lokið í 23 skólum haustið 1999. Einsetningu lýkur í 1 skóla haustiö 2000. Einsetningu lýkur í 2 skólum haustið 2001. Einsetningu lýkur í 4 skólum haustiö 2002. Reykjanesbær Einsetningu lýkur haustið 2000. Mosfellsbær Einsetningu lýkur haustið 2001. >fc Hafnarf jörður Einsetningu lýkur haustið 2004. -L. Bessastaðahreppur Einsetningu lokiö. Garðabær Einsetningu lokiö. ^5—mrm Kópavogur Einsetningu lokiö. v Eál Seltjarnarnes Einsetningu lokiö. Einsetn- ingu lýkur í Hafnar- firði 2004 STEFNT er að því að einsetningu grunnskóla Reykjavíkur ljúki haustið 2002 eins og gert er ráð fyrir í grunnskólalögum. I flestum sveitarfélögum á höfuðborgar- svæðinu er einsetningu skóla nú lokið nema í Hafnarfirði þar sem henni lýkur ekki fyrr en haustið 2004. í Reykjanesbæ er áætlað að einsetning allra grunnskóla verði komin í gagnið haustið 2000. í Reykjavík eru 30 skólar og fjórir í byggingu sem teknir verða í notkun á næstu árum og er þá meðtalinn skólinn sem vera á á Korpúlfsstöðum. Einsetning er þegar fyrir hendi í langflestum skólanna og nokkrir bætast við næsta haust þannig að alls verða 23 skólar þá einsettir. Á næstu ár- um lýkur síðan framkvæmdum vegna einsetningar við sjö skóla en auk þess standa yfii’ margvíslegar framkvæmdir í sumum þeirra skóla sem þegar eru einsettir. Þarf að stækka þá suma og bæta eða breyta til að bæta aðstöðu. Af sex grunnskólum Hafnarfjarð- ar verða tveir einsetnir næsta haust en einsetningu þeirra allra lýkur ekki fyrr en haustið 2004. í Reykja- nesbæ verða fjórir grunnskólar bæjarins einsettir frá haustinu 2000 en tveir þeirra eni einsetnir í dag. í Mosfellsbæ er verið að undir- búa byggingu nýs skóla og verður fyrsti áfangi tekinn í gagnið haust- ið 2001. Kostnaður verður kringum 300 milljónir króna en fram- kvæmdir hafa einnig staðið yfir við stækkun Varmárskóla. Hann er að nokkru leyti tvísetinn í dag en ein- setning verður að fullu kominn á í Mosfellsbæ haustið 2001.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.