Morgunblaðið - 10.07.1999, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 10.07.1999, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 17 Övissa um skólastarf á Grænagaröi Flateyri - PRÍR af fjórum kennur- um leikskólans Grænagarðs á Flat- eyri eru ekki væntanlegir aftur til starfa í haust og þar sem enn hefur ekki tekist að ráða nýtt starfsfólk í þeirra stað er framtíð skólastarfsins alls óráðin að loknu sumarfríi. Jens- ína K. Jensdóttir leikskólastjóri hefur af þessum sökum neyðst til að segja öllum börnum Grænagarðs upp pláss- Morgunblaðið/Högni inu á skólanum þar til vandamálið hefur verið leyst. Málið er til umfjöllunar hjá bæj- arráði ísafjarðarbæjar því ljóst þykir að mjög erfitt verði að fá fólk til starfa að óbreyttum launakjör- um. Leikskólinn Grænigarður hefur verið í mikilli og markvissri upp- byggingu frá árinu 1996 þegar hann var stofnaður upp úr eldri leikskóla. Sá hafði verið starfræktur í litlum skúr sem slapp naumlega í snjóflóð- inu 1995. Eftir hamfarirnar gaf fær- eyska þjóðin nýja húsið undir starf- semi skólans. Sannkölluð sumarstemmning hef- ur ríkt á leikskólanum frá því sum- arfrí hófust um mánaðamótin. For- eldrafélagið notaði þennan síðasta dag skólaársins til að þakka fyrir sig í verki. Starfsmenn og nemend- ur Grænagarðs fengu sérútbúna boli, leikvöliurinn var skreyttur með fánum og blöðrum og síðan grillaðar gómsætar sumarpylsur. Morgunblaðið/Helga Hreinsunarátak í Grundarfirði Grundarfírði - Gott samstarf með sveitarfélaginu og eigendum fyrir- tækja í aðaliðnaðarhverfinu í Grund- arfirði hefur leitt til mikils hreinsun- ar- og fegrunarátaks á fyrrgreindu svæði, og stendur þetta átak nú yfir. í könnun sem fram fór á síðasta ári var sveitarfélagið valið það snyrti- legasta á Vesturlandi og hafa heima- menn metnað til að það standi undir nafni. Myndin sýnir starfsmenn Eyrarsveitar að störfum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson HELGISTUND við krossinn í eldgígnum. Gosloka minnst í Eyjum Vestmannaeyjum - Um síðustu helgi minntust Eyja- menn loka eldgossins á Heimaey með helgigöngu, en slíkt er orðin hefð í Eyjum. Safnast var saman við krossinn, sem reistur var í gíg Eldfells, en þar flutti séra Bára Friðriksdóttir bæn. Síðan var gengið frá krossinum niður á Skans og tóku göngumenn með sér stein hver og einn sem notaðir voru til að hlaða vörðu á leiðinni en stefnt er að því að gera slíkt í framtíðinni þegar gosloka verður minnst með helgi- göngu. Á Skansinum er ráðgert að reisa stafkirkju, í tilefni 1000 ára frá kristnitöku, og á þeim stað sem kirkjan mun rísa var haldin helgistund undir stjóm séra Báru. Að lokinni helgistundinni sagði Jóhann Friðfinns- son, formaður sóknarnefndar Landakirkju, frá vænt- anlegri kirkjubyggingu á Skansinum en síðan gerðu Árni Johnsen alþingismaður og Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri grein fyrir skipulagi og væntanlegum framkvæmdum á Skansinum í tengslum við byggingu kirkjunnar. Að því loknu bauð sóknarnefnd Landa- kirkju göngufólki upp á molasopa. Blíðuveður var í Eyjum þegar helgigangan fór fram og tóku hátt í eitt hundrað manns þátt í að minnast goslokanna með þessum hætti. GÖNGUMENN í helgigöngunni hlóðu vörðu á ieiðinni. Morgunblaðið/Brynjúlfur Brynjólfsson Sláttur haf- inn í Skafta- fellssýslum Höfn - SLÁTTUR er hafinn í Austur-Skaftafellssýslu, á nokkr- um bæjum í Nesjum var verið að slá og hirða um og fyrir helgina. Oræfingar eru líka byijaðir að slá en súld um heigina kom í veg fyrir að hægt væri að hirða. Mjög víða virðist vera góð grasspretta og líklegt að siáttur hefjist al- mennt næstu daga ef veður leyf- ir. Tún komu ágætlega undan vetri og var ekki mikið um kai- skemmdir. Myndin er tekin á Seljavöllum í Nesjum. TILKYNNING TIL HLUTDEILDARSKÍRTEINISHAFA MARKSJÓÐSINS HF. Auglýsing þessi er eingöngu birt í upplýsingaskyni og felur ekki í sér tilboð um kaup eða sölu verðbréfa. Athygli eigenda hlutdeildarskírteina Marksjóðsins hf. er vak- in á því að á aðalfundi félagsins þann 16. mars 1999 og á hluthafafundi þann 1. febrúar 1999 voru gerðar breytingar á samþykktum félagins. Breytingarnar snúa annars vegar að því að stjórn félagins var gefið leyfi til að stofna allt að átta nýjar deildir innan sjóðsins og hins vegar að leiðréttingu á FJÁRVANGUR L ö 9 GIL T VIRBBHtFAFYRIRTÆKI Laugavegur 170, sími 540 5060, fax 540 5061, www.fjarvangur.is fjárfestingastefnu Skyndideildartil samræmis við lög númer 10/1993. Frekari upplýsingar og afrit af samþykktum félagins má nálgast hjá Fjárvangi hf., Laugavegi 170, 105 Fteykjavík. F.h. Marksjóðsins hf. Rekstrarfélag Fjárvangs ehf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.