Morgunblaðið - 21.07.1999, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vel heppnuðu lands-
móti skáta lokið
LANDSMÓTI skáta við Úlfljóts-
vatn lauk í gærmorgun og í gær
stóð yfír vinna við frágang. Að sögn
Helga Grímssonar, fræðslustjóra
skáta, tókst mótshaldið framar von-
um. „Eg held að það sé einróma álit
manna að mjög mörg ár séu síðan
skátar héldu jafn vel heppnað mót
hér á landi,“ segir hann.
Helgi segir að nú hafí mótið í
fyrsta skipti verið haldið í svo þjóð-
legu umhverfi og að aldrei hafi hlut-
fall erlendra skáta verið jafn hátt.
„Við reyndum margt nýtt í dag-
skránni og til að mynda völdu flokk-
amir nánast alveg sjálfir eigin dag-
skrá. Hver flokkur bjó til sína
stundaskrá og valdi úr 100 dag-
skrárliðum. Þá má nefna nýjungar í
kvölddagskránni, en til dæmis voru
haldin diskótek eftir hefðbundinn
varðeld," segir Helgi.
Undirbúningur öðruvísi í ár
Undirbúningur mótsins var frá-
brugðinn fyrri árum að því leyti að
reynt var að gera aðstöðuna sem
varanlegasta, þannig að hægt væri
að nota hana á skátamótum framtíð-
arinnar. „Nú er staðurinn í margfalt
betra ásigkomulagi en áður, enda
var töluverðum fjármunum varið í
undirbúninginn, um 15-20 milljón-
um króna,“ segir Helgi. Hann segir
að meginhluti þeirrar fjárhæðar
hafi verið þátttökugjöld, en einnig
hafi öflugt starf sjálfboðaliða skipt
sköpum, auk þess sem styrkur hafi
fengist frá ríkinu og hjálp frá Orku-
veitu Reykjavíkur. Næsta landsmót
skáta verður að Hömrum við Akur-
eyri árið 2002, en í haust verður
haldið mót fyrir eldri skáta, 15-30
ára, að Úlfljótsvatni. Erlendir sem
innlendir skátar hafa því tilhlökkun-
arefni, en að sögn Helga voru er-
lendir gestir mjög kátir með mótið
og vildu margir ekki snúa heim.
Morgunblaðið/J ónas
Baukur á beit
Árekstur í Kópavogi
HARÐUR árekstur varð á mótum
Nýbýlavegar og Túnbrekku í Kópa-
vogi um miðjan dag í gær. Fjar-
lægja varð báðar bifreiðamar með
kranabifreið en engin slys urðu á
fólki.
Lögreglan hefur tekið um 100
ökumenn fyrir of hraðan akstur í
fyrradag og í gær og hefur lögregl-
an í Kópavogi verið við hraðamæl-
ingar á ljósmyndabifreið embættis
ríkislögreglustjóra og haft í nógu að
snúast.
Mælt hefur verið vítt og breitt
um bæinn og sagði lögregluvarð-
stjóri að engir ækju þó það hratt að
styngi í augu en margir ækju engu
að síður allt of hratt.
„Þetta er óskaplegur fjöldi sem
hefur ekið of hratt,“ sagði varð-
stjórinn og bætti við að áfram yrði
mælt næstu daga.
BAUKUR nefnist sá myndarlegi
hrútur sem hér sést á beit í urð við
Fagradalshamra. Áin að baki hon-
um heitir Kerlingardalsá, en aust-
an þeirra má greina sandhrúgöld
sem bera nafn sem mörgum kann
að þykja lítt viðeigandi, þ.e. Höfða-
brekkujökull. Svo heitir einnig
skriðjökuil einn er gengur suð-
austur úr Mýrdalsjökli, en sand-
hrúgöldin munu hafa myndast er
hann hljóp fram við Kötlugos.
Fjærst má svo sjá Hjörleifshöfða
rísa upp úr Mýrdalssandi.
Laugavegshlaupið fer fram um helgina
Þátttakendur
aldrei fleiri
RÚMLEGA hundrað þátttakendur
hafa skráð sig til þátttöku í Lauga-
vegshlaupinu, sem fer fram um helg-
ina, en um er að ræða 55 km hlaup frá
Landamannalaugum yfir í Þórsmörk.
Þátttakendur hafa aldrei verið
fleiri en nú, en þetta er í þriðja skiptið
sem hlaupið fer fram. í gær höfðu 102
skráð sig, þar af eru 25 útlendingar,
sem koma frá Frakklandi, Bandaríkj-
unum, Þýskalandi, Slóveníu, Finn-
landi og Hollandi. Að sögn Ágústs
Þorsteinssonar, hjá Reykjavíkur-
maraþoni, sem sér um framkvæmd
hlaupsins, er mikil stígandi í þátttök-
unni, en árið 1997 voru þátttakendur
49, í fyrra voru þeir 79 og nú verða
þeir yfir hundrað.
Hlaupið hefst við skála Ferðafélags
Islands í Landmannalaugum á laug-
ardaginn klukkan átta að morgni og
því lýkur við skála Austurleiðar í
Húsadal í Þórsmörk. Hlaupið er eftir
stíg alla leiðina, þar sem undirlag er
að mestu leyti sandur, möl, gras,
snjór, ís og vatnsföll.
Fyrsti áfangi leiðarinnar er frá
Landmannalaugum í Hrafntinnu-
sker og er loftlína um 10 km en lóð-
rétt hækkun um 500 m. Annar
áfanginn er frá Hrafntinnuskeri að
Álftavatni og er loftlínan um 11 km
en lóðrétt hækkun um 500 m. Þriðji
áfanginn er frá Álftavatni í Emstrur
og er loftlína um 16 km en lóðrétt
lækkun um 50 m. Fjórði og síðasti
hluti leiðarinnar er frá Emstrum í
Þórsmörk og er loftlína um 13,5 km
en lóðrétt lækkun um 300 m.
Laugavegurinn er venjulega geng-
inn og þykir eðlilegur göngutími
vera um fjórir dagar en fyrir tveim-
ur árum hljóp Rögnvaldur D. Ing-
þórsson, fyrrverandi skíðagöngu-
kappi, leiðina á 5.19,54 klst, sem er
jafnframt metið í karlaflokki. í
kvennaflokki á Bryndís Ernstdóttir
metið, en í fyrra hljóp hún leiðina á
5.44,26 klst.
Gæsluvarðhald framlengt
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkm-
framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir
tveimur einstaklingum, sem setið hafa
í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á
e-töflumáli, sem upp kom 7. júlí sl.
þegar 969 töflur fundust í hraðpóst-
sendingu frá Þýskalandi. Var gæslu-
varðhaldið framlengt til 22. septem-
ber og er gert ráð fyrir því að dómur
falli í málinu á tímabilinu.
Þrír einstaklingar, tvær erlendar
nektardansmeyjar og einn íslenskur
karlmaður, sátu í gæsluvarðhaldi til
dagsins í gær og voru önnur stúlkan
og karlmaðurinn úrskurðuð í áfram-
haldandi gæsluvarðhald en hin stúlk-
an var leyst úr gæsluvarðhaldi og
sett í farbann.
Síðastliðinn föstudag var íslenskur
karlmaður á fimmstugsaldri úr-
skurðaður í gæsluvarðhald til 28. júlí
vegna málsins.
Háir innflutningstollar á kartöflum standa mnflutningi á þeim fyrir þrifum
Kvartað undan
lélegum kartöflum
Talsvert hefur veríð kvartað að undanförnu undan lélegum og
skemmdum kartöflum í verslunum. Nóg er til af kartöflum frá
því í fyrrahaust, en þá varð metuppskera. Von er á nýjum ís-
lenskum kartöflum í búðir í næstu viku. Þangað til verða neyt-
endur að gera sér að góðu íslenskar kartöflur frá síðasta ári.
Ekkert hefur verið flutt inn af kartöflum utan bökunarkartöfl-
ur enda háir innflutningstollar á kartöflum.
AÐ SÖGN Jóhannesar Gunnarssonar fram-
kvæmdastjóra Neytendasamtakanna er það
árlegur viðburður að kvartað sé undan léleg-
um kartöflum á þessum tíma. „Þetta er óþol-
andi ástand og verst þegar góð uppskera hef-
ur verið árið á undan. Það er verið að reyna
að koma út framleiðslu sumarsins áður og
menn hreinlega að notfæra sér innflutnings-
vemdina því ekki er inni í rnyndinni að flytja
inn kartöflur vegna hárra tolla.“
Að sögn Ólafs Friðrikssonar deildarstjóra
í landbúnaðarráðuneytinu leggst 30% verð-
tollur og 60 kr. magntollur á hvert kíló á inn-
fluttar kartöflur. „Þessir tollar fara eftir inn-
lendri framleiðslu og lækka þeir ef hún upp-
fyllir ekki þarfir markaðarins eins og raunin
er með bökunarkartöflur. Frá lokum maí
hefur lagst á innflutning á þeim 15% verð-
tollur og 30 kr. magntollur á kflóið. Þessir
tollar gilda fram til loka ágúst þegar íslensk
uppskera verður komin á markaðinn. Ef sú
staða kemur upp að engar íslenskar kartöfl-
ur eru til er magntollur felldur niður.“
Leyfilegt er að flytja inn kartöflur ef þær
uppfylla heilbrigðisskilyrði en lögin um inn-
flutning eru frá árinu 1995. Þá var lögum
breytt vegna gildistöku GATT samningsins
hér á landi. Áður var innflutningur kartaflna
háður leyfum stjórnvalda og þá eingöngu
leyfður þegar innlend framleiðsla annaði
ekki eftirspurn.
Jón Þorsteinn Jónsson, markaðsstjóri
Nóatúns segir að á næstunni verði á boðstól-
um kartöflur frá Spáni eða Frakklandi, rétt
eins og á sama tíma í fyrra. „Það er eftir-
spurn eftir nýjum kartöflum og fólk er tilbúið
að borga fyrir þær. I raun er óþolandi hversu
háir tollarnir eru á kartöflum en í fyrra gáf-
um við okkar álagningu eftir.“ Jón Þorsteinn
segir miklu betra ástand á kartöflunum nú en
fyrir nokkrum árum, geymsluaðferðir séu
orðnar það miklu betri.
Að sögn Áma Ingvarssonar, innkaupastjóra
Nýkaupa, hefur ekki verið ráðist í innflutning
á kartöflum, fyrir utan bökunarkartöflur, „Við
höfum reynt að biðja okkar birgja um að velja
vel fyrir okkur þannig að við höfum ekki orðið
mikið varir við kvartanir. Gæði kartaflnanna
rýrna vissulega á svo löngum tíma en við höf-
um skipt við aðila sem hafa verið með góðar
kartöflur hingað til.“
Arni segir að um leið og gæðin uppfylli ekki
kröfur Nýkaupa muni innflutningur vera tek-
inn til skoðunar. „Við munum þá bjóða fólki
upp á þessa valkosti þrátt fyrir háa tolla. En
höldum í þá von að uppskeran berist bráðum."
Ósanngjörn umræða
Sigurbjartur Pálsson kartöflubóndi á
Skarði í Þykkvabænum segir umræðu um slök
gæði kartaflna vera ósanngjarna. „Kartöflum-
ar em vissulega ekki eins og nýjar en kæli-
geymslur era orðnar það góðar að það er mjög
viðunandi ástand miðað við að það er kominn
20. júlí.“
Sigurbjartur segir að alltaf sé eitthvað um
að kvartað sé við heildsölufyrirtæki en þær
kvartanir hafi ekki borist til framleiðenda.
„Við eram að kljást við hýðissjúkdóma sem
ágerast í geymslunum en þeir gallar sem fólk
sér era gallar í hýðinu sem er kannski það
eina sem fólk ætlar ekki að borða. Það sem er
innan í er ágætt." Sigurbjartur segir að kart-
öflumar eyðileggist með vorinu hjá þeim
bændum sem ekki hafi nægilega góða
geymslu og þeir detti sjálfkrafa út úr sölunni.
„Það era nú ekki nema 15-20 ár síðan farið var
að setja kælibúnað í geymslur þannig að við
erum að prófa okkur áfram.“