Morgunblaðið - 21.07.1999, Side 21

Morgunblaðið - 21.07.1999, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 21 Málamiðlun hjá WTO Supachai tekur við af Moore eftir þrjú ár Genf. Reuters. EFTIR margra mánaða deilur komust aðildarríki Heimsviðskipta- stofnunarinnar (WTO) loks að sam- komulagi um það í gær að Mike Moore, fyrrverandi forsætisráð- herra Nýja Sjálands, yrði næsti framkvæmdastj óri WTO. Hann mun gegna stöðunni næstu þrjú árin en þá tekur Supachai Panitchpak- di frá Taílandi við stöðunni og gegnir henni í þrjú ár, skv. málamiðlun sem sæst var á í gær. Verður boðað til formlegs fundar seinna í vik- unni til áð staðfesta þetta óvenjulega sam- komulag. Fyrir fundinn í gær tryggði Krirk-Krai Jarapaet, sendiherra Taílands, að enginn vafi léki á um niður- stöðu hans. Sagði hann þá við fréttamenn að Supachai, sem um þessar mundir er aðstoðarforsætis- ráðherra Taílands, hefði ekkert á móti því að koma á eftir Moore. „Samkomulag er í höfn,“ sagði ónefndur fulltrúi hjá WTO. „Engin mun mótmæla þessari málamiðlun, þótt reyndar enginn hafi heldur lýst sérstakri ánægju með hana,“ sagði talsmaður WTO. Venjulega er framkvæmdastjóri WTO útnefndur til fjögurra ára og getur síðan sóst eftir því að sitja lengur. I ár deildu menn hins vegar hart um hvort Moore eða Supachai skyldi verða arftaki Renatos Ruggi- eros frá Italíu, og kom til harka- legra orðaskipta milli stuðnings- manna Moores og Supachais á fund- um WTO í apríl og maí. Vestræn ríki studdu flest framboð Moores en Supachai naut víðtæks stuðnings meðal fulltrúa þróunarlanda. I júní stakk fulltrúi Bangladesh loks upp á þeirri málamiðlun, sem nú hefur verið samþykkt, og óx fljótt mjög stuðningur við hana enda töldu aðildarríki WTO bráð- nauðsynlegt að leysa deiluna. Mike Supachai Moore Panitchpakdi Margot Wall- ström vill EMU- aðild Svíþjóðar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SVIAR eiga að gerast aðilar að Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu, EMU, álítur Margot Wall- ström, nýútnefndur fulltrúi Svía í framkvæmda- stjóm ESB. Wall- ström var áður fé- lagsmálaráðherra en lét þá ekki skoðun sína í Ijós þar sem sam- komulag er um það innan sænsku stjórnarinnar, að ráðherrar segi hvorki af né á um EMU-aðild. A fyrsta blaðamanna- fundi sínum í Brussel notaði Wall- ström hins vegar tækifærið til að segja álit sitt á aðildinni. Það hefur löngum verið vitað að jafnaðarmaðurinn Wallström væri höll undir EMU-aðild. Rök sín nú sagði hún vera stjómmálalegs og efnahagslegs eðlis. Það gagnaðist bæði myntbandalaginu að öll ESB- löndin væm með og eins gagnaðist það efnahag Svía að vera með. Flokkurinn sundraður í samtali við sænska útvarpið seg- ist hún hafa virt samkomulag stjómarinnar um að tala ekki út um EMU-aðild en sem fulltrúi í frarm kvæmdastjórninni gilti öðm máli. I máli hennar fólst gagnrýni á sænsku stjómina fyrir að ræða ekki aðildarmálin. Þögn hennar væri dragbítur á alla umræðu í Svíþjóð. Þegar leitað var álits Margarethu Winberg félagsmálaráðherra sagði hún að það væri einmitt drepandi Margot Wallström EVRÓPA^ fyrir umræðuna, að ráðherrar kæmu fram og segðu fólki hvað það ætti að álíta. Betra væri að fólk myndaði sér sjálfstæðar skoðanir og ráðherrarnir kæmu síðan fram með sínar skoðanir þegar Jafnaðar- mannaflokkurinn hefði tekið af- stöðu. Flokkurinn er mjög sundrað- ur í afstöðu sinni þótt búast megi við að stuðningur við EMU nái í gegn á endanum. W £; :.iij W 9 9 ^ 7 W f && hornum á frábæru verði ,6^ Gagnvarvn 15 ára g Hja okkur eru Visa- og Euroraösamningar ávísun á staðgreiðslu Sími 581-2275 H 568-5375* Fax568-5275 Dagskráin í hálfan mánuð Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Halldóru Björnsdóttur á rás 1 þar sem rætt er við hana um gildi hreyfingar, umijöllun um leikkonuna Kirstie Alley, sem meðal annars lék í Staupasteini f mörg ár, fjallað er um Hálandaleikana í sumar, yfirlit yfir beinar útsendingar frá íþrótta- viðburðum, kvikmyndadómar, fræga fólkið og stjörnurnar, krossgáta og fjölmargt annað skemmtilegt efni. Hafðu Dagskrárblað Morgunblaðsins alltaf til taks nálægt sjónvarpinu! Þú sérð dagskrá sjónvarps- og útvarpsstöðva næsta hálfa mánuðinn í Dagskrárblaði Morgunblaðsins sem kemur út með Morgunblaðinu í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.