Morgunblaðið - 21.07.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 35^
MINNINGAR
alveg ótrúlega mikla þjálfun út úr
þessu. Mig langar sérstaklega að
minnast á einn hest sem Andrés
átti á þessum tíma og mér finnst
enn vera skemmtilegasti hestur
sem ég hef komið á bak. Hann var
kallaður ýmsum nöfnum eins og til
dæmis Tangó, Buddi gamli eða
slíkt en var upphaflega skírður
Hrafn. Hann brokkaði eingöngu,
en hvílíkt brokk. Fangreistur með
hringaðan makka og hágengur,
með þennan draumavilja sem ég
hef hreinlega ekki fundið í öðru
hrossi. Og að sjá þá félaga í mýrun-
um á eftir kindum með Sám gamla
sér til aðstoðar fékk mann svo
sannarlega oft til að stara. Reynd-
ar hafði Andrés lag á að ná út úr
honum gangtegund sem ekki hefur
fundist í öðrum hesti og því festist
Tangó-nafnið við hann. Andrés hef-
ur alltaf átt góð hross og þau hafa
verið hans helsta áhugamál í gegn-
um tíðina. Svo vel hugsaði hann um
þau að mörgum fannst kannski nóg
um, en hann vildi hafa þá vel alda
og sterklega, sem þeir líka voru og
eru. Hann hafði reyndar stundum á
orði að við þyrftum að hafa með
okkur magnýl eða eitthvað róandi
þegar við komum að skoða hestana,
svo magnaðir væru þeir.
Andrés var organisti við Mið-
dalssókn um áratugaskeið og var
alltaf mikið fyrir tónlist. Hann
söng einnig með kórnum annað
slagið ef svo bar við og víst er að
skarð hans þar verður vandfyllt.
Hann sat í hreppsnefnd nokkur ár
og á sínum tíma var hann formaður
ungmennafélags Laugdæla og var
hann gerður að heiðursfélaga þess
á 90 ára afmæli félagsins á síðasta
ári. Hann var einn af stofnendum
Lionsklúbbs Laugardals, var virk-
ur félagi um 15 ára skeið og gegndi
þar mörgum trúnaðarstörfum. Það
væri hægt að skrifa margar blað-
síður um hreystiverk Andrésar en
hann var heljarmenni á sínum
tíma. Það var oft ótrúlegt að sjá
hann, kominn á efri ár, handleika
þunga bagga eins og kodda eða
halda böldnum hestum sem folöld
væru. Ég hef líka heyrt margar
sögur af honum frá mönnum sem
hann vann með á árum áður. Þessi
hreysti hefur eflaust hjálpað hon-
um mikið eftir að hann veiktist fyr-
ir nokkrum árum og missti þá mik-
inn mátt öðrum megin. En hann
barðist fyrir heilsunni og hóf að
stunda sund og leikfimi af miklum
móð og sá að nokkru leyti um að
gefa hrossunum á Hjálmsstöðum.
Páll Pálmason og hans fjölskylda
tóku við búinu af afa heitnum og
fyrir nokkrum árum einnig af
Andrési. Mikill samgangur er þama
á milli og víst er að missir þeirra er
mikill. Svo lengi sem ég man eftir
og nokkuð lengur en það hefur Þór-
dís Pálsdóttir systir hans búið hjá
honum á Hjálmsstöðum og hefur sú
sambúð reynst einstaklega vel. Það
verður skrýtið að koma austur eftir
og fá kaffi hjá Dísu án þess að
Andrés sitji líka við borðið. Ég
votta henni mína dýpstu samúð sem
og bræðrum hans, þeim Ásgeiri og
Hilmari, auk allra annarra aðstand-
enda og vina.
Fyrir hönd systkinanna í Torf-
holti,
Pálmi Hilmarsson.
Ég verð alltaf þakklát forsjóninni
fyrir að hafa átt Andrés frænda
minn að vini og velgjörðarmanni frá
því ég man fyrst eftir mér og fá að
auki notið handleiðslu hans stóran
hluta ævi minnar.
Það er erfitt fyrir mig að lýsa
Andrési án þess að það sýnist mærð
fyrir þá sem ekki þekkja til. Sjálfri
þótt mér hann fallegastur manna,
en vera má að ljúfmennska hans,
sem seitlaði inn í bamunga vitund
mína, hafi ráðið nokkru um þetta
álit, þótt það entist mér alla tíð.
Andrés var hreystimenni og glæsi-
legur bæði að innan og utan, hann
var karlmannlega vaxinn, fríður
sýnum og svipur hans allur bar vott
um þá góðvild sem innra bjó. Þá var
hann glettinn og gamansamur, orð-
heppinn, frásegjandi prýðilegur og
afbragðsgóður hlustandi. Hann
hafði skemmtilega eftirhermuhæfi-
leika og kom vel auga á hið kímilega
í fari samferðafólks, en aldrei man
ég þó eftir að hann hæddi neinn
með þessari leikni sinni. Hann við-
hélt líka ýmiskonar orðum og orða-
tiltækjum sem manni þóttu
skemmtileg. Það var oft hlegið með
Andrési. Hann var einnig afar bam-
góður, félagslyndur, tónelskur og
hafði gaman af söng. Því var engin
tilviljun að margir kunningjar og
vinir lögðu leið sína á hans fund.
Ég var ekki há til hnésins þegar
ég tók að dvelja hjá Andrési frænda
mínum og ömmu og afa á Hjálms-
stöðum við atlæti gott, en þar
bjuggu þeir félagsbúi sitt á hvorum
bænum Andrés og bróðir hans
Pálmi og Ragnheiður kona hans
sem eignuðust sex börn ýmist á
sama eða svipuðum aldri og ég. Þar
sem örstutt var á milli bæja skorti
mig ekki félagsskap og var á þess-
um árum lagður grunnur að vináttu
við þetta frændfólk mitt allt sem ég
trúi að endist okkur alla tíð.
í minningunni finnst mér að leikj-
um okkar krakkanna, já og Snorra-
staðakrakkanna líka, væri best lýst
með því að vísa í Hlíðarendakotið
hans Þorsteins. Sjálfsagt hafa þessi
ærsl okkar iðulega verið allhávær
og umgengni misjöfn á vettvangi en
aldrei minnist ég þess að hafa heyrt
snuprur frá frænda mínum í eitt
einasta skipti, en hinsvegar gat
maður fengið hrós fyrir það eitt að
haga sér ekki illa.
Samvista minna með öllu þessu
frændfólki á bemsku- og æskuárun-
um er mér sérlega ljúft að minnast.
Samkomulagið milli bæjanna var
með meiri ágætum en ég reyni að
lýsa, en umhyggja þeirra Pálma-
barna og barna þeirra fyrir Andrési
og hjálpsemi við þau gömlu systkin,
ekki síst þessi síðustu og erfiðu ár,
lýsa því betur en löng ræða
hverslags tengsl urðu á milli
Andrésar og þeirra bama sem áttu
því láni að fagna að alast upp í ná-
vist hans.
Foreldrar Andrésar bjuggu hjá
honum alla tíð eftir að hann tók við
búinu. Faðir hans dó 1958. Eftir það
bjuggu þau saman mæðginin uns
hún gerðist ellimóð, þá flutti Þórdís
systir hans aftur að Hjálmsstöðum
og studdi móður þeirra síðasta spöl-
inn, eða þar til hún lést 1971.
Andrés og Þórdís hafa í rúma
þrjá áratugi haldið saman heimili. í
sameiningu héldu þau uppi því and-
rúmslofti, léttleika, hlýju, gestrisni
og höfðingsskapar sem jafnan ríkti
á Hjálmsstöðum. Þó að bæði væm
þau systkinin einhleyp þá vom þau
miklu líkari stórfjölskyldufólki, sem
ætti hóp af krökkum, svo margir
létu sig varða velferð þeirra. Það
sýndi sig best þegar þörf varð fyrir
aðstoð hve bamhópurinn þeirra er
stór.
Andrés lét af hefðbundnum bú-
skap 1982, en hélt þó áfram hesta-
búskap allt til loka. Hann var raun-
ar hestamaður mikill alla tíð og átti
iðulega úrvals gæðinga. Segir það
nokkuð um umgengni hans við
þessa ferfættu vini sína, að þeir
komu gjaman skokkandi til hans
þegar hann kom í námunda við þá í
haganum.
Hér er góður maður genginn.
Hann tilheyrði þeirri kynslóð þar
sem dugnaður, samviskusemi og
heiðarleiki þóttu mannkostir. Enda
naut Andrés vinsældar og virðingar
nágranna og annarra sem hann átti
samskipti við og ég þori að fullyrða
að á sínum 80 ára æviferli hafi hann
aldrei eignast óvildarmann, ekki
einu sinni um stundarsakir.
Ég og fjölskylda mín kveðjum
góðan frænda með þökk og virðingu
og blessum minningu hans.
Rósa Hilmarsdóttir.
Þegar við kveðjum Andrés Páls-
son föðurbróður okkar koma fram í
hugann ótal myndir og minningar.
... ískrið í járnfötunni og gufan
sem steig upp af volgu vatninu,
fjósatími ... Splunkunýir hvítbotna
gúmmískór úr grænum kassa við
hliðina á öðrum stærri ... Bóndinn
sem kenndi okkur að bera virðingu
fyrir lífinu og landinu ... Hlaup á
eftir lömbum og hann á harða
hlaupum upp um fjöll og firnindi,
óþreytandi ....Ég hef gaman af
öllu ungviði," sagði hann er hann
lék sér við nýfætt folald-
ið ... Barnakarlinn. Hvernig hon-
um tókst að hæna að sér sérhvert
barn sem inn á hans heimili kom
með sínum sérstaka
hætti ... Hestamaðurinn. þeysandi
á Rauð eða Grána í sportbuxum í
reiðstígvélum og sjálfsagt mál að
lofa ungum frænda að koma
með ... Lærimeistarinn, sem
kenndi okkur hrífutökin, kenndi
okkur að aka allskyns farartækj-
um, kenndi okkur að tala við dýrin
og þá sérstaklega við hestana. Við
erum vissir um að dýrin skildu
hann ... Listamaðurinn og org-
anistinn. Flýta sér að mjólka svo
við gætum flutt gamla stofuorgelið
hans út í Miðdalskirkju fyrir messu
- á kerrunni. Stórar og hrjúfar
hendur sem fóru um orgelborðið og
göldruðu fram fagra tóna hvort
sem var fúga eftir Bach eða sálm-
ur, já eða hvað sem var. Virðingin
fyrir tónlistinni. Lækka í útvarpinu
og ganga hljóðlega um. Andrés var
að æfa sig á orgelið ... Gestgjafinn
sem aldrei læsti sínu húsi ef ein-
hver skyldi droppa inn, - vonandi
sem flestir kæmu í dag ... Gleði-
maðurinn og söngmaðurinn sem
söng bassalínuna og sá auðvitað
um undirspilið ... Ættfræðingur-
inn sem tímunum saman gat velt
fyrir sér skyldleika
fólks ... Húmoristinn og eftir-
herman sem kom öllum í gott skap
sem nálægt honum voru ... Sjó-
maðurinn. Mynd í stofunni af tog-
aranum Garðari GK sagði meira en
mörg orð ...
„Mér leið líka vel í gær og yfir-
leitt hefur mér alltaf liðið vel,“ sagði
hann helsjúkur maðurinn nokkrum
dögum fyrir andlát sitt þegar við
höfðum orð á því að hann liti betur
út í dag en í gær.
Nú vitum við að honum líður vel
og hafi hann þökk fyrir allt og allt.
Páll, Gaukur og Stefán.
Andrési frá Hjálmsstöðum bregð-
ur víða fyrir í bemskumyndum min-
um, tíðum í hópi systkina sinna og
annarra frænda og fjölskylduvina á
góðum stundum og glöðum. Þá var
gjarna tekið lagið, en þetta fólk allt
söngelskt og söngvant í besta máta.
Þegar þær stundir eru rifjaðar upp
í löngum fjarska er minnisstætt hví-
líka mergð laga og texta fólkið hafði
á hraðbergi en ekki síður hitt að
þarna voru allir jafnir, enginn dró
sig beinlínis í hlé en þó enn síður
hitt að nokkur tranaði sér fram. Það
er dýrmætt að hafa fengið að kynn-
ast og alast upp við þessa gömlu,
góðu hefð sem því miður er mjög á
undanhaldi eða í öllu falli mikið
breytt.
Þegar á þeim tíma var framkoma
Andrésar mótuð og lífsstefnan ráð-
in. Hann hafði lokið búnaðarnámi,
verið á togurum þar sem rúm hans
þótti fullskipað en gerðist nú
bóndi. Laugardalurinn var á þess-
um árum allt að því afskekkt
byggðarlag og ferðir þangað mun
meira fyrirtæki en síðar varð.
Flestir samferðamenn kynntust
Andrési sem bónda á Hjálmsstöð-
um og þar naut hann sín á þann
gjörsamlega eðlilega og áreynslu-
lausa hátt sem gjarna einkenndi ís-
lenska bændur. Hann fylgdist með
hræringum tímans, var hæfilega
greiður til þáttöku í þeim breyting-
um á búskaparháttum sem sívax-
andi tækni og bættar samgöngur
ollu. Ein kynslóð af annarri óx úr
grasi allt í kringum hann og var ein
ánægja hans að sjá frændafjöld ná
nokkrum þroska.
Tvö voru helst hugðarefni
Andrésar ásamt með búskapnum,
hestamennska og tónlistariðkun.
Hið fyrra er mér lítt kunnugt en
veit þó að á þeim vettvangi átti
hann góða vini og félaga.
Andrés spilaði prýðisvel á orgel
og var um langt árabil organisti í
Miðdalskirkju og víðar. Á þeim ár-
um var litið á starf þetta nánast sem
þegnskylduvinnu sem unnin var af
áhuga og einu launin sú ómælda
ánægja sem organistinn oftast hafði
af starfinu. Sveitungar og sam-
starfsmenn Andrésar í kirkjulegu
starfi sýndu reyndar í verki að ein-
lægt framlag hans var mikils metið.
Arið 1991 vorum við Andrés
ferðafélagar í organistaferð til
Frakklands og Italíu. Áhersla var
lögð á að skoða höfuðkirkjur og org-
el þeirra en einnig voru heimsóttir
helstu sögustaðir, söfn, sóttir tón-
leikar o.s.frv. Var þessi ferð svo
fróðleg og skemmtileg sem hugsast
má og okkur Andrési óþrjótandi
umræðuefni jafnan síðan. I ferðinni
kom glöggt í ljós fróðleiksfýsn og
áhugi hins vakandi manns. Ér mér
einkar minnisstætt þegar við tveir
drógum okkur nokkuð út úr hópi í
þeirri frægu borg Pompei og reynd-
um að sjá fyrir okkur mannlífíð í
borginni um það bil sem bliku dró á
loft.
Andrés var heimsmaður sem
naut sín jafn vel á breiðstrætum
Parísar og torgum Rómarborgar
sem á hlaðinu heima. Gleði hans var
hógvær og tamin og kurteisi hans
óbrigðul.
Mörg undanfarin ár hefur ekki
verið látið hjá líða að skreppa aust-
ur að Hjálmsstöðum og eiga dags-
stund með Andrési og Dísu. Þessum
línum er fyrst og fremst ætlað að
koma á framfæri þökkum fyrir
elskulega frændsemi og vináttu sem
ég hef alla tíð sótt í þeirra garð.
Dísu frænku, Hilmari og Geira
vottum við Ida og allt okkar fólk
samúð og hluttekningu.
Minning Andrésar Pálssonar
verður mér ætíð kær og nálæg.
Jón Þ. Björnsson.
Genginn er á fund feðra sinna
höfðingi mikill og góður drengur,
Andrés Pálsson, bóndi, Hjálmsstöð-
um í Laugardal.
Það var haustið 1939 sem leiðir
okkar Andrésar lágu saman á
mennta- og menningarsetrinu Hól-
um í Hjaltadal ásamt um tuttugu
öðrum ungum mönnum. Að sjálf-
sögðu var þessi vaska sveit þarna
mætt með það að markmiði að nema
búvísindi og rækta landið. Síðan
þetta var eru senn 60 ár. Já tíminn,
þetta ósýnilega, hefur liðið fram án
þess að festar verði á hann nokkrar
hömlur og við sem vorum ungir
1939 erum nú orðnir vel við aldur og
margur lokið veru sinni hérna meg-
in tjaldsins. Þetta eru víst engin ný
vísindi, aðeins kaldur raunveruleiki
á gangi lífsins. Fljótlega veittu fé-
lagar Andrésar honum athygli fyrir
hve þróttmikill hann var, líflegur og
frjáls í fasi, hann var spaugsamur
og frjór í ýmsum græskulausum
uppátektum. I knattspyrnu var
hann erfiður andstæðingur, þá var
hann vel liðtækur til annarra
íþrótta og ganga á höndum var hans
sérgrein. Næstu þrjú misseri áttum
við þarna samleið, við nám, starf og
leik. En margt fer á annan veg en
til er stofnað því meir en helmingur
þessa hóps gaf sig að öðrum störf-
um en að yrkja landið. Andrés gerði
lykkju á leið sína að loknu búfræði-
prófi og gerðist sjómaður, dáða
drengur um tíu ára skeið þar sem
hann kynntist háska hafsins og m.a.
varð hann fyrir því áfalli að skip
hans var keyrt niður og þrír félagar
hans fórut. Þó „Ægir“ gæfi gull í
mund þá stóð hugurinn til sveitar-
innar og heim í Laugardalinn þar
sem vagga hans var og að því kom,
um 1950, að hann flutti heim á feðra
slóð og hóf búskap á Hjálmstöðum,
þar sem hann undi hag sínum nán-
ast til hinstu stundar og naut ilms-
ins úr jörðu og niðar lækjarins
ásamt hinu venjulega amstri og
striti einyrkjans í landbúnaði fyrir
hinu daglega brauði. Hann hafði
mikla ánægju af hestum og búinn að
eiga margan léttfættan fákinn og
naut sín að þeysa um lendur lands-
ins á „þarfasta þjóninum", sem eitt
sinn var. „Bóndi er bústólpi og bú
er landstólpi" stendur þar og víst er
að Andrés hefur verið sómi sinnar
stéttar og stólpi í sinni sveit, þar
sem hann var virkur þátttakandi í
ýmsum sveitarmálum, þ.á m. í
sveitarstjóm, og kirkjuorganisti var
hann í áratugi og hóf það starf
raunar innan við tvítugsaldurinn og
var hann góður tónlistarmaður og
samdi lög sér til dægrastyttingar og
ánægju. Ohætt er að segja að um-
ræddur árgangur Hólasveina héldi
ótrúlega vel saman eftir að skóla^.
lauk og lengi vel komum við samari '
með ákveðnu árabili og mun Andrés
venjulegast hafa verið með þeim
fyrstu að tilkynna komu sína á þessi
mót. Þar hélt hann uppi stemmn-
ingunni með söng og glensi. Ein-
hvern tímann snemma á vordögum
frétti ég af Andrési á hjúkrunar-
heimili Rauða ki’ossins í Reykjavík
og gerði ég mér ferð þangað til að
hitta þennan skólabróður minn,
eitthvað hafði Andrés vikið sér frá
svo það fórst fyrir að fundum okkar
bæri saman. Kannski hefur þessi
misheppnaða ferð orðið mér hvatn
ing til þessara kveðjuorða, sem mér
er að sjálfsögðu ljúft að senda. Hér
er ekki ætlunin að segja ævisögu
Andrésar Pálssonar heldur örfá orð
og minningarbrot um þennan eftir-
minnilega félaga. Þó ég hafi ekkert
umboð þá leyfi ég mér að senda
hinstu kveðju frá þeim skólabræðr-
um sem enn eru ofar foldar, með
kærri þökk fyrir ánægjuleg kynni.
Við kveðjum þig með virðingu,
gamli félagi og biðjum þann sem
öllu ræður að blessa þig og varð-
veita. Aðstandendum færum við
samúðarkveðjur.
Guðmundur Jóhannsson.
Andrés Pálsson, bóndi frá
Hjálmsstöðum í Laugardal, er lát-
inn. Kynni mín af Andrési hófust
árið 1960 þegar ég var aðeins 11 ára
gamall og „fór í sveit“ til Andrésar.
Eg er ekkert skyldur Andrési, en
Ásgeir bróðir hans, þá kennari í
Breiðagerðisskóla, valdi mig úr
bekknum til að gerast snúninga-
strákur hjá honum. Þetta var í
fyrsta skipti, sem ég fór einn að
heiman og var því hálfkvíðinn, en
það var alveg ástæðulaust. Andrés
var sérstakt góðmenni og allt heim-
ilisfólkið tók mér tveim höndum.
Böm og unglingar hændust að
Andrési. Þetta varð eins og mitt
annað heimili og er enn. Það fer
aldrei úr huga mér hvemig Andrés
tók mér strax sem jafningja, þrátt
fyrir mikinn aldursmun.
Það væri hægt að skrifa heila bók
um Andrés, en ég læt nægja að
minnast á nokkur atriði, sem koma
upp í hugann á þessari stundu. Fyr-
ir mig borgarbamið, var það eins og
að koma í annan heim að koma að
Hjálmsstöðum. Kímni Andrésar,
skaplyndi heimilisfólksins og kyrrð-
in í sveitinni var svo holl manni, að
það var eins og að hafa verið í löngu _
fríi eftir að hafa verið þar í einn^
dag.
Ég hef í gegnum tíðina komið
með marga, bæði útlenda og inn-
lenda menn til Andrésar og ekki
hefur skort á góðar móttökur.
Margir þeirra útlendinga, sem
komu að Hjálmsstöðum, hafa haft
samband við mig og minnast þá sér-
staklega á heimsóknina að Hjálms-
stöðum.
Ég kom með tvo vini mína til
Hjálmsstaða sumarið 1970 og vor-
um við í tjaldi fyrir neðan bæinn.
Við dvöldum í þrjá daga og var
margt gert, farið í reiðtúr og hjálp-
að til við bústörf. Um veturinn fór-
um við með Andrés í Þjóðleikhúsið^-
en þá var Randver, annar vina
minna, að leika í Höfuðsmanninum
frá Köpenick. Síðan skemmtum við
okkur fram á rauða nótt. Þótt þrjá-
tíu ára aldursmunur væri á okkur
þremur og Andrési skipti það engu
máli því Andrés var ávallt ungur í
anda.
Ég hef reynt að komast austur til
Hjálmsstaða eins oft og hægt hefur
verið og fór á næstum öll þorrablót í
Laugardalnum með Andrési.
Andrés var glæsilegur á velli og
afburða hraustmenni og fáir hans_.
líkar. Ég þakka fyrir að fá að kynn^
ast honum og sendi öllu hans fólki
mínar innilegustu samúðarkveðjur
og tala ég þar fyrir hönd fjölskyldu
minnar.
Steinn Halldórsson.
• Fleiri minninga.rgreinar um
Andrés Pálsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.