Morgunblaðið - 21.07.1999, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 39
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Leikjadagskrá
Laugarnes-
kirkju
I dag, miðvikudaginn 21. júlí, verð-
ur leikjadagskrá í Laugameskirkju.
Þetta er nýr liður í safnaðarstarflnu
og verður vikulega á miðvikudögum
kl. 17.30-19 í sumar. Þessi leikja-
dagskrá verður í umsjá sóknar-
prests og æskulýðsfulltrúa og er
fyrir allan aldur. Það er því tilvalið
fyrir fjölskylduna að koma saman
og leika gömlu, góðu útileikina. Við
byrjum með stuttri helgistund í
kirkjunni en færum okkur svo út og
hefjum fjörið. Allir velkomnir.
Starfsfólk Laugarneskirkju.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl.
12.10 í safnaðarheimilinu. Orgel-
leikur á undan. Léttur málsverður
á eftir.
Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr-
irbænir kl. 18.
Laugarneskirkja. Leikjadagur
Laugarneskirkju kl. 17.30-19.
Sóknarprestur og æskulýðsfulltrúi
bjóða út í leiki á kirkjulóðinni.
Fjölskyldan öll velkomin.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund
kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimilinu.
Fella- og Hólakirkja. Helgistund í
Gerðubergi á fimmtudögum kl.
10.30.
Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel-
komnir. Tekið á móti fyrirbæna-
efnum í kirkjunni og í síma
567 0110.
Vídalínskirkja. Foreldramorgunn
kl. 10-12.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar-
stund i hádegi í kirkjunni kl.
12-12.30. Æskulýðsstarf, eldri
deild kl. 20-22 í minni Hásölum.
Kl. 20-21.30 íhugun og samræður í
safnaðarheimilinu í Hafnarfjarðar-
kirkju. Leiðbeinendur Ragnhild
Hansen og sr. Gunnþór Ingason.
Kletturinn, kristið samfélag.
Bænastund kl. 20. Allir velkomnir.
Hólaneskirkja, Skagaströnd.
Mömmumorgunn í Fellsborg kl.
10.
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og
ömmu,
JÓNU ÞURÍÐAR BJARNADÓTTUR,
Vallargötu 14,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A á
Heilbrigðisstofun Vestmannaeyja fyrir hlýja og notalega umönnun.
Guðmundur Ármann Böðvarsson,
Sigurleif Guðfinnsdóttir, Höskuldur Rafn Kárason
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
HAUKS SVEINSSONAR,
Langholtsvegi 154.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Hólmfríður Sölvadóttir,
Kristján Hauksson, fsafold Aðalsteinsdóttir,
Guðmundur V. Hauksson, Nanna H. Ásgrímsdóttir,
Edda Björk Hauksdóttir, Hartmann Ásgrímsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Óvænt
úrslit
SIGURSVEIT Hafnfírðinga: Páll Agnar Þórarinsson, Þorvarður F.
Ólafsson, Björn Fr. Björnsson, Sigurbjöm Björasson, Ásgeir P. Ás-
björnsson, Ágúst S. Karlsson og Láras Knútsson.
Dos Hermanas 1999
Nr. Nafn Sticj 1 2 3 4 5 6 7 8 Vinn. Röð
1 Michael Adams 2716 % 0 1Á 1/2 1/2 1 1 4 3.-5.
2 Viswanathan Anand 2781 1/2 Vz Vz Vz 1A 1/2 1 4 3.-5.
3 Peter Leko 2694 1 % 1/z Vz 1/2 1 1 5 1.
4 Anatoli Karpov 2710 1/2 1/2 1/2 1 1/2 1/2 % 4 3.-5.
5 Ivan Sokolov 2624 1/2 1Á 1/2 0 Vz 0 Vz 2,5 6.
6 Vladimir Kramnik 2751 Vz Vz Vz Vz 1/2 1 1 4,5 2.
7 Veselin Topalov 2700 0 Vz 0 1/2 1 ol lo 2 7.-8.
8 Jan Timman 2670 0 0 0 1Á 1/2 0 1 1 2 7.-8.
SKAK
Dortmund
SPARKASSEN-SKÁKMÓTIÐ
10.-17. júlí 1999.
ÓHÆTT er að segja að síðasta
vika hafi einkennst af óvæntum úr-
slitum í skákheiminum. Hinu gríð-
arsterka Sparkassen-móti í Dort-
mund lauk á laugardaginn. Fyrir
mótið var almennt talið að keppnin
um efsta sæti mundi standa á milli
þeirra Anands og Kramniks. Annað
kom þó á daginn og í lok mótsins
var Peter Leko einn efstur með 5
vinninga af 7 mögulegum. Komu
þessi úrslit á óvart enda var Leko
þriðji stigalægsti keppandinn.
Kramnik fylgdi honum þó fast á eft-
ir og endaði mótið með 414 vinning,
en Rramnik hefur ekki tapað skák í
Dortmund frá því 1992. Þriðja til
fímmta sæti deildu þeir Karpov,
Anand og Adams með 4 vinninga.
Úrslit mótsins má sjá meðfylgjandi
töflu.
Mótið vakti mikla athygli í þýsk-
um fjölmiðlum eins og ýmsir skák-
viðburðir sem þar hafa farið fram
að undanfömu. M.a. var sjón-
varpsstöðin WDR 3 með klukku-
stundar umfjöllun um skákmótið á
sunnudagskvöld auk þess sem
mikið var fjallað um mótið í þýsk-
um blöðum.
Ungverjinn Peter Leko varð
stórmeistari einungis 14 ára gamall
og þá hafði enginn náð þeim áfanga
svo ungur. Arið 1992 var hann
staddur í Dortmund og þá var hann
spurður hvað hann vildi verða.
Svarið var ákveðið: „Heimsmeistari
í skák árið 1999.“ Þá var hann
spurður hvort hann ætlaði að sigra
Kasparov, en Leko sem þá var 12
ára sagðist ætla að sigra Anand í
keppni um heimsmeistaratitilinn.
Algjörir yfírburðir Shirovs
gegn Judit Polgar
Alexei Shirov gerði sér lítið fyrir
og sigraði Judit Polgar með 5'A
vinningi gegn lh vinningi Polgar í
EuroTel-einvíginu. Þessi úrslit
koma mjög á óvart, sérstaklega þar
sem Judit er einn af sterkustu skák-
mönnum heims og er í 19. sæti á
skákstigalista FIDE. Shirov vann
fyrstu þijár skákimar og tryggði
sér sigur í einvíginu með jafntefli í
fjórðu skáldnni. Þrátt fyrir það voru
allar sex skákimar tefldar og
Shirov vann tvær síðustu skákimar.
Judit Polgar eygði von um sigur í
síðustu skákinni, en í tímahrakinu
fyrir fyrstu tímamörkin missti hún
af bestu leikjunum og þegar tíma-
hrakið var um garð gengið var ljóst
að taflið hafði snúist við.
Hafnfirðingar sigra í
hraðskákkeppni taflfélaga
Skákfélag Hafnarfjarðar sigr-
aði Taflfélag Reykjavíkur í úr-
slitaviðureigninni í Hraðskákk-
eppni taflfélaga á Suðvesturlandi.
Hafnfirðingar sigmðu með
minnsta mun og endaði keppnin
með 3614 vinningi S.H. gegn 3514
vinningi T.R. Þetta er í fyrsta
sinn sem Skákfélag Hafnarfjarðar
sigrar í keppninni auk þess sem
þetta er í fyrsta sinn sem félag ut-
an Reykjavíkur sigrar í keppn-
inni. Þessi árangur S.H. er mjög
góður, sérstaklega þegar haft er í
huga að þetta er í fyrsta sinn sem
félagið kemst upp úr 8 liða úrslit-
um.
S.H. byrjaði betur í viðureign-
inni og náði þriggja vinninga for-
skoti eftir tvær umferðir. T.R.-ing-
ar jöfnuðu í fjórðu umferð og vom
komnir með ágætis forskot í hálf-
leik, 20-16. Munurinn hélst svipað;
ur þar til í næstsíðustu umferð. I
henni sigmðu heimamenn 5-1 og
náðu eins vinnings forskoti. Loka-
viðureignin fór 3-3 og því sigruðu
heimamenn með minnsta mun. Ás-
geir P. Ásbjörnsson náði bestum
árangri Hafnfirðinga fékk 814 vinn-
ing. Bestum árangri T.R.-inga náði
Amar Gunnarsson með 9 vinninga.
Fram að þessu hafa Hellir og
T.R. skipst á um að sigra í þessari
keppni og hafa aldrei fyrr tapað
viðureign við önnur félög.
Góð byrjun Helga og Róberts á
tékkneska meistaramótinu
Helgi Áss Grétarsson og Róbert
Harðarson taka nú þátt í tékk-
neska meistaramótinu sem hófst á
föstudaginn. Þeir keppa báðir í
efsta flokki sem er opinn fyrir
skákmenn með a.m.k. 2.200 stig,
en þar eru 260 keppendur. Meðal-
stig keppenda em u.þ.b. 2.300 stig.
Þetta em töluverð viðbrigði fyrir
Róbert sem er nýkominn frá
Politiken Cup-skákmótinu þar sem
styrkleikamunur keppenda var
mjög mikill.
Tékkneska meistaramótið er í
raun skákhátíð með hvers kyns
skákviðburðum. Þátttakendur á
helstu skákmótum hátíðarinnar em
fjölmargir, eða á annað þúsund.
íslensku keppendurnir geta ekki
kvartað yfir árangrinum í fyrstu
umferðunum, en þeir unnu báðir
fyrstu tvær skákimar. Róbert
sigraði rússneskan alþjóðlegan
meistara í annarri umferð, Ramil
Hasangatin, en hann er með 2.449
stig.
Helgi Áss sigraði aftur í þriðju
umferð og var þar með kominn í
1.-8. sæti. Róbert tapaði hins veg-
ar og var í 37.-101. sæti með tvo
vinninga.
í fjórðu umferð gerði Helgi Áss
jafntefli við Rússann Evgeny
Alekseev og Róbert gerði jafntefli
við ungverska stórmeistarann Peter
Szekely. Helgi Áss er með 314 vinn-
ing í 1.-18. sæti á mótinu eftir fyrstu
fjórar umferðimar, en Róbert er í
47.-105. sæti með 214 vinning.
Sigurbjörn teflir á Englandi
Sigurbh’ni Bjömssyni var boðið
með stuttum fyrh-vara á alþjóðlegt
skákmót í Wakefield á Englandi.
Hann þurfti að hafa hraðar hendur
við undirbúninginn, en það tókst
og hann komst á mótið í tæka tíð.
Lítill undirbúningstími virðist
ekki hafa komið niður á tafl-
mennsku Sigurbjöms, því að
tveimur umferðum loknum er
hann efstur á mótinu með fullt hús
ásamt stórmeistaranum Keith Ar-
kell. í fyrstu umferð sigraði Sigur-
bjöm ensku skákkonuna Cathy
Forbes sem er alþjóðlegur meist-
ari. I annarri umferð sigraði hann
annan enskan skákmann, Peter
Gayson, en þeir Sigurbjörn era
jafnháir að stigum.
Lokasiagur VISA-
bikarkeppninnar
Nú liggur fyrir þátttakendalisti í
lokamóti VISA-stórbikarkeppn-
innar á Norðurlöndum, sem jafn-
framt er Norðurlandamótið í skák:
Hannes Hlífar Stefánsson
Þröstur Þórhallsson
Helgi Áss Grétarsson
Jonny Hector (Svíþjóð)
Ralf Ákesson (Svíþjóð)
Tiger Hillarp-Persson (Svíþjóð)
Simen Agdestein (Noregi)
Einar Gausel (Noregi)
Torbjöm R. Hansen (Noregi)
Heikki Westerinen (Finnlandi)
Heini Olsen (Færeyjar)
Peter Heine Nielsen (Danmörku)
Nikolaj Borge (Danmörku)
Lars Schandorff (Danmörku)
Keppendur verða því 14, en ekki
16 eins og upphaflega var áætlað.
Þeir Jóhann Hjartarson, Curt
Hansen og Jesper Hall sáu sér
ekki fært að taka þátt í mótinu.
Einar Gausel kemur inn í stað
Jesper Hall. Eftir þessar breyting-
ar er Svíinn Patrik Lyrberg fyrsti
varamaður.
Mótið hefst hinn 5. ágúst og því
lýkur 19. ágúst. Teflt verður á
hveijum degi, nema hvað 13. ágúst
verður frídagur. Teflt verður í
Gentofte skammt fyrir utan Kaup-
mannahöfii.
Hannes Hlífai- gæti reyndar
þurft að aflýsa þátttöku í mótinu
vegna heimsmeistarakeppninnar í
skák. Strax og hann kemst í aðra
umferð keppninnar er þ átttaka í
VISA mótinu í hættu.
Alþjóðleg bréfskákstig ICCF
Ný alþjóðleg bréfskákstig hafa
nú verið gefin út af ICCF, sem
era alþjóðleg samtök bréfskák-
manna. íslenskir skákmenn hafa
náð ágætum árangri á þessum
vettvangi og stigahæstir þeirra
era:
1. Bragi Þorbergsson........SM 2.553
2. Hannes Ólafsson................SM 2.538
3. Jón Á. Halldórsson.......AM 2.477
4. Vigfus Ó. Vigfusson....(AM) 2.476
5. Áskell Ö. Kárason ......AM 2.452
6. Jón Adólf Pálsson..............AM 2.446
7. Jón Kristinsson ..........AM 2.440
8. Sverrir Karlsson ...........2.424
9. Eggert ísólfsson ...........2.420
10. Gísli Gunnlaugsson ........2.403
Vigfús Óðinn Vigfússon hækkar
mest frá síðasta stigalista, eða um
81 stig.
Ralf Ákesson sænskur meistari
Stórmeistarinn Ralf Ákesson
sigraði á sænska meistaramótinu
sem fram fór í Lidköping dagana
3.-18. júlí.
1. SM Ralf Ákesson..........2.535 10 v.
2. SM Jonny Hector .........2.505 9 v.
3. AM Stellan Brynell......2.488 8V4 v.
4. SM Thomas Emst...........2.409 8 v.
5. Peter Laveryd..........2.400 714 v.
6. AM Robert Bator .........2.431 7 v.
7. SM Tom Wedberg ........2.487 614 v.
8. Christian Jepson ........2.373 6 v.
9. Emanuel Berg.............2.348 6 v.
10. AM Ari Ziegler .........2.404 5 v.
11. AM Jan Johansson .......2.360 5 v.
12. AM Robert Áström........2.452 5 v.
13. FM Johan Eriksson.......2.373 4 v.
14. Anders Olsson.........2.206 314 v.
Meðalstig keppenda vora 2.412
sem þýðir að mótið var í sjöunda
styrkleikaflokki. Tíu vinninga þurfti
til að ná stórmeistaraáfanga og Th
vinning til að ná alþjóðlegum
áfanga.
Eins og á norska meistaramót-
inu, sem sagt var frá hér í skák-
þættinum um daginn, var keppt í
öllum flokkum meistaramótsins
samtímis. Dennis Rylander varð
unglingameistari Svíþjóðar og
Bengt Andersson varð meistari í
flokki 60 ára og eldri.
Þegar aðalkeppninni var lokið
fór fram hraðskákmót Svíþjóðar,
en þar sigraði Emanuel Berg.
Daði Örn Jónsson
S
k