Morgunblaðið - 21.07.1999, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 41
i
A
Ytra-Skörðugili, eigandi auk Jó-
hanns er Magnús B. Magnússon.
Þá eru eftir þeir þrír heimsmeist-
arar íslendinga sem nýta sér þann
rétt að mæta tO að verja titilinn og
ekki tókst að tryggja sér sæti í lið-
inu með öðrum hætti. Skal þar
fyrstan frægan telja Sigurbjöm
Bárðarson en það þykja ávallt mikil
tíðindi þegar þessi keppnisjöfur
kemst ekki í landsliðið. Sigurbjörn,
sem er 47 ára, er sá liðsmanna sem
flesta sigra hefur unnið á BM/HM.
Hann keppti fyrst ‘77 í Danmörku
en vann sinn fyrsta titil í Noregi ‘81
á Adam frá Hólum er hann varð
Evrópumeistari í samanlögðu og
gæðingaskeiði, 250 metra skeiði. I
Austurríki ‘87 varð hann heims-
meistari í tölti á Brjáni frá Hólum
og var sá sigur mjög sætur. í
Hollandi ‘93 sigraði hann í fimm-
gangi, samanlögðu og gæðingaskeiði
á Höfða frá Húsavík og aftur í gæð-
ingaskeiði ‘95 í Sviss. A síðasta móti
bætti hann tveimur titlum við í safn-
ið á Gordon frá Stóru-Asgeirsá, í
samanlögðu og gæðingaskeiði. Á
þessum síðasttalda árangri flýtur
Sigurbjöm inn í liðið og hefur hann
breytt upphaflegri áætlun og hyggst
fara um næstu helgi utan og kanna
stöðu hestsins. Ef til kemur munu
Sigurbjöm og Gordon keppa í tölti,
fimmgangi, gæðingaskeiði og 250
metra skeiði og verða með í keppn-
inni um sainanlagðan sigurvegara.
Styrmir Árnason, sem er 29 ára,
mætir til leiks með Boða frá Gerð-
um en þeir sigraðu sem kunnugt er
í fjórgangi á síðasta móti. Styrmir
hleypti heimdraganum ungur og
óþekktur og fór hann til starfa í
Þýskalandi. Hefur hann skapað sér
gott nafn í Þýskalandi og náð þar
góðum árangri á stærri sem minni
mótum. Hann og Boði keppa aðeins
í fjórgangi en verjendur heims-
meistaratitla fá aðeins að keppa í
þeim greinum sem þeir hafa orðið
heimsmeistarar í. Boði er 10 vetra
undan Ófeigi frá Flugumýri og
Bylgju frá Vatnsleysu. Eigandi er
Nina Engel í Köln í Þýskalandi.
Vignir Siggeirsson, sem er ?? ára,
hefur á undanförnum áram skipað
sér á bekk með bestu reiðmönnum
landsins. Hæst ber árangur hans
með gæðinginn Þyril frá Vatns-
leysu, sem Vignir tamdi og reið síð-
ar á toppinn, fyrst í B-flokki á fjórð-
ungsmóti á Vindheimamelum 1993
og síðar á fjórðungsmóti á Gadd-
staðaflötum. Fyrir tveimur áram
unnu þeir svo Tölthornið til varð-
veislu til tveggja ára er þeir urðu
heimsmeistarar í tölti. Varð Vignir
þar með þriðji íslendingurinn til að
vinna þennan eftirsótta titil og
koma Tölthominu fræga heim.
Þyrill er 12 vetra undan Þyt frá
Enni og Dáð frá Kolkuósi.
Landsliðseinvaldurinn er sem oft
fyrr Sigurður Sæmundsson en hann
hefur manna oftast verið tengdur
landsliði íslands í hestaíþróttum,
ýmist sem keppandi eða liðsstjóri
eða landsliðeinvaldur eins og staðan
heitir í dag. Hann keppti á mótun-
um í Sviss ‘72, Austurríki ‘75, Dan-
mörku ‘77, Hollandi ‘79 og Austur-
ríki ‘87. Þá hefur hann verið lið-
stjóri/landsliðseinvaldur í Noregi
‘81, Þýskalandi ‘83, Danmörku ‘89,
Svíþjóð ‘91, Sviss ‘95 og Noregi ‘97.
Sigurður varð Evrópumeistari í
Danmörku ‘77 í fimmgangi og sam-
anlögðu og hefur átt góðu gengi að
fagna yfirleitt þegar hann hefur
tekið þátt í keppni. Þá er hann að
kveða sér hljóðs sem góður hrossa-
ræktandi á landsvísu. Sigurður býr
orðið yfir mikilli reynslu eftir öll
þessi mót sem hann hefur tekið þátt
í og sérstaklega þótti frammistaða
hans í stöðu landsliðseinvalds góð
þegar þeir tveir keppendur sem
hann valdi í liðið ‘97 urðu heims-
meistarar í tölti og fjórgangi. Valið
var mjög umdeilt en gagnrýnis-
raddir þögnuðu fljótt þegar eftii-
verðlaunaafhendinguna.
Atli Guðmundsson hefur verið
ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Sæ-
mundssonar en hann hefur fjórum
sinnum skipað sæti í landsliði Is-
lands á heimsmeistaramótum.
Alltaf verið í úrslitum fimmgangs
þegar hann hefur keppt en í eitt
skiptið forfallaðist hestur hans og
hann gat ekki tekið þátt í keppninni
HRAFN Hjartarson og Helga Bjömsdóttir vom kraftmikil og áberandi á gólfinu.
Góður árangur í
danskeppni á Italíu
GRÉTAR AIi Khan
og Jóhanna Berta
Bernburg voru
glæsileg á gólfinu.
IIAJVS
Alþjóðleg danskeppni
f Alassi», Ítalíu
Islenskir dansarar stóðu sig vel í
stórri alþjóðlegri danskeppni sem
haldin var um síðustu mánaðamót í
Alassaio, litlum strandbæ á Ítalíu,
stutt frá landamærum Frakklands.
KEPPNI þessi var nú haldin í 11.
skipti en það eru þau Anna og
Guido Maero sem standa að skipu-
lagningu og framkvæmd hennar.
Guido kvaðst mjög ánægður með
að íslensk danspör væra nú á með-
al þátttakenda og mundi ekki eftir
að svo hefði verið áður. Hann var
mjög leiður yfir því að ekki hefði
tekist að útvega íslenska fánann til
að hafa með hinum fánunum í
íþróttahöllinni, þar sem
danskeppnin fór fram, og bað okk-
ur að taka með fána næsta ár.
íslenskt par í
úrslitum í rúmbu
Keppnin hófst laugardaginn 26.
júní sl. á keppni í rúmbu í flokki
Unglinga II. Tuttugu og tvö pör
frá ýmsum löndum voru skráð til
keppni og var mikil stemmning í
íslenska hópnum þegar Grétar Ali
Khan og Jóhanna Berta Bem-
burg, Kvistum, gerðu sér lítið fyr-
ir og dönsuðu sig inn í úrslit og
höfnuðu þar í 6. sæti, en par frá
Slóveníu sigraði. Að sögn Grétars
AIi og Jóhönnu Bertu kom þessi
góði árangur þeim nokkuð á óvart
þar sem hitinn var mikill í íþrótta-
höllinni og þau ekki vön að dansa
við slíkar aðstæður. En þau vora
glæsileg á gólfmu og báru sig vel
ogjiað hefur án efa hjálpað þeim.
I flokki Unglinga I var á þess-
um fyrsta degi keppninnar keppt í
standard-dönsum. Þrjátíu og fjög-
ur pör voru skráð í keppnina og
náðu Hrafn Hjartarson og Helga
Björnsdóttir, Kvistum, þeim góða
árangri að komast í 14 para und-
anúrslit, en ítalskt par sigraði.
Hrafn og Helga dönsuðu vel í und-
anúrslitunum og höfðu mikla út-
geislun á gólfinu.
ftalarnir signrsælir
Keppt var í latín-dönsum í
flokki Unglinga II mánudaginn 28.
júní og tóku 49 pör þátt í henni.
Hilmir Jensson og Ragnheiður Ei-
ríksdóttii-, Gulltoppi, komust þar í
aðra umferð, þ.e. 26 para úrslit, en
þess má geta að í 13 para undan-
úrslitum dansaði íslensk stúlka,
Ásta Sigvaldadóttir ásamt dans-
herra sínum, Micky Chow. Ásta
flutti til Danmerkur fyrir ári og
dansar fyrir Danmörku. Þeim
Ástu og Micki hefur gengið vel að
undanfömu og era nú tvöfaldir
Danmerkurmeistarar. Þar var par
ÍSLENSKIR áhorfendur í Alassio hvöttu sitt fólk.
frá Ítalíu sem sigraði í þessari
keppni.
Þriðjudaginn 29. júní var keppt
í latín-dönsum í flokki Unglinga I
og komust Hrafn og Helga, Kvist-
um, þar í 24 para úrslit, en par frá
Italíu vann.
Keppt var í standard-dönsum í
flokki Unglinga II miðvikudaginn
30. júní og vora 49 pör þátttakend-
ur. Hilmir og Ragnheiður, Gull-
toppi, og Grétar Ali og Jóhanna
Berta, Kvistum, komust þar bæði
áfram í 25 para úrslit en þar við
sat. Sigurvegarnir vora frá Rúss-
landi.
Tíudansaþolraunin
Keppni í 10 dönsum, þ.e. 5
standard-dönsum og 5 latin-döns-
um var án efa erfiðasta þrautin í
ferðinni og ekki bætti úr skák að
hitinn var mikill og reyndi því
mikið á þol og úthald keppenda.
Fimmtudaginn 1. júlí kepptu
Hrafn og Helga, Kvistum, í 10
dönsum í flokki Unglinga I og
komust strax áfi-am í aðra umferð
og náðu síðan að dansa sig í 12
para undanúrslit. Hrafn og Helga
dönsuðu mjög vel þennan dag,
voru kraftmikil og áberandi á gólf-
inu. í úrslitunum var hart barist,
en sigurvegararnir vora ítalskir.
Tíudansaþolraunin beið para í
flokki Unglinga II föstudaginn 2.
júlí. Þrjátíu pör hófu keppnina og
komust Hilmir og Ragnheiður,
Gulltoppi, og Grétar Ali og Jó-
hanna Berta, Kvistum, áfram í 25
para úrslit. Grétar Ali og Jóhanna
Berta náðu 14. sæti en Hilmir og
Ragnheiður náðu þeim glæsilega
ái-angri að dansa sig inn 6 para úr-
slit og höfnuðu í 6. sæti. Hilmir og
Ragnheiður voru stór og áberandi
á gólfinu og dönsuðu vel. Þau
komu greinilega vel undirbúin til
þessarar keppni og árangurinn lét
því ekki á sér standa. Sigurvegar-
arnir vora frá Úkraínu.
Góður lokasprettur
Lokadagur keppninnar var
laugardagurinn 3. júlí og kepptu
þá pörin í flokki Unglinga II í
enskum valsi. Það er skemmst frá
því að segja að á verðlaunapallin-
um var töluð íslenska, því á eftir
pari frá Moldavíu, sem var í fyrsta
sæti, komu Hilmir og Ragnheiður
í öðra sæti og Grétar Ali og Jó-
hanna Berta í því þriðja. Ásta og
Micki frá Danmörku voru í fjórða
sæti. Sannarlega góður loka-
sprettur fyrir íslenska dansara í
annars langri og strangri keppni.
Keppnin í Alassio var undan-
tekningarlítið vel skipulögð og
dómaraniðurstöður bárast hratt
og vel og virtist tölvukerfíð, sem
sá um útreikning stiga, mjög hrað-
virkt og fullkomið, nokkuð sem oft
hefur verið ábótavant í keppni
bæði hérlendis og erlendis.
Islenskh' dansarar hafa greini-
lega tekið miklum framföram und-
anfarin misseri og hafa staðið sig
vel í keppni. Danspörin leggja
hart að sér bæði við æfingar og
fjáröflun og það verður spennandi
að fylgjast með árangri þeirra á
næstu mánuðum.
Aðalheiður Karlsdóttir
HILMIR og Ragnheiður, Gulltoppi, og Grétar Ali og
Jóhanna Berta, Kvistum. Glæsilegir fulltrúar íslands
í heimsmeistarakeppninni í Standard-dönsum.
Tvö íslensk pör
í Heimsmeist-
arakeppninni
HEIMSMEISTARAKEPPNIN í standard-döns-
um í flokki Unglinga II var haldin sunnudaginn
27. júní sl. í tengslum við alþjóðlegu danskeppn-
ina í Alassio á Italíu. Þetta er lokuð keppni og
þykir mjög sterk þar sem sérstaklega er boðið
tveimur bestu standard-danspöranum frá
hverju Iandi og vora 56 pör mætt til keppni.
Fyrir Islands hönd höfðu tvö íslensk pör
áunnið sér rétt til þátttöku, þau Hilmar Jensson
og Ragnheiður Eríksdóttir, GuIItoppi, og Grétar
Ali Khan og Jóhanna Berta Bernburg, Kvistum,
en þetta mun vera í fyrsta sinn sem Island send-
ir fulltrúa í keppni. Strax í upphafi keppninnar
var Ijóst að baráttan um heimsmeistaratitilinn
yrði hörð og sjaldan hafa jafnmörg pör dansað
jafnvel. Islensku pörin stóðu sig vel og náðu
Hilmir og Ragnheiður og Grétar Ali Khan og
Jóhanna Berta 27.-28. sæti. Það var par frá
Slóveníu sem hlaut heimsmeistaratitilinn og
voru þau vel að honum komin.