Morgunblaðið - 21.07.1999, Side 46
46 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR síðast fréttist af sumarbrids höfðu Gylfi Baldursson og ísak Örn
Sigurðsson tekið hæstu skor sumarsins. Með þeim á myndinni eru Þórður
Sigfússon og Torfi Ásgeirsson sem áttu hæstu skorina í andstæðar áttir.
Þá má og geta þess að fsak er í eldlínunni þessa dagana en hann er fyrir-
liði íslenzku sveitanna sem taka þátt f Norðurlandamótinu.
SL og Strengur mætast
í 3. umferð í bikarnum
Brids
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
ÞAU óvæntu úrslit urðu í 2. um-
ferð að sveit Jóhannesar Sigurðs-
sonar, Keflavík, sló út sveit Holta-
kjúklinga sem er að mestu skipuð
bikarmeisturum síðasta árs.
Minnstu munaði að sveit Almennu
verkfræðistofunnar, skipuð ung-
lingalandsliðinu sem spilar á NM,
sendi sveit ROCHE út í kuldann,
eða aðeins 6 impar. Aðrar stórsveit-
ir komust áfallalítið í 3. umferð en
þar eigast við:
notabene, Rvk - Jóhannes Sigurðs-
son, Keflavík
Hjálmar S. Pálsson, Rvk - Lands-
bréf, Rvk
Samvinnuferðir/Landsýn, Rvk -
Strengur, Rvk
ROCHE, Rvk-Jón Hjaltason, Rvk
Stilling, Rvk - Guðlaugur Sveins-
son/TVB16 Sig. Sigurjóns.
Ari Már Arason, Rvk - Hjördís Sig-
urjónsdóttir, Rvk
Kristján B. Snorrason, Borgamesi-
Olafur Steinason, Selfoss
Bjöm Theódórsson, Rvk - Þórólfur
Jónasson, S-Þing.
Síðasti spiladagur 15. ágúst
„Sagt hefur það verið
um Suðurnesjamenn...“
Eins og oft vill verða í bikarkeppn-
inni urðu óvænt úrslit í annarri um-
ferð. Sveit Holtakjúklings heimsótti
Suðurnesjamenn og urðu að játa sig
sigraða en leikurinn fór fram í fé-
lagsheimili bridsspOara á Suður-
nesjum sl. föstudagskvöld. Er
skemmst frá því að segja að heima-
menn tipluðu á tánum allan leikinn
og unnu allar lotumar og þar með
leikinn með 113 punktum gegn 76.
Eftirfarandi spil kom upp í þriðju
lotu þar sem sveit Holtakjúklings
hagnaðist um 18 punkta en hefði
getað tapað 12 ef rétt vöm hefði
fundist. Lesandinn situr í vestur
með þessi spil og á út eftir þessar
sagnir:
norður austur suður vestur
Guðl. Karl K. Örn Gunnl.
1 spaði Dobl 2 lauf 2 spaðar
6 lauf Pass Pass 6 hjörtu
7 lauf Pass Pass Dobl
Vestur
♦ 43
¥ ÁK10986
♦ KDG5
♦ 7
Gunnlaugur Sævarsson spilaði út
tígulkóngi, sem hlýtur að vera
nokkuð eðlilegt, en örskömmu síðar
hafði Öm Amþórsson hirt alla slag-
ina og skrifaði 2320 í sinn dálk á
skorblaðinu en allt spilið var svona:
Norður
A ÁKG982
»3
♦ -
* G108432
Vestur Austur
♦ 43
¥ ÁK10986
♦ KDG5
*7
Suður
♦ D106
¥ DG42
♦ Á10763
♦ 5
♦ 75
¥75
♦ 9842
♦ ÁKD96
Stígandi í sögnum var hægari á
hinu borðinu en þar gengu sagnir
þannig:
norður austur suður vestur
Arnór Ásm. Karl H. Anton
1 spaði pass 1 grand 2 hjörtu
3 lauf 3 hjörtu 5 lauf 5 hjörtu
6 lauf 6 hjörtu pass pass
dobl -
Umsjónarmanni þessa þáttar þótti
vænlegra að eiga töluna í þessu
pókerspili og tók 2 efstu í spaða,
spilaði svo laufi og fékk svo fjórða
slaginn í vöminni á hjartaþristinn
eftir beiðni um tígul frá meðspilara.
Þetta gaf 500 sem var lítið upp í
stóru töluna hinum megin. Samt
unnu Suðumesjamenn lotuna sem
sýnir sigurvilja þeirra eftir góða
byrjun í leiknum.
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Mánudaginn 12. júlí var spilaður tví-
menningur í Ásgarði, Glæsibæ, 22 pör
mættu. N/S Rafn Kristjánss. - Júlíus Guðmundss. 261
Albert Þorsteinss. - Auðunn Guðmundss. 233
Sigurleifur Guðjónss. - Hjálmar Gíslason 232
A/V Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss. 275
Bergljót Rafnar - Soffía Theodórsdóttir 235
Jón Andréss. - Guðm. Á. Guðmundss. 230
Miðlungur 216
Bridsfélagið Muninn, Sandgerði
Muninn hefur verið með eins
kvölds tvímenning hálfsmánaðar-
lega síðan um miðjan júní og hefur
mætingin verið heldur dræm og
skomm við á áhugasama spilara að
mæta og reyna að fá nýtt fólk með
sér.
Úrslit efstu para miðvikudaginn
30. júní urðu þessi.
Heiðar Sigurjónsson
- Vignir Sigursveinsson Einar Júlíusson 62
- Ævar Jónasson 60
Miðlungur var 60
Úrslit efstu para miðvikudaginn
14. júlí urðu þessi:
Trausti Þórðarson
- Guðjón Óskarsson Einar Júlíusson 81
- Ævar Jónasson 61
Lilja Guðjónsdóttir - Þórir 57
Miðlungur var 60
Næsta spilakvöld verður haldið
miðvikudaginn 28. júlí. Ps. Það er
alltaf heitt á könnunni.
Norðurlandamót yngri spilara
ÁHUGAMÖNNUM skal bent á
að allar upplýsingar um mótið verða
á netinu, slóðin er: http://www.is-
landia.is/~isbridge/Nordur-
landamot.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-13
frá mánudegi til föstudags
Aflatölur í lax-
veiðiám gefa
ranga mynd
GAMAN er að lesa fréttir
af veiði hér og þar um
landið, ekki er verra ef ein
og ein fluguveiðisaga fylg-
ir með. Fáránlegir þykja
mér hinsvegar þeir sam-
anburðartilburðir sem
stöðugt er verið að gera á
laxveiðinni í einstökum
ám landsins. Þar er fjöldi
laxa úr hverri á oftast tí-
undaður á síðum blað-
anna. Sá samanburður á
að mínu mati ekki rétt á
sér einn og sér, en hann
mætti hinsvegar gjarnan
fljóta með betri upplýs-
ingum. Ekki er hugað að
því hve langt er síðan
veiði hófst og á hve marg-
ar stangir er veitt!
Einu upplýsingarnar
sem mér finnst heiðarlegt
að bera saman milli áa er
lax veiddur á hvern stang-
ardag! Að bera saman
heildarveiðitölur úr ám
eins og t.d Rangánum og
Reykjadalsá í Borgarfjarð-
arsveit er eins vitlaust og
að bera saman fjölda ung-
linga sem fá hátt á sam-
ræmdum prófum í Reykja-
vík og í Borgarfjarðarsveit
og telja svo þá í höfuðborg-
inni miklu betur menntaða
af því að fleiri unglingar
finnast þar með hærri ein-
kunnir!
Eg tel að of margar
stangir séu í notkun á
hverjum tíma í mörgum
ánna okkar. Margar stang-
ir veiða marga laxa en
hver og einn veiðimaður
hefur htið pláss og fær fáa
fiska. Eg sem veiðimaður
er ekki síður að sækjast
eftir rólegheitum og næði
heldur en mörgum löxum,
en það er sá fylgifiskur
veiðimennskunnar sem
ekki verður soðinn en jafn-
ast á við ómældan afla. Að
tala um veiddan lax á
hvern stangardag hvetur
til fækkunar stanga í ánum
og hóflegra veiðiálags sem
er jákvætt gagnvart þeim
sem veiða, jafnt og lífríki
ánna.
Nei, þið sem skrifið um
þessi málefni í blöðin verð-
ið að velja ykkur annan
hátt á samanburði. Annað
er ekki skynsamlegt og
beinlínis ærumeiðandi
gagnvart minni vatnakerf-
um, glæsilegum laxveiði-
perlum sem skila færri
veiðimönnum, jafn mikilli
ef ekki meiri ánægju en
hinar stóru skila þeim
mörgu!
Með flugukveðju til
veiðimanna.
Sverrir Heiðar
Júlíusson,
Grenitúni, Hvanneyri.
Þakkir fyrir góða
þjónustu
ÉG undirrituð fer stund-
um með dóttur mína 10
ára á pizza 67 í Tryggva-
götu. Ég vil þakka fyrir
frábæra þjónustu, sér-
staklega varðandi dóttur
mína. Ég hef verið mjög
heppin með þjónustufólk
sem stjanar við hana,
samanber hvað þau komu
henni á óvart með skreyt-
ingu á kókglasi og þess
háttar. Ég held ég fari
rétt með að þau sem hafa
þjónað okkur heita Betty
og Kristján K. og vil ég
þakka þeim fyrir frábæra
þjónustu.
Hulda Vatnsdal.
Hjóna leitað
Á ÁRUNUM 1970-’75
komst ég í samband við
hjón sem bjuggu í Kópa-
vogi. Hún seldi flosmyndir
og hann teiknaði á mynd-
imar. Hjá þeim varð inn-
lyksa mynd af dóttur
minni þar sem hún var
með puddlehund í fanginu.
Vil ég biðja þessi hjón um
að hafa samband við mig í
síma 566 7074, Edda.
Þakkir fyrir góða
þjónustu
ÉG VIL senda stúlkunni
sem afgreiddi mig í Elko
kærar þakkir. Var hún ein-
staklega elskuleg og
hringdi fyrir mig í allar
áttir og vildi fyrir mig allt
gera. Ég hef aldrei fengið
svona góða þjónustu áður.
Kærar þakkir.
Ein 82 ára.
Tapað/fundið
Myndavél týndist
í Grímsnesi
MYNDAVÉL týndist í
Grímsnesi við veitinga-
staðinn í Þrastalundi. Vél-
in var uppi á bílnum þegar
ekið var af stað og hefur
því dottið fljótlega af. Þeir
sem hafa orðið varir við
vélina hafi samband í síma
564 3141.
Ferðaútvarpstæki
fannst á Jökuldal
LÍTIÐ ferðaútvarpstæki
fannst á Jökuldal 12. júlí
sl. Nánari upplýsingar í
síma 898 1721.
Dýrahald
Kettlingar óska
eftir heimili
TVEIR 3ja mánaða
fresskettlingar fást gefins.
Upplýsingar í síma
564 2697 og 869 4035.
SKAK
tveimur hrókum vann hvít-
ur auðveldlega.
Svartur gafst upp eftir
31. - Kxg3 32. Dd3+ - Kf4
33. Dxd5 - Had8 34. Df7+ -
Ke3 35. Dxa7+ - Kd2 36.
Df2+ - He2 37. Bcl+ - Kdl
38. Dfl+ - Hel 39. Df3+ -
He2 40. Bg5 - Hd4 41. Dc3!
Umsjón Margeir
Pétnrsson
STAÐAN kom upp á Politi-
ken Cup-mótinu í Kaup-
mannahöfn sem var að
Ijúka. Dagur Arn-
grímsson (1.725)
hafði hvítt og átti
leik, en Daninn Ar-
ne Karlsen (2.020)
var með svart.
24. Rxd5!! - cxd5
25. Hxh7! - Kxh7
26. Dxf7+ - Kh6
27. Dg7 - Kh5 28.
Bf3+ - Dg4 29.
Bxg4+ - Kxg4 30.
Dxg6+ - Kf3 31.
Dxa6 og með
drottningu og
biskup gegn
COSPER
NEI, framkvæmdastjórinn er í skíðaferðalagi í Sviss.
Víkverji skrifar...
EKKI stóð á svari frá Lands-
síma íslands þegar Víkverji
greindi frá hægfara skeyti frá
Norðurlandi tO Suðurlands í síðustu
viku og barst það samdægurs. Fer
svar hins árvökula upplýsingafull-
trúa Landssímans hér á eftir og
skal þakkað fyrir skjót viðbrögð:
„Víkverji fjallar í pistli sínum
miðvikudaginn 14. júlí um sím-
skeyti, sem var hálfan mánuð að
berast tO viðtakanda. Maðurinn,
sem staddur var í Reykholti, fékk
ekki skeytið þar heldur var það sent
heim tO hans í Reykjavík.
Landssíminn harmar að sjálf-
sögðu hversu slysalega tókst tO með
fyrmefnt skeyti. Símskeytið var sent
frá Akureyri tO gests á Hótel Reyk-
holti að morgni 23. júní sl. Farið er
daglega frá Borgamesi í Reykholt
með skeyti og póst en hvort tveggja
er sett í pósthólf einstaklinga og fyr-
irtækja. Þegar tæmt var úr hólfi hót-
elsins næsta eða þamæsta dag var
gesturinn farinn. Því miður var
starfsfólk ritsímans hjá Landssíman-
um ekki látið vita hvemig komið var,
en þess í stað lá skeytið í einhvem
tíma hjá Islandspósti í Reykholti
þangað tO það var póstsent tO við-
takanda í Reykjarík. Hefði verið
haft samband við ritsímann í
Reykjavík vegna málsins hefði verið
hægt í samráði við sendanda að
ákveða hvað gera skyldi, t.d. að bera
skeytið út í Reykjavík.
Brýnt hefur verið fyrir starfsfólki
ritsímans að benda sendendum
skeyta tO fólks, sem er t.d. gestir á
hótelum eða viðlíka, að ekki þurfi
mikið út af að bera tO að afhending
takist ekki. Ævinlega er þó leitað
leiða tO að koma skeytum til skOa á
réttum tíma og það er rétt hjá Vik-
verja að atvik af þessu tagi heyra tO
undantekninga. I þessu tOfelli gat
Landssíminn Ola gert að því hvem-
ig fór.
M_eð kveðju,
Ólafur Þ. Stephensen
forstöðumaður upplýsinga- og
kynningarmála Landssíma
íslands."
XXX
EGAR er byijað að greina frá
ýmsu því sem gert verður í tO-
efni kristnihátíðar á næsta ári og er
raunar hafin. Vflcverji er á því að
hátíð sem þessi nái vel tOgangi sín-
um þegar margir aðOar koma við
sögu. Hvert og eitt hérað, byggð
eða prófastsdæmi finnur eitt og
annað tOefni í byggðinni til að draga
fram og tengja við kristni og búa til
dagskrá, sýningu eða einhverja
samkomu í héraðinu. Finnst Vík-
verja slíkar staðarhátíðir mun
áhugaverðari en stórhátíðin á Þing-
völlum sem ráðgerð er en vitaskuld
mega allir sem vilja skunda á Þing-
völl hans vegna. Sjálfur mun hann
reyna að stefna annað.
xxx
HUGMYNDIR J. Ingimars
Hanssonar um stækkun sveit-
arfélaga og samgöngubætur, sem
birtust hér í blaðinu sl. sunnudag,
eru athyglisverðar. Einkum stækk-
un sveitarfélaga. Er ekki lfldegt að
ná megi margs konar einfóldun með
þessu skipulagi og best væri að
ganga hreint tO verks og láta þessi
umrædd átta sveitarfélög falla að
kjördæmum landsins.
Annað athyglisvert við tOlögur
hans eru hin mörgu jarðgöng gegn-
um heiðar eða undir firði og aðrar
styttingar í vegakerfinu. Næsta
skref er að fá álit fleiri á þessum
hugmyndum.