Morgunblaðið - 21.07.1999, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 21.07.1999, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ___________________ f DAG MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 47 , FRÉTTIR rvÁRA afmæli. í dag, O O miðvikudaginn 21. júb', verður sextug Sólveig Ólöf Illugadóttir, hjúkrun- arfræðingur og myndlist- arkona, Skútahrauni 14, Reykjahlíð, Mývatnssveit. Eiginmaður hennar er Birkir Fanndal Haraldsson, yfirvélfræðingur í Kröflu- virlgun. Þau eiga 5 böm. Sólveig heldur upp á daginn með einkasamkvæmi. BRIDS limsjón Guðmunilur I'áll A rnnr.su n Á EVRÓPUMÓTI fyrir 20 árnrn sat Bretinn Tony Priday í austur í vörn gegn fjórum spöðum Ungverjans Miklos Dumbovich. Priday varðist ekki nógu vel og gaf Dumbo færi á sjaldgæfu bragði, sem kennt er við djöfulinn sjálfan. Priday skrifaði um spilið í móts- blaðið og hrósaði Dum- bovich fyrir handbragðið. Norður * Á1064 ¥ DG3 ♦ 6 * KD982 Austur * G7 ¥ 8764 * ÁDG109 * 103 Suður AK932 VÁ102 ♦ K764 *G6 Á hinu borðinu höfðu Bretar farið einn niður í sama samningi, enda lítur út fyrir að vömin hljóti alltaf að fá slag á hvem lit. Og eftir fyrstu slagina við borð Pridays virtist spilið á sömu leið. Vestur kom út með tígul, sem austur tók og skipti yfir í hjarta. Dum- bo svínaði, austur drap og tók þriðja slag varnarinnar á laufás áður en hann spil- aði sér út á hjarta. Þrír slagir í húsi og einn á tromp á tröppunum. En nú tók Dumbo við. Hann spil- aði KD í laufi og Priday henti hjarta. Hið sama gerði suður og trompaði síðan hjarta. Næst lagði hann niður tígulkóng, stakk tígul og lauf til baka, en þá var þessi staða komin upp: Norður * Á106 ¥ - ♦ - *- Austur * G7 ¥ - * 9 *- Suður * K9 ¥ - ♦ 7 *- Þetta er sígilt djöfla- bragð: Suður spilar tígli og trompslagur varnarinnar gufar upp. Hvað gerði Priday af sér? Jú, ef hann hendir alltaf tíglum nær hann að yfirtrompa blindan í stöð- unni að ofan. Vestur * D86 ¥- ♦ - *- Vestur * D85 V K95 ♦ 832 *Á754 Árnað heilla /AÁRA afmæli. í dag, O V/miðvikudaginn 21. júlí, verður sextug Kristín Schmidhauser Jónsdóttir, Ægissíðu 60, Reylgavík. Eiginmaður hennar er Ul- rich Schmidhauser, verk- fræðingur. I tilefni dagsins taka þau á móti gestum á heimili sínu að Ægissíðu 60 eftir kl. 19.30. K/AÁRA afmæli. í dag, OV/miðvikudaginn 21. júh', verður fimmtugur Birgir Guðmundsson, mjólkurbússtjóri Mjólkur- bús Flóamanna á Selfossi. Hann og kona hans, Ragn- heiður Hafsteinsdóttir, taka á móti ættingjum, vin- um og samstarfsfólki í Básnum, Ölfusi, á afmælis- daginn kl. 19-23. ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu með tombólu 3.034 kr. til styrktar Rauða krossi Islands. Þau heita Guðjón Benediktsson og Lára Hafbergsdóttir. ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu með tombólu 5.020 kr. til styrktar Rauða krossi íslands. Þau heita Anton Ingi Sigurðsson, Helgi Már Gíslason, Atli Þór Jóhannsson og Steinar Þorsteinsson. Á myndina vantar Rakel Rut Þorsteinsdóttur og Sonju Hrund Steinarsdóttur. Með morgunkaffinu 1Ast er... ... áhrífm sem hann hefur á þig. TM Reg. U.S. Pat. Oft. — ail righta roewved (c) 1999 Loa Angelee Ttmea Syndtcate ÞÚ misstir svo sem ekki af neinu. I París var skítakuldi, í Róm var þoka og á frönsku rívíerunni var allt of heitt. LJOÐABROT VÖGGUVÍSA Páll Ólafsson (1827/1905) Ljóöið Vögguvísa Illa dreymir drenginn minn: Drottinn, sendu engil þinn vöggu hans að vaka hjá, vondum draumum stjaka frá. Láttu hann dreyma líf og yl, ljós og allt, sem gott er til, ást og von og traust og trú. Taktu hann strax í fóstur nú. Langa og fagra lífsins braut leiddu hann gegnum sæld og þraut. Verði hann bezta bamið þitt. Bænheyrðu nú kvakið mitt, svo ég megi sætt og rótt sofa dauðans löngu nótt. STJÖRIVUSPÁ eftir Franees Drake KRABBINN Afmælisbam dagsins: Þú ert kraftmikill ogdrífandi og hefur mikinn áhuga á allskyns góðgerðarmálum. Hrútur (21. mars -19. apríl) Meiriháttar breytingar liggja í loftinu svo þú þarft að undir- búa þig vel. Eitthvað á eftir að koma þér ánægjulega á óvart. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú vilt gera öllum til geðs en þarft að muna að það er ekki alltaf mögulegt. Láttu þessa góðvild þína ekki verða á þinn eigin kostnað. Tvíburar (21. maí - 20. júnf) nA Láttu það ekki hvai-fla að þér að láta aðra um að leysa þín mál. Taktu stjórnina í þínar hendur og þá munu hjólin fara að snúast þér í hag. Krabbi (21. júnf - 22. júlí) Þegar gera þarf áætlanir fram í tímann er nauðsynlegt að huga að þörfum heildarinnar. Leggðu þig fram um að allir geti verið ánægðir með sinn hlut. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Nú er rétti tíminn til þess að gera breytingar á heimilinu og þú skalt ekki láta þér bregða þótt meira verði framkvæmt en áætlað var í upphafi. Meyja (23. ágúst - 22. september) Samskipti við ástvinina er þér efst í huga þessa dagana. Það er mikilvægt að geta leitað stuðnings til fjölskyldunnar bæði i sorg og gleði. V°S m (23. sept. - 22. október) 4* Rannsóknir þínar leiða margt ánægjulegt í ljós. Láttu aðra um að leysa sín mál og sinnt þú þínum eigin. Njóttu kvölds- ins í vinahópi. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Einhver mun koma verulega á óvart með framkomu sinni svo þú ert nauðbeygður til að end- urskoða hvort ekki sé kominn tími til að leiðir skilji. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) ACr Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og vertu viðbúinn því að minniháttar atburður geti vaidið töluverðri röskun á áætlunum þínum. Steingeit (22. des. -19. janúar) Reyndu nú að vinna draumum þínum brautargengi því þú hefur byrinn með þér. Farðu út á meðal fólks og ræddu mál- in því þá færðu ferskar hug- myndir. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) WS® Vertu óhræddur við að blása í lúðrana því tími er kominn til þess að minna aðra á þau lof- orð sem þér hafa verið gefm en ekki hafa verið efnd. Fiskar mt (19. febrúar - 20. mars) >¥»«> Nýjar víddir eru að opnast fyr- ir þér og til þess að þú fáir not- ið þeirra þarftu að hnýta alla lausa enda sem kunna að vera til staðar. Stjömuspána & að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Styrkir úr Menn- ingarsjóði vest- * fírskrar æsku STYRKIR verða veittir úr Menn- ingarsjóði vestfirskrar æsku líkt og undanfai-in ár til framhaldsnáms sem vestfirsk ungmenni geta ekki stundað í heimabyggð sinni. Að öðru jöfnu njóta eftirtaldir forgangs um styrk úr sjóðnum: 1. Úngmenni sem misst hafa fyr- irvinnu, föður eða móður, og ein- stæðar mæður. 2. Konur, meðan fullt launajafn- rétti er ekki í raun. 3. Ef engar umsóknir eru frá Vestfjörðum koma umsóknir Vest- firðinga búsettra annars staðar. Félagssvæði Vestfirðingafélags- ins er ísafjarðarsýslur, ísafjörður, Sti'andasýsla og Barðastrandarsýsl- ur. Umsóknir skal senda fyrir lok júlí til Menningarsjóðs vestfirskrar æsku, c/o Sigríður Valdimarsdóttir, Birkimel 86,107 Reykjavík og skulu meðmæli fylgja frá skólastjóra eða , öðrum sem þekkja viðkomandi nemanda, efni hans og aðstæður. Síðasta ár voru veittar 320 þús. kr. til þriggja ungmenna frá Vest- fjörðum. I stjóm sjóðsins eru Sigríður Valdimarsdóttir, Halldóra Thorodd- sen og Haukur Hannibalsson. Rokkstokk í Reykjanesbæ ROKKSTOKK - hljómsveita- keppnin verður haldin í þriðja skipti í Reykjanesbæ í septem- ber. Félagsmiðstöðin Ungó sér um allan undii'búning og fram- kvæmd keppninnar. Þátttaka í keppninni hefur farið ört vaxandi; í fyrra kepptu tuttugu og ein hljómsveit en ár- ið 1997 voru þær fimmtán. Rokkstokk-hljómsveitakeppnin hefur verið tekin upp á geisla- disk, fyrst einfaldan, síðan tvö- faldan. Næst verður hann að minnsta kosti þrefaldur og fær þá sigurhljómsveitin í verðlaun sérdisk með stúdíóupptökum á lögum sínum. Einnig fá fimm aðrar hljómsveitir að hljóðrita eitt lag á diskinn. Ennfremur verða besti gítar-, bassa-, trommu- og hljómborðsleikari (tölvari), verðlaunaðir, auk besta söngvarans. Hver hljómsveit þarf að flytja þrjú frumsamin lög á keppninni. Skiptir engu máli á hvaða tungu- máli er sungið né hvers konar tónlist er flutt. Keppnin fer fram í Félagsbíói í Keflavík 17. og 18. september. Þrjár hljómsveitir komast síðan af hvoru kvöldi á úrslitakvöldið sem verður 24. september. Upptaka á Rokkstokk verður í höndum Júlíusar Guðmundsson- ar hjá Geimsteini en stúdíóupp- tökur annast G. Kristinn Jóns- son, starfsmaður Ungó, en hann á hljóðverið 60B. Þess má geta að sigurhljómsveitin frá því í fyrra, Klamedía X, tók upp plötu hjá hljóðveri 60B og gaf út á þessu ári. Hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar um Rokkstokk á heimasíðunni. Einnig er hægt að skrá sig í keppnina þar fram til 10. sept. Slóðin er www.gjor- by.is/rokkstokk Rokkstokk er vímulaus skemmtun. Til sölu/leigu _____________________Fossháls 1 fullbúið 820 fm.verslunarhúsnæði á besta stað sem skiptist í 500 fm. verslun, 200 fm. lager og 120 fm. skrifstofur. Áhvílandi mjög hagstætt langtímalán. Frábært tækifærí á vaxandi verslunar og þjónustusvæði Allar frekari upplýsingar í síma 568 1717 á skrifstofutíma 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.