Morgunblaðið - 21.07.1999, Page 50

Morgunblaðið - 21.07.1999, Page 50
50 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur Islenskar lj ósmyndabækur Sjálfs- mynd/ímynd Cindy Sherman Retrospective. Höf- undar: Amanda Cruz, Elizabeth A.T. Smith og Amelia Jones. 219 bls. 279 myndir. Thames and Hudson. 1997. LJOSMYNDARINN Cindy Sherman er álitin einn af leiðandi samtíma listamönnum Bandaríkj- anna, og hélt hún sýningu á Kjar- valsstöðum 1997. Cindy lærði upphaflega málun og féll til að byrja með í ljósmynda- áfanga, en þegar ljósmyndakenn- arinn kynnti hugtakalist fyrir henni öðlaðist hún listrænt frelsi og flaug af stað. Cindy skoðar framsetningu ímynda í hinni myndvæddu Amer- íku og sérstaklega þá misjöfnu og oft brengluðu mynd sem gefin er af konum, vondum og góðum, og hvernig þær vöfðust fyrir henni þegar hún leitaði af sjálfri sér. Myndirnar eru mjög leikrænar þar sem hún setur á svið heim ýmissa kvenpersóna og hún situr alltaf fyrir sjálf, nákvæmt uppdressuð og förðuð fýrir hlutverk sitt. Fyrst á ferlinum eru ljósmyndir hennar tilvísun í kvikmyndir og eru allar svarthvítar. Pegar hún byrjar að nota lit, myndar hún sig með lifandi skjámyndir í bak- grunninum, og vitnar þannig í sjónvarpið. Síðan verður hún fyrir áhrifum frá klámblöðum, þar sem horft er niður á vamarlausar kon- ur, og bakgrunnurinn skiptir ekki lengur máli. Svo tekur hún tísku- blöðin fyrir með „anti-glamúr“ myndum, þó klædd fötum heims- frægra hönnuða, eins og Jean-Paul Gaultier. Hún hættir að sitja fyrir sjálf, enda fer hún út í kynlífs- myndir, þar sem gínur sína stoltar kynfæri sín, og nýjustu verk henn- ar eru hryllingsmyndir og súrreal- ismi. Pessi feminíski póst-módern- isti fór býsna víða í stíl á sínum tuttugu ára ferli sem hér er rakinn. Bókin er skrifuð og tekin saman af þremur konum sem skoða myndverkin frá listfræði- og sam- félagsfræðilegum sjónarhornum og gefa þannig mjög alhliða mynd af listakonunni. Mér finnst sérlega heillandi að hver mynd býr yfir heilli sögu. Myndimar em framan af mjög fal- legar, nákvæmt stílíseraðar og myndrænt vel upp byggðar, en ltaf frekar dapurlegar. Konum- r era mjög markaðar af þeim amfélagsaðstæðum sem þær >úa við, og virðast ekki leita engra þar sem þær era kyrrar og horfa í burtu án þess að brosa. Annaðhvort era þær í sakleysi sínu fáfróðar þegar kemur að möguleikum lífsins eða bitrar, svekktar af tálvon- um. Hugarheimur Cindy Sherm- an er grípandi og ætti ekki að höfða einungis til kvenna. Myndirnar hennar lýsa viss- um mannlegum tilfinningum; hræðslu, væntingum eða þrá- hyggju og það er því undir persónulegri reynslu hvers og eins hvaða sögu hver kona hefur að segja. Hildur Loftsdóttir GUÐMUNDUR Ingólfsson: Icelandic State Park, Norður Dakóta. Ur bókinni Heimahagar. Litlandslag og fátt annað LJÓSMYNDIN var vart af tán- ingsaldri upp úr miðri síðustu öld, þegar byrjað var að gefa út bækur með fjölfólduðum og síð- an prentuðum Ijósmyndum. Fyr- irbærið sló strax í gegn hjá þeim sem höfðu á annað borð efni á að kaupa dýrar bækur, en fyrstu ljósmyndabækurnar sýndu gjarnan framandi heima; ferða- lög til landa á borð við Egypta- land eða Kína. Það kom þannig fljótlega í ljós að bækur eru einhver besta leið- in til að skoða og njóta Ijós- mynda. Merkasti frumheiji íslenskrar ljósmyndunar, Sigfús Eymunds- son, var ekki búinn að mynda Iengi þegar hann var komin með þá hugmynd af gefa myndir af Islandi út á bókum. „ísland 1 myndum" vildi Sigfús kalla þetta verkefni sitt og í bréfum sem hann skrifaði Jóni Sigurðssyni forseta til Kaupmannahafnar út- skýrir hann þá ætlun si'na að láta texta á þremur tungumálum fylgja myndunum. Hugmyndin um þessa útgáfu hélt áfram að geijast í Sigfúsi í næstum Qóra áratugi og þótt bækurnar kæmu aldrei út f þeirri mynd sem hann hugsaði sér, þá setti hann saman skyggnusýningar, gaf út póstkort og annað efni með ljósmyndum. Hugmynd Sig- fúsar var strax sú að nota Ijósmynd- ina til Iandkynn- ingar. Líklega var hann þannig með fyrstu íslendingunum til að meta landslagið til fjár. Ljós- myndalega hefur ísland allar göt- ur sfðan verið landslagsland; fólkið svo fátt að það er ekki að þvælast fyrir í þessari stórbrotnu náttúru. Þess sér stað í ljós- myndabókum sem hafa verið gefnar út hér. Bækur eftir ís- lenska ljósmyndara hafa fyrst og fremst verið úrval af landslag- myndum, og nú í seinni tíð í lit. Vissulega misgóðar bækur enda Ijósmyndararnir mishæfir. f þessu litlandslagi höfúm við á síð- ustu árum verið að upplifa si'auk- in gæði og má glögglega merkja það í nýlegum verkum Ijósmynd- ara eins og Páls Stefánssonar og Sigurgeirs Siguijónssonar. Þessir ljósmyndarar hafa líka notið sí- fellt vandaðri litprentunar sem láta frummyndirnar njóta sín. Þessar bækur landslagsmann- anna eiga sér markhóp; útlend- inga sem vilja eiga fagran minja- grip um íslandsferð eða eru gjafir til fólks sem einhverjir vilja sýna landið í fegurð sinni. Og vissulega fi'nar gjafir það. En svo vantar óskaplega margt annað inn í íslensku Ijós- myndabókaflóruna; hún er skelf- ing fábrotin og þyrrkingsleg. tít- gáfa bóka um merka íslenska ijósmyndara hefur verið sinnt að litlu leyti. Undantekningar eru tvær ágætar bækur um portrett- meistarann Jón Kaldal, bók um Hallgrím Einarsson, Ijósmynd- ara á Akureyri, um og upp úr aldamótum, þar sem áherslan er á staði og hús og prentunin slæm, og svo bók um fyrrnefnd- an Sigfús Eymundson. í henni er útgangspunkturinn því miður einnig hús og byggðarlög og margar bestu myndir Ijósmynd- arans, eins og landslagsmyndir, SPESSI: Bfldudalur. því ekki hafðar með. Þá eru myndirnar skornar til að falla að bókarhönnunni en vitaskuld ætti hönnunin að þjóna myndun- um. Það þyrfti að gefa út nýja vandaða bók um þennan merka frumkvöðul. Það vantar að gefa út bækur íslenskra ljósmyndara með Qöl- breytilega og persónulega sýn á umheiminn. Frá Spessa kom ný- lega athyglisverð og vel hönnuð bók, Bensín, og fylgdi samnefndri sýningu hans á Kjarvalsstöðum. I samvinnu við Vestur-Islendinginn Wayne Gudmundsson gerði Guð- mundur Ingólfsson bókina Heimahaga, og fylgdi hún sýn- ingu þar sem sá fyrmefndi sýndi myndir frá slóðum Vestur-íslend- inga en Wayne kom og myndaði hér á landi. En það vantar bækur með úrvali mynda okkar bestu yósmyndara eins og Guðmundar. Þá vantar heimildaljósmynd- ina alveg inn í þessa fábreytilegu flóru. Hvar eru ljósmyndabæk- urnar sem endurspegla íslenskt samfélag og önnur tök á lands- laginu? Hvar eru útgefendur til að gefa út slíkar bækur, bækur sem eru eðlilegur og sjálfstæður hluti af útgáfu nágrannaþjóða okkar? Hin i'slenska þjóð sem kennir sig við bækur á tyllidögum, þekk- ir ekki þann veigamikla þátt bókaútgáfu umheimsins sem eru persónulegar Ijósmyndabækur. Þegar erlend stórblöð gera upp bókavertíð ársins, þá er bókum skipt í' flokka og ljósmyndabækur standa sér rétt eins og skáldsög- ur, ljóðabækur, myndlistarbæk- ur. Þetta er vinsæl útgáfa, bækur af öllum stærðum og gerðum; svokallaðar kaffiborðsbækur, stórar og þungar og dýrar, milli- KÁPA bókarinnar No Ordinary Land eftir Behan og McPhee sýnir Bláa lónið. í bók- inni eru sýnd mannleg ummerki í náttúru nokkurra landa. stórar bækur og litlar bækur sem falla í vasa. Og tölur segja að víða um heim hafi ljósmynda- bókaútgáfa verið að færast mjög í aukana á si'ðustu árum. í Japan eru Ijósmyndabækur mjög vin- sælar og þarlendur maður, Homma að nafni, gerði mjög at- hyglisverða bók um Reykjavíkur- borg, sýndi hús og götur á lát- lausan en sérkennilega heillandi hátt. títlendingar hafa þannig sinnt ýmsu sem við höfum sjálf vanrækt. Árið 1951 kom út í Sví- þjóð 130 si'ðna bók eftir kornung- an Ijósmyndara, Hans Malmberg, og kallast einfaldlega Island. Hér er skoðað í'slenskt samfélag eftir stri'ð. Efnistökin eru persónuleg og myndirnar sterkar, í anda þess sem var að gerast í Ijós- myndun þess tíma, þegar tímarit eins og LIFE og Ijósmyndarasam- tök eins og Magnum voru að breyta því hvernig fólk horfði á heim sem hafði þörf lyrir að láta spegla sig í myndum. Nema kannski hér á íslandi, ekki á þeim tíma að minnsta kosti, en menn voru samt að taka athyglis- verðar myndir og fjársjóðir til í filmusöfnum frá þeim tíma sem er mál að fara að gefa út. Og enn eru menn að mynda og gera verk sem eiga fullt erindi i bækur. En við verðum að bíða eftir þessum myndum á varanlegu fomi í vel prentuðum bókum, biða eftir að út komi myndskreytt íslensk Ijós- myndasaga, bíða eftir að frum- kvöðlum eins og Sigríði ZoSga verði sýndur sómi með bókum með myndum þeirra. En kannski er þetta niisskiln- ingur. Kannski finnst íslending- um nóg að eiga vandaðar litljós- HANS Malmberg: í sfld á Siglu- firði. tír bókinni Island. myndabækur og láta sér fátt um finnast þótt merkar ljósmyndir sitji í skápum ljósmyndaranna eða séu ekki til nema í forgengi- legri miðlum eins og dagblöðum og tímaritum; safnist þar saman og hverfi í stað þess að sitja í bókahillum, aðgengilegar öllum í framtíðinni. En þá vita íslending- ar heldur ekki af hveiju þeir eru að missa; flóran á eyðimörk Ijós- myndabókanna íslensku heldur áfram að vera svona einhæf. Einar Falur Ingólfsson SIGFtíS Eymundsson: Geysir, 1884-86. PÁLL Stefánsson: Við Hrafntinnusker - Króka- giljabrún. tír bókinni Land. JÓN Kaldal: Bjarni Bjarnason, bóndi frá Geitabergi. tír bók- inni Kaldal. Aldarminning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.