Morgunblaðið - 21.07.1999, Page 56

Morgunblaðið - 21.07.1999, Page 56
Heimavörn Drögum næst 27. júií HAPPDRÆTTI HÁSKÓIA ÍSLANDS vænlegast til vinnings MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Arnaldur FORSETI Tékklands, Václav Havel, kveður Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Islands, á Bessastöðum áður en haldið var í sumarhús. Forseti Tékklands í leyfi hér FORSETI Tékklands, Václav Havel, og eiginkona hans, Dagmar Havlová, hafa þegið boð forseta Islands, Ólafs Ragnars Grímssonar, að koma til sumarleyfísdvalar á Islandi. Komu þau til landsins í gær og munu dvelja hér til mánaðamóta. Tékknesku forsetahjónin komu til Bessastaða laust eftir hádegi í gær og héldu þaðan til dvalar í sumarhúsi til 1. ágúst. Forseti Islands bauð forsetahjónunum frá Tékklandi „að njóta hvfldar og kyrrðar í fögru íslensku umhverfi og er það í senn heiður og ánægja að tékknesk'u forsetahjónin hafa kosið að veija sumarleyfi sínu á Islandi“, segir m.a. í frétt frá skrifstofu forseta íslands. Vatnavextir eru í Múlakvísl við Mýrdalsjökul Bann lagt við öllum ferðum á jökulinn LÖGREGLAN í Vík í Mýrdal hefur lagt bann við ferðum upp á Mýrdals- jökul í kjölfar jarðhræringa og vatna- vaxta í Múlakvísl. Við flug yfir jökul- inn rétt fyrir hádegi í gær kom í ljós að sigkatlar á honum höfðu dýpkað og nú við svokallaða Kötlukolla. Að mati Almannavama ríkisins er stór- varasamt að fara á jökulinn. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun, segir að vís- indamenn hafi farið í könnunarferð á jökulinn í gær, sérstaklega vegna þess að fréttir hefðu borist um að nýir sigkatlar hefðu myndast. „Pað kom enda í ljós, að þrír katlar á aust- anverðum jöklinum höfðu dýpkað og sprungur myndast í kringum þá. Þetta eru gamlir jarðhitakatlar og þekktir sem slíkir. Þeir hafa jafnan brætt ís og vatnið hefur sigið undan jöklinum, stundum í gusum og stundum jafnt og þétt. Þetta er það sem veldur vatnavöxtum og fýlu í Múlakvísl," segir hann. Enginn gosórói Páll segist ekki telja að gos hafi orðið undir jöklinum Jarðskjálfta- mælar sýndu jarðskjálfta undir Mýrdalsjökli í fyrrakvöld og mæld- ist hann 2,8 á Richter. „Þá kom svo- lítil hrina, en að öðru leyti hefur verið kyrrt. Við höfum ekki orðið vör við nokkuð sem kalla má gos- óróa eða þessháttar,“ segir Páll Einarsson. Páll segir þó nauðsynlegt að hafa allan vara á og fylgjast vel með þró- un mála næstu daga. Þær upplýs- ingar fengust hjá lögreglunni í Vík að ákvörðun um bann við ferðum á jökulinn yrði endurskoðuð þegar al- mannavarnanefndin í Vík kæmi saman á hádegi í dag. - ; t " " ); ----- Urskurðað- ur í 5 mán- aða gæslu- varðhald HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði Þórhall Ölver Gunnlaugs- son, í fimm mánaða gæsluvarðhald í gær vegna rannsóknar lögregiunnar í Reykjavík á dauða Agnars W. Agn- . >arssonar. sem ráðinn var bani á heim- ili sínu við Leifsgötu í síðustu viku. Þórhaliur kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. Niðurstaða rannsóknar á blóði úr fötum Þórhalls er hann var handtek- inn aðfaranótt miðvikudags í síðustu viku vegna gruns um ölvunarakstur hefur leitt í ljós að blóðið er úr hinum látna. íslenskir lögi'eglumenn komu í fyrrinótt með Þórhall til landsins frá Kaupmannahöfn og færðu hann á lög- reglustöð grunaðan um manndrápið á Leifsgötu. Hinn grunaði var yfir- - Tjheyrður í á aðra klukkustund í gær og í framhaldinu fór lögreglan fram á gæsluvarðhald yfir honum til 21. des- ember, sem dómari við Héraðsdóm samþykkti síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar var fyrst og fremst farið fram á fimm mánaða gæsluvarðhald yfir hinum grunaða I því skyni að mynda samfellu í -^rannsókn málsins, ákæru og dómsmeðferð. Morgunblaðið/Jónas EINN sigkatlanna sem dýpkað hafa á suðaustanverðum Mýrdalsjökli. Eystri Kötluhnjúkur er í bakgrunni. Deiliskipulag fyrir Hveravelli fellt úr gildi ÚRSKURÐARNEFND skipulags- og byggingar- mála hefur fellt úr gildi deiliskipulag fyrir Hvera- velli sem samþykkt var af sveitarstjóm Svína- vatnshrepps 13. maí 1998 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 20. nóvember sama ár. Jafnframt hefur nefndin lagt fyrir sveitarstjórn Svínavatns- hrepps að birta auglýsingu í B-deild Stjórnartíð- inda um að deiliskipulagið hafi verið fellt úr gildi. Ferðafélag Islands kærði samþykkt deiliskipu- lagsins til úrskurðarnefndarinnar. í úrskurðinum kemur fram að í málatilbúnaði kærenda sé ítrekað að því vikið að deiliskipulagið sé ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Hveravallasvæðisins. í greinargerð aðalskipulagsins komi fram ákvörðun um að flytja nýrri skála Ferðafélagsins og salern- ishús á þjónustusvæði í Hvin og hafi ekki verið horfið frá þeirri ákvörðun með þeirri breytingu sem gerð hafi verið á aðalskipulaginu á árinu 1998. I greinargerð deiliskipulagsins felist hins vegar ákvörðun um að rífa þessi mannvirki eða fjarlægja þau af hinu skipulagða svæði. Ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag „Samkvæmt þessu er hið umdeilda deiliskipulag ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag svæðis- ins og fullnægir því hvorki skilyrði 1. mgr. 23. greinar laga nr. 73/1997 um að deiliskipulag skuli gert á grundvelli aðalskipulags né því skilyrði 7. mgr. 9. greinar sömu laga að innbyrðis samræmi skuli vera milli aðal- og deiliskipulags. Fullnægj- andi lagaskilyrði skortir því fyrir hinu umdeilda deiliskipulagi. Ber af þeim ástæðum að fella það úr gildi,“ segir í úrskurðinum. Þá vekur úrskurðarnefndin athygli á því að sveitarstjórn Svínavatnshrepps samþykkti hið umdeilda deiliskipulag áður en fyrir lá afgreiðsla Skipulagsstofnunar og staðfesting umhverfisráð- herra á þeirri breytingu á aðalskipulagi sem deiliskipulagið var að hluta til grundvallað á. Segir að slík málsmeðferð samrýmist ekki ákvæðum skipulags- og byggingarlaga um samþykkt skipu- lagsáætlana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.