Morgunblaðið - 24.07.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.07.1999, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 24. JIJLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bessastaöir illa varöir fyrir ágangi feröamanna: Túristar liggja á gluggum forsetans ÞÉR verðið beðinn að „smæla“ oft í dag hr. forseti. Það eru þegar 25 túristarútur búnar að melda Afla mis- skipt milli landshluta Veiði virðist fremur misskipt þessa dagana; mikill lax og góð veiði er suðvestan- og vestanlands, minna af laxi og minni kraftur í ám nyrðra. 20 punda lax veiddist í Ölf- usá fyrir fáeinum dögum, á Pallin- um við Selfoss. Að sögn voru tálknin á laxinum svo full af drullu að fiskurinn gat vart sýnt viðnám og var landað á örskammri stundu. Pó hefur örlítið borið á bata á svæðinu, vatnsborð Hvítár hefur lækkað um tvö fet, að sögn, og versta gruggið horfið. Enn er þó áin mjög skoluð og menn bíða spenntir eftir framhaldinu. Dálítið hefur borið á laxi að ganga í Sogið en Stóra-Laxá er enn með daufasta móti, enda um lengri veg að fara fyrir áttavillta laxa í mor- inu neðra. Þau Bergur Steingrímsson og Edda Dungal hjá SVFR gáfu skýrslu um stöðu áa á vegum SVFR í gærdag. Norðurá var þar hæst með 1202 laxa og er í öðru sæti á landsvísu, einhverjum þrjú hundruð löxum á eftir Þverá og Kj- arrá. Góð veiði hefur verið í Norð- urá að undanfömu, sérstaklega frammi á dalnum. Mikill lax er í ánni, að sögn kunnugra, en menn vonast samt eftir nýjum göngum til að hressa upp á veiðiskapinn neðar á svæðinu. Aðeins 56 laxar voru komnir úr Gljúfurá í Borgarfirði á fimmtudag og þykir það ekki há tala. Gljúfurá var í lægð í fyrra en teikn þóttu vera á lofti um bata í sumar. Kannski að úr rætist en það er óneitanlega sérkennilegt að bæði Norðurá og Langá eru fullar af laxi en Gljúfurá, sem rennur úr annarri í hina, er jafn dauf og raun ber vitni. Leirvogsá hafði gefið 210 laxa á GUNNAR Þorláksson með fallega veiði úr Þverá í Borgarflrði. ÞORVARÐUR Iljaltason með rúm- lega 18 punda lax úr Vesturdalsá í Vopnafirði. í baksýn má sjá nýtt veiðihús þeirra Vestur-dælinga. fimmtudagskvöld, sem er afar góð útkoma. Ekki kæmi á óvart ef út- reikningar sýndu ána með bestu meðalveiðina á stöng á landsvísu. Þessi veiði er á tvær stangir og hófst hún 25.júní. Fín veiði í Hítará Hópurinn, sem var í Hítará í gær, var í góðum málum; 19 laxar og fjöldi stórra sjóbleikja voru komin á land eftir einn og hálfan dag og holl- ið á undan fékk 14 laxa. Skilyrði voru þá lakari og laxinn tók mjög grannt. Heildartala af aðalsvæði Hítarár var í gær 134 laxar og 14 til viðbótar höfðu veiðst á svæðinu Hít- ará 2. 64 bleikjur voru þar einnig komnar í veiðibók. Sogið og Stóra dauf Aðeins rúmlega 50 laxar hafa veiðst í Soginu og aðeins 32 í Stóru- Laxá í Hreppum. Á þriðjudaginn kom smáskot á Alviðrusvæðinu, er fimm laxar voru dregnir á þurrt. Voru þá komnir 30 laxar úr Alviðru, 16 úr Ásgarði, 4 úr Bíldsfelli og enginn úr Syðri-Brú. Það er kald- hæðnislegt því veiði á Syðri-Brú var sérlega góð í fyrra og í fyrsta sinn í áraraðir seldust þar flest veiðileyfi. í Stóru-Laxá er ástandið mun bagalegra; 22 laxar voru komnir af efsta svæðinu í gær, 7 af svæði þrjú og aðeins 3 laxar af svæðum eitt og tvö. Tölur í ánni hreyfast ekkert dögum og jafnvel vikum saman. Góður gangur í StraumQarðará Prýðisveiði hefur verið í Straum- fjarðará það sem af er sumri, að sögn Ástþórs Jóhannssonar, eins leigutaka árinnar og umsjónar- manns á staðnum. I gær voru komnir 106 laxar á land, sem er mun betri veiði heldur en á sama tíma í fyrra. Ástþór segir vatns- magn mjög hæfilegt og ekki spilli regluleg væta í lofti. I fyrra hafi langvarandi þurrkar komið niður á veiðiskap en því sé ekki að heilsa nú. Nokkrar vænar sjóbleikjur hafa og drýgt aflann. Orlofsvika aldraðra á Löngumýri Óráðin framtíð Dagana 2. til 7. ágúst nk. tekur Löngumýrarskóli í Skagafirði á móti öldr- uðu fólki í orlofsvist. Undanfarinn aldarfjórð- ung hafa margir aldraðir einstaklingar dvalið á Löngumýri á vegum þjóðkirkjunnar í lengri eða skemmri tíma í or- lofi. Séra Stína Gísla- dóttir hefur umsjón með orlofsvist aldraðra á Löngumýri í ár. Skyldu svona orflofsdagar vera vinsælir og vel sóttir? Já, á árum áður voru langir biðlistar af fólki sem vildi komast í orlofs- dvöl á Löngumýri. Starf- ið stóð þá frá því í maílok Stína Gísladóttir og fram í september. En á seinni árum hefur tilboðum til aldraðra fjölgað mikið svo dregið hefur úr aðsókninni á Löngumýri. Mér er hins vegar kunnugt um að marg- ir hafa spurst fyrir um mögu- leika á orlofsdvöl á Löngumýri og langaði til að mæta óskum manna með því að bjóða upp á þessa fimm daga dvöl. En ég kom ekki til starfa hér fyrr en 1. júlí og þá reyndist ekki laus heil vika á Löngumýri nema þessir umræddu dagar. - Hvað fer fram í orlofsviku á Löngumýri? Þetta er fyrst og fremst hvíld- arstaður í notalegu umhverfi. Hér eru helgistundir kvölds og morgna. Lítil sundlaug er í garð- inum og heitur pottur. Gamall, rótgróinn garður með gömlum trjám býður upp á útivist með fuglasöng og blómaangan í fögru umhverfi. Við stöndum fyrir kvöldvökum og skoðunarferðum eftir atvikum. Það er ekki hægt að gera svo mjög mikið á þess- um fimm dögum, en á árum áður var dvölin ellefu dagar og þá var hægt að fara meira. - Kostar svona orlofsdvöl mikið? Gjaldið hjá okkur er 3.000 krónur á dag. Þá er allt innifalið nema ferðirnar til staðarins. Hér eru fimm máltíðir á dag með fjölbreyttu fæði og reynt að mæta óskum dvalargesta eins og unnt er. ► Stína Gísladóttir er fædd 16. 5. 1943 í Kaupmannahöfn. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1963, kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1964 og BA-prófi í dönsku og landafræði frá Há- skóla íslands 1969. Uppeldis- og kennslufræðiprófi frá sama skóla lauk Stína 1970 og guðfræðiprófi lauk hún svo 1987, einnig frá Há- skóla Islands. Hún hefur starfað sem kennari um árabil og æsku- lýðsfulltrúi hjá kirkjunni í sex ár en vígðist í janúar 1988 sem far- prestur til Blöndóss. Hún var einnig um tíma farprestur á Siglufirði. Sl. ti'u ár hefur hún verið sóknarprestur í Bólstaðar- hlíðarprestakalli. Löngumýrar- skóla sinnir hún nú aukalega um þviggja mánaða skeið. Stfna er gift. Ola Aadengard flutningabíl- stjóra. stofnað. Síðan hætti Ingibjörg hér sem skólastjóri 1967 og þá kom hingað Hólmfríður Péturs- dóttir sem skólastjóri og Mar- grét Jónsdóttir um leið sem kennari. Margrét varð síðan skólastjóri fimm árum síðar og stjórnaði þannig húsmæðraskól- anum síðustu fimm árin sem hann var starfræktur, en hann var lagður af 1977. - Hvað starf hefur síðan verið á Löngumýri? Sumarorlof fyrir aldraða var hafið þegar áður en húsmæðra- Hvert hafið þið helst farið í skólinn var lagður niður og var skoðunarferðir? Ferðast hefur verið um Skagafjörð og yfír í Eyjafjörð og vestur í Húnavatnssýslu en oft er farið eftir óskum þátttakenda. Hólar í Hjaltadal er t.d. stutt hérna frá, svo og Glaumbær með gamla burstabæinn sinn. Þá má nefna Víðimýrarkirkju, sem reist var árið 1834, hún er að ég best veit elsta torfkirkja á land- inu og enn í notkun sem sóknar- kirkja. Þessa staði og marga fleiri hafa dvalargest- _______ ir t.d. skoðað. -Eru svona orlofs- vikur mikilvægur þáttur í starfi kirkj- ________ unnar með öldruðum? Allt starf kirkjunnar er mikil- vægt. Bæði meðal ungra og gamalla. Langamýri er dýrmæt eign kirkjunnar, eins og vin í eyðimörkinni, þar sem að hægt er að finna nálægð Guðs með sérstökum hætti. Ingibjörg Jó- hannsdóttir gaf kirkjunni þenn- an stað í byrjun sjöunda áratug- arins. En þá var hér starfræktur húsmæðraskóli sem hún hafði Langamýri er dýrmæt eign kirkjunnar lengi það eina sem fram fór að sumrinu hér. Á vetrum hafa ver- ið hér námskeið af ýmsu tagi, fundir og ráðstefnur og mögu- leiki er á að gista hér. Otalmörg fermingarbörn hafa t.d. verið hér á stuttum námskeiðum og þá af mest öllu Norðurlandi og víðar. Nú stendur þjóðkirkjan á tíma- mótum hvað snertir þennan stað. Margrét Jónsdóttir, sem var for- stöðukona hér í nær þrjá áratugi og byggði upp starfsemina í ________ framhaldi af hús- mæðraskólanum, varð bráðkvödd í apr- íl sl. Staðurinn er því í sárum. Löngumýr- arnefnd, sem þrír fulltrúar eiga sæti í, eiga að gera tillögur að nýrri framtíð staðar- ins til yfirstjórnar kirkjunnar. I framhaldi af því verður síðan tekin ákvörðun um hvað gert verður með Löngumýri. Ég vona mjög að kirkjan beri gæfu til að byggja upp farsælt starf í fram- haldi af því sem hér hefur verið. Staðurinn hér gefur sannarlega margvíslega möguleika til þess.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.