Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sænskur sérfræðingur um slysavarnir á íslandi Stórar áróðursher- ferðir árangurslitlar Nýr fram- kvæmda- stjóri Gaums ehf. KRISTÍN Jóhannesdóttir hér- aðsdómslögmaður hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Fjár- festingafélagsins Gaums. Gaum- ur ehf. er eign- arhaldsfjárfest- ingarfélag sem fjárfest hefur í hlutabréfum, fasteignum, verslunar- og veitingarekstri. Meðal íyrir- tækja sem Gaumur á hlut í eru Baugur hf., Hard Rock Café og Pizza Hut. Hlutafélagið var stofnað árið 1989 og er í eigu Kristínar, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóhann- esar Jónssonar og fjölskyldna þeirra. Kristín er fædd 1963 og lauk stúdentsprófí írá Verslunarskóla íslands árið 1983. Hún stundaði nám við lagadeild Háskóla Is- lands, útskrifaðist þaðan árið 1988 og öðlaðist réttindi til mál- ílutnings fyrir héraðsdómi árið 1991. Kristín starfaði á Lögfræði- stofú Tryggva Agnarssonar, hdl., frá 1988-1995. Þá stundaði hún framhaldsnám á sviði viðskipta- og lögfræði við háskólann í Árós- um á árunum 1995-1999. Eigin- maður Kristínar er Jón Garðar Ögmundsson framkvæmdastjóri og eiga þau tvær dætur. úYÐirrsiÐ NfTT OG &ETRA BAOHUSIHAUST MEÐ Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá Baðhúsinu, „Baðhúsið, heilsulind fyrir konur“. Blaðinu er dreift á höfuðborgarsvæðinu. MEÐ Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá KSÍ, „Ísland-Andorra og Úkraína". Eftir að búið var að prenta blaðið kom í Ijós slæm villa á forsíðu þess, en þar víxluðust nöfn Úkraínu og Andorra. Leikurinn við Andorra verður 4. september og við Úkraínu 8. september, eins og kemur raunar fram inni í blaðinu. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. STÓRAR áróðursherferðir til að vinna gegn ákveðnuni tegundum slysa bera að jafnaði lítinn árang- ur, en löggjöf um slysavarnir hefur að jafnaði dugað vel á Norðurlönd- um. Árangursríkast er að vinna samræmt að slysavörnum á öllum sviðum innan einstakra sveitarfé- laga, og virkja íbúa þeirra í starf- inu. Þetta kom fram í máli dr. Leif Svanströms, sem er þekktur sænskur sérfræðingur á sviði slysavarna, í fyrirlestri hans á nor- rænni ráðstefnu um slysavarnir sem haldin var á vegum Slysa- varnafélags íslands og stóð frá fimmtudegi fram á laugardag. Svanström hefur beitt sér fyrir því að upplýsingagjöf um slysa- varnir verði samtvinnuð við hvers kyns starfsemi í sveitarfélögunum, allt frá ungbarnaskoðun, til skóla og vinnustaða. Hann telur einnig að íbúar sveitarfélaganna þurfi að verða meðvitaðri um eigin hlut- verk og ábyrgð í því að tryggja ör- yggi sitt og barna sinna. Hann segir að samtök um slysavarnir þurfi að vinna nánar saman heldur en þau gera yfirleitt nú. Svan- ström segir í samtali við Morgun- blaðið að þar sem þessum aðferð- um hafi verið beitt á undanförnum árum, sem er einkum á Norður- KVIKMYND Sólveigar Anspach, Hertu upp hugann, eða Haut les Coeurs!, er sýnd á sérstakri boðs- sýningu í kvöld í Háskólabíói þar sem Sólveig verður viðstödd og kynnir myndina. Mynd Sólveigar hefur hlotið einróma lof gagn- rýnenda en hún fjallar um unga, ófríska konu sem greinist með krabbamein. Myndin er byggð á reynslu Sólveigar sjálfrar er hún glímdi við krabbamein fyrir nokkrum árum. Sólveig er fransk- ur kvikmyndagerðarmaður sem al- in er upp í París. Hún á íslenska móður og bandarískan föður. Franskir gagnrýnendur spá Sól- veigu vænlegri framtíð sem kvik- löndum en einnig til dæmis í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Austur- ríki og Kanada, hafi náðst mikill árangur í því að draga úr slysa- tíðni. Herferðir gegn unglingadrykkju gagnslausar Svanström segist hafa safnað upplýsingum um að minnsta kosti fimm hundruð rannsóknir á slysum og slysavörnum, til að búa til vís- indalegan grunn til að byggja ákvarðanir um slysavamir á. „Ein- stakar, einangraðar upplýsinga- herferðir eða einstök námskeið, til dæmis fyrir unglinga, virðast sam- kvæmt rannsóknum ekki hafa nein áhrif. Sem dæmi má nefna herferð- ir gegn áfengisneyslu unglinga, sem mörg lönd hafa staðið fyrir. Um 30-40 rannsóknir eru til á ár- angri þeirra, og flestar þeirra sýna engin áhrif á áfengisneyslu ung- linga. Það sem er enn verra er að fimm rannsóknir sýna að herferð- irnar hafi haft þveröfug áhrif mið- að við það sem ætlast var til, að þær hafi valdið aukinni áfengis- neyslu.“ Svanström segir mikilvægt að vísindalegar athuganir séu hafðar til hliðsjónar þegar teknar eru ákvarðanir um fyrirbyggjandi að- gerðir, sérstaklega þegar haft er í myndaleikstjóri í gagnrýni þeirra á myndina Hertu upp hugann. Gagn- rýnandi La Libération segir mynd- ina vera eftir tvær konur í stríði; að Sólveig og aðalleikkonan Karin Vi- ard hafi sagt þessu erfiða umfjöll- unarefni stríð á hendur, auk þess sem leikstjórinn reyni hvergi að leyna því að sagan sé sjálfsævi- söguleg. Gagnrýnandi Le Monde segir að Sólveigu hafi tekist að gera meló- dramatíska mynd með því að kveða niður ýkjurnar og gæða myndina beiskum veruleikanum. Þannig takist henni að halda fólki tilfínn- ingalega á tauginni án þess að fara yfir strikið og hún hafi gert sérlega huga hversu kostnaðarsamar þær eru að jafnaði. Kröfur um öryggi aukast en lög- gjafinn varkár Svanström segir að notkun reið- hjólahjálma sé ágætt dæmi um svið þar sem löggjöf geti haft mikil áhrif, en upplýsingaherferð aðeins takmörkuð. ,Ánnað dæmi sem er nærtækt fyrir Islendinga eru tak- markanir á hitastigi vatns sem kemur í heimahús. Starfsbræður mínir á Islandi hafa bent mér á að þetta sé vandamál á Islandi. I þessu sambandi er hægt að beita löggjöf, og margar vísindarann- sóknir sýna að sú aðferð er árang- ursrík." Svanström segir að löggjöf sé ekki síst árangursrík á Norður- löndum vegna þess að Norður- landabúar bera yfirleitt virðingu fyrir lögunum, ekki vegna ótta við refsingar, heldur vegna annarra samfélagslegra þátta. „Löggjafinn reynir yfirleitt að miða löggjöfina við það hvaða reglum sé raunhæft að búast við að þegnarnir fylgi. Mér hefur reyndar sýnst að stjórn- málamenn hafi á undanfömum ár- um orðið varkárari í þessum efn- um, en á sama tíma aukast kröfur fólks um að umhverfi þeirra sé ör- uggt.“ vel heppnaða kvikmynd um sam- einingu konu og manns gegn nátt- úrunni sem birtist í formi tvíeðlis og útbreiðslu hins illa. Eftir sýninguna í kvöld halda flytjendur og höfundur tónlistar í kvikmyndinni tónleika í klúbbi Kvikmyndahátíðar á Sólon Is- landus. Mánudaginn 6. september næst- komandi verður ein sýning á Hertu upp hugann, en eftir að Kvik- myndahátíð lýkur fer myndin í dreifingu og verður tekin til al- mennra sýninga. Heimildarmynd Sólveigar, Upp með hendur! eða Que personne ne bouge! verður sýnd á morgun á Kvikmyndahátíð. Lífræn framtíð ►Á Islandi líkt og annarsstaðar í Evrópu spyrja neytendur í sí- auknum mæli eftir lífrænum land- búnaðarafurðum og æ fleiri bænd- ur snúast til slíkra búskapar- hátta. /10 Dómurinn í Thulemálinu ► Nyi-up harmar nauðungarflutn- inga en biðst ekki afsökunar. /24 Að ferðast í framandi löndum ► Kristín Loftsdóttir dvaldist nær ár hjá hirðingjum í Níger við mannfræðirannsóknir. /26 Þjóna ekki hégóma ►Viðskiptaviðtalið er við Báru Magnúsdóttur hjá Jazzballetskóla Báru. /30 ►l-24 Draumaveröld í djúpunum ► Davíð Sigurþórsson hefur kaf- að í suðurhöfum í sex ár, síðustu þijú árin í hafinu við Taíland og Burma. /1&2-5 Stáltaugar og keppnisskap ►Á norrænu móti í Tívolí i Kaup- mannahöfn hlaut Hannes Hlífar Stefánsson heiðurstitilinn Skák- maður Norðurlanda næstu tvö ár- in. /6 Þar danslagið dunaði og svall... ►Tónlistarveisla á Broadway í til- efni aldamóta. /12 C FERÐALÖG ► l-4 Rómantík á Minni- Mástungu ► Þurfum öll að láta dekra við okkur. /2 Mexíkó ► Uppáhaldsveitingastaður Pat- riciu Valdes er Segura Valdes. /4 D BÍLAR ► 14 Evrópskir hönnuðir með frjálsar hendur ► Evrópubúar eru í fararbroddi nýrrar hönnunar. /2 Reynsluakstur ► Multipla með marga góða eigin- leika. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-24 Ráðstefna um net- tölvur nútímans ►Ákveðið afturhvarf að verða. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 50 Leiðari 32 Stjörnuspá 50 Helgispjall 32 Skák 50 Reykjavíkurbréf 32 Fólk í fréttum 54 Skoðun 34 Utv/sjónv. 52,62 Minningar 38 Dagbók/veður 63 Myndasögur 48 Mannl.str. 14b Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 22b í dag 50 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 Kristín Jó- hannesdóttir. Morgunblaðið/Einar Falur Sólveig Anspach og aðalleikkona myndarinnar, Karin Viard, á Kvikmyndahátíðinni í Cannes síðastliðið vor. Hertu upp hugann frumsýnd á Islandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.