Morgunblaðið - 29.08.1999, Page 4

Morgunblaðið - 29.08.1999, Page 4
4 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 22/8 - 28/8 ► FORSTJÓRI Kaupþings hf. vfsaði á bug þeim um- mælum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra að fyrir- tækið hefði starfað á skjön við lög eða almennt siðferði við kaup á hlutabréfum í Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins. Kaupþing hefur ósk- að eftir því við Fjármálaeft- irlitið að umrædd viðskipti verði tekin til rannsóknar. ►SAMTÖK sveitarfélaga á Austurlandi afgreiddu álykt- un á aðalfundi sínum þar sem lýst var yfir afgerandi stuðn- ingi við Fljótsdalsvirkjun. Ályktunin var samþykkt með 42 atkvæðum gegn tveimur. Þá voru samtökin Afl fyrir Austurland, samtök um nýt- ingu orkuauðlinda til at- vinnuuppbyggingar stofnuð á Egilsstöðum og er ætlað að mynda mótvægi við málflutn- ing andstæðinga virkjunará- forma norðan Vatnajökuis. ► KVIKMYNDAHÁTÍÐ í Reykjavík hófst á laugardag og verða þar sýndar 39 myndir. Serbneski kvik- myndaleikstjórinn Emir Kusturica var heiðursgestur hátíðarinnar og var kvik- mynd hans „Svartur köttur, hvítur köttur" jafnframt opnunarmynd hátíðarinnar. ►ALLIR íslensku keppend- urnir á Heimsmeistaramótinu í Sevilla á Spáni era dottnir úr leik. Guðrún Arnardóttir varð nítjánda í undanrásum í 400 m grindahlaupi og komst ekki í úrslit. Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdöttir höfnuðu í 12. og 13. sæti í stangastökki kvenna og tug- þrautarkappinn Jón Arnar Magnússon hætti keppni eftir tognun í nára. Leifar Skálholtsstaðar fundnar LEIFAR gamla bæjarins í Skálholti hafa fundist á svo að segja sama stað og hann var sagður vera á korti frá 1784. Minjarnar fundust með viðnáms- mælingum sem gerðar voru á svæðinu yfir þeim, auk þess sem notast var við tölvutækni. Breski fornleifafræðingur- inn og jarðeðlisvísindamaðurinn Tim Horsley hefur dvalist hérlendis í sumar við mælingar og er fundurinn niður- staða mælinga hans og samstarfs- manna hans. Alþingi taki ákvörðun um Fljótsdalsvikjun HALLDÓR Ásgrímsson, utamnkisráð- herra og formaður Framsóknarflokks- ins, sagði það koma til greina að sínu mati að þingmenn tækju afstöðu um það hvort afturkalla ætti virkjunarleyfi Fljótsdalsvirkjunar. Sagði hann að kanna mætti vilja þingsins í málinu með til dæmis tillögu til þingsályktun- ar. Ríkissjóður gerður upp með 17 milljarða lánsfjárafgangi RÍKISSJÓÐUR var gerður upp á síð- asta ári með 17 milljarða lánsfjáraf- gangi samanborið við 3 milljarða árið 1997. Þrátt fyrir auknar tekjur ríkis- sjóðs varð 8,8 milljarða halli á rekstri hans og er meginskýringin á því mikil hækkun á lífeyrisskuldbindingum ríkis- ins sem hækkuðu um 18 milljarða um- fram áætlun fjárlaga Skortur á starfsfólki á leikskólum MIKILL skortur er á starfsfólki hjá Leikskólum Reykjavíkur og hefur einn skóli brugðið á það ráð að senda for- eldrum viðvaranir um að böm gætu verið send heim vegna skorts á starfs- mönnum. 150 stöður af 1.700 eru laus- ar hjá Leikskólum Reykjavíkur. Öll von úti í Tyrklandi HJÁLPARSTARFSMENN á jarð- skjálftasvæðunum í Norðvestur-Tyrk- landi hafa gefið upp nær alla von um að finna megi fólk á lífi í húsarústunum og stórvirkar vinnuvélar hafa tekið við af leitarhundum og háþróuðum leitarbún- aði. Tyrknesk stjómvöld segja að rúm- lega þrettán þúsund lík hafi fundist í rústunum og að næstum þrjátíu þúsund manns hafi slasast í jarðskjálfta sem reið yfir á þriðjudag í fyrri viku. Nokk- ur reiði hefur ríkt meðal almennings í Tyrklandi með skipu- lagsleysi á jarðsýálfta- svæðunum og á mánudag kröfðust fjöl- miðlar í land- inu afsagnar heilbrigðis- ráðherrans, Osmans Dur- mus, vegna þess. Bulent Eeevit, for- sætisráðherra Tyrklands, hvatti hins vegar til þjóðar- einingar á miðvikudag og sagði nei- kvæða fjölmiðlaumfjöllun aðeins gera illt verra. Á fimmtudag tilkynntu stjórnvöld að þau hygðust hækka skatta á landsmenn til að standa straum af uppbyggingarstarfi í kjölfar jarðskjálftans. Uppreisnarmenn farnir frá Dagestan UPPREISNARMENN múslíma, sem undanfarnar vikur háfa átt í bardögum við rússneska hermenn í fjöllum Kákasushéraðsins Dagestans, hafa hætt hernaði og flúið yfir landamærin til Tsjetsjeníu. Talsmenn rússneska hersins sögðu þó á miðvikudag að of snemmt væri að fagna sigri og vörpuðu þeir sprengjum á bækistöðvar upp- reisnarmanna í Tsjetsjeníu á fimmtu- dag. ►TIL átaka kom á Austur- Tímor í Indónesíu í vikunni en gengið verður til kosninga á mánudag um framtfð eyj- unnar. Gefst landsmönnum þá tækifæri til að velja hvort A-Tímor verði áfram sjálf- stjórnarhérað í Indónesi'u, eða hvort landið hlýtur sjálf- stæði. Herskáir andstæðing- ar sjálfstæðis hóta stríði í A- Tímor kjósi landsmenn sjálf- stæði og a.m.k. fimm fórust í átökum á fimmtudag miili þeirra og stuðningsmanna sjálfstæðis. ►LÍNUR skýrðust nokkuð í rússneskum stjórnmálum í vikunni en stjórnarandstæð- ingar keppast nú við að styrkja stöðu sína fyrir þing- kosningar, sem fram eiga að fara í landinu í desember. Grígorí Javlinský, ásamt fijáislyndum flokki sínum Jabloko, og Sergej Stepas- hín, fyrrverandi forsætisráð- herra, hafa tilkynnt að þeir hyggi á samstarf; nokkrir ungir umbótasinnar, Borís Nemtsov, Anatóh' Tsjúbajs og Sergej Kírfjenkó, fyrrver- andi forsætisráðherra, gerðu slíkt hið sama og þegar hef- ur komið fram að Júrí Lúzhkov, borgarstjóri í Moskvu, og Jevgenf Príma- kov, fyrrverandi forsætisráð- herra, hyggjast fylkja liði saman. ► SÁ úrskurður Mo Mowlam, N-írlandsmálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, á fimmtudag að Irski lýðveldis- herinn (IRA) teldist ekki hafa rofið vopnahlé sitt, jafnvel þótt víst þyki að herinn hafi staðið fyrir nokkrum ódæðis- verkum að undanfömu, vakti mikið uppnám í röðum sam- bandssinna á Norður-Irlandi. Hóta þeir að fara í hart og vi'sa málinu til dómstóla. Morgunblaðið/Kristján Kyrrðar- rjóður í Kjarnaskógi MARGIR hafa lagt leið sína í kyrrðarrjóður í Kjarnaskógi sem sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup vígði á ijöl- skylduhátíð kirkjunnar í júlí. I ijóðrinu er svokallað- ur Kirkjusteinn, en þar get- ur fólk sest niður eitt með sjálfu sér. Á myndinni er Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga, að ræða við Málmfríði Kristian- sen, úr Kópavogi, við Kirkjusteininn. Sagt var frá rjóðrinu í blaðinu í gær, en þá birtist röng mynd með fréttinni. Island lykill jarð- fræðirannsókna í sjó SAMSTARF íslendinga og Banda- ríkjamanna í jarðfræðirannsóknum mun koma til með að skila góðum árangri er mat þeirra Bob Emb- leys og John Sintons, sem hafa dvalið hér á landi á vegum Nor- rænu eldfjallastöðvarinnar til að kynna sér íslenska jarðfræði. Sá fyrrnefndi er hér ásamt hópi bandarískra jarðfræðinga í viku kynnisferð en sá síðarnefndi hefur dvalið við rannsóknir undanfarna tvo mánuði. „Það er mikilvægur lykill jarð- fræðirannsókna hér á landi vegna þess hve lengi rannsóknir hafa ver- ið stundaðar," segir Bob Embley, sérfræðingur hjá National Oceanic and Atmospheric Administration, NOAA, í Oregon í Bandaríkjunum. Embley hefur eins og John Sinton, sem starfar hjá Háskólanum á Hawaii, unnið að rannsóknum á jarðfræði undirdjúpanna, nánar til- tekið á úthafshryggjum. För þeirra er fjármögnuð af United States National Science Foundation, sem nú í ár veitir 9 milljónir dollara til rannsókna á úthafshryggjum. Þær rannsóknir eru erfiðar við- fangs, bæði er aðgengi erfitt og tækjabúnaður sem til þarf dýr, skip og kafbátar. Því segja þeir Sinton og Embley að það sé mjög gagnlegt að koma hingað til Islands til að skoða jarðfræðina hér. ísland ligg- ur eins og kunnugt er yfir Atlants- hafshryggnum og eldgos hér á landi því af sama toga og eldgos sem þeir félagar hafa verið að skoða neðansjávar. Rannsóknir eru því óneitanlega auðveldari viðfangs hér þar sem hægt er að ganga um og skoða eldgosabeltin. „Það er ómetanlegt að koma hingað, það er alls ekki það sama að lesa það sem fræðimenn hér hafa skrifað og að koma á staðinn, skoða svæðin og tala við íslenska fræði- menn,“ segir Sinton, sem hefur ver- ið hér í tvo mánuði og unnið að rannsókn á Þingvallasvæðinu, rannsakað eldfjöll, reynt að ákvarða aldur og umfang jarðhrær- inga og svo framvegis. Þessar rann- sóknir munu koma til með að nýt- ast við rannsóknir á eldgosum neð- ansjávar að sögn Sintons. Hann bendir einnig sérstaklega á að rannsóknir á eldsumbrotum í Kröflu á áttunda og níunda ára- tugnum séu sérlega gagnlegar þeirra rannsóknum enda hafi þau eldsumbrot verið mikið skoðuð og skráð. Samstarf verði öflugra En það er ekki bara að íslenskar rannsóknir nýtist Bandaríkjamönn- um, Islendingar njóta einnig góðs af samstarfinu sem þeir félagar vonast til að verði öflugra. Undh- þetta tekur Freysteinn Sigmunds- son, forstöðumaður Norrænu eld- fjallastöðvarinnar. „Það er alltaf gagnlegt í jarðfræðirannsóknum að geta gert samanburð við önnur eld- gosasvæði. Sumt er einnig auðveld- ara að rannsaka varðandi gerð út- hafshryggja neðansjávar og eldgos þar,“ segir Freysteinn og Sinton og Embley samsinna því. En það er ekki hlaupið að því að ná þeirri vitneskju og ekki nema eitt og hálft ár síðan tókst að mæla jarðskorpuhreyfingar í tengslum við eldgos neðansjávar í fyrsta skipti. Bob Embley segir að það hafi nánast verið tilviljun að tókst að gera þessar mælingar. Gosið átti sér stað um 400 km undan strönd Oregon og því stutt að senda mæli- tæki á staðinn þegar vart varð við eldsumbrotin. „Þetta er í fyrsta skipti sem við náum svona góðum gögnum um eldgos neðansjávar og nú getum við borið þau saman við gögn héðan,“ segir Embley. En það gekk þó ekki klakklaust að ná þessum mælingum segir Embley og segir annað af tveimur mælitækjum hafa fest í hrauninu sem rann á hafsbotninum. I sumar var farið á stúfana og reynt að nálgast mælitækið og til þess notað vélmenni sem stýrt var úr rann- sóknarskipi. Mælitækið fannst og það tókst að losa það úr hrauninu og nú er verið að vinna úr þeim gögnum sem það geymdi. Það er því ekki ofsögum sagt að það sé fyrirhöfn að stunda rann- sóknir neðansjávar. „Þetta eru mikilvægar grunnrannsóknir, á því hvernig ný jarðskorpa verður til, hegðun eldfjalla og jarðarinnar í heild,“ segir Sinton og bætir við að talið sé að rannsóknir á jarðhita- svæðum neðansjávar muni jafnvel geta sagt til um upphaf lífs. Næsta öruggt sé að þær gefi a.m.k. vís- bendingar um þróun lífvera. Kortlagning í kafbáti Karl Grönvold, sérfræðingur á Norrænu eldfjallastöðinni, hefur stundað rannsóknir á jarðfræði út- hafshryggja. Hann skoðaði m.a. jarðhitasvæði neðansjávar í þeim leiðangri sem hann tók þátt í ásamt John Sinton og fleiri vísindamönn- um sl. vor. Ferð Karls er hluti af samvinnu íslendinga og Banda- ríkjamanna og var hans hópur á skipinu að sinna kortlagningu á ein- stökum hraunum á svæði undan ströndum Chile, 17-18 gráður suð- lægrar breiddar. Karl segir ferðina hafa verið mikla upplifun. „Við notuðum kaf- bát við rannsóknirnar, reyndar mjög frægan kafbát, Alvin, sem m.a. fann Titanic í fyrsta sinn. Við vorum 3.000 m undir yfirborði sjáv- ar og það var mjög sérstakt að sjá jarðhitasvæðin þarna og það líf sem þar þrífst, skeljar, fiska og kol- krabba." Karl segir íslenska fræði- menn búa við gífurlega yfirbm’ði í aðgengi að jarðfræðirannsóknum, einhver hafi komið með þá samlík- ingu, að rannsaka neðansjávar- hraun væri svipað og ef maður reyndi að rannsaka hraun á landi um niðdimma nótt með vasaljós eitt að vopni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.