Morgunblaðið - 29.08.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 29.08.1999, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Samfélagsbylting lærisveins Bdlivars BAKSVIÐ Hugo Chavez, forseti Venesúela, fer mik- inn í landi sínu um þessar mundir og hefur í raun gert bæði þingið og dómskerfíð óvirkt. Hann segir markmið sitt vera að losna við spillt kerfí, en gagnrýnendur óttast að hann muni einfaldlega koma vinum og fylgisveinum fyrir í valda- stöðum og virða lýðræði að vettugi. Reuters SJALFSKIPAÐUR LÆRISVEINN Hugo Chavez situr hér fyrir framan málverk af frelsishetjunni Símoni Bólivar, sem hann segir vera læriföður sinn. Bólivar var uppi 1783-1830 og kynntist frelsishugmyndum í Bandaríkjunum og Evr- ópu. Hann stýrði baráttu gegn yfirráðum Spánverja í S-Ameríku. INGIÐ og Hæstiréttur eru í dauðateygjunum. Stjóm- arskráin er á leið í rusla- körfu sögunnar. Hefð- bundnir stjórnmálaflokkar hafa horfið af sjónarsviðinu. Slík eru ör- lög fómarlamba „samfélagsbylting- ar“ Hugos Chavez, forseta Venesú- ela. Án þess að verða fyrir nokkurri mótspymu að heitið geti er Chavez, fyrrverandi valdaránsforsprakka, sem komst til valda með þvi að lofa að veita hinum fátæku aðstoð og ganga á milli bols og höfuðs á hin- um spilltu, að takast það sem bylt- ingarmönnum allt frá Mexíkó til Argentínu hefur löngum mistekist. Að rjúfa tengslin við fortíðina í eitt skipti fyrir öll. Chavez vann yfirburðasigur í for- setakosningum sem fram fóra í Venesúela í byrjun desember sl. og tók við völdum í febrúar. Kjörtíma- bil forsetans er fimm ár. Valdarán, sem hann stóð fyrir 1992, mis- heppnaðist. Áhrif út fyrir landsteinana Vart verður við þeytinginn í Chavez langt út fyrir landamæri Venesúela, bæði af táknrænum og starfrænum ástæðum. Frjálsræðis- hetjan Símon Bólivar fæddist í Venesúela og Chavez hefur lýst sjálfan sig arftaka og lærisvein Bólivars, þrátt fyrir að hann hafi á áram áður haft lög og reglur að engu. Þá hafa fréttaskýrendur bent á, að þegar Marcos Perez Jimenez, fyrrverandi einræðisherra, var steypt af stóli 1958 héldu nútíma- legar lýðræðishefðir innreið sína í Suður-Ameríku og Venesúela varð að eins konar tilraunastöð fyrir þennan heimshluta. Það er sérstakur áhyggjuvaldur fyrir hin ráðandi öíl í stjórnmálalífi Venesúela að Chavez vann sigur sinn með því leita út fyrir hið hefð- bundna flokkakerfi og bjóða sig fram sem óháður fulltrúi flokka- bandalags Föðurlandssambands- ins. Óorð var komið á hina tvo hefð- bundnu flokka í Venesúela, annar er aðeins til vinstri við miðjuna og hinn aðeins til hægri, fyrir áralanga spillingu, sem ekkert virtist geta losað um, og flokksbundið hygl. Á síðustu stundu sameinuðust flokk- arnir að baki helsta andstæðingi Chavez, en það varð ekki til annars en að gera flokkana svo að segja áhrifalausa þegar úrslit lágu fyrir. Enn of snemmt að segja til Sennilega er of snemmt að segja til um hvort framkvæmdasemin í Chavez verður til góðs fyrir Venes- úela eða ekki. En lífið í landinu verður svo sannarlega aldrei samt. Það er liðin tíð að tveir hefðbundnir ílokkar hafi tögl og hagldir á öllum sviðum, allt frá kappreiðum til sjón- varpsútsendinga og mannaráðn- inga í stáliðjuveri stjórnvalda. Margir helstu máttarstólparnir í gamla valdakerfinu í Venesúela eru kannski ekki alveg tilbúnir til að hverfa þegjandi og hljóðalaust af sjónarsviðinu. „Við eram ekki safn- gripir," mótmælti Luis Herrera Campins, fyn-verandi forseti. En svo virðist sem þeir eigi ekki ann- ars úrkosti. Stjórnarskrársamkunda, sem Chavez stofnaði til og stuðnings- menn hans era allsráðandi á, er að taka við störfum bæði þingsins og dómstólanna, að því er virðist án þess að þær stofnanir geti eða vilji streitast á móti. Cecilia Sosa, for- seti Hæstaréttar, sagði af sér á þriðjudaginn í mótmælaskyni við þá niðurstöðu dómsins að styðja þá ákvörðun samkundunnar að hún fái víðtæk ný völd til að reka dómara og endurbæta dómskerfið. „Sjálfsmorð" hæstaréttar „Hæstiréttur framdi einfaldlega sjálfsmorð til þess að sleppa við að vera myrtur. En afleiðingarnar eru hinar sömu. Hann er dauður," sagði Sosa. Á miðvikudaginn lét stjómar- skrársamkundan aftur til skarar skríða gegn valdakerfinu í Venesú- ela þegar hún tók við flestum skyldum þingsins. Hið upphaflega hlutverk sam- kundunnar var að leggja drög að nýrri stjórnarskrá, þeirri 26. í sögu Venesúela. Samþykkt var með yfir- gnæfandi meirihluta að lýsa yfir lagalegu neyðarástandi, og svipta þingið þannig réttinum til að sam- þykkja lög og gera hlutverk þess lítilvægt. „Hallarbyltingin gegn lýðræði í Venesúela hefur verið staðfest," sagði stjórnarandstöðuþingmaður- inn Cesar Perez Vivas þegar sam- þykktin var í höfn. Stjómmála- bandalag Chavez, Föðurlandssam- tökin, fékk yfir 90% sæta á stjórn- arskrársamkundunni, þegar kosið var til hennar í síðasta mánuði. Hafa samtökin farið hátt með þá ákvörðun sína að leysa ekki upp þingið og dómstólana sem dæmi um stórhug sinn. Sannleikurinn er hins vegar sá, að engin þörf var á að leysa þessai- stofnanir upp formlega því að þær vora í rauninn þegar óstarfhæfar að mestu leyti. Chavez segir nauð- synlegt að hrista duglega upp í stofnunum í Venesúela til þess að losna við einhverja verstu stjóm- málaspillingu sem fyrirfinnist í heiminum. „Þeir fyrirfóru sér,“ sagði hann nýverið um hina hefðbundnu stjórnmálaflokka í landinu. Meira en helmingur allra íbúa landsins, sem era alls um 23 milljónir, býr við fátækt þrátt fyrir að í landinu sé að finna mestu olíulindir sem nokkurt ríki, utan Miðausturlanda, hefur yfir að ráða. Svik við lýðræðið? En gagnrýnendur segja að með aðgerðum sínum hafi Chavez tek- ið sjálfur öll völd, hindrað lýðræð- islegt eftirlit og gagnrýni og þannig unnið gegn því markmiði að draga úr spillingu. Stjórnar- andstæðingar voru í meirihluta á þinginu, en í síðasta mánuði létu þeir undan og gerðu hlé á þing- störfum. Á miðvikudaginn til- kynntu þeir að þeir myndu koma saman nú í lok vikunnar til þess að ræða þær ógnir sem steðjuðu að tilvist þingsins. Þegar Sosa sagði af sér fullyrti hún að þingið og stjórnarandstöðu- flokkar hefðu „svikið" lýðræðið og „brotið lög og reglur með því að víkjast undan stjórnarskrárbundn- um skyldum sínum“. Henrique Ca- priles Radonsky, forseti neðri deildar þingsins, kvaðst hafa „látið lítið fara fyrir sér“ til þess að forð- ast að „espa“ hina valdamiklu stjómarskrársamkundu. Fáum leiðtogum hefur tekist jafnvel og Chavez að vekja vonir al- mennings í Venesúela, þrátt fyrir miklar efnahagsþrengingar og að um hálf milljón manna hafi misst vinnuna frá því hann tók við emb- ætti í febrúar. Aukið hlutverk hersins Forsetinn hefur verið gagnrýnd- ur íyrir að fela hernum aukið hlut- verk í samfélaginu og fela mönnum, sem skipulögðu valdaránstilraunina með honum, æðstu stöður í stjórn- inni. En vel hefur verið tekið í það að hann skuli hafa falið hermönnum að gera við vegi, byggja skólahús og hjúkra sjúkum, og yfir sjötíu af hundraði telja hann hafa staðið sig vel. Þess er vænst, að nýtt þing og nýr Hæstiréttur líti dagsins ljós hjá stjórnarskrársamkundunni, líklega í byrjun næsta árs. En sumir hafa áhyggjur af því að Chavez muni takast að fylla allar stofnanir af fylgLsmönnum sínum og að í hinu nýja Venesúela vepði lítið pláss fyr- ir andstæðinga. „Ég er rödd í eyði- mörkinni,“ sagði Jorge Olavarria, einn örfárra stjórnarandstæðinga sem sæti eiga á stjórnarskrársam- kundunni. • Byggt á Associated Press og The New York Times. • • Osku Bor- manns dreift yfír Eystrasalt LÍKAMSLEIFAR Martins Bormanns, sem var hægri hönd Adolfs Hitlers, voru nýlega brenndar og þeim dreift yfir Eystrasaltið, að sögn þýska fréttablaðsins Der Spiegel í gær. Sagði í frétt blaðsins að ösku Bormanns hefði verið dreift yfir sjóinn rétt hjá borg- inni Kiel í Norður-Þýskalandi. Þýska ríkið mun hafa borgað fyrir líkbrennsluna en fjöl- skylda Bormanns, sem var rit- ari Hitlers og trúnaðarvinur, ku ekki hafa viljað hafa nein af- skipti af málinu. Líkamsleifar Bormanns fundust óvænt íyrir 27 áram en DNA-rannsóknir staðfestu reyndar ekki fyrr en í fyrra að um Bormann var að ræða. Lengi eftir stríð hafði verið algerlega á huldu hvað um Bor- mann varð en hann hafði horfið sporlaust. Fjölskylda hans hélt því ávallt fram að hann hefði lát- ist í maí 1945 en af og til bárust hins vegar fréttir af því að hann hefði sést í Suður-Ameríku. Öflug sprengja í Jemen ÖFLUG sprengja varð níu manns að bana í Sanaa, höfuð- borg Jemens, í gærmorgun. Sprengjan sprakk í stórverslun í miðborg Sanaa og urðu miklar skemmdir á versluninni, sem og nærliggjandi byggingum, og m.a. brotnuðu rúður í sendiráð- um Tyrklands og Frakklands, sem staðsett era nálægt versl- uninni. Einungis örfáum klukkustundum áður höfðu yf- irvöld greint frá því að sprengja hefði sprangið í hafn- arborginni Aden en enginn slasaðist. Ekki var fyllilega Ijóst hvort um sprengjutilræði var að ræða eða hvort spreng- ingarnar tvær væra tengdar. Ruud Gullit segir af sér HOLLENDINGURINN Ruud Gullit sagði af sér í gærmorgun sem framkvæmdastjóri enska knattspyrnu- liðsins Newcastle. Sagði Gullit að ástæðan fyrir afsögn- inni væri m.a. slök frammi- staða liðsins undanfarið en Newcastle hefur aðeins fengi eitt stig í fimm fyrstu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Steve Clar- ke, aðstoðarmaður Gullits, mun stjóma liðinu í næsta leik sem verður á mánudag gegn Manchester United. Gullit tilkynnti um afsögnina á blaðamannafundi í gærmorg- un og bað hann fylgismenn Newcastle afsökunar á slöku gengi liðsins. Hann sagði hins vegar að helsta ástæða afsagn- arinnar væri ágangur fjölmiðla undanfarið sem hann sagði hafa ofsótt sig og fjölskyldu sína. Pressan á Gullit jókst mjög í vikunni þegar hann lét Alan Shearer, fyrirliða enska lands- liðsins, sitja á varamanna- bekknum mestallan leik liðsins við Sunderland. Leikurinn tap- aðist 1-2.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.