Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ í upphafi var Þjóðhildur Fyrir rúmum þúsund árum stóð Þjóðhildur húsfreyja við elda á Eiríksstöðum í Hauka- dal, þar sem fornleifafræðingar eru að grafa í rústum bæjarins og hleðslumenn að endurskapa bæinn skammt frá, svæðið allt búið til sviðssetningar á næsta ári. Þjóð- hildur var í raun upphaf þessa alls. Hefði Eiríkur rauði ekki sótt þangað kvonfang og fengið jarðarskika hjá tengdafólkinu úr landi Vatnshorns svo hann í þröngu nábýli lenti í vígaferlum við nágrannana og var útlægur gerr, hefði hann vísast aldrei farið til Grænlands, Leifur sonur þeirra ekki fæðst þarna og fundið svo Ameríku fyrir 1000 árum. Elín Pálmadóttir heimsótti þá sem eru að endurskapa bæjarhús og um- hverfí Eiríksstaða og þáði kaffísopa hjá Guðrúnu húsfreyju á Stóra-Vatnshorni. , Morgunblaðið/Epá. Árni Benediktsson og Guðrún Ágústsdóttir á svölunum á Stóra-Vatnshomi. Séð út dalinn þar sem sjá má gesta- húsin og Haukadalsvatnið með silungi og laxi. r APERÐALAGI með Zontakon- um fyrir skömmu lét fararstjór- inn og Dalakonan Birna Lárus- dóttir þau orð falla að þrátt fyrir allt sem er að sjá í dölum frammi renni ferðamenn framhjá eftir þjóð- veginum. Það verður ekki mikið lengur hvað Haukadalinn snertir a.m.k. Þar vinnur nefnd Dalamanna, Eiríksstaðanefnd, undir forustu Friðjóns Þórðarsonar, fyrrv. sýslu- manns, nú í sumar við að gera bæ Eiríks og Þjóðhildar og fæðingar- stað Leifs og allt umhverfíð sýnilegt og aðgengilegt gestum fyrir hina miklu hátíð í tilefni 1000 ára landa- fundaafmælisins á næsta sumri. Enda var mikið um að vera í dalnum, er fréttamaður Morgunblaðsins eyddi þar góðviðrisdegi. Þjóðminjasafnsmenn voru að grafa í bæjarstæði Eiríks rauða uppi í hlíðinni undir stjórn Guðmundar Ólafssonar fornleifafræðings og skammt frá hleðslumenn að hlaða upp tilgátubæ svokallaðan, sem byggist á uppgi-eftrinum og gefur al- menningi mynd af því hvernig búið var fyrir þúsund árum og Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt að stika um svæðið, þar sem umhverfið á að verða sem líkast umhverfinu þar sem drengurinn Leifur Eiríksson hefur vísast leikið sér, m.a. endur- gera eyddan birkiskóginn kring um bæinn, og koma fyrir bílastæðum, snyrtihúsi og upplýsingahúsi fyrir væntanlegan ferðamannastraum. Haukadalur er sumarfagur all- breiður dalur með háum grónum hálsum eða fjöllum á báðar hliðar. Inn í dalinn er ekið meðfram fjög- urra kílómetra löngu breiðu vatni; Haukadalsvatni. Uppi í hlíðinni við fjarri vatnsendann stendur bærinn Stóra-Vatnshom, kirkjustaður frá miðöldum og sögustaður úr Eiríks- sögu. Þar segir að Eiríkur rauði og faðir hans hafi komið af Jaðri til Is- lands fyrir víga sakir og numið land á Hornströndum. Eftir lát föðurins fékk Eirijkur Þjóðhildar dóttur Jör- undar Úlfssonar og Þorbjargar knarrarbringu er þá átti Þorbjörn hinn haukdælski. Þorbjörn hinn haukdælski bjó á Vatni utar í daln- um. „Réðst Eiríkur þá norðan og raddi land í Haukadal og bjó á Ei- ríksstöðum hjá Vatnshorni" eða eins og það er orðað í Landnámu eftir að hann fékk Þjóðhildar: „réðk Eiríkur þá norðan og ruddi lönd í Haukadal ; hann bjó á Eiríksstöðum hjá Vatns- homi“. „Stuttan stekkjarvegg“ innar eru rústirnar af Eiríksstöðum, þar sem fornleifafræðingarnir telja af ummerkjum að ekki hafi verið búið eftir að Eiríkur og Þjóðhildur fóru þaðan. Sagan segir að þau hafi farið um 15 árum fyrir kristnitökuna. Sama ættin í 350 ár Á Stóra-Vatnshorni búa Árai Benediktsson og Guðrún Ágústs- dóttir. Eitthvað hefur Þjóðhildur ef- laust borið gestum, en Guðrún hellir upp á könnuna í sínum rúmgóða nú- tímabæ. Guðrún er Dalakona, frá Kirkjuskógi í Miðdölum, en amma hennar var fædd á Stóra-Vatnshomi. Á Stóra-Vatnshorni hefur sama ætt- in, ætt Árna, búið og átt jörðina nær óslitið um 350 ára skeið. Segir Þor- steinn Þorsteinsson sýslumaður í Ár- bók FI að Hákon Árnason hafi eign- Jún Ragnar Benjamínsson og Steinar Þór Ragnarsson að hlaða hina fallegu veggi í nýja húsinu úr streng og klömbrum. Stefán Örn Stefánsson arkitekt (t.v.) og Gunnar St. Ólafsson verkfræð- ingur (t.h.) benda á vegg nýja skálans, þar sem voru í skála Eiríks dyr sem fyllt var upp í og eru látnar halda sér á nýja bænum. ast Stóra-Vatnshorn með konu sinni Herdísi Bjarnadóttur frá Staðarhóli og þeirra sonur var Jón faðir Helgu á Jörva. Ég hafði samband við Odd Helgason ættfræðing, sem gat snar- lega rakið og upplýst að Guðríður Þorbjarnardóttur tengdadóttur, Þjóðhildar og Eiríks rauða, var for- móðir þessara elstu eigenda bæjar- ins af þessari ætt. Ekki þó gegn um Þorstein son þeirra. Má semsagt rekja ætt bænda á Stóra- Vatnshorni nú til húshalds Þjóðhildar frá Vatns- horni og síðan húsfreyju á Eiríks- stöðum fyrir ramum þúsund áram. í Árbók FÍ frá 1997 segir: „í einni uppsveiflu sinni árið 1942 keypti Óskar Halldórsson útgerðaraiaður („íslands Bersi“) Stóra- Vatnshorn. Ekki vissu menn hvað hann ætlaði sér með jörðina en kom einna helst í hug að hann hygðist egna fyrir Am- eríkumenn þar sem finnandi heims- álfunnar Leifur Eiríksson mundi fæddur á Eiríksstöðum. Þegar erf- ingjar Óskars seldu Stóra-Vatnshorn undanskildu þeir nokkra spildu um- Langsnið, suðurhlið Svonefnt „tilgátuhús“ sem verið er að byggja skv. grunni Eiríksstaða- rústanna. Arkitektar Grétar Markússon og Stefán Örn Stefánsson. Þversnið, vestrurendi Mynd/Landmótun - Einar E. Sæmundsen Svæðið gert gestavænt með bflastæðum, snyrtihúsi, stígum og útsýnispalli við rústirnar og jafnframt líkast því sem var kring um bæ Eiríks. M.a. endurvakinn birkiskógurinn. Landnámsskógur Nuverandi sumarhus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.