Morgunblaðið - 29.08.1999, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
í upphafi van
Þjoðhildur
göngu-Hrafn að Leikskálum. Geir-
steinn og Oddur á Jörva, frændur
Eyjólfs, mæltu eftir hann. Þá var Ei-
ríkur görr brott úr Haukadal." Fór
Eiríkur út í eyjar og héldu áfram
mannvíg. Menn sátu með fjölmenni í
kring um sig. Varð Eiríkur sekur á
Þórsnesþingi. Sigldi þá frá Snæfells-
nesi að leita nýs lands. „Kom eftir
þrjú ár til Islands í Breiðafjörð og
lenti enn í átökum. Þá fór Eiríkur að
byggja land það er hann hafði fundið
og kallaði Grænland, því að hann
kvað menn mjög mundu fýsa þangað
ef landið héti vel. Það reyndist rétt,
því það sumar fór hálfur þriðji tugur
skipa af stað með honum til Græn-
lands, þar sem hann nam Eiríksfjörð
og bjó í Brattahlíð og Leifur sonur
hans eftir hann.
Ekki er Þjóðhildar getið í öllu
þessu, hvort hún fylgdi bónda sínum
á þessum ferðum, út í eyjar og síðan
í fyrri Grænlandsferðina eða sat
heima á Eiríksstöðum. Enda ekki til
siðs að tíunda orð kvenna eða gerðir
meira en þörf krafði í Sögunum.
Ovíða vonj meiri stólpakonur en
Dalakonur. Þær réðu samt ekki sínu
gjaforði, jafnvel ekki Guðrún Ósvíf-
ursdóttir þótt hún væri orðin ekkja.
Sama hefur sjálfsagt verið um Þjóð-
hildi er hún hlaut Eirík. Og því at-
hyglisverðara er það er hún löngu
seinna í Grænlandi, eftir að Leifur
sonur hennar kemur heim og boðar
kristni, ákveður strax að taka trú í
óþökk Eiríks og byggir meira að
segja kirkju, Þjóðhildarkirkju.
Sængar ekki framar hjá honum. Var
hún kannski búin að fá nóg af ribb-
aldanum og fékk þarna góða afsök-
un? Hvað um það, er ekki kominn
tími til að minnast Þjóðhildar móður
Andlitskremin frá í tilboöspakkningum
1. Duo-Liposome krem,
dag- og næturkrem
2. Free Radical gel, til
að fjarlægja úrgangs-
eítii úr húðinni.
3. AHA krem til að
fjarlægja dauðar
húðfrumur.
Notíst sem nætur-
krem eina viku í
mánuði.
ÚTSÖLUSTAÐIR: Ingólfsapótek, Kringlunni, - Rima Apótek, Grafarvogi, - Hringbrautarapótek.
Með Trend næst árangur
Nýjung! Þýsk gæðavara
Ekta augnahára- og augnabrúnalit-
ur, er samanstendur af litakremi og
geli sem blandast saman, allt í ein-
um pakka. Mjög auðveldur í notk-
un, fæst í þremur litum og gefur
frábæran árangur.
Útsölustaðir: Apótek og
snyrtivöruverslanir
ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone. Þessi (svarti) gamli góði með stóra
burstanum. Uppl. i smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum.
NYTT!
Til háreyðingar
vatnsþynnanlegt
vax og tæki frá byly
byly
fæst í apótekum og
snyrtivöruverslunum.
Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317
Hann lítur út eins og stjörnustríðsmaður bandaríski
fornleifafræðingurinn John Steinberg, sem vappaði
um við rústimar með mælitæki sín.
Skógur var kring um Eiríksstaði og Einar E. Sæ-
mundsen landslagsarkitekt heldur á viðarbút úr
mýrinni. Nú verður þar ræktaður aftur birkiskógur.
Leifs heppna í Haukadal og á Eiríks-
stöðum engu síður en þeirra feðga?
Þessi saga er mjög lifandi á þess-
um slóðum, segja þau Árni og Guð-
rún, og bæirnir Stóra-Vatnshorn,
Leikskálar, Saurstaðir og Jörvi eru
allir í byggð og blasa við þegar ekið
er fram dalinn. Valþjófsstaðir, þar
sem þrælarnir felldu skriðu í sög-
unni, eru þó löngu horfnir. Orustu-
hvammur þar sem þeir börðust ber
það nafn enn, segir Árni.
Talið berst að áhuganum á þessu
svæði og fyrirsjáanlegri aukningu á
ferðamennsku. Guðrán segir að þau
40 ár, sem þau hafí búið þarna, hafí á
hverju sumri komið útlendingar að
spyrja um sögustaðina. Og mun
meira síðan þessar sögur voru gefn-
ar út á ensku.
Nú þegar búast má við auknum
ferðamannastraumi er fengur í tjald-
stæðunum og bændagistingunni á
Stóra-Vatnsenda. En bændur þar
eru ekki í neinum tengslum við und-
irbúning hátíðahalda, ekkert verið
talað um þau við þau.
Framkvæmdir voru í gangi í
Við styrkjum spennandi
menningarviðburði
á Norðurlöndum
Nú eru síðustu forvöð að sækja um styrki til norrænna menn-
ingarverkefna.
Hafið samband við skrifstofu Norræna menningarsjóðsins
í Kaupmannahöfn til að fá upplýsingar, umsóknareyðublöð
eða leiðbeiningar.
Á vefsíðu sjóðsins má lesa um starf hans og eins hvaða
verkefni hafa hlotið styrk.
Pantið umsóknareyðublöð skriflega eða símleiðis, einnig
er hægt að sækja þau á vefsíðu sjóðsins. Athugið ný umsókn-
areyðublöð! Umsóknir þurfa að vera póststimplaðar í síðasta
lagi 15. september 1999 til að koma til greina við endanlega
afgreiðslu þeirra í desember.
NORRÆNI
MENNINGARSJÓÐURINN
Store Strandstræde 18, DK-1255 Kpbenhavn K, Danmörku.
Sími: +45 33 96 02 00. Netfang: kulturfonden@nmr.dk
Veffang: www.nordiskkulturfond.dk
kirkjugarðinum á Stóra-Vatnshorni.
Þangað var kominn presturinn, sr.
Oskar Ingi Ingason í Hjarðarholti,
sem á sæti í Eiríksstaðanefnd og
kom fram að Eiríksstöðum. Hann
kvaðst mjög ánægður með að sjá
framkvæmdirnar, sem nú fljúga
áfram. Hann kvaðst líka bjartsýnn á
áhuga ferðamanna, Islendinga sem
útlendinga, í framtíðinni, enda sé það
þjónusta að byggja þarna upp og
kynna söguna. Hann verður var við
mikinn áhuga heimamanna og alh-a
íslendinga frá upphafi um að styðja
nefndina á allan hátt. „Þetta er byrj-
unin á því að við Dalamenn vöknum
til að gera sögunni þau skil, sem hún
á skilið. Til dæmis eru hér Leikskál-
ar og Jörvi, og svo siðbótabæirnir
Snóksdalur, þar sem Daði bjó, og
Sauðafell, þar sem Jón var handtek-
inn. Þetta var eina vígi siðbótarinnar
á tímabili. Á næsta ári verður minnst
450 ára afmælis um haustið, þegar
menn hafa aðeins jafnað sig á stóru
hátíðinni á Eiríksstöðum. Sr. Óskar
segir að til dæmis hafi margir áhuga
á Jörva, þar sem var Jörvagleðin er
aflögð var 1707 eftir að sagt var að
17 börn hafí komið þar undir. Segir
það svolítið merkilegt að kirkjan var
helguð helgum krossi og krossmessa
á hausti var 14. eða 15. september.
Það er sami tími sem veraldlega há-
tíðin var haldin. Má því slá því fram
að gleðin hafi verið kirkjuhátíð í
byrjun. En Jörvagleðin féll niður á
sama tíma og stórabóla gekk. Lík-
legra að það sé ástæðan fyrir því að
hún lagðist af. Það er líka dálítið
skondið að sá sem bannaði hana var
Jón Magnússon sýslumaður, bróðir
Árna Magnússonar. Þó var hann við-
staddur hátíðina árið áður. Og hann
var sjálfur tekinn þrisvar fyrir barn-
eignabrot. Hafði misst fyrir það
embættið og unnið sér til líflátsrefs-
ingar, en var náðaður fyrir atbeina
Árna bróður síns.“
Hér er semsagt á litlu svæði allt
fullt af sögustöðum af ýmsu tagi,
sem ferðamenn geta átt erindi við.
KR-INGAR, AFRAM KR!
Landssímadeild 29. ágúst kl