Morgunblaðið - 29.08.1999, Síða 25

Morgunblaðið - 29.08.1999, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 25 fluttur var nauðugur til Qaanaaq þar sem hann býr enn. Morgunblaðið/Rax ■ Loftmynd af herstöðinni í Thule sem öllu uppnáminu hefur valdið. m verið barn væru málinu alveg óviðkomandi, því þetta snerist ekki um þátt Nyrups per- sónulega, heldur afsökun hans sem forsætis- ráðherra. Grænlenska landstjórnin er þegar farin að nýta sér málið til að þrýsta á dönsku stjóm- ina. Thulemálið hefur sýnt að Danir sýndu ákveðinn tvískinnung í samskiptum við Bandaríkjamenn um hvort á Grænlandi mættu vera kjamorkuvopn eða ekki. Danir létu í veðri vaka að svo mætti ekki vera, en horfðu í gegnum fingur sér með hvað Banda- ríkjamenn aðhöfðust á Grænlandi. Danska stjórnin kom 1997 til móts við kröfur Græn- lendinga um nýjan flugvöll sem bætur fyrir þennan tvískinnung og ætluðu þar með að binda enda á frekari kröfur Grænlendinga vegna málsins. Með samkomulaginu skuldbatt danska stjómin sig til að byggja flugbraut í Qaana- aq, um 100 kflómetra norðan Thulestöðvar- innar, og átti féð að koma frá framkvæmdum við flugvöllinn í Dundas, sem hætt var við vegna andstöðu Bandaríkjamanna við far- þegaflug þarna. Danir ætluðu að leggja 47 milljónir danskra króna til brautarinnar, en Grænlendingar sjálfir að greiða 30 milljónir. Rekstur brautarinnar er ódýrari en í Dundas, svo þar sparar landstjórnin. Síðan hefur landstjórnin krafist þess að Danir greiddu allan kostnaðinn og það mál er enn ekki úr sögunni. Með samkomulaginu skuldbatt danska stjórnin sig til að byggja flugbraut í Qaanaaq, um 100 kílómetra norðan Thulestöðvarinnar, og átti féð að koma frá framkvæmdum við flugvöllinn í Dundas, sem hætt var við vegna and- stöðu Bandaríkja- manna við farþega- flug þarna. Dómurinn felur í sér gagnrýni á danskt embættismannakerfi fyrir að hafa alveg frá því 1953 reynt að villa um fyrir almenningi varðandi hvað færi fram á Grænlandi. Meðal annars er bent á að í fréttatilkynningu frá 1953 segi að dönsk yfirvöld og fulltrúar Thule- búanna hafi orðið sammála um flutninginn, sem var mjög langt frá raunveruleikanum. Þegar dómurinn var fallinn á föstudag sagði Jonathan Motzfeldt að dómurinn væri áminning og yrði notaður sem slíkur í öllum samningum um grænlensk svæði, bæði heima og eins gagnvart Bandaríkjunum. Það mun því án efa lengi verða vitnað til hans í sam- skiptum þjóðanna, hvort sem honum verður áfrýjað eða ekki. Grænlenskt bam að leik við herstöðina í Thule.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.