Morgunblaðið - 29.08.1999, Side 26

Morgunblaðið - 29.08.1999, Side 26
26 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ A6 ferðast í fronrnndi löndum Um nær eins árs skeið bjó Kristín Lofts- dóttir meðal WoDaaBe-hirðingja á Sahel- svæðinu í Níger, einu fátækasta landi Afr- íku, og fékkst við mannfræðirannsóknir. Vegna átaka í landinu kom að því að henni var ekki talið þar óhætt lengur. Ferðalagið til byggða verður henni tilefni til hugleið- inga um það að flytja og flýja, að vera gestur og heimamaður, um stærri málefni valds og valdaleysis og um líf og aðstæður fólks í fátækari löndum, þar sem framand- leikinn er ekki markmið í sjálfu sér, heldur oft hluti af víðara pólitísku samhengi. Setið í skugga trjánna og spjallað saman. Kristín stingur óneitanlega í stúf við félaga sína. EG SEST niður á strámott- una til að drekka morgunte með fjölskyldunni. Eg er rétt búin úr fyrsta glasinu þegar Akali segir mér að við þurf- um að koma okkur í burtu. Það era átök í uppsiglingu og hann vill að við hverfum frá hirðingjasvæðinu, bæði vegna míns eigin öryggis og vegna öryggis fjölskyldunnar. Eg hafði búið á Sahel-svæðinu í næst- um ár, en þangað var ég komin til þess að framkvæma doktorsrann- sókn í mannfræði. Verkefni mitt snýr að WoDaaBe-hirðingjum og þeim breytingum sem orðið hafa á lífí þessa fólks síðustu áratugi. Óstöðugt póli- tískt ástand landsins hafði gert rann- sókn mína erfið- ari, en það var sérlega slæmt í norður- hluta landsins þar WoDaaBe kon- ur reyna að hafa börn sín á brjósti þar til þau eru þriggja ára til þess að auka lífslíkur þeirra. ráðfærir Akali sig við aðra karlmenn í ættflokknum. Þeir era sammála honum, ástandið er of hættulegt fyr- ir mig og að auki þá skapar vera mín hættu fyrir alla fjölskylduna. Hvít kona sem býr meðal hirðingja hlýtur í augum þeirra sem ekki þekkja til, að vera með fullar hendur fjár og trúlega líka með bíl í felum einhvers staðar. Uppreisnarmennimir þurfa mikið á bílum að halda og ráðast á fólk sem ferðast um á bílum. Það er því ekki talið öraggt að keyra á jeppum í norðurhluta landsins nema í fylgd herliðs. Ég á hvorki bíl né auðæfi. Peningamir mínir era upp- m-nir nema þeir sem ég þarf að geyma fyrir ferðina aftur til borgar- innar. Ég tíni saman hlutina mína sem rúmast í litlum bakpoka þar sem ég geymi það allra nauðsynleg- asta; hálftóman lyfjakassann, bókina þar sem ég skrái niður athuganir mínar, dagbókina mína, rannsóknar- leyfið, myndavél og kassettutæki. Ég hef annan aðeins stærri poka þar sem ég geymi föt til skiptanna ásamt öðrum gagnlegum hlutum. Akali bendir mér á að við getum ekki farið á úlfaldanum mínum að næsta markaði, vegna þess að hon- um var gefið salt daginn áður. Sem betur fer eram við ekki mjög langt frá markaðnum þannig að við getum farið þangað ríðandi á asna. Við eram þrjú sem leggjum af stað rétt fyrir klukkan tíu þennan sama morgun. Það eram við Akali, en einnig Dro vinur minn, sem mun fara með asnann til baka. Heimilið er fátækt og einungis einn asni til reiðu. Asninn þarf að bera dót okkar Akalis, ásamt því að bera mig á bak- inu. Það þykir nokkuð fyrirséð að ég muni ekki hafa orku til að fara fót- gangandi hina löngu leið að mark- aðnum í brennandi sólinni. Lítið asnafolald fylgir móður sinni, og mun því fara með okkur í þetta ferðalag. Á asnann er fyrst sett lítið teppi sem hlífir baki hans. Hlutir sem við þurfum að hafa með okkur, eru bundnir utan á bak asnans þannig að þeir liggja meðfram hlið- unum. Akali leggur teppi ofan á reipin til þess að gera mér setuna auðveldari. Það er ekki auðvelt að ríða á asna sem er þannig hlaðinn. Hlutirnir vega salt á baki hans, og allar klyfjarnar geta dottið af baki ásamt manni sjálfum ef maður hall- ar sér full mikið í aðra áttina. Asn- anum er einfaldlega stýrt með litlu priki sem maður lemur létt í háls hans. Ef hann fer að stefna of mikið til hægri þá lemur maður á þá hlið og svo vinstra megin ef hann stefnir of mikið til vinstri. Til þess að hvetja asnann þarf að dingla fótunum reglubundið í hliðar hans. Það krefst mikillar einbeitni hjá mér að halda dýrinu gangandi, dingla fótunum, passa upp á jafnvægið á klyfjunum, og að gæta þess að stefnan sé rétt. Akali er í sífellu að benda mér á hvert við eigum að stefna en mér tekst samt einhvem veginn að ráfa í vitlausa átt. Á morgnana safnast fjölskyldan saman við eld sem kveiktur er við rúm Kristínar. Klæðið verndar barnið fyrir sólinni en hnífurinn og öxin fæla burt illa anda. sem hirðingjar era í meirihluta. Ákveðnar ættkvíslir innan Tuareg- hirðingjahópsins höfðu, nokkram áram áður, sagt stjórnvöldum stríð á hendur, og átök verið að þróast smámsaman milli þessara hópa. Við slíkar aðstæður eru það þó ekki eingöngu uppreisn- armennirnir sjálfir sem valda usla. Venjulegu fólki sem býr á svæðinu stafar ekki minni hætta af ránum og öðram ofbeldisverkum, sem framin era af fólki sem notfærir sér hið óöragga ástand. Þessi frásögn mun fjalla um það ferðalag sem ég fór í til þess að komast aftur til byggða. Þessi saga er ekki flókin eða margbrotin, en vekur þó upp hugleiðingar um það að flytja og flýja, um að vera gestur og heimamaður. Mig langar til þess að tengja þessa litlu einföldu ferða- sögu, sem gerðist meðan á dvöl minni í Níger stóð, við stærri mál- efni valds og valdaleysis. Einnig er von mín að hún geti varpað ein- hverju Ijósi á líf og aðstæður fólks í fátækari löndum, þar sem fram- andleikinn er ekki markmið í sjálfu sér, heldur oft hluti af stærra pólitísku ástandi. Hættulegt ástand Ég borða kaldan hirsigrautinn frá deginum áður. Það er engin mjólk til með honum vegna þess að það er febrúar, og því heitasti tíminn í nánd. Sú litla mjólk sem kýrnar gefa af sér er geymd fyrir yngstu börnin. Ég hef áhyggur af að þurfa að fara svona snögglega og þeim glæpum sem hætta er á. Það er ekki einungis pólitískum þáttum sem má líka kenna um hversu óöruggt ástandið er, heldur einnig vistfræðilegum að- stæðum og árstíma. Þegar heitasti tíminn heldur innreið sína, þá hefur beitiland minnkað stöðugt síðan regntímanum lauk. Hirðingjarnir neyðast til þess að dreifa sér yfir stórt svæði, sem hefur í för með sér að fjölskyldurnar era varnarlausari gagnvart ofbeldisverkum. Það er einnig þröng í búi hjá mörgum. Verðgildi kinda og geita er lítið, korn hefur hækkað í verði og mjólk- urframleiðsla er varla nokkur. Þeir sem þurftu að þola hungur fyrr um árið, era á þessum tíma enn verr settir og sjá fram á langan tíma í allsleysi. Einungis þegar byrjai' að rigna er von um betri tíð. Vegna byltingar Tuareganna era byssur auðfáanlegar og af sömu ástæðum er aðhald hersins lítið á svæðinu. Eftir ákveðna atburði daginn áður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.