Morgunblaðið - 29.08.1999, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 27
Dro gengur þögull við hina hlið
mína eins og hans er vani, og slær
öðru hvoru í rassinn á asnanum til
þess að fá hann til að halda áfram.
Landslagið er tilbreytingarlaust.
Rauðgular sandhæðir svo langt sem
augað eygir. Þurrt gras á einstaka
blettum. Sumstaðar er ekkert gras,
einungis sandur. Lágvaxið kjarr er í
lægðunum á milli aðliggjandi hæð-
anna. Þar voru vötn á regntímanum
en þau eru nú löngu uppþornuð.
Eins og á flestum slíkum ferðalög-
um er hugmyndaflugið það eina sem
hægt er að leita í. Láta sig dreyma
um kalt vatn og heitan mat, graut
eða kannski kjöt. Hugsa heim til Is-
lands, þar sem margt hefur annan
hljóm. Annað slagið fer ég af asnan-
um, þannig að samferðamenn mínir
geti hvílt sig á göngunni og til að
asninn geti hvílt sig á okkur. Eg
vorkenni þessu dýri en samúðin er
bæld af þreytu, hungri og löngun í
að komast á áfangastað. Vatnið okk-
ar er í plastbrúsa, sem hefur trúlega
áður verið olíu- eða bensínbrúsi, en
er núna klæddur með strigapoka til
að halda vatninu köldu. Það er ekki
hægt að stoppa og ég á erfitt með að
drekka úr brúsanum á meðan ég er
á ferð á asnanum. Ekkert vatn er að
finna á leiðinni þar sem öll litlu
stöðuvötnin eru uppþornuð. Fólk
sækir drykkjarvatn sitt í hand-
grafna brunna á þessum árstíma.
Þetta er ekki heitasti tíminn, en sól-
in er samt hátt á lofti. Það er fíngert
ryk í loftinu sem dregur úr mætti
sólarinnar, en ég finn samt svitann
drjúpa af andliti mínu. Þegar klukk-
an er farinn að nálgast tvö þá segir
Akali mér að bráðlega munum við
nálgast Droum. Þar getum við áð
stutta stund, brynnt ösnunum og
fyllt vatnsflöskuna. Eg fyllist af nýj-
um krafti og reyni að koma auga á
þetta stóra stöðuvatn, sem ég hef
aldrei séð, einungis heyrt um. En án
árangurs, það er ennþá langt að
fara. Hvíslið frá trjánum gefur fyrst
til kynna að við nálgumst Droum.
Hvíslið hljómar ókunnuglega í eyr-
um mínum eftir svo langan tíma í
næsta trjálausu umhverfi og til-
hlökkun mín víkur fyrir varkámi.
„Við verðum að fara gætilega," segir
Akali, næstum eins og hann hafi les-
ið hugsanir mínar. „Það er alltaf fólk
í kringum Droum,“ segir Dro og
kinkar kolli. Akali biður mig um að
hafa hljótt því orð mín bera greini-
lega með sér að ég er útlendingur.
Útlit mitt gerir það auðvitað líka en
orð berast oft langt og geta vakið
upp óþarfa spumingar. Við fæmm
okkur rólega að vatninu. Þetta er
stórt vatn og umkringt tijám. Tré
standa upp úr vatninu og veita
fugla- og dýralífi griðland. Trjágróð-
urinn er svo þéttur að það er ekki
hægt að sjá bakka vatnsins hinum
megin. Við göngum framhjá ein-
staka manni, en það em bara fátæk-
ir hirðingjar sem líta á okkur for-
vitnisaugum en spyrja einskis.
Flestir era Tuaregar komnir til að
brynna dýmm sínum, eins og við.
Þeir heilsa kurteisislega eins og sið-
ur er. Eg finn að Akali er órólegur
og vill komast sem fyrst af stað aft-
ur. Mér sjálfri finnst hvíslið í náttúr-
unni í kringum mig óhugnanlegt og
sakna sléttunar og víðáttunnar.
Strax og asnarnir era búnir að
drekka og vatnsbrúsinn hefur verið
fylltur höldum við aftur af stað. Dro
hafði reynt að kaupa mat af ein-
hverjum en það var enginn sem átti
neitt til þess að selja.
Á heimili Tuarega
Ferðin heldur áfram jafn tilbreyt-
ingarlaus og fyrr. Eina breytingin
er að gróðurinn er orðinn þéttari og
við fylgjum litlum stíg. Asninn
þrjóskast við að halda sig á stígnum
og leiðir mig margoft inn í slútandi
greinar nærliggjandi trjáa. Ef ég er
of sein að lemja hann í burtu, þá
þarf ég að beygja mig niður til þess
að fá ekki beittar þymigreinamar í
andlitið og á líkamann. Á einstaka
stað sé ég lítil þorp í fjarlægð en við
nálgumst þau ekki vegna þess að
það getur verið varasamt að auglýsa
ferðalag okkar. Einstaka akur verð-
ur á vegi okkar, merki um að við er-
um á svæði sem einkennist af akur-
yrkju og hjarðmennsku. Sólin lækk-
ar smám saman á lofti, en markað-
urinn er ennþá dágóðan spöl í burtu.
„Er markaðurinn langt fram und-
an?“ spyr ég nú í fyrsta sinn, enda
orðin svo þreytt að ég gæti næstum
lagst niður á stíginn og sofnað. „Ég
veit það ekki,“ segir Akali, sem er
líka orðinn mjög þreyttur. „Það er
ekki mjög langt en ég veit ekki ná-
kvæmlega hversu langt. Ég bara
veit að við náum því ekki fyrir myrk-
ur.“ Hann veltir fyrir sér hvað við
getum gert. Við getum haldið áfram
en þá verðum við kannski komin að
markaðnum þegar það er orðið mjög
áliðið og því hættulegt að vera á
ferð. Að auki höfum við engan sama-
stað í þorpinu þar sem við getum
sofið. Annar valkostur er sá að sofa
þar sem við erum, en við höfum ein-
ungis tvö teppi og ekkert okkar hef-
ur borðað allan daginn. Asnamir
era líka orðnir svangir og það er
ekkert handa þeim að borða í ná-
grenninu. Ég hef áður gist á víða-
vangi einungis með teppi til þess að
liggja á, en þá í hópi fólks í umhverfi
sem það þekkti. Þriðji kosturinn er
að fara að einhverju heimili á leið-
inni og biðja um næturgistingu. Ég
heyri kvíða í rödd Akalis þegar hann
nefnir valkostina. Öllum fylgir
ákveðin áhætta, og ég veit að honum
finnst hræðilegt að bjóða mér upp á
það að sofa á jörðinni án þess að fá
vott né þurrt. Hann hugsar sig um
og ég bíð eftir ákvörðun hans. Það
er orðið alveg dimmt, umhverfið
rennur saman við stjömubjartan
næturhimininn. Það er ekki lengur
heitt.
„Við treystum á Guð og fáum að
gista hjá einhveiju fólki,“ segir
Akali loks ákveðinn og við tökum
stefnu á næsta eldstæði sem lýsir í
nóttinni. Við nálgumst hús sem er
búið til úr leir og greinum. Það er
nokkuð ólíkt þeim húsum sem ég
hafði oftast séð. Þak þess og veggir
renna saman í eitt, og mynda háan
þríhyming. Greinum hefur verið
stungið í jörðina í kring, og
snærispotta vafið á milli þeirra til að
marka svæði hússins. Við göngum
varlega að eldstæðinu, heyram
raddir í myrkrinu. Við nemum stað-
ar í nokkurri fjarlægð og Akali segir
hátt: „Salam alykum." Raddimar
þagna. Maður stendur upp og svar-
ar kveðju hans: „Alykum asalam.“
Akali biður okkur Dro um að bíða og
gengur til móts við manninn en þó
ekki inn fyrir litlu girðinguna sem
afmarkar hús hans. Hann skiptist á
orðum við manninn og hverfur með
honum að eldstæðinu. Stuttu seinna
kemur hann til baka brosandi af
gleði: „Guð er okkur náðugur, þetta
fólk býður okkur velkomið. Ykkur er
óhætt að koma.“ Við göngum að
húsinu og að eldinum þar sem lítill
hópur manna, bæði fullorðnir og
böm, situr við eldinn. Það er þögn.
Þetta fólk eru Tuaregar sem stunda
sambland af akuryrkju og hjarð-
mennsku. Ég tala ekki mál þeirra en
kasta á þau íslamskri kveðju sem
allir þekkja. Dro talar tamaseq og
þakkar fyrir á þeirra tungumáli.
Akali dreifir úr teppinu mínu fyrir
okkur, og ég sest á það með Dro.
Akali hverfur aftur út í nóttina til
þess að taka hlutina af asnanum og
að hefta framfætur hans með litlu
reipi, ekki ósvipuðu því sem var not-
að á íslandi í gamla daga til þess að
hefta hestana. Það gefur asnan- p-
ÍSAFJÖRÐUR: SAUÐÁRKRÓKUR: AKUREYRI: EGILSSTAÐIR: REYÐARFJÖRÐUR: HÖFN: SELFOSS: KEFLAVÍK: AKRANES: REYKJAVIK: BORGARNES:
Bílasala Jóels Bifreiða- Bifreiðaverkstæði Vélaverkstæðið Lykill Bílverk Betri Bííasaía Björn Lárusson Bílahúsið Bílasala
ísafjarðar- verkstæðið Áki Sigurðar Víkingur Búðareyri 25 Víkurbraut 4 bílasalan Reykjaness Esjubraut 45 Sævar- Vesturlands
flugvelli Sæmundargötu 16 Valdimarssonar Lyngási Simi4741199 Sími 4781990 Hrísmýri 2 Hafnargötu 88 Sími: 431 1650 höfða 2 Borgarbraut
Sími 456 4712 Sími 4531541 Óseyri 5a Sími 471 1244 Sími 482 3100 Simi 421 6560 Sími 525 8000 Sími: 437 1577
Sími 461 2960
x andsútsa/^
á notuðum bílum
Vegna ótrúlegrar sölu á nýjum bílum frá Ingvari Helgasyni og
Bílheimum seljum við fjölda notaðra bíla í öllum verðflokkum með
um land allt
álvöru afslættí