Morgunblaðið - 29.08.1999, Page 30

Morgunblaðið - 29.08.1999, Page 30
30 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓNA EKKIHÉGÓMA VIÐSKIPnAIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Bára Magnúsdóttir hefur rekið Jazzballetskóla Báru um árabil og seinni árin, er líkamsræktarbylgja hefur farið um ís- lenskt þjóðfélag eins og eldur í sinu, hefur Bára haldið sér- stöðu og sérkennum fyrirtækisins án þess að verða undir. Þvert á móti hefur hún sótt í sig veðrið og er kannski einn af hornsteinum umræddrar bylgju hér á landi. Morgunblaðið hitti Báru í vikunni og ræddi við hana um tilurð fyrirtækisins, vöxt þess og viðgang og hvað framtíðin getur borið í skauti sér. Morgunblaðið/Sverrir Nóg að gera hjá JSB. eftír Guðmund Guðjónsson ÁRÁ Magnúsdóttir er fædd á Akranesi 6. mars 1947. Hún telur sig samt Reykvíking þrátt fyrir upprunann og þá staðreynd að hún sé búsett í Garðabæ. Eiginmaður hennar er Ágúst Schram og eiga þau eina dóttur, auk alls fjögurra bama af fyrri hjónaböndum. Bára fór „mjög ung“ út í balletnám og það sem hún lagði þaðan út í var „blanda af hugsjón og veruleika", eins og hún kemst að orði. „Eg kem úr dansinum og mig langaði til að setja á stofn djassball- ettskóla. Djassballett var ekki sér- stök grein í þá daga. Það voru engir kennarar og litla kennslu að hafa. Þetta var því kannski nokkuð lang- sótt, að vera í æsku og ungdómi sín- um standandi frammi fyrir því að enginn virtist hafa þörf fyrir það sem ég taldi mig hafa upp á bjóða. í raun má segja að ég hafi þurft að búa mig til. Og þó að fólk hafi yfir- leitt ekki talið vera framtíð fyrir djassballett þá var ég full af eld- móði og mikið í mun að hæfileikar mínir, áhugi og vilji gætu orðið ein- hverjum að liði. Þetta var alls ekki auðvelt, að sannfæra ungar stúlkur og foreldra þeirra um að það væri einhver framtíð í þessu,“ segir Bára um fyrstu þreifingamar, sem áttu sér stað fyrir um 35 árum. En, áður en lengra er haldið, hvað er djassballett? „Djassballett er afsprengi af kiassískum ballett og það era mörg nöfn í gangi, „módem“, „póst- módem“ , nútímadans og fleira og fleira. Það má kannski segja að það sé allt nema kannski Svanavatnið. Nýsköpun, frjáls sköpun, eiginlega er djassballett skáldskapur. Þetta er eiginlega skáldagáfa. Ballett er ung listgrein hér á landi. Þegar ég byrjaði í ballett- skóla Þjóðleikhússins sex ára hnáta, þá var hann á sínum fyrstu áram. Að vísu voru nokkrir einkaskólar byrjaðir eins og Ballettskóli Sigríð- ar Armann og á undan henni Asta Norðmann og fleiri. En af þessu má sjá að ballett á íslandi er lítið eldri en ég sjálf. Frjáls danssköpun er sí- breytileg og í stöðugri þróun, og vissulega höfum við hjá JSB þurft að fylgjast vel með hvað er að ger- ast í heiminum. Það sama má segja um líkamsræktina, hún er sífellt að fitja upp á ýmsum nýjungum, mis- góðum, en við kennarar hjá JSB höfum haldið okkur við þann grann sem við teljum bestan, sem hefur mótast mikið af okkar reynslu og kunnáttu frá dansinum." Þetta er þá ekki bara skóli? „Þetta byrjaði sem skóli og þannig var það fyrram, en nemend- ur mínir vora með fyrirheit frá mér um að geta starfað við kennslu að einhverju leyti að minnsta kosti og fyrirtækið breyttist því í þjónustu- og líkamsræktarstöð fyrir konur og er því í dag tvískipt, djassballett- skóli og þjónustu- og æfingastöð fyrir konur. Það má segja að línur hafi verið dregnar skýrar þegar lík- amsræktin varð að iðnaði hér á landi.“ Farið offari „Hefur þú verið að eltast við tískubylgjumar? „Eg hef gætt þess að fyrirtækið staðni ekki og fylgst vel með nútím- anum. Hins vegar er stefna þessa fyrirtækis mjög skýr og þó að lík- amsræktarbylgjan hafi að mörgu leyti verið til góðs, þá hefur hún einnig farið út í öfgar að sumu leyti. Einstakir staðir hafa stundum farið offari þegar þeir hafa flaggað nýj- ungum. Gert hluti sem stríða gegn betri vitund ef menn stöldraðu við og hugsuðu málið.“ Hvað áttu við með því? „Eg þjóna ekki hégóma á borð við alls konar tískubólur bara til að koma með eitthvað nýtt. Það verður að vera nýtilegt og gera gagn. Mannslíkaminn hefur lítið breyst í gegn um aldirnar, og grannþekking á því hvemig vöðvar starfa og vinna breytist ekki frá ári til árs. En auð- vitað fylgjumst við með tíðarandan- um og tökuminn nýjungar til að krydda tilverana. Sumt af því sem hefur komið inn er of einhæft sé það notað eingöngu, sem dæmi má bæði nota „spinning" og palla. Þetta er mjög góð viðbót í bland við aðrar tegundir líkamsræktar. Alls konar fólk, mismunandi vel þjálfað fer í pallatíma og/eða „spinning" mörg- um sinnum í viku og verður von- svikið af frammistöðu sinni þegar það bólgnar á fótum og fær verki í bak mjaðma og hnjáliði. En að mínu áliti er það af því að það ofgerir þessar tegundir æfinga. Það sem fólk þarf að gera sér grein fyrir þegar það velur sér líkamsrækt, er hvert markmið þess er og hvert er líkamlegt ástand þess.“ Hjálpið þið til? „Já, fólk getur fengið slíka þjón- ustu hjá okkur. Við erum með sér- hannaða þjónustu fyrir konur. Það verður að vera þannig, fólk kemur með margs konar forsendur í lík- amsrækt. Það vill minnka sig eða stækka sig og þá gefur augaleið að það sama á ekki við fyrir alla og röng meðhöndlun getur jafnvel gert vandamál að verra vandamáli." Þú talar bara um konur, eru eng- ir karlar að svitna hérna? „Nei. í upphafi vora gefin loforð um að karlar gætu komið hingað og fengið sína tíma. Við eram meira að segja með tvöfalda búningaaðstöðu. En þá komu bara fleiri konur. Fyrstu tímarnir byrja hér klukkan 7.40 á morgnana og þeir síðustu 21.10 þannig að húsnæðið er gjör- nýtt.“ 70% halda áfram Hvaða konur koma til ykkar? „Það er ansi breiður hópur. í djassballettinum eram við með allt niður í böm. Það má kannski segja að líkamsræktarstöðvamar séu með meira af yngsta fullorðna fólkinu, 18-20 ára hópinn, en upp úr því er- um við með fólk fram eftir öllum aldri og hér era konur yfir sjötugt innan um sér miklu yngri konur. Eg nefndi 18-20 ára hópinn, við eram líka að fá til okkar stúlkur niður í 16-17 ára, oft með aðkallandi vanda- mál vegna holdafars. Það má segja að allir fái sama ráðið, s.s. að ekki sé aðeins um hreyfingu að ræða, það þurfi einnig að taka á mikilvægum þáttum á borð við mataræði og við- horf. Fólki er sagt að það geri sjálft kröfur til sín og breyti í samræmi við það. Mér telst til að 70% þeirra sem til okkar koma, haldi áfram í einhvers konar líkamsrækt." Hefurðu tölu yfir hvað margar konur hafa sótt þjónustu og þjálfun til þín? „Eg get sagt þér, að inn í þetta hús koma um 400 manns á hverjum degi. Þá man ég, að einu sinni þegar við voram í kjallaranum í Suðurveri, þar sem við vorum í 28 ár, þá var ég komin með yfir 20.000 nöfn. Það var Það má kannski segja að það sé allt nema kannski Svanavatnið. Ný- sköpun, frjáls sköpun, eiginlega er djassballett skáldskapur. eiginlega orðin ástríða hjá mér að safna þeim saman og það bættust bara við nýjar og nýjar skúffur. Þetta var eins og ég kom að áðan, allt frá bömum í djassballett til eldra fólks í líkamsrækt. Síðan, þeg- ar tölvuöldin gekk í garð, þá tapaði ég þræðinum, en gaman væri að safna þessu saman aftur. Það ætti að vera hægt því þetta fyrirtæki hefur aldrei misst úr ár. Djassball- ett fer í og úr tísku, en aldrei svo að við höfum þurft að draga saman seglin. Nú um stundir eram við ein á okkar sviði, en ég held samt að dansinn sé að komast aftur í tísku. Það er uppsveifla hjá Dansflokkn- um og sumir nemenda minna eru famir til Evrópu í meira nám. Þá ber æ meira á því að dansarar séu fengnir til að auka við þjálfun íþróttafólks. Þar era tveir hópar sem oft hefur greint á um þjálfun. Dönsurum hefur t.d. ekki þótt íþróttafólk nægilega vandvirkt í þjálfun og nú dregur saman í skoð- unum, dansarar hafa t.d. verið fengnir til að sjá um viðbótarþjálf- un, t.d. hjá fimleikafólki. Erlendis er það í tísku að stunda tíma hjá dansara og í New York fær fólk sem er orðið þreytt á tækjasölunum sér dansara sem einkaþjálfara. Rótin að þessu er, að dansarar hafa fallegri hreyfingar en aðrir, styrkur og þokki haldast þar í hendur og það þykir æ eftirsóknarverðara. Liðiu- í þessari þróun er, að nú er unnið að því að koma á fót Listdans- deild innan Listaháskólans, bæði kennara- og dansarabraut. Örn Guðmundsson skólastjóri er þar að vinna gott starf. Eins og ástandið er núna, fá þær sem hafa útskrifast hjá mér sem kennarar inngöngu í Dansráð íslands." Leiðinleg þjóðarsál Hvað með alla þessa sali og staði sem keppa um viðskiptavinina, er þetta miídll og illfær frumskógur? „Það er mikil samkeppni og mér fínnst eins og hún hafí náð einhvers konar hámarki. Að minnsta kosti vona ég það, því mér hefur fundist þjóðarsálin alver sérlega leiðinleg, ekki bara í undirboðum líkamsrækt- arstöðva heldur bara í þjóðfélaginu almennt síðustu árin. Það er eins og það sé ekki lengur hægt að gera einfaldan hlut eins og að taka út gjaldeyri eða kaupa bens- ín án þess að otað sé að þér derhúfu eða einhverju öðru fánýtu drasli. Stundum kveður svo ramt af þessu að fólk man ekki almennilega hvað það ætlaði sér að kaupa, því draslið sem fylgir þessu er svo mikið. Þetta er einhvers konar skammdegismat og ekki góð skilaboð til æskunnar sem tekur við landinu, að allt eigi að fá fyrir lítið og betra að bíða eftir tilboðinu. Mér blöskraði svo þegar birtar vora myndir af biðröðinni fyrir utan Radíóbúðina, þessu fyrirtæki sem hefur þjónað landsmönnum öll þessi ár og lenti svo í ógöngum. Og þama stóð fólk í röðum til að kaupa skrif- borðin undan starfsfólkinu fyrir engan pening. Eg get svarið það, ég skammaðist mín þá fyrir að vera ís- lendingur. Það er greinilega freist- andi að tjalda til einnar nætur, en þá er maður bara ekkert hérna á morgun. Samt hef ég mikla trú á ís- lendingum, þeir era fljótir að gera vitleysumar, en líka fljótir að átta sig og rétta sig af. Málið er held ég að við flýtum okkur of mikið. Sjálf held ég í gamaldagsgildin og bíð þess að þau verði aftur ofan á. I minni starfsgrein þar sem unnið er með líkamann og heilsuna, það dýrmætasta sem við eigum, era það gæðin en ekki tilboðin sem eiga að lokka.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.