Morgunblaðið - 29.08.1999, Page 31

Morgunblaðið - 29.08.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýr formaður Skógrækt arfélags Islands STJÓRN Skógræktarfélags ís- lands kom saman fimmtudaginn 26. ágúst, í fyrsta sinn eftir aðalfund sem haldinn var 6.-8. ágúst sl. A að- alfundinum urðu töluverðar breyt- ingar á stjórn félagsins, en Hulda Valtýsdóttir lét þá af formennsku eftir langt starf. Stjóm félagsins skipti með sér verkum og er hún nú þannig skip- uð: Magnús Jóhannesson, Reykja- vík, formaður, Vignir Sveinsson, Akureyri, varafoi-maður, Björn Árnason, Reykjavík, ritari, og Sig- ríður Jóhannsdóttir, Kópavogi, gjaldkeri. Meðstjórnendur eru: Þorvaldur S. Þorvaldsson, Reykja- vík, Ólafía Jakobsdóttir, Kirkju- bæjarklaustri, og Sigurður Arnars- son, Skriðdal. Varamenn: Trausti Tryggvason, Stykkishólmi, Þuríður Ingvadóttir, Mosfellsbæ, og Hólmfríður Finn- bogadóttir, Hafnarfirði. Skógræktarfélag íslands er sam- band skógræktarfélaganna í land- inu og eru þau nú 56 talsins. Fé- lagsmenn í skógræktarfélögunum eru nú rúmlega 7 þúsund. A aðalfundi Skógræktarfélags Is- lands var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Skógræktarfélags íslands haldinn að Laugarvatni 6.-8. ágúst 1999, á hundrað ára afmæli skipulagðrar skógræktar í landinu, þakkar þeim fjölmörgu einstakling- um og fyrirtækjum sem stutt hafa dyggOega Skógræktarfélag Islands og skógræktarfélögin til fram- kvæmda á undanförnum árum. Þessi stuðningur hefur átt drjúgan þátt í þeim góða árangri sem skóg- ræktarfélögin hafa náð í að efla skógrækt í landinu. Aðalfundurinn vekur athygli á þeim mikilvægu verkefnum sem bíða þjóðarinnar á næstu öld við að græða upp og klæða landið gróðri, jafnframt því að auka bindingu koltvíildis. Við þessi verkefni þurfa skógræktarfélögin á áframhaldandi stuðningi einstaklinga, fyrirtækja og hins opinbera að halda.“ SUNNUDAGUR 29. AGUST 1999 ROM 1960! HVAR ERU GÖMLU FÉLAGARNIR? Ég heiti William Douglas Bookwalter og ég leita endurfunda við þrjá íslendinga sem stunduðu nám í arkitektúr í Róm árið 1960. Eina nafnið sem ég man eftir er Gylfi Reykdal. Ég var í bandaríska hemum og við áttum saman ánægjulega daga meðan Ólympíuleikamir stóðu yfir. Við hittumst á þýskum bar í námunda við Spænsku þrepin. Ég verð á íslandi 1.-3. september á Gistiheimilinu á Sóleyjargötu 31 í síma 561 3553. Heimasími 001 330 533 6777. William Douglas Bookwalter Námskeið hjá Yoga Studio í september: ■ Ásmundur Jóga gegn kvíða hefst 9. september - Þri. og fim. kl. 20. 00 4ra vikna uppbyggjandi námskeið, m.a. byggt á eigin reynslu Ásmundar, fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða em að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Mark H. Anthony Yfírmanna- skipti hjá flotastöð varnarliðsins MARK H. Anthony kafteinn í Bandaríkjaflota tók við starfi yfir- manns Flotastöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli föstudaginn 13. ágúst sl. af Allen A. Efraim- son, sem einnig er kafteinn í Bandaríkjaflota, og gegnt hefur þessu starfi undanfarin þrjú ár. Flotastöðin er sú deild varnar- liðsins sem annast rekstur þjón- ustustofnananna á Keflavíkurflug- velli, húsnæðis, birgðahalds, slökkviliðs, flugvallarmannvirkja, tækjabúnaðar og þjónustu við flugvélar svo eitthvað sé nefnt. Yfirmaður flotastöðvarinnar er því eins konar bæjarstjóri og starfa flestir íslenskir starfsmenn varnarliðsins á vegum hans. Allen A. Efraimson var yfir- maður Flotastöðvar varnarliðsins í þrjú ár. Hann tekur nú við starfi foringja herráðs Geimvarnadeild- ar Bandaríkjaflota - Naval Space Command í Virginíuríki. Mark H. Anthony lauk námi í Háskóla Bandaríkjaflota - U.S. Naval Academy - árið 1976 og hóf feril sinn sem flugliðsforingi í flot- anum að lokinni þjálfun tveimur árum síðar. Hann stundaði eftirlitsflug og kafbátaleit, m.a. um skeið frá Keflavík, í upphafi ferils síns sem að mestu leyti hefur verið á sviði eftirlitsflugs og kafbátaleitar úr lofti. Hefur hann gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á því sviði og var yfirmaður 49. eftirlitsflugsveitar flotans er hún dvaldi við störf á Keflavíkurflugvelli árið 1993. Ant- hony er kvæntur Margie Anthony og eiga þau tvö börn. Látið mynda barnið með fyrstu skólatöskuna LJÓSMYNDARI Ljósmyndastofa Bræðraborgarstíg 7 Sími 551 8300 Daníel Yoga - breyttur lífsstíll hefst 6. september - Mán. og mið. kl. 20.00 7 kvölda grunnnámskeið með Daníel Bergmann fyrir fólk á öllum aldri sem vill læra eitthvað nýtt. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. ★ jógaleikfimi (asana) ★ öndun * slökun ★ mataræði og lifsstíll ★ andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu Frír aðgangur að saunu, tækjasal og opnum jógatímum fylgir. YOGAÆ STUDIO : : Yoga - Tæki - Sauna Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560. ■ HALUR OG SPRUND ehf. Sími 544 5560 og 864 1445 BIOTONE nuddvörur, Oshadhi 100% hágæöa ilmkjamaolíur, nuddbekkir frá Custom Craftworks, nuddplaköt, slö Raddir Evrópu 10 íslenslc ungmenni Kórinn, Raddir Evrópu, er samvinnuverkefni 9 menningarborga Evrópu árið 2000, stýrt af Reykjavík Menningarborg. 10 íslensk ungmenni á aldrinum 16-23 ára verða tekin í kórinn. Þau verða að hafa reynslu af kórstarfi og almenna tónlistarþekkingu, ríka ábyrgðartilfinningu og félagshæfni. Inntökupróf í kórinn verður haidið 10. og 11. september í Hallgrímskirkju. Æfingar með íslensku söngvurunum hefjast í lok september n.k. Allur kórinn, 90 kórsöngvarar frá 9 menningarborgum Evrópu, mun starfa á íslandi 27. desember - 3. janúar n.k. og síðan frá 16. ágúst - 14. september árið 2000 en síðari hluta þess tímabils verður kórinn á ferð um Evrópu þar sem hann heldur tónleika í hinum menningarborgunum. Fyrstu tónleikarnir verða í Reykjavík 26. ágúst 2000. Aðalstjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. Þeir sem hyggjast þreyta inntökupróf í kórinn láti skrá sig 31. ágúst og I. september á milli 14:00 og 16:00 á skrifstofu Menningarborgarinnar í síma 575 2010. K www. reykjavíl<2 00 0 . is MENNINGARBORG EVRÓPU ARIÐ 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.