Morgunblaðið - 29.08.1999, Síða 34

Morgunblaðið - 29.08.1999, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN Á AÐ TAKMARKA EIGNAR- HALD Á BÖNKUM Á ÍSLANDI? AÐ undanförnu hefur verið nokk- ur umræða um eignarhald á bönk- um á Islandi. Kveikjan að þeirri umræðu er nýleg sala á umtalsverð- um hluta (22,5%) hlutafjár í Fjár- festingarbanka atvinnulífsins (FBA hf.) til eins aðila, Orea SA, en ekki hefur komið fram opinberlega þeg- ar þetta er skrifað, hverjir eða hversu margir aðilar standa að því félagi annað en það að átta nafn- greindir menn skipa stjóm þess og eru sagðir fara fyrir hópum fjár- festa. Umræðan tengist einnig fyr- irhugaðri sölu á hlut ríkissjóðs í þeim fjármálastofnunum og öðrum ríkisstofnunum þar sem ríkissjóður á ennþá meirihluta hlutafjár og fyr- irhugað er að selja samkvæmt einkavæðingaáformum ríkisstjórn- arinnar og lýst er í stjómarsáttmál- anum þannig: „Hlutabréf í ríkis- bönkunum verði seld með það að markmiði að ná fram hagræðingu á fjármagnsmarkaði en tryggja um leið virka samkeppni á markaðnum til að ná fram ódýrari þjónustu. Við söluna verði þess gætt að ríkið fái hámai’ksverð fyrir eign sína í bönk- unum.“ Ég hef reynt að fylgjast með þessari umræðu, einkum á vefsíðum Morgunblaðsins og DV, en hef hvorki tíma né aðstöðu til þess að leggja mig eftir öllu sem sagt hefur verið. Umræðan er athyglisverð en ekki mjög markviss; einkum virðist mér sem einstaka stjómmálamenn eigi erfitt með að gera það upp við sig hvemig standa eigi að sölunni á hlut ríkisins í bönkunum, hvort tak- marka eigi eignarhaldið, með hvaða rökum, hvort og þá hvemig slíkar takmarkanir kunna að hafa áhrif á verð og viðskipti með hlutabréf í þeim stofnunum. Til þess að setja hlutina í eðlilegt samhengi mun ég í eftirfarandi grein gera tilraun til þess að lýsa á einfaldan hátt gild- andi íslenskum lagaákvæðum um eignarhald á bönkum og hvernig þau era í samanburði við önnur lönd. Það sem sagt er um banka á í stóram dráttum einnig við um aðrar lánastofnanir. Gildandi ísl. lagaákvæði Lög um viðskiptabanka og spari- sjóði nr. 113/1996 með síðari breyt- ingum setja almennan ramma um starfsemi þeirra. Þau eru sniðin að tilskipunum Evrópusambandsins. Þar era m.a. ákvæði um stofnun, starfsleyfi og synjun starfsleyfis, stjórn, starfsemi, eigið fé og eigin- fjárhlutfall, ársreikninga og endur- skoðun, samrana og slit, eftirlit o.s.frv. Á grandvelli þeirra hafa ver- ið settar ýmsar reglur og reglu- gerðir. Lögin miða að því að setja starfseminni þann ramma sem best þjónar tilgangi þessara stofnana, sem er m.a. að vera einn af söfnun- araðilum sparifjár almennings, stunda lánsfjármiðlun og greiðslu- miðlun og að veita al- menningi og fyrirtækj- um ýmiss konar fjár- málaþjónustu. Ennþá era í lögunum sérá- kvæði um ríkisvið- skiptabanka sem verða óþörf við sölu ríkisins á meirihluta í þeim. Um FBA hf. og aðrar sam- bærilegar lánastofnan- ir, m.a. Kaupþing hf., gUda lög um lánastofn- anir aðrar en viðskipta- banka og sparisjóði nr. 123/1993 með síðari breytingum. I síðar- nefndu lögunum era til- vísanir í lögin um við- skiptabanka og spari- sjóði sem gera það að verkum að þau eru nánast eins og verður fjall- að um þau jafnhliða hér á eftir. Megineinkenni laganna er að þau era einföld, skýr og framkvæman- leg. Þau miða að því að treysta ör- uggan og heilbrigðan rekstur þess- ara stofnana á gegnsæjan hátt. Banki (og aðrar lánastofnanir) verður ekki stofnaður nema sem hlutafélag1 og þarf til þess starfs- leyfi viðskiptaráðherra. Almenn lög um hlutafélög gilda um banka nema annað sé boðið í lögunum. Ekki er krafist lágmarksfjölda stofnenda banka2. Stofnendur geta verið einstaklingar og lögaðilar. Þeir geta því verið tveir, skv. al- mennum hlutafélagalögum, og þurfa að reiða fram lágmark stofn- fjár sem er 400 millj. kr. í júlí 1999. Ráðherra getur synjað umsókn um starfsleyfi, að fengnum tillögum Fjármálaeftirlitsins, sé eignarhlut- ur hluthafa í banka talinn ósamrým- anlegur eðlilegum rekstri hlutaðeig- andi stofnunar. Ráðherra getur einnig synjað umsókn ef náin tengsl banka við einstaklinga eða lögaðila geta að mati Fjármálaeftirlitsins hindrað það í eðlilegum eftirlitsað- gerðum. Sama á við ef lög eða regl- ur, sem um slíka einstaklinga eða lögaðila gilda, hindra eðlilegt eftir- lit. Um starfandi hlutafélagsbanka og nýstofnaða banka gilda sömu ákvæði um fjölda hluthafa. Þeir geta verið tveir eins og áður sagði. Það má heldur ekki leggja neinar hömlur á viðskipti með hluti í hluta- félagsbanka. Hins vegar era gerðar ríkar kröfur til þess að hluthafar séu almennt hæfir til þess að eiga og fara með sinn hlut með tilliti til heilbrigðs og trausts rekstrar hlut- aðeigandi stofnunar. Mikilvægt er að menn átti sig á því hvað í þessu felst og mun ég víkja að því nokkra nánar3. í 3. mgr. 10. gr. laga nr. 113/1996 segir: „Þeir hluthafar, sem eiga eða hyggjast eignast virkan eignarhlut í viðskiptabanka, skulu fyrir fram til- kynna Fjármálaeftirlitinu þar um. Með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild sem nemur 10% eða meira af eigin fé eða atkvæð- isrétti eða aðra hlut- deild sem gerir kleift að hafa veraleg áhrif á stjómun viðkomandi stofnunar. Einnig skal hlutaðeigandi tilkynna Fjármálaeftirlitinu ef hann hyggst auka við hlutafjáreign sína það mikið að hlutur hans í hlutafélagsbanka eða samsvarandi réttur til meðferðar atkvæða nemi 20%, 33% eða 50% eða svo stóram hluta að hlutafélagsbanki verði tal- inn dótturfyrirtæki hans.“ Hlutafé- lagsbankar skulu tilkynna Fjár- málaeftirlitinu eigi sjaldnar en einu sinni á ári um alla hluthafa sem eiga 10% hlutafjár eða meira og hluta- fjáreign hvers þeirra. 4. mgr. sömu greinar hljóðar svo: „Ráðherra getur að fenginni tillögu Fjármálaeftirlitsins synjað hluthafa um að eignast hlut eða um rétt til meðferðar atkvæða skv. 3. mgr. telji hann viðkomandi ekki hæfan til þess með tilliti til heilbrigðs og trausts rekstrar hlutaðeigandi stofnana...“ Að mínum dómi eru gildandi lög, reglur og upplýsingar um mark- aðinn áreiðanlegar og gegnsæjar, segir Þórð- A ur Qlafsson, og veita Alþingi, ríkisstjórn og almenninffl þær upplýs- ingar sem þörf er á. Tilgreind ákvæði era sett með hagsmuni hlutaðeigandi stofnana í huga og er ætlað að tryggja að eig- endur þeirra uppfylli þær kröfur sem tO þeirra era gerðar. Meðal annars era gerðar kröfur um að helstu hluthafar eða þeir sem fara með hluti séu hæfir til þess með til- liti til hagsmuna hlutaðeigandi stofnunai- eða viðskiptamanna hennar. Skylda til tilkynningar um aukningu á hlut eða rétt til með- ferðar atkvæða er eðlileg með hlið- sjón af þeim kröfum sem gerðar era til stórra eignaraðila hlutafélags- banka með tilliti til heilbrigðs rekstrar og eðlilegra viðskiptahátta. Nauðsynlegt er að ávallt liggi fyrir upplýsingar um þessi atriði til að unnt verði að grípa til viðeigandi ráðstafana af hálfu Fjármálaeftir- litsins sem getur lagt til við ráð- herra að hafnað verði nýjum hlut- höfum eða kaupum þeirra sem fyrir eru á viðbótarhlutafé teljist þeir ekki hæfir að mati þess. Telji ráð- herra ekki grandvöll til þess að hafna eignarhlut getur hann ákveð- ið að hlutnum fylgi ekki atkvæðis- réttur. 112. gr. laganna er enn fremur að finna ákvæði sem heimilar ráð- herra, að fengnum tillögum Fjár- málaeftirlitsins, að grípa inn í at- burðarásina ef aðili, sem áður var talinn hæfur til þess að fara með meira en 10% hlut (virkan eignar- hlut) í banka, fer þannig með rétt- indi sín að að andstætt sé hagsmun- um hlutaðeigandi viðskiptabanka eða eðlilegum viðskiptaháttum. Ef kaup Orca SA á hlutabréfun- um í FBÁ hf. eru sett inn í þessa formúlu, þá í fyrsta lagi eiga þeir að hafa átt að tilkynna Fjármálaeftir- litinu fyrirfram um fyrirhuguð kaup á hlutabréfunum í FBA hf. I öðra lagi ef kaupin hafa farið fram en Orca SA hefur ekki tilkynnt kaupin þá getur ráðherra, að fengnum til- lögum Fjármálaeftirlitsins, ákveðið að hlutnum fylgi ekki atkvæðisrétt- ur og í þriðja lagi getur Fjármála- eftirlitið lagt til við ráðherra að hann synji Orca SA að eignast meira en 10% hlut í FBA hf. ef það telur félagið ekki hæft til þess með tilliti til heilbrigðs og trausts rekstrar hlutaðeigandi stofnunar. Synjunin verður að vera byggð á málefnalegum rökum. Ef t.d Osama bin Ladin4 væri kaupandinn yrði þeim eflaust hafnað. Ef granur léki á að kaupendumir ætluðu sér að nota aðstöðuna til glæpsamlegra verka eða að kaupendahópurinn væri ekki ekki gegnsær (t.d. erlent félag sem enginn vissi hver stæði á bakvið), þá yrði kaupunum sömu- leiðis hafnað. Tæplega ætti það að leiða til synjunar á kaupum á virk- um eignarhlut þótt kaupandinn, eða hluti þeirra, væra álitnir hafa greitt fé í kosningasjóði stjómmálaflokka, væra sjálfstæðismenn eða fram- sóknarmenn eða jafnvel eitthvað annað verra að því er skilja má um- ræðuna. Hvert tilvik verður að skoða sjálfstætt. Samanburður við önnur lönd Fyrrgreind ákvæði íslensku bankalaganna era sniðin að tilskip- unum Evrópusambandsins5 eins og áður sagði og era sambærileg ákvæði í bankalöggjöf þeirra þjóða sem tilheyra Evrópska efnahags- svæðinu. Aðrar takmarkanir á eign- arhaldi eða atkvæðisrétti í bönkum í þeim löndum era ekki fyrir hendi svo mér sé kunnugt um. Algengt er að iðnaðar- og þjónustufyrirtæki séu stórir hluthafar í bönkum í Evr- ópu og svokallaðir stofnanafjárfest- ar (t.d. lífeyrissjóðir) era að verða Þórður Ólafsson meira áberandi í hópi hluthafa en áður. Helstu dæmin um takmarkanir á eignarhaldi í bönkum era frá Bandaríkjunum, Kanada og S- Kóreu. I Bandaríkjunum og S- Kóreu miða takmarkanirnar að því að hindra yfirráð viðskipta- og iðn- aðarsamsteypa yfir bankastarfsemi, en í Kanada eru takmarkanirnar fyrst og fremst af sögulegum ástæðum og til þess ætlaðar að halda bandarískum bönkum frá Kanada. Hvað varðar takmarkanir á fjár- festingu erlendra fjárfesta í inn- lendri bankastarfsemi þá era víða takmarkanir í þeim efnum, helst í þróunarríkjunum óg sumum ríkjum fyrrverandi Sovétríkjanna, en era á hröðu undanhaldi. Engar takmark- anir eru á fjárfestingu erlendra að- ila í fjármálaþjónustu á íslandi. Á að breyta lögum og takmarka eignarhald á íslenskum bönkum og stöðva einkavæðingu ríkisviðskipta- bankanna? Fram hafa komið skiptar skoðan- ir um þessi efni í umræðunum að undanförnu. Einkavæðingin er sjálfstætt pólitískt mál, sem skiptar skoðanir era um en núverandi ríkis- stjórn hefur ákveðið að fylgja fram. Framkvæmd hennar má sjálfsagt skoða með tilliti til þess að tryggja dreifða sölu hlutafjár ríkisins í framsölu. Um þá framkvæmd alla ræður ríkisstjórnin í útboðsskilmál- um og verður að meta hvort for- sendur sölunnar séu í samræmi við yfirlýst markmið stjómarsáttmál- ans að: „við söluna verði þess gætt að fá hámarksverð fyrir eign sína í bönkunum". Hitt er stærra mál að tryggja dreifða eignaraðild til fram- búðar. Til þess þarf að breyta lög- um. Verður markmiðinu með sölu hlutabréfanna eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum: „að ná fram hagræðingu á fjármagnsmark- aði og að tryggja um leið virka sam- keppni á markaðinum til að ná fram ódýrari þjónustu“ helst náð með því að takmarka eignarhald í bönkun- um? Er „geigvænleg samþjöppun á fjármagni að eiga sér stað, m.a. vegna þeirrar einkavæðingarstefnu sem ríkisstjómin rekur, og verður almenningur fyrir vikið af eignum sem verið hafa á hans forræði", eins og segir í yfirlýsingu þingflokks Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs? Auðvitað er hægt að tryggja dreifða eignaraðild með lögum. En hvar á að setja mörkin? Að enginn einn aðili (einstaklingar og lögaðil- ar) megi eiga eða fara með stærri hlut, beinan (og óbeinan?) en x%. Á að setja bann við að tengdir aðilar eigi eða fari sameiginlega með meira en x% hlut? Hvemig mega þeir vera tengdir? a) fjölskylduböndum, b) fjárhagslega (hvemig?) c) á að banna atvinnufyrirtækjum að fjár- festa í bönkum? og svo má lengi spyija. Eftirlit með framkvæmd slíkra takmarkana þarf að vera virkt og öraggt, en það kostar líka pen- inga. Mundu erlendir aðilar vera fúsari til þess að fjárfesta í íslensk- um bönkum og öðram lánastofnun- um ef þeir mættu einungis eiga og fara með takmarkaðan hlut? Er

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.