Morgunblaðið - 29.08.1999, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 29.08.1999, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 43 tíma glepjast af öðrum freistingum sem gerðu honum og hans nánustu lífið leitt. Það var hins vegar Herði líkt og hans karakter að vinna bug á veikleika sínum þegar hann varð eldri og búinn að hlaupa af sér horn- in. Um tíma stundaði hann kraftlyft- ingar og náði þar athyglisverðum ár- angri eins og við var að búast hjá þessum kröftuga og einbeitta strák. Já, strák segi ég því að Hörður Markan var alltaf litli strákurinn á kantinum í mínum augum, hversu gamlir sem við urðum, ljúfur og geð- felldur, hrekklaus og einlægur. Hörður var pípulagningameistari eins og pabbi hans og alnafni og fékkst við mörg störf um dagana og alltaf var þægilegt að hringja í Hörð til að gera við þetta og laga hitt og það var gaman að hitta hann seinni árin, stutt í hláturinn, sami gamli góði strákurinn sem vildi endur- gjalda vináttu sína á þann hátt sem hann kunni best með greiðasemi og góðvild. Hörður var lukkunnar pamfíll þegar hann kynntist og kvæntist Isabellu, gull af konu, sem ég og Ágústa kynntumst þegar hún pass- aði börnin okkar í Fossvoginum. Og hún passaði líka vel upp á hann Hörð sinn, sem bar ekki vandamál sín á torg út og mætti sínum örlögum af sömu karlmennsku og harðfylgni eins og á kantinum forðum. Já, hún ísabella reyndist honum Herði vel og þessi strákur sem ekki var allra kunni að meta og elska ísa- bellu og börnin sín og þar gat hann hallað höfði sínu þegar hugarvíl og andstreymi trufluðu þennan góða dreng og þegar hinn banvæni sjúk- dómur kom í ljós. Nú er hann farinn, hann Hörður, þessi harði nagli sem þó var ekki harðari en svo að hann mátti aldrei neitt aumt sjá og var hvers manns hugljúfí, þegar hann gaf færi á því. Við, gömlu félagamir úr fótboltan- um, söknum Harðar sem var hluti af okkur sjálfum, þjóðsagnarpersóna í okkar eigin sagnabúri, einstaklega ljúfur vinur og samferðamaður. Við hjónin sendum ísabellu og bömunum innilegustu samúðar- kveðjur. Ellert B. Schram. Kveðja frá KR. Hörður Markan, pípulagnin- armaður, lést þann 24. ágúst sl. langt fyrir aldur fram eftir skammvinn en snörp veikindi. Hörður var á yngri ámm afbragðs íþróttamaður og harður KR-ingur og stundaði innan veggja félagsins knattspymu og síð- ar lyftingar. Hann var eftirminnileg- ur einstaklingur og traustur sam- herji þeirra sem með honum vom í leik. Sá sem þessar línur ritar er jafnaldri Harðar heitins og því bæði ljúft og skylt að flytja honum hinstu kveðju félagsins og bregða um leið upp nokkrum minningum sem í hug koma frá ferli Harðar í KR. í lok sjötta áratugarins var blómaskeið í knattspyrnunni hjá KR að því leyti að meistaraflokkur fé- lagsins var afar sigursæll en hins vegar var nokkur doði í yngstu flokkunum. Það var því fyrir fram- sýni þáverandi formanns knatt- spyrnudeildar, Sigurðar Halldórs- sonar, að ráðinn var öflugur þjálfari fyi'ir yngsta flokkinn. Það var Guð- björn Jónsson sem gekk í það af krafti að safna saman strákum á hinum ýmsum sparkvöllum í Vestur; bænum og fá þá á æfingar hjá KR. í hópi okkar sem á þessum tíma geng- um til liðs við KR var Hörður Mark- an. Hann hafði þá þegar vakið mikla athygli fyrir knattspyrnuhæfíleika sína enda fléttuðust saman hjá hon- um góð tækni og næmur skilningur á íþróttinni. Þá var Hörður frá unga aldri einstaklega líkamlega sterkur, og allt þetta ásamt miklu keppnis- skapi gerði hann að eftirsóknarverð- um samherja. Vegna þess sprengi- krafts sem í Herði bjó var honum jafnan stillt upp í fremstu sóknar- línu og minningin er skýr um lág- vaxinn samanrekinn framherja sem jafnan olli miklum usla í vörnum andstæðinganna. Þá er mjög minnis- stætt hversu góðan stuðning faðir Harðar og alnafni veitti syni sínum og okkur félögum hans enda var pípulagningarmeistarinn jafnan mættur á keppnisstað og ólatur við að hvetja okkur til dáða. Þeir feðgar voru mjög samrýndir enda fylgdi Hörður yngri í fótspor föður síns og gerði pípulagnir að ævistarfi. Þrátt fyrir að við yrðum að þola nokkurt mótlæti og kyngja ósigrum í byrjun þá fór árangurinn stöðugt batnandi og svo fór að lokum að árið 1963 fögnuðum við íslandsmeist- aratitli í 2. aldursflokki eftir mikla baráttu við þau félög sem gert höfðu okkur hvað mesta skráveifu til þess tíma. Það var einmitt Hörður sem tryggði okkur þennan titil er hann skoraði sigurmark okkar og til er blaðaljósmynd þar sem KR-ingar bera hann í gullstóli af leikvelli í heiðursskyni. I kjölfai'ið lá leið Harð- ar eðlilega beint í meistaraflokk fé- lagsins þar sem hann lék um nokk- urra ára skeið við góðan orðstír. Hörður varð Islandmeistari með KR tvívegis og jafnoft bikarmeistari. Þá var Hörður um hríð við æfingar ásamt tveimur félögum sínum hjá enska félaginu Coventry sem jók mjög þroska hans sem knattspyrnu- manns. Frá þessum unglings- og þroskaárum eigum við margar ljúfar minningar ekki síst úr eftirminnileg- um utanlandsferðum, fyrst í yngri flokkunum og síðar í keppnisferðum með meistaraflokki í Evrópukeppn- um sem íslensk félög voru á þessum tíma að hefja þátttöku í. Það er óumdeilanlegt að þessi við- burðaríku ár festu rætur KR í lífí okkar sem þarna áttum samleið og urðu til að hnýta tryggðarbönd við félagið og efla metnað okkar fyrir þess hönd. Það hafa því jafnan verið fagnaðarfundir þegar hinir gömlu fé- lagar hafa hist, rifjað upp atburði og ævintýri æskuáranna, leitað fregna af lífshlaupi hver annars og endur- nýjað kynnin. Þar verður nú skarð fyrir skildi næst er Hörð vin okkar vantar í hópinn. Knattspyrnufélag Reykjavíkur kveður Hörð Markan með virðingu og þakkar honum samfylgdina og tryggð við félagið og vottar eigin- konu og fjölskyldu hans innilega samúð og biður góðan Guð að varða veg þeirra í framtíðinni. Þórður Jdnsson. Það sló mig mjög þegar ég frétti að vinur minn, Hörður Markan, væri látinn. Fréttin kom þó ekki alveg á óvart, áfallið kom í janúar síðastliðn- um þegar Hörður tjáði mér að hann hefði greinst með krabbamein í lung- um. Við vissum báðir að þetta var hinn stóri dómur. Hörður tók þessu þó með ólýsanlegri ró og hélt sínu æðruleysi. Staðráðinn í að berjast áfram eins og ekkert hefði ískorist. Hann lagði þó málið í hendur guðs eins og honum var einum lagið. Hörður hafði öðlast djúpa og sanna trú sem hjálpaði honum gegnum þá erfíðu tíma sem framundan voru. Það sem einkenndi hann var þakk- lætið til almættisins fyrir að fá að vera til og að fá að vera með og taka þátt í þessu lífi. Hörður hafði lifað tímana tvenna og vitnaði oft til fyrri tíma þegar hann var ósáttari við guð og menn. Honum hafði tekist að snúa við blað- inu, breyta ósigri í sigur og vinna síðan stöðugt í því að bæta sjálfan sig. Lifa hvern dag þannig að hann gæti eitthvað gott látið af sér leiða. Hann skilur eftir sig djúp spor á meðal okkar félaganna sem kynnt- umst honum, einkum vegna þess að hann hafði til að bera ákaflega mikla einlægni sem hann gat miðlað til okkar og lét engan mann ósnortinn. Þó var alltaf stutt í kímnina, brosið og léttleikann. Á undanförnum árum höfum við Hörður átt margar ánægjulegai' og gefandi stundir sam- an, setið lengi að spjalli og rætt um lífið og tilveruna. Mér eru þessar stundir ákaflega mikils virði. Hópurinn okkar í Langagerði verður ekki samur án þín, en eins og þú hefðir viljað, þá horfum við fram á veginn. Hörður minn, ég veit að þér líður betur núna þó að það sé erfítt fyrir okkur sem eftir sitjum að sætta okkur við að þú sért farinn. Um leið og við kveðjum góðan vin langt um aldur fram, vil ég fyrir hönd okkar félaganna votta eigin- konu þinni og börnum, okkar inni- legustu samúð. Kristberg. INGIMARIA ÞORBJÖRG KARLSDÓTTIR + Ingimaría Þor- björg Karlsdótt- ir fæddist á Drafla- stöðum í Fnjóskadal 15. janúar 1911. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 20. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgríms- kirkju 27. ágúst. Þegar minnast á svo mætrar konu sem Ingu, föðursystur minnar, kemur margt upp í hugann því margs er að minnast og svo ótal margt er að þakka. Hlýjan og ræktarsemin við unga sem aldna, vandamenn sem og vandalausa. Og ekki síst vil ég færa Ingu alúðar- þakkir fyrir þá miklu ræktarsemi og hlýju sem hún alla tíð sýndi dóttur minni Þorbjörgu, frá því hún var smábarn og svo síðan einnig sonum hennar þremur, Inga Bjarna, sem skírður var í höfuðið á Ingu, Stefáni Geir og Rannari Karli. Hún var þeim öllum fjórum alltaf sem besta amma og alltaf svo sannarlega betri en enginn, eins og máltækið segir. Inga laðaði alltaf að sér unga og gamla, ríka sem fátæka og alla sem henni kynntust. Á heimili hennar var öllum sem að dyrum bar ævin- lega tekið opnum örmum, jafnt skyldmennum sem vandalausum. Systkinabörn hennar sem og börn þeirra áttu öll ömmu í Ingu, til hennar var alltaf gott að leita í lífs- ins ólgusjó. Og ekki er hægt að minnast á hennar miklu umhyggju- semi og ræktarsemi við alla án þess að geta þess að Gunnar maður hennar var sömu gerðar. Inga ólst upp í stórum systkina- hópi að Draflastöðum í Fnjóskadal. Móðir þeirra systkina dó árið 1921, voru bömin níu þá á aldrinum 4 til 19 ára, Inga þá 10 ára gömul, yngsta stúlkubarnið og mikið mömmubarn. Hún saknaði móður sinnar alla ævi og hafði oft orð á hve þau böm sem ættu móður væm lánsöm. Þegar hún svo óx úr grasi var hún einn vetur í vist hjá Helgu Sig- urðardóttur, náfrænku sinni, sem síðar varð fyrsti skólastjóri Hús- stjórnarskóla Islands, því næst mun hún hafa gerst matráðskona hjá frænda sínum, Kristjáni Karls- syni, sem þá var skólastjóri Bændaskólans að Hólum. Síðan lá leiðin til Hveragerðis, þar hafði Inga um tíma með höndum veit- ingarekstur með vinkonu sinni, Regínu Rist, og ennfremur vann hún um hríð hjá Ingimar, frænda sínum, í Fagrahvammi. Þar starfaði líka Gunnar Bjöms- son sem hún hafði kynnst á Hólum, en hann var þar í búfræðinámi. Þau giftu sig á árinu 1938. Þau Gunnar og Inga bjuggu allan sinn búskap í Hveragerði, fyrst í Skrattabæli í Fagrahvammi, síðan örfá ár í Hverahvammi en festu fljótlega kaup á gróðrarstöðinni Álfafelli og bjuggu þar allan sinn búskap. Gróðrarstöðina ráku þau af miklum myndarskap, bættu við gróðurhúsum, stækkuðu íbúðar- húsið, keyptu gróðurbýlið Hh'ðar- haga, sem var rétt hinum megin við götuna. Þeim búnaðist vel, enda samhent og vinnusöm. Gunnar lést eftir erfið veikindi árið 1977, aðeins 64 ára að aldri, og var sá missir Ingu mjög erfiður og er ekki að undra því að öðrum ólöstuðum er leitun að öðrum eins öðlingi til orðs og æðis og Gunnar var. Örfáum ár- um eftir andlát Gunnars gáfu Inga og dætur hennar til minningar um hann, fé til kaupa á trjáplöntum til að gróðursetja á bökkum Varmár í miðbæ Hveragerðis, Gunnarslundi. Eftir að Gunnar lést rak Inga gróðurbýlið ein í um það bil þrjú ár en seldi þá eignimar og flutti til Reykjavík- ur. Hún bjó síðan í sambýli við dóttur sína Kolbrúnu og hennar fjölskyldu að Freyju- götu 43 þar til hún hlaut slæmt lærbrot fyrir um það bil fjór- um árum. Eftir það óhapp þurfti hún meiri umönnun en unnt er að veita í heimahúsi og dvaldi því síðustu ævi- ár sín að Sólvangi í Hafnarfirði við gott atlæti starfsfólks. Hún kvaddi sitt fólk með frið- sæld að morgni föstudagsins 20. ágúst síðastliðinn. Ég votta dætrum hennar, Kol- brúnu og Auði, sem og fjölskyldum þeirra, mína innilegustu samúð, sem og öldruðum bróður Ingu, Karli, sem nú er einn systkinanna eftir á lífi. Ennfremur sendi ég öðr- um ástvinum hennar samúðar- kveðjur. Ég flyt einnig kveðjur og þakldr frá Karh, bróður mínum, og konu hans Sveineyju, sem búsett eru í Svíþjóð. Guðrún Jóhannsdóttir. Elsku Inga mín. Nú þegar þú hefur kvatt í hárri elli reikar hugurinn til allra þeirra góðu stunda sem ég hef átt með þér í gegnum árin. Allrar hlýjunn- ar, væntumþykjunnar og um- hyggjuseminnar. Allar stundimar sem ég dvaldi hjá ykkur Gunnai-i í Álfafelli í Hveragerði og eftir að Gunnar dó, með þér á Freyjugöt- unni. Alltaf velkomin hvort heldur sem var til lengri eða skemmri dvalar. Alltaf hægt að fara til þín hvenær sem mér datt í hug. Alltaf C hlýjar móttökur. Alltaf varstu í góðu skapi og alltaf svo glöð að fá gesti. Hægt að tala við þig um allt sem mér lá á hjarta. Að öðrum ólöstuðum, mér betri en allir aðrir. Elsku besta Inga amma, ég og drengimir mínir þökkum þér frá hjartans innstu rótum fyrir allt sem þú varst okkur. Björt og falleg minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Far þú í friði, friðurGuðsþigblessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þorbjörg, Ingi Bjarni, Stefán <_ Geir og Rannar Karl. OLAFUR SIGURÐSSON + ÓIafur Sigurðs- son fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1915. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 13. ágúst síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Akur- eyrarkirkju 25. ágúst. Elzti bróðirinn er fallinn með sæmd - eins og honum hlaut að vera lagið. Hann og ég vomm manna ólíkastir - tæpast hægt að sjá skyldleikann. „Ólík- ustu bræður í heimi,“ sagði vinur beggja að norðan - bæði ólíkir að upplagi og í útliti - ekki sízt. Ef til vill - sumir mundu jafnvel segja ör- ugglega - hefur ekki ætíð verið vanzalaust fyrir Óla bróður að vera bróðir minn, enda þótt hann kvart- aði ekki yfir því, blessaður! Hins vegar tókst Ólafi lækni (le Doc eins og ég leyfði mér að kalla hann sís- vona til gamans) að lifa af náin bræðrasamskipti á gömlu góðu Akureyri okkar, sem ekki breytist neitt að ráði - góðu heilli. Þar er nú allt í blóma, unnið alls staðar á fullu enda bærinn undir góðri stjórn - pólitískt séð. Svo er guði fyrir að þakka. Og aukinheldur sendir Hann, sem öllu ræður, bæjarbúum fleiri góðviðrisdaga en tíðkast annars staðar. Ólafur var gegnhollur Akureyringur aHa tíð - vildi hvergi vera ann- ars staðar en heima á Akureyri - lagði alltaf staðbundna föður- landsást (lókalpatríotisma) á AK. Hann var læknir - græðari - lengur en tíðkast meðal starfsbræðra hans, ósérplæginn í lífsstarfi - lífs- hlutverki sínu - það vita gerla kunnugir. Og nú er hann genginn til feðr- anna, elsku hjartans vinurinn. En Anna Bjöms eiginkona hans og stoð og stytta, mágkona mín frá Akureyri, lifir - einhver bezta og mesta kona og manneskja, sem ég hef kynnzt. Ég sakna hans sárlega. Steingrímur St. Th. Sigurðsson. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyi’ir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úi’vinnslu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.